Þjóðviljinn - 05.02.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.02.1966, Blaðsíða 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. febrúar 1966. \ • Hið þekkta leikrit Bertolts Brechts. Mutter Courage, hefur nú verið sýnt 10 sinnum í Þjoðleik- húsinu og verður næsta sýning á laugardagskvöld. Helga Valtýsdóttir leikur sem kunnugt er tit- ilhlutverkið og hefur hlotið góða dóma fyrir túlkun sína á þessu erfiða og margþætta hlutverki. þótt uppfærsla leiksins og leikstjóm sé mjög umdeild. iyiyndin er af Helgu ásamt Sigríði Þor- valdsdóttur í h-lutverkum sínum. • Hrossin fá sömu merki og börnin • JSTýlega hafa verið gerðar til- raunir með endurskinsmerki á hestum í umferðinni og voru þa$ Hestamannafélagið Sleipn- ir f Ámessýslu og Almennar tryggingar h.f. á Selfossi sem fjndr þessum nýmælum stóðu. Voru gerðar stroffur út end- urskinstaui og þeim síðan komið fyrir í beizli að framan og að aftan í taglinu, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Var þetta síðan prófað f bfl- ljósum og mun hafa gefizt vel. a.m.k, verða þessi merki nú framleidd handa öllum með- limum Sleipnis. Endurskinsmerki að framan og að aftan,. Nýtt tölublað Hjartaverndar • Komið er út 1. tölublað 1966 af tímaritinu Hjartavemd, sem gefið er út af Landssambandi hjarta- og æðaverndarfélaga á tslandi og er ritstjóri Snorri P. Snorrason læknir. Er þetta þriðji árg-angur ritsins. Blaðið flytur að þessu sinni grein um hjartavemdarmálin eftir prófessor Sigurð Samúels- son, greinina Orsakir sjúkdóma eftir Ölaf Sigurðsson lækni og þýdda grein um kransæðafar- sótt. útvarpið • Afturgöngur Ibsens • Svartlistarmynd í snjónum • Sem sjá má stóðu margir að sköpun þessa svart-hvíta lista- verks hér á myndinni, en það var ljósmyndarinn okkar, hann Ari Kárason, sem ,,uppgötvaði“ það og festi á ljósmyndalinsuna til eilífrar varðveizlu. Enda eins gott, því daginn eftir var kom- in hláka og allt orðið grátt. • Þjóðleikhúsfólk leggur undir sig kvöldið að þessu sinni og flytur eitthvert þekktasta verk Ibsens, Afturgöngumar. Það er að mörgu leyti skemmtilegur siður að koma með sýningar leikhúsanna í útvarpið eftir dúk og disk: hafir þú séð ein- hverja fyrstu sýningu verks, gefst bæði skemmtilegt tæki- færi til upprifjunar og til að bera saman frammistöðu leik- enda þá og síðar er ýmsir -hnökrar hafa verið sniðnir af og meira frjálsræði og léttleiki yfir framgöngu þeirra. Afturgöngurnar eru þekkt verk hér á landi, hafa víst verið sýndar fyrir allar kyn- slóðir leikhúsgesta á þessari öld — verður þvi ekki fjölyrt um verkið hér. En það sakar ekki að geta þess, að á undan fáum við að heyra komert eftir Vivaldi. 13.00 Óskalög sjúklinga. Krist- ín Anna Þórarinsdóttir kynn- ir lögin. 14.30 í vikulokin, þáttur und- ir stjóm Jónasar Jónassonar. 16.00 Umferðarmál. 16.05 Sigurður Guðjónsson kennari velur sér hljóm- plötur. 17.00 Jón Þór Hannesson og Pétur Steingrímsson kynna létt lög. 17.35 Tómstundaþáttur barna og unglinga. Jón Pálsson flytur. 18.00 Utvarpssaga barnanna: Á krossgötum. 18.30 Söngvar í léttum tón. 20.00 Konsert í a-moll fyrir tvær fiðlur og strengjasveit eftir Vivaldi. I Musici lc«ka. 20.15 Leikrit Þjóðleikhússins: Afturgöngur, eftir Henrik Ibsen. Þýðandi: Bjami Bene- diktsson. Leikstjóri: Gerda Ring frá Osló. Stjómandi út- varpsflutnings: Lárus Páls- son. Leikendur: Guðbjörg Þorbjamardóttir, Gunnar Eyjólfsson, Valur Gíslason, Lárus Pálsson, Bryndís Sohram. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. • Grænn maður kom inn í grænt borð og pantaði grænt garænt borð og pantaði grænt te í grænum bolla. Þá kom rauður maður inn á kaffihúsið. Græni maðurinn spurði hann: hvað ert þú að gera hér? Rauði maðurinn svaraði: ég er úr annarri skrýtlu. • Freistingar sið- menningarinnar • Margir ítalir ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum er þeir lásu í auglýsingadálki eins dagblaðsins, að hið fræga klaustur í Mílanó, Sante Maria Repatriche, væri til sölu. Blaðamenn fóru á vettvang til að grennslast fyrir um þetta og kom þá í Ijós, að 25 nunn- ur klaustursins höfðu sett aug- lýsinguna í blaðið. Þær sögðu til skýringar, að þær treystu sér ekki lengur til að stand- ast ,,freistingar siðmenningar- innar.“ Eftir STUART og ROMA GELDER 11 ekki til sultar það sem eftir var dagsins. 1959. átta árum eftir að kín- verskar hersveitir fóru yfir landamærin, gerðu Tíbetar uppreisn. Dalai Lama flýði til Indlands. Við minntumst á það við ábótann, að hann hefði fullyrt að Kínverjar hefðu pínt og drepið munka. Hann hingað í dag til að vera við- staddir hátíðahöldin. Ég skil ekki að hann trúi þessu sjálf- ur. Við spurðum hve margir munkar hefðu verið í Drepung áður en uppreisnin var gerð. Ábótinn svaraði: Yfir 7000. — Og núna? — Ekki nema 700. — Hvað varð af hinum? — Eftir uppreisnina - varð það að samkomulagi milli kín- verskra stjórnarvalda og þeirra stjómarvalda tíbezkra, sem studdu munkana, að þeim skyldi jafn frjálst að vera kyrrir í klaustrinu sem að fara. — Eins og í Kumbum? — Eins og all&staðar þar sem klaustur eru. — Voru það þá 6000 munk- ar, sem þutu upp til handa og fóta að yfirgefa þessa stöðu, sem þeir höfðu gegnt frá bam- æsku? — Þeir komu hingað ekki af fúsum og frjálsum vilja, sagði ábótinn. Þeir voru sendir hingað á barnsaldri og fengu engu að ráða. Við spurðum ungan munk, sem sat við hliðina á honum, hvaða stöðu hann hefði í klaustrinu. Hann benti okkur á tvo aðra, og var annar þeirra ungur eins og hann, en hinn skelfilega hrukkóttur. sagður vera sextugur, en sýndist tíu árum eldri, eins og allir Tíbet- ar. — Við erum fulltrúar sendi- nefndar þjóðflokka í minni- hluta Drepung, sagði hann. — Að hverju starfið þið? —• Við eigum að sjá um að réttur klausturbræðra sé ekki skertur, og starfa sem fulltrú- ar Drepung í samráði við þjóð- stjómina. — Og hún er skipuð þeim Tíbetum sem trúir voru kín- versku kommúnistastjóminni? spurðum við. Munkurinn leit á Kínverjana, sem með okkur vonu eins og hann vildi segja: Hver er þessi maður, sem svona spyr? En þeir þögðu og létu sem ekkert væri, og eins gerði ábótinn. Og svo hélt hann áfram: — Stjórnin er skipuð mönn- um, sem ekki tóku þátt í upp- reisninni. Þér spurðuð hvað orðið hafi um þær þúsundir munka, sem fóru héðan. Sumir þeirra urðu fegnir að mega hætta við munkalifnað sinn. En því miður hlýt ég að játa, að sumir gengu f berhögg við búddhatrúna og gripu til vopna móti stjóminni. Sumir féllu í bardaga. Þeir sem sjálfviljugir aðstoðuðu uppreisnina, voru settir í fangelsi. Þeir sem höfðu verið neyddir til þess, voru látn- ir lausir. Jarðeignir, sem um- fram vom það, sem við þörfn- uðust, vom teknar af klaustr- inu eignarnámi og skipt milli ánauðugra manna. Nú ræktum við eins mikið og við komumst yfir á því landi sem okkur var látið eftir. Gamlir munkar, sem ekki geta unnið, fá dálítinn styrk sér ti'I lífsviðurværis. „Fjárhirzla“ klaustursins, gull þess og silfur, var tekin og gerð upptæk vegna stuðnings okkar við uppreisnina, en eng- inn af helgigripum okkar hvort sem var litils virði eða mikils, var skemmdur eða tekinn, og nú eru engin afskipti höfð af þeim munkum sem eftir em. — Það hefur verið reynt að gera ykkur að kommúnistum? Munkurinn leit á mig efa- blandinn. — Ég held að búdd- hatrúarmaður geti aldrei orðið efnishyggjumaður, sagði hann. Hvað vildi ábótinn leggja til málanna? Yfirmaður klaustursins rakti sundur ta'lnabandið sitt og fór að strjúka um það fingmm. — Við hljótum að viðurkenna, sagði hann, — að trúarbrögðin hér í Tíbet hafa stundum vikið nokkuð langt frá sannri kenn- ingu. Við höfum hagnazt á erf- iði ánauðugra manna, og ég fagna því að þeir eru nú frjáls- ir. Mörgum munkinum var munklífið ekki köllun, heldur ábatavon. Þetta var ekki þeirra sök, því þeir höfðu verið settir í klaustrið þegar þeir vom litl- ir, aldrei voru þeir spurðir um hvort þeir vildu þetta. Ég harma það að Drepung tók þátt í uppreisninni 1959, og einnig það að svona margir skyldu fara, en ég vona, að þeir sem eftir urðu, séu sanntrúaðir. Satt að segja vomm við allir hræddir við Kínverja þegar þeir komu, því við héldum að þeir myndu drepa okkur og eyðileggja klaustrin, en svo sem sjá má, hefur það ekki verið gert. — Hann hélt áfram að fitla við talnabandið, og okkur flaug í hug, að þessi virðulegi kirkju- höfðingi minnti á bam, sem hefur skrökvað og fléttar fing- ur fyrir aftan bak eins og til að þurrka út lygina, sem það bar sér á munni. Nú gátum við ekki spurt fleiri vandsvaraðra spuminga, því þjónn kom til okkar og sagði að messan. ætti að fara að hefjast. Ábótinn bað okkur afsökunar á því að hann yrði að fara, og við sáum hann ekki aftur. í musterinu, þar sem ljós- in frá kvikmyndaupptökutækj- um okkar, sem þangað höfðu verið flutt á múlasnakerru, leiftruðu svo albjart varð, bar var hafinn lágur, kverkmæltur tónsöngur. Gamall munkur sá að við vorum að svipast um eftir stað fyrir segulbandstækið og benti okkur á bekkinn við hliðina á sér. Við höfðum flutt með okkur þetta vandmeðfarna viðkvæma tæki um meir en 20000 km veg í því skyni að taka upp á það þessa messu. Á hverjum degi í þúsund ár hafa þessir tónar liðið út í vindinn mjlli blárra fjalla og horfið þar. Og einungis vegna þess að upptökutækið vann sitt verk með prýði, tolldum við í sætinu.' Lyktin af gamla munk- inum, fúl svitalykt og þráalykt af óhreinum kuflinum, ásamt römmum þef af logandi smjöri á afarstórum fórnarkertum, ag fsætur daunninn af reykelsinu, ætlaði að kæfa okkur. Ekki sá í fætur sessunautar okkar fyrir óhreinindum, þó víða skini í gegn um þessa tötralegu ilskó, sem hann hafði á fótunum, því fætumir voru svo makskítugir, eins og á þá hefði verið klínt með múrskeið. Andlitið var eins og gamalt skinn, sem legið hefði í vatni lengi, en síðan látið þoma og skorpna. Við tókum eftir því að hljóðneminn var rétt fyrir framan hann, og þessir djúpu söngnu tónar sem við heyrðum í honum, komu úr barka þessa manns, barkanum í þessum mjóa hálsi sem var eins og háls á kyrktum fugli. Það leit út fyrir að það væri þorstlátt verk að syngja þessa messu, því þegar fór að líða á hana, sáum við munka, sem þann starfa höfðu að ganga um , beina, koma á hljóðlausum skóm um hliðarstúkurnar, og báru þeir á milli sín mikinn te- ketil úr leir, svo ríóran. að J i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.