Þjóðviljinn - 17.02.1966, Page 7

Þjóðviljinn - 17.02.1966, Page 7
p Fimmtudagur 17. febrúar 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA ^ Ljóðaþýðingar Þórodds frá Sandi, rímur S. Breiðfjörðs ■ Út eru komnar á forlagi ísafoldarprentsmiðju h.f. þrjár nýjar bækur: Ijóða- þýðingar eftir Þórodd frá Sandi, „Aristómenesrímur“ Sigurðar Breiðfjörð og „Leskaflar fyrir lítil börn“. Bók Þóroddar Guðmundsson- ar nefnist ,,Þýdd ljóg frá 12 löndum“, 116 blaðsíður. og hefur að geyma þýðingar á naer hundrað ljóðum. Þarna eru m.a' þýdd ljóð eftjr Yeat- es frá írlandi. Robert Bums frá Skotlandi, Dylan Thomas frá Wales, Willjam Blake, Robert Browning og John Keats frá Englandi. E. J. Pratt frá Kanada, Richard Eberhart frá Bandaríkjunum, Boris Pasternak frá Rússlandi, Am- ulf överland, Tarjej Vesaas og Ivar Orgland frá Noregi, Hans Andr. Djurhuus, Chr. Matras og Sverre Patursson frá Færeyjum, Holger Drach- mann Jeppe Aakjær og Jo- hannes V. Jensen frá Dan- mörku, Johannes Edfelt, Harry Martjnson og Olof Lagercrantz frá Svíþjóð. Runeberg. Topeli- us og Edith Södergran frá Finnlandi. „Þýdd ljóð frá 12 löndum“ er níunda bókin sem Þórodd- ur Guðmundsson frá Sandi sendir frá sér. Áður eru út komnar eftir hann ljóðaþýð- ingar í bókarformi. 1959 sendi hann frá sér þýðingar á Tveim ljóðaflokkum eftir William Blake. Björn Sigfússon. Björn Þorsteinsson. Nýtt hefti af Sögu, nti Sögufélagsins Saga, tímarit Sögufélagsins, V bindi (ársrit 1965) er ný- komið út og hefur m.a. að geyma tvær iangar greinar eftir ritstjórana: Björn Þor- steinsson sagnfræðing og Björn Sigfússon háskólabókavörð. Bjöm Þorsteinsson ritar um íslands- og ' Grænlandssigling- ar Englendinga á 15. öld og fund Norður-Ameríku, mjög fróðlega grein, og-fylgja henni nokkur kort til skýringar efn- inu Bjöm Sigfússon ritar greinina ,.Ú'r frelsisbaráttu Sviss og íslands á síðmiðöld- unum forvitnilega samantekt : Annað efni SÖGIJ ef grein- in ,,Minnisgreinar um Papa“ eftir Hermann Pálsson lektoir, ..Faðernj Brands lögmanns Jónssonar" eftir Einar Bjarna- son ríkisendurskoðanda og „Jarðabók yfir Dalasýslu“, samantekin 1731. eftir Orm Daðason. og er það fyrirferð- armesta efnj tímaritsheftisins, sem annars er nær 300 síður að stærð. Stjóm Sögufélagsins er nú Pressuballið í Lido 19. marz ★ Nú hefur verið ákveðið að ársfagnaður Blaðamanna- félags Islands verði haldinn í samkomuhúsinu Lido laugar- daginn 1!). marz n.k. ★ Til fagnaðarins verður vel j vandað, en heiðursgestir fé- j Iagsins verða dönsku forsætis- ráðherrahjónin, Helle Virkn- er og Jens Otto Krag. ★ Þeir sem sóttu „pressuball“ B.l. i fyrra hafa forgangsrétt að miðum nú til þriðjudagsins 22. febrúar n.k. Eru þeir beðn- ir um að hafa samband við Elínu Pálmadóttur eða Atla Steinarsson á Morgunblaðinu eða Agnar Bogason, sími: 13496. Rímur Sig. Breiðfjörðs. „Aristómenesrímur“ Sigurðar Breiðfjörð koma út öðru siimi og sér Sveinbjörn Beinteins- son um útgáfuna að þessu sinni, en Jóhann Briem list- málari hefur teiknað allmarg- ar myndir í bókina. Á kápu- síðu bókarinnar segir svo um það hvemig rímur þessar urðu til: ,,Árni Thorlacius var son- ur Ólafs Thorlacius kaup- manns í Stykkishólmj og konu hans Guðrúnar Oddsdóttur, en hún var systir séra Jóns Hjaltalíns skálds. Árni v.ar við nám í Kaup- mannahöfn um skeið og las verzlunarfræði, einnig lærði hann ensku, frönsku os þýzku. Ámi rak síðan verzlun í Stykkishólmi um hrið. en hætti stÖTfum á miðjum aldri og I gaf sýg við fræðistörfum. Hann skrifaði dagbækur og veður- ' lýsingar í marga áratugi og er þar um að ræða merkan fróð- leik. Árni var efnaður maður og rausn hans og drengskapur i almæli. Hann var mikill vexti og þrekmaður djarfur og úr-g. ræðagóður, iþróttamaður á , yngri árum og ágætlega synd- ur. Þeir voru miklir vinir Árni I og Sigurður Breiðfjörð og I dvaldi Sigurður oft hjá Áma og stundum lengi. Sigurður orti Aristómenesrímur fyrir Árna og gaf Árni þær út“. Bókjn er um 200 síður. „Leskaflar fyrir lítil böm“ nefnjst smákver eftir þær Her- dísi Egilsdóttur og Sigriði Soffíu Sandholt. Leskaflar þessir eru ætlaðir bömum á fyrsta og öðru skólaári. Öllum lesköflunum fylgja pennateikn- ingar. Eldur í Hraunbæ Verkstjórasamband íslands: Verkstjórar njóta ekkilakari trygginga en aðrir launþegar Sigurður Breiðfjörð. Þóroddur Guðmundsson Aðalfundur Verkstjórasam- bands íslands var haldinn 5. febrúar s.l. Innan sambandsins eru nú 14 félagsdeildir með um 640 mcðlimum Á fundinum voru rædd mangvisleg hagsmunamál verk- stjóra, en hæst bar þó það, að í Ijós hefur komið að verk-' stjórar munu ekki vera tryggð- ir gegn slysum eða dauða í starfi. Var samþykkt ályktun þess efnis að einskis skuli látið ó- freistað að kippa þessu í lag, þahnig að verkstjórar njóti ekki lakari trygginga en aðrar launastéttir landsins. Þá var rætt um ákvæðis- vinnu og bónusfyrirkomulag. en stjórn sambandsins hefur unnið að könnun þess máls að undanförnu með það fyrir augum að verkstjórastéttin sé reiðubúin að taka upp þá starfshætti sem nauðsynlegir eru við þá breytingu sem ó- hjákvæmilega hlýtur að vera skammt undan í þá átt að Þar sem hægt verður að koma því við verði unnjð eftir slíku kerfi.. Fundurinn lýsir yfir ánægju sjnni með verkstjómarnám- skeiðin eins og þau eru rekin i dag og þakkar forstöðumanni þeirra og stjóm , hversu vel hefur verið haldið þar á mál- um. Verkstjórasamband fslands er samningsaðili um kaup og kjör verkstjóra, það er aðili að . norræna verkstjórasam- bandinu, en innan þess eru á annað hundrað þúsund með- limjr. Sambandið gefur út málgagn ‘ sitt. .,Verkstjórann“, einu sinni til tvisvar á ári. Lifeyrissjóður verkstjóra hefur starfað nú um tveggja ára skeið og var nú fyrir síð- ustu áramót úthlutað í fyrsta sjnn úr sjóðnum. f stjórn Verkstjórasambands fsland.s eiiga þessir menn sæti: Bjöm E. Jónsson, Atli Ágústs- son, Þórður Þórðarson Guðni Bjamason Helgi Pálsson, Ad- olf Petersen og Guðmundur Björgvin Jónsson (Frétt frá Verkstjórasam- bandi fslands). Nýtt smásagnasafn eftir Stefán Jónsson komii út „Könnun geimsins" — þriðja bókin í Alfræðasafni A.B. þarniig skipuð: Bjöm Þor steinsson forseti, Bergsteinn Jónsson Bjöm Sigfússon. Ein- Slökkviliðið var i gær hvatt ar Bjarnason og Steingrímur að Hraunbæ 90. Var þar laus J. Þorsteinsson. Varamenn í eldur í millivegg,- en húsið er í stjórn eru; Agnar Kl. Jónsson byggingu. Tókst fljótlega að og Einar Laxness. slökkva eldinn. ■ Nú 1 vikunni hefur Al- menna Bókafélagið sent frá sér tvær nýjar bækur: smá- sagnasafnið „Við morgun- sól“ eftir Stefán Jónsson rithöfund og „Könnun geimsins11, sem er þriðja bókin í Alfræðasafni AB, en útgáfa þessa bókaflokks hófst á si. hausti. er hættulegt mönnum það kemst í fæ&una Neytendasamtökunum hafa borizt upplýsingar frá Bret- landi, sem rétt þykir að skýra almenningi hér á landi frá þegar í staff. í Ijós kom fyrir allnokkru, aff á markaði þar í landi var steikarpanna, sem í tinhúðun sinni hafði að geyma 54% blý. Brezka Stöfflunar- stofnunin mælir svo fyrir, að í tinhúffun eldunaráhalda skuli vera eigi minna en 99.75% hreint tin, og þar með ekki yfir 0.25% blý. Nú hafa nýlegar rannsóknir leitt í ljós, að blý er muij hættulegra en áður hafði verið talið. Létu Neytendasamtökin brezku því kanna það, hvort fleiri steikarpönnur kynnu að vera á markaði, sem líkt væri ástatt um og hina ofannefndu Fjórar gerðir fundust, sen höfðu tinhúðun með 29,2—58% blýinnihaldi. Það skal skýri tekið fram, að hætta sú, sen hér um ræðir, varðar eingöngt eldunarílát, sem eru gerð ú tinhúffuffu stáli (tinned steel i Blý í steikarpönnum er að því leyti hættulegt sem blýið kemst í fæðuna. Til þess aí kanna hættuna var tekið til við að spæla egg með svína- fleski og tómötum á hinum fjórum pönnum og einnig soð- in í þeim ensk pönnukaka. Síðan var blýmagniff í matn- um rannsakað. Hið sama var gert með pönnum með óveru- legu blýinnihaldi. Blýiff í matnum Ekki íannst vottur af blýi í matnum frá hinum síðar- nefndu. En frá pönnu með 29% blý í tinhúðuninni komust 2.2 milligrömm í pönnukökuna og 2.5 mgr. í eggið og svínaflesk- ið. Og í matinn á pönnu með 41% blý komst 5.9 mgr. í pönnukökuna og 4.1 mgr. í hitt. Þetta blýmagn hvort um sig er meira en óhætt er al- mennt talið að neyta af blýi daglega. Blý safnast fyrir í líkamanum, svo að margt lítið magn getur orðið að skaðlega stóru. Nú er örlítið magn af blýi í mörgum fæðutegundum, en nauðsynlegt er, að líkaminn fái sem minnst af því efni. Matvælanefnd heilbrigðismála- ráðuneytisins brezka áætlaði hámark hættulauss, daglegs magns 1—2 mgr. 1954, en ný- legar rannsóknir benda til þess, að blý sé enn hættulegra en áður var talið, sérstaklega fyrir börn. Auk hinna skaðlegu áhrifa á líkamann geti of mik- ið blýmagn í blóði tafið og truflað andlegan þroska bama. Hinar viffsjárverffu steikarpönnur Vegna hins sérstaka eðlis þessa máls skulu því birt nöfn þeirra pönnutegunda, sem að ofan er getið og höfðu iskyggi- lega mikið blý í tinhúðuninni: Judge — Jury — Thistle og Victoraen. Vonandi hvorki eru né hafa þessar pönnur verið á markaði hérlendis, en þó gæti það skeð. Því er þetta birt. Og einnig til að vekja athygli seljenda, innflytjenda og neyt- enda á því, að allrar varúðar er þörf í þessu efni, svo sem af þessu má læra. Pönnur, merktar: „pure tinned steel“, stóðust til dæmis prófun brezku Neytendasamtakanna Ávallt ber að gæta vel a- vörumerkingu, sem upplýsing ar gefa. Þykir væntanlega ek' of eitrað í þessu sambandi af minna á það baráttfímál Neyt endasamtakanna að löggild slíkar vörumerkingar að ein hverju lágmarki. | (Frá Neytendasamtökunum) J Stefán Jónsson. í þessari nýju bók Stefáns Jónssonar, Viff morgunsól, eru 8 nýjar smásögur, sem fjalla um hin ýmsu efni. Bera þær nöfnin: Rím. Blátt tjald, Halla á Krossi. Status quo, Bjöm eldri, Bjöm yngri. Hinn rétti tónn, Á sólmánuði. Fy-rsta bók Stefáns var smásagnasafnið Konan á klett- inum. og kom sú bók út árið 1936. Hefur hann síðan ritað fjölda satgna. jafnt smásögur sem lengri skáldsögur, afl- að sér mikilla vinsælda fyrir ritstörf sín, einkum þó fyrir bækur um böm og handa börn- um og unglingum þ.á.m. bæk- urnar um Hjalta litla. En þótt hann sé ef t}l vill kunnastur fyrir þau verk sin. er hann rit-^ ar fyrir yngri kynslóðina, þá'“ hefur hann einnig beint penna sinum að Þeim eldri, og í þeim hópj teljast þær smásögur, sem hann sendir nú frá sér Viff morgunsól er janúarbók I Almenna bókafélagsins og er | 180 bls. að stærð. prentuð og ! bundin í Prentsmiðju Hafnar- KRISTIANSUND 15/2 — Mjög fiarðar h.f. Kápu o2 titilsíðu- þ°ð stórsildarveiðj hefur verið hefur Kristín Þorkelsdóttir ® miðunum undan Kristiansundi 'eiknað. með þeim afla sem barst á land í dag er búizt við að afla- Könnun gejmsins er þriðja magnifi sé i ár orðið meira en bókin í Alfræðasafni AB Áður á allri vertíðinni i fyrra ’ þegar eru komnar bækurnar Fruman það nam 1,7 miljónum hl Sum- og Mannslíkaminn, í bókinni ir bátana fengu i dag 10.000 eru raktir draumórar mannsins hl. köst. um að komast út í geiminn, einmitt þeir draumórar sem nú eru sem óðast að verðá áff veruleika í nýjum áföngum í geimsiglingum og könnun nýrra heima. Greint er ítarlega frá eld- flaugasmíði og tilraunum með þær á styrjaldarárunum, þ.á.m. V-2 eldflaugunum og kapp- hlaupinu um að koma fyrstu gerfihnöttunum á loft. Nytsemi þeirra til veðurathugana fjar- skipta þ.á.m. til sjónvarpssend- inga og á ótal fleiri sviðum eru gerð fróðleg skil. Er með- al annars að finna í bókinni ítarlegar skýringarmyndir af eldflaugunum o« hvernig afl- vélar þeirra vinna. í bókinnj er margur nytsam- ur fróðleikur fyrir þá. sem eiga eftir að bregða sér til ann- arra hnatta, og svarað er spum- ingunni um það. hvað ætt- unin er að aðhafast þegar maðurinn kemst til tunglsins, en sá áfangi virðist nú skammt undan. f lokakafla bókarinnar er m a. f jallað um, hvort þróað- ar lífverur finnist á öðrum hnöttum, og hvort þær séu æðri eða laegri en maðurinn. Bókina hafa íslenzkað Gisli Halldórsson verkfræðjngur og Baldur Jónsson magister. Er bókin 200 bls. að stærð með 110 myndasiðum. þár af um 7o í litum. í bókinni er atrið- isorðaskrá auk safns nýyrða um geimsiglingar og könnun geimsins. við Noreg enn i t I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.