Þjóðviljinn - 06.02.1966, Side 12
I
I
r jxisir jr/-r
Skólasýning Asgrímssafns opnuS í dag
SkóŒasýning Asgrimssafns að
þessa sinni er hin þriðja í
röðinni, en sú tilraun safnsins
að halda sýningu sem eink-
um er ætluð skólafólki hefur
gefizt xnjög véL Hafa ýmsir
skólar sýnt mikifin áhuga á
þessum sýningum og stuðlað
að því að nemendum gefist
kostur á að kynnast lista-
verkagjöf Ásgrims Jónssonar,
húsi hans og heijnili.
Ásgrímur Jónsson var mik-
ill unnandi þjóðlegra fræða,
og er aðaluppistaða þessarar
sýningar, eins og hinna fyrri
skólasýninga, myndir úr þjóð-
sögum, íslendingasögum og
æfintýrum. Sýndar eru m.a.
myndir úr Njálu, Grettissögu,
Sturlungu og Egilssögu, flestar
málaðar með vatnslitum.
Ákveðið er nú að sýna
einnig tvær ófullgerðar olíu-
myndir, önnur er af eldhúsi
Ásgríms, en hin frá Þingvöli-
um, í hana var Ásgrímur að
mála skömmu fyrir andlát sitt.
Til samanburðar er lítil vatns-
litamynd frá sama stað. Vill
safnið með þessu gefa nem-
endum örlitla innýn í vinnu-
brögð listamannsins. Líka
gefst nemendum kostur á að
skoða kol- og pennateikning-
ar.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti
74, er opið almenningi þriðju- geta pantað sértíma hjá for-
daga, fimmtudaga og sunnu- stöðukonu safnsins í síma
daga frá kL 1,30—4. Skólar 14090. Aðgangur ókeypis.
Mjaðveig Mánadóttir og tröllið, þjóðsaga. — V atnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson, máluð 1955.
RANNSOKN NAUÐSYNLEG A 0R-
SÖKUM ÞAKFOKANNA í ROKINU
□ Á íundi borgarstjórnar Reykjavíkur , s 1.
fimmtudag urðu nokkrar umræður um það mikla
tjón, sem varð á húsþökum hér í borginni í hvass-
viðrinu um síðustu helgi, og nauðsyn rannsóknar
á orsökum þess.
Tilefni umræðnanna var til-
laga Guðmundar Vigfússonar,
borgarfulltrúa Alþýðubandalags-
ins, svohljóðandi.
„Borgarstjórnin felur borgar-
ráði að láta fara fram rannsókn
á orsökum þess, að þök fjúka
af húsum hér í borginni í hvass-
viðri edns og því, er geisaði hér
um síðustu helgi. Skal sérstak-
lega tekið til athugunar, hvort
fullnægjandi reglur eru í gildi
um festingu og frágang húsþaka
og ennfremur hvort eftirlit á
þessu sviði af hálfu byggingar-
yfirvalda þurfi ekki að tryggja
betur en verið hefur."
í framsöguræðu sinni sagði
Guðmundur að víða hefði orðið
tjón af völdum plötufoks af þök-
um í óveðrinu um síðustu helgi,
ÓDÝRIR KULDASKÓR
fyrir karlmenn
háir og jágir 3 gerðir. NÝJAR SENDINGAR
SKÖBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100
ÓDÝRIR KULDASKÓR
fyrir kvenfólk
verð: kr. 389.00. NÝJAR SENDINGAR
SKÖBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100
SKÓVAL Austurstræti 18 Eymundssonarkjallara
en mesta athygli hefði vakið
fréttin um að fokið hafi í heilu
lagi þak hússins nr. 170-172 við
Laugaveg, þak húss heildverzl-
unarinnar Heklu. Hefði verið
mikil mildi að ekki hlauzt stór-
slys af.
Guðmundur Vigfússon sagði að
menn væru víst sammála um
það, að eitt af því sem ekki
ætti að gerast væri að þök húsa
fykju þó að hvassviðri gerði,
jafnvel þótt veðurhæð yrði veru-
leg. Og frá bráðabirgðaþökum
yrði að ganga svo að ekki hljót-
ist hætta af.
Guðmundur benti á að reglur
um frágang húsþaka virtust vera
allfátæklegar í byggingarsam-
þykkt Reykjavíkur og þessvegna
m.a. flytti hann tillögu sína. Að-
alatriðið væri að málið yrði
rækilega rannsakað.
Geir Hallgrímsson borgarstjóri
sagði að fullkomin ástæða væri
til þess að fylgjast með því að
fullnægjandi reglur séu umþessi
efni og fullkomið eftirlit með
því að þeim sé fylgt. Taldihann
eðlilegt að tillögu Guðmundar
Vigfússonar yrði vísað til um-
sagnar byggingarnefndar. Guð-
mundur taldi enga ástæðu til
þess að byggingarnefnd fengi
tillöguna til umsagnar, málið
væri of einfalt til þess. En til-
laga Geirs var samþykkt með 9
atkvæðum íhaldsins gegn 6.
Tvær bruna- -
kvaðningar
Slökkvliðið var kvatt.út tvisv-
ar á föstudagskvöldið og var um
eld að ræða í bæði skiptin, en
ekki hlauzt tjón af.
Fyrri íkviknunin var við neta-
verkstæði í Höfðavík við Borg-
artún og var þar eldur í rusli
utanhúss, sem álitið er aðkrakk-
ar hafi kveikt. í síðara skíptið
var slökkviliðið kvatt að Rauð-
arárstíg 23a, sem er einnar hæð-
ar timburhús og stendur það
mannlaust. Þarna var þó nokk-
uð mikill eldur, en varð fljót-
lega slökktur. Húsið skemmdist
nokkuð, en það á að rífa á næst-
unni hvort sem er.
Vantar tilfinnanlega vinnuafl
Eskifirði 4/2 — Eskifjarðar-
hreppur er nú að byggja 6 íbúð-
arhús til útrýmingar heilsu-
spillandi húsnæði. Einnig á að
byrja á byggingu íþróttahúss í
sumar og í undirbúningi eru
gatnagerðarframkvæmdir. Er
ætlunin að steypa hluta af göt-
unum hér næsta vor. Hins veg-
ar hefur skortur á vinnuafli háð
mjög öllum framkvæmdum í
bænum undanfarið og er hætt
við að svo verði enn. — J.K.
Hafnarframkvæmdir hafnar á ný
Eskifirði 4/2. — Eftir áramótin
hófst aftur vinna við hafnar-
framkvæmdir hér og er nú að-
allega unnið að því að fylla upp
þar sem nýja síldarverksmiðjan
á að koma. Er það Hraðfrysti-
hús Eskifjarðar h.f. sem byggir
verksmiðjuna og á hún að verða
fullbúin til notkunar fyrir síld-
arvertíö í sumar. Á verksmiðj-
an að afkasta 3000 málum á
sólarhring.
Heimabátar eru nú að búa sig
Þorrablótinu he
Hallormsstað 4/2 — Sl. laug-
'ardag átti að halda Þorrablót
hér í sveitinni en þvi varð að
fresta vegna veðurs. Var búið
að sjóða hangikjötið og baka
flatbrauðið sem nú bíður og
harðnar.
Unnið er hér að byggingu
heimavistarbamaskóla sem fjór-
ir hreppar standa að, Fells-
hreppur og Pljótsdalshreppur í
Norður-Múlasýslu og Valla-
hreppur og Skriðudalshreppur í
út á þorskanet. Á frystihúsið tvo
báta, Hólmanes og Krossanes.
Þá á Seley h.f. von á nýjum
270 lesta bát frá Noregi á næst-
unni. Jón Kjartansson og Guð-
rún Þorkelsdóttir verða væntan-
lega gerð út frá Faxaflóahöfnum
£ vetur. Þá em þrír bátar héð-
an að búa sig út á netavertíð
við Eyjar en tveir þeirra hafa
róið með línu þegat hefur gefið
á sjó. — J.K.
ur verið frestað
Suður-Múlasýslu. Var haldið
veglegt reisugildi í fyrra mán-
uði og sátu það auk starfsmanna
við bygginguna m.a. skóla-
nefndamenn og fulltrúar hrepp-
anna er að byggingunni standa.
Er vonazt til þess að byggingin
verði það 'langt komin nassta
haust að hægt verði að taka
einhvem hluta hennar þá í
notkun. Smiðir sem unnið hafa
við bygginguna fóm um síðustu
helgi til Egilsstaða og hafa ver-
ið tepptir þar síðan. — sibl.
Sex bátar róe
Suðureyri, 3/2 — Héðan hafa
sex bátar stundað róðra í jan-
úar, og hófu þrír þeirra veiðar
í mánuðinum, Ólafur Fribergs-
son sem áður var á síld en hóf
veiðar með þorskanetum eftir
áramótin, Páll Jónsson og Barði.
Afli bátanna í janúar var sem
hér segir: Ólafur Friðbertsson
40.815 kg í 4 legum, Sif (á línu)
117.685 kg í 13 legum, Friðbert
Stopular gæfti
Höfn í Hornafirði, 4/2 — Hér
hefur verið stöðugt illviðri und-
anfarið og snjóaði talsvert í
fyrrinótt og fyrradag. Sjaldan
gefur á sjó og fóru bátarnir að-
eins í 9 róðra í janúar. Er auk
þess langt að sækja á miðin og
frá Suðureyri
Guðmundsson 104.035 kg í 14
legum, Stefnir 68.095' kg í 14
legum, Páll Jónsson 26.220 kg í
6 legum og Barði 29.150 kg í 6
legum.
í ofviðrinu á dögunum bilaði
raflínan frá Mjólkárvirkjuninni
og höfum við hér á Suðureyri
aðeins haft rafmagn frá heima-
stöð frá því á laugardag. — G.Þ.
r og lítil vinna
S$[- tregur. Eru það fjórir 70-
100 tonna bátar sem nú stunda
róðra héðan. Heldur lítið hefur
verið hér um atvinnu eftir ára-
mótin vegna ógæftanna, enda
byggist allt atvinnulíf hér á
sjónum. — B.Þ.
Versta útreið sem síminn befur fengið
Þúfum, Reykjafirði 1/2 — Sl.
föstudag gerði hér norðaustan
stórviðri með miklu frosti og
fannkomu. Stóð þetta veður
fram á mánudag, én gekk þá
niður. Mest var veðurhæðin að-
faranótt sunnudags og urðu þá
nokkrir skaðar. Á Borg í Skötu-
firði fauk þak af íbúðarhúsi og
býr bóndinn þar í fjósi, en hann
er einbúi. Á Melgraseyri fauk
1,00 ára gamalt bæjarhús og tals-
vert tjón varð á gróðurhúsum í
Laugarási. Allt járn fauk af
hálfu húsi vistheimilisins í
Reykjanesi, en það er nýbyggt.
Mikið brotnaði af rúðum í skól-
anum. Hjallur og vélarhús fauk
í Skálavík. Ámnarsstaðar urðu
minni skaðar. Járnplötur og ým-
islegt lauslegt fauk víða. Þá
urðu víða geysimiklar skemmdir
á símalínum, en erfitt er að
frétta’ af þeim, ófærð "er víða á
vegum og flugvöllurinn í
Reykjanesi ófær. Nauðsynlðgt er
að koma á símasambandi sem
fyrst, en í dag erum við án alls
sambands við umheiminn, og
veldur það áhyggjum. Margir
líkja þessu veðri við „togarabyl-
inn“ 1925 og síminn hefur víst
aldrei fengið aðra eins útreið.
Sumstaðar er símalínan í spott-
um og mikið brotið af staurum.
— ÁS
Blaðburðarbörn
áskast í Kópavogi.
Upplýsingar í síma 40753.
MÓÐVILJINN
/