Þjóðviljinn - 17.02.1966, Side 6

Þjóðviljinn - 17.02.1966, Side 6
g SfÐA — ÞJÖÐVrLJINN — Fimmtudagur 17. febrúar 1966. Frásförfum Fiskiþings: Síldarflutningarnir, dragnótaveiiar oJI. ■ Þjóðviljinn hefur áður birt fréttir af Fiski- þingi, sem setið hefur á rökstólum hér í Reykja- vík að undanförnu, og getið nokkurra samþykkta þess. Hér fara á eftir fleiri samþykktir þingsins, m.a. um dragnótaveiðar, síLdarflutninga, atvinnu- réttindi vélstjóra og vélstjóranám, rækju- og humarveiðar, ferskfiskeftirlit, fiskleitar- og haf- rannsóknaskip, hagnýtingu sjávarafla o.fl. Allt sjávarútvegsnefndar um dragnótaveiðar. Framsögumað- ur Magnús Gamalíelsson. Öl- afsfirði: „Um allmikinn árafjölda hafa verið stundaðar dragnóta- veiðar hér við land með sæmi- legum árangri og leggur þvi Fiskiþing til að lögum um dragnótaveiðar verði breytt þannig: a. að skipastærð verði færð í 70 br. lestir. b. að veiðitími fiskiskipa verði ákveðinn að fenginni tillögu stjómar Fiskifélags Islands. c. að veiðisvæðum verði hagað eftir tillögum samtaka út- vegsmanna og sjómanna með samþykki stjómar Fiskifélags Islands. d. að reglum um möskvastærð dragnóta verði breytt þannig að möskvi verði stækkaður i 130 m/m". Alit allsherjamefndar um síld- grflutninga. Framsögumaður Magnús Magnússon, Eyrar- bakka: .,a. Fiskiþing ítrekar fyrri samþykktir. vegna vaxandi síld- veiða fyrir Austurlandi, verði þar örugg og góð afskipunarað- staða fyrir síldveiðiflotann. Verði það bezt tryggt með end- urbótum á éldri verksmiðjum. ásamt auknu þróarrými og ný- byggingum, en með allar end- urbætur og nýbyggingar verði lögð áherzla á sem hagkvæm- asta vinnslu er geti orðið und- irstaða að hækkuðu síldarverði. b. Fiskiþing telur að reynslan af síldarmóttöku hjá veiðiskip- um á miðunum muni auka möguleika skipanna til að ná meiri afla. sérstakiega á þetta við á fjarlægari miðum. Síldar- flutningaskipin hafa aðstöðu til flutninga sem þörf krefur hverju sinni og ætti starfið að vera skipulagt samkvæmt því. Reynsla af síldveiðum undan- farna áratugi sýnir að síldin er nokkuð á hreyfingu um- hverfis landið og verður því að telja síldarflutninga með þar tii hæfum skipum æskilega þróun. Telur Fiskiþingið nauð- synlegt að gerðar verði tilraun- ir með flutning á síld meðsíld- arflutningaskipum sem miðist við nýtingu á fullkominni vöru til manneldis. c. Fiskiþingið telur tímabært að losa. að meira eða minna leyti um bann við kaupum á fersksfld og öðrum fiski, af er- lendum veiðiskipum, t.d. gagn- gagnkvæmum samningum.“ Alitlaga- og félagsmálanefnd- ar um skýrslu fiskimálastjóra. Framsögumaður: Hólmsteinn Helgason, Raufarhöfn: „Fiskiþing þakkar fiskim.stj. hina ýtarlegu og fróðlegu skýrslu hans og lýsir ánægju yfir þeim verkefnum, sem þok- azt hafa áleiðis fyrir starf hans og tilstuðlan. Fiskiþing vill taka undir og styðja það áhugamál hans. sem hann kemur inn á í skýrslunni, um verndun fiski- stofnanna, svo sem ítrast verð- ur við komið og nútíma vísindi og tækni gera fært og bæta af- komu þjóðarinnar. Jafnframt að unnið verði sem hraðast að gera allan sjávarafla að sem verðmætdstri vöru til útflutn- ings fyrir þjóðarbúið.“ Alit laga- og félagsmála- nefndar um atvinnuréttindi vélstjóra og vélstjóranám. Framsögumaður Hallgrímur Jónasson Reyðarfirði og Þor- varður Björnsson, Reykjavfk: „Fiskiþing fagnar fram- komnum frumvörpum um vél-' stjóranám og atvinnuréttindi vélstjóra og mælir með sam- þykkt þeirra á Alþingi. Þá væntir þingið þess að vélstjóranámskeið út um land verði svo oft sem kostur er“. Alit fiskiðnaðar- og tækni- nefndar um rækju- og humar- veiðar. Framsögumaður Guðm. Guð- mundsson, ísafirði: „Fiskiþing telur, að sú tak- mörkun, sem sett hefur verið á rækjuveiðar á Vestfjörðum hafi verið spor í rétta átt til þess að koma í veg fyriV ofveiði og að enn sé eigi tímabært að aflétta þeim takmörkunum. Þingið leggur óherzlu á það, að fiskifræðingum verði veitt að- -------------------------------® Slysum í heimahúsum fjölg- ar meí bættum hfskjörum Fjöldi slysa á heimilum vek- ur ugg. Milli 5 og 10 af hundr- aði íbúanna í iðnþróuðum lönd- um verða árlega fyrir svo al- varlegum slysum heima fyrir, að þörf er læknishjálpar eða a.m.k. dagsdvalar í rúminu,.að þvi er segir í skýrslu Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar (WH O) Æ betri lífskjör gera heim- ilin sífellt hættulegri, einkum fyrir börn og gamalmenni. Tæknilega fullkomnar heimil- isvélar og önnur rafmagnsá- höld, svefntöflur og önnur sterk lyf, gljábónuð gólf, glóð- arofnar, eldfim gerviefni og loftþéttir plastpokar eru nokk- ur dæmi um hluti sem fela i sér hættu og verða sífellt al- gengari á heimilum. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin safnar reglulega rann- sóknarskýrslum frá 47 löndum með samtals 650 miljónir íbúa til að koma á reglu og sam- ræmi milli þeirra aðferða, sem beitt er við skýrslugerð og eru oft harla sundurleitar. Fær stofnunin þannig yfirlit um slysin um heim allan Karlmönnum hættast Enda þótt konur séu aðjafn- aði meira heima fyrir og séu þannig oftar í nánd við hætt- urnar, verða fleiri karlmenn en konur undir 65 ára aldri fyrir slysum á heimilum, sam- kvæmt bandarískri rannsókn. En börn og gamalmenni verða samt langharðast úti, sam- kvæmt upplýsingum WHO. Bömin verða fyrir mörgum smærri slysum, en gamla fólk- ið verður að jafnaði fyrir færri slysum, sem hafa hins vegar alvarlegri áhrif og leiða það einatt tii dauða. Árið 1963 könnuðu 10 lönd að tilmælum Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar, hve stór hluti samanlagðra slysa ætti sér stað innan fjögurra veggja heimilisins. Noregur og Finn- land voru fulltrúar Norður- landa í þessari rannsókn. 1 Noregi kom í ljós, að slysin voru algengust; 69 af hundraði allra slysa, sem konur áttu hlut að, áttu sér stað á heim- ilum, en samsvarandi hlut- fallstala fyrir karlmenn var 23,4. Afleiðingarnar fyrir þjóðfélagið Lauslegir bandarískir út- reikningar sýna, að áttundi hver íbúi Bandaríkjanna slas- aðist heima hjá sér árið 1960. Fyrri rannsókn í Bandaríkjun- um leiðir í ljós afleiðingar slysanna fyrir þjóðfélagið: 100 starfandi karlmenn missa að jafnaði 16,9 vinnudaga og 100 konur 41,3 vinnudaga á ári, eingöngu vegna þess að þau hafa slasazt heima hjá sér. Samsvarandi tölur fyrir skóla- börn eru 16,3 fjarvistardagar fyrir 100 drengi og 8,5 fyrir 100 telpur. Það er samt ekki einvörð- ungu í iðnaðarlöndunum sem heimilið er hættulegt. 28 af hundraði allra dauðsfalla á Ceylon á einu ári stöfuðu t.d. af vinsælum olíulampa, sem nú er reynt að útrýma með ann- arri hættuminni gerð. Byltur og eldsvoðar Milli 50 og 80 af hundraði allra slysa sem stafa af bylt- um eiga sér stað á heimilum. í flestum tilfellum er um að ræða aldraðar konur. Hjá þessu má sneiða með því að láta tröppur ekki hallast meira en 37 gráður og hafa þrepin a. m.k. 25 sentímetra þreið og ekki hærri en 15 sentimetra samkvæmt leiðbeiningum í síð- asta hefti af „WHO Chronicle" Gúmmí-undirlag undir teppum gúmsólar á inniskóm, gluggar j sem opnast inn á við og góð i Framhald á 9. síðu. I ÍÍIÍgiW illii Síldveiðiskip lcggst að löndunarbryggjunni. staða til þess að fylgjast með hvaða álag stofninn þolir. Ennfremur verði haldið á- fram að leita að nýjum rækju- miðum. Þá telur fiskiþing rétt, að látfn verði fara fram at- hugun á því hvort stækka beri möskva á rækjuvörpum, þar sem ávallt veiðist nokkurt magn af rækju, sem er svo smá að ekki er hægt að nýta hana til vinnslu. Fiskiþing telur mikla nauðsyn á því að árlega fari fram leit að humarmiðum, þar sem aflinn fer minnkandi á þeim svæðum, sem þegar eru stunduð." Alit fiskiðnaðar- og tækni- nefndar um ferskfiskeftirlit. Framsögumaður Njáll Þórð- arson, Reykjavík: „Fiskiþing skorar á sjávar- útvegsmálaráðuneytið að láta framfylgja betur en verið hef- ur reglugerðarákvæðum, sem sett hafa verið um fjölda þorskanetja í sjó hjá hverjum einstökum báti, þar sem það mun hafa þau áhrif að miklu meira af fiskinum fer í betri gæðaflokka og gefur möguleika fyrir enn hærra hráefnisverð. Þá telur þingið að enrt þurfi að auka samræmingu á ferskfisk- matinu, svo að það verði sem líkast f öllum verstöðvum landsins og verði yfirmats- mönnum ferskfiskeftirlitsins falið það hlutverk. Einnig verði athugað hvort ekki er fært að auka verðmismun á milli gæðaflokka." Þá var samþykkt svofelld viðbótartillaga fró Jóhanni Pálssyni, Vestmannaeyjum. ,,Þá telur þingið, að slægja ætti strax allan ætisfullan fisk um borð í skipunum og ísa hann, nema löndun fari fram samdægurs, en til vara að skipum verði gert að skyldu að ísa fiskinn strax niður jafnóð- um og hann veiðist. Verði ís- un höfð þáð mikil að fiskur- ;un kólni vel niður.“ Alit sjávarútvegsnefndar urr ?iskileitar- og hafrannsókna kip. Framsögumaður Ingva uilhjálmsson. Reykiavík: „Fiskiþing lýsir ánægju sinni yfir þeim árangri, sem orðið hefur af síldar- og fiski- leit með skipum og telur að síldar- og fiskileit þurfi að efla eftir því sem frekast er hægt. Fiskiþing fagnar framkom- inni tillögu hjá Landssambandi ísl. útvegsmanna um að sjó- menn og útgerðarmenn leggi fram 1/4% af aflaandvirði síld- veiðiflotans annars vegar og kaupendur hráefnis hinsvegar leggi fram jafnstóra upphæð á næstu árum til þess að standa straum af byggingarkostnaði síldarleitarskips er byggt verði samkvæmt tillögu Jakobs Jak- obssonar, fiskifræðings. Enn fremur æskir Fiskiþing þess að ríkisstjórn og Alþingi flýti fyrir þessu máli svo sem unnt er. Fiskiþing lýsir ánægju sinni yfir því, að undirbúningur að byggingu hafrannsóknaskips er kominn vel á veg, treystir því að framkvæmdum á undirbún- ingi að byggingu skipsins verði hraðað sem mest.“ Alit fiskiðnaðar- og tækni- nefndar um hagnýtingu sjávar- afurða. Framsögumaður: Mar- geir Jónsson, Keflavík: .,28. Fiskiþing telur, að full- komin hagnýting hvers konar hráefnis sé menningu og fjár- hag þjóðarinnar nauðsynleg og vill benda á að rannsaka beri meðfrám ströndum Faxaflóa og víðar magn og viðkomu ýmissa skelfiska, svo sem kúfisks, kræk- lings o.fl. Þá telur þingið að rannsaka þurfi hvaða verkunaraðferð sé heppileg á grásleppu til mann- eldis. Telur þingið stjóm Fiski- félagsins og fiskimálastjóra, að ’hvetja rétta aðila til rann- sókna á þessum málum. Greinargerð. Það er öllum ljóst, að á síð- ustu áratugum hefur nýting sjávarafurða aukizt. f stórum stíl frá því sem áður var og bar með aukið þjóðartekjurnar og bætt afkomu fólksins. Þótt mikið hafi áunnizt, er margt ó- gert og verkefni næg framund- =>n. Enn þarf að auka og bæta oýtinguna og taka upp nýia framleiðsluhætti. — Meðfram ströndum landsins er mikið magn af ýmsum tegundum skelfisks. en það er órannsakað mál hvort magn eða viðkoma er það mikii að vinnsla þessa hráefnis geti orðið arðvænleg. Grásleppa, sem nú er veidd í vaxandi mæli, hefilr ékki vérið nýtt nema að mjög litlu leyti, að undanskildum hrognunum. Margir trúa því, að hér ..geti verið um nokkur verðmæti að ræða, ef fundin yrði rétt verk- unaraðferð". i--------------------------- Þrír útvarps- menn í boðsferð til Bretlands Nýlega héldu til Bretlands til hálfs mánaðar dvalar í boði brezka utanríkisráðuneytisins þeir Jón Magnússon fréttastjóri rík- isútvarpsins, Árni Gunnarsson, fréttamaður og Magnús Bjam- freðsson fréttamaður við sjón- varpið. Munu þeir m.a. heim- sækja Lotidon og Manchester og skoða sjónvarpsstöðvar. I för með þeim verður Brian D. Holt starfsmaður við brezka sendiráð- ið hér í Reykjavík. s Skipuð samvinnu- nefnd ríkis og sveitarfélaga Á ráðstefnu, sem SamBand ís- lenzkra sveitarfélaga gekkst fyr- ir um fjármál sveitarfélaga í nóvember s.l. var samþykkt að fela stjórn sambandsins að beita sér fyrir því við ríkisstjómina að komið verði á fót samvinnu- nefnd ríkis og sveitarfélaga, er endurskoði Iöggjöf varðandi greiðslur vegna sameiginlegra verkefna bessara aðila. Af hálfu Sambands íslenzkra sveitarfélaga hafa nú verið til- nefndir til þessara starfa þejr Gunnlaugur Pétursson, borgarrit- ari, Reykjavík. Bafsteinn Bald- vinsson bæjarstjóri Hafnarfirði og Vigfús Jónsson oddviti, Eyr- arbakka. Af þálfu ríkisstjórnar- innar hafa verið tilnefndir í nefndina: Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri. félagsmálaráðu- neytinu. og Jón Sigurðsson. deild- arstjóri, fjármálará. .meytinu,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.