Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. marz 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J Hugieiðing um hálfrar aldar reynslu Framhald af 1. síðu. ur innan Alþýðuflokksins, sem krefst sjálfstæðis flokksins gagnvart Framsókn. Fékk hann byr undir báða vængi við kosn- ingasigur Alþýðuflokksins 1934 er hann fékk jafnmörg atkvaeði og Frarrusókn. Sögulegust urðu þessi átök á árunum 1934 til 1936. þegar „ríkisstjóm hinna vinnandi stétta“, fyrsta samsteypustjóm Framsóknar og Alþýðuflokks- ins, sat að völdum (1934-’38). Aðalleiðtogar vinstri armsins vom þá Héðinn Valdimarsson, Sigfús Sigurhjartarson, Finn- bogi R. Valdimarsson og Vil- mundur Jónsson. Þessi vinstri armur barðist fyrir róttækari stjórnarstefnu og gerði að lok- um kröfuna um reikningsskil við Kveldúlfs- og Landsbanka- valdið að höfuðatriði. Það var atlaga að höfuðvígi auðmanna- stéttarinnar í landinu, sem S.l.S. og Jónas frá Hriflu voru þá í nánum tengslum við. En þegar Alþýðuflokkurinn á þingi sínu í nóvember 1936 gerði þessi reikninsskil að úr- slitaskilyrði við Framsókn („þriggja mánaða víxilinn“), gerði vinstri armurinn um leið örlagaríkustu villu sina í bar- dagaaðferð: Alþýðuflokksþing- ið hafnaði „í eitt skipti fyrir öll“ samvinnu við Kommúnista- flokkinn. Það var eðlilega Alþýðu- flokknum ofvaxið að ætla að berjast á báðar hendur, á „tveim vígstöðvum“ í senn. Ef höfuðatriðið var baráttan gegn kommúnistum, þá var ekki um annað að ræða en fylkja sér á- fram undir forystu Framsókn- ar. En ef höfuðatriðið var sjálfstæði gagnvart Framsókn og efling verkalýðshreyfingar- innar, þá var ekkert vit í öðru en samstarfi við kommúnista. Og það var til reiðu frá hálfu Kommúnistafiokksins. sem háði þá eindregna og víðfeðma samfylkingarbaráttu. Afleiðingin af því að sleppa þessu tækifæri Alþýðuflokksins til samfylkingar við Kommún- istaflokkinn. var tap Alþýðu- flokksins í þingkosningunum 1937 og sigur Kommúnista- flokksins. sem fékk þá í fyrsta skipti þrjá þingmenn kosna. Og eftir þau úrslit hófu þeir Héð- inn og Sigfús sameiningarbar- áttu sína, sem lauk með stofn- un Sósíalistaflokksins 1938, en Alþýðuflokkurinn klofnaði. — Hefur Héðinn lýst allri þessari baráttu við Framsókn og við þá menn innan Alþýðuflokks- ins, sem héldu áfram að beygja sig fyrir henni, { bók sinni „Skuldaskil Jónasar Jónssonar við sósíalismann“. (Rvík 1933). Sósíalistaflokkurinn verður 1942 sá marxistíski fjöldaflokk- ur, er tekur forustuna í Al- þýðusambandi í samstarfi ý;ð Alþýðuflokkinn og gerir bjenninguna um sjálfstæði ýerkalýðshreyfingarinnar gagn- vart borgaraflokkunum að yeruleika og á vissum sviðum þjóðfélagsins tekst nú verka- lýðnum að framfylgja forystu- hlutverki sínu. bæði með starfi Aíþýðusambandsins og verka- lýðsfélaganna á þessum árum og í nýsköpunarstjórninni 1944- 1947. Enn tekst að sundra þeirri samstöðu verkalýðsflokkanna, sem er forsenda fyrir forystu verkalýðs og launþega í þjóð- félaginu. „Kalda stríðið“ vinn- ur sitt verk fyrir auðvald heimsins h® sem annars stað- ar. Alþýðuflokkurinn lendir fyrst í samsteypu með báðum borgaraflokkunum, en er svo sparkað og fésýsluflokkarnir tveir mynda sína helminga- skiptastjóm 1950—1956. Á árinu 1955 hafði samstæð verkalýðshreyfing enn sýnt sjálfstæði sitt og vald í sex vikna verk|allinu mikla. og fé- sýsluflokkastjóm síðan sundr- azt um veturinn. En í stað þess að Alþýðu- flokkurinn sem heild tæki nú höndum saman við Sósíalista- flokkinn, eins og eðlilegast hefði verið, — nær Framsókn- arforustan enn tökum á hon- um, ánetjar hann sér í „Hræðslubandalaginu“, þannig að þeir bjóða fram sem einn flokkur væri í þingkosningun- um 1956. Hinir yngri foringjar Alþýðuflokksins þurftu nú að læra sjálfir það, sem hinir eldri höfðu þegar gengið í gegn um. Framsókn hafði hins vegar ekkert lært og beitti húsbænda- valdinu yfir Alþýðuflokknum af slíkri hörku í vinstri stjóm- inni 1956—1958, að þegar Framsóknarforingjamir sundr- uðu henni í ofstæki vegna kauplækkunarkrafna sinna, — strauk Alþýðuflokkurinn úr vistinni beint. til íhaldsins. Ól- afi Thors tókst með stjórn- kænsku sinni að gera þann hlut í desember 1958, sem Jón- as frá Hriflu var að koma í veg fyrir mgð stjómkænsku sinni 1916: að burgeisastéttinni í Reykjavík tækist að ná tök- um á verulegum hluta verka- lýðsins eða einum heilum flokki hans. Enn lendir það á Sósíalista- flokknum einum og banda- mönnum hans í Alþýðubanda- laginu að halda uppi merki sjálfstæðis verkalýðshreyfing- arinnar í stéttabaráttunni eftir beztu getu og halda á lofti þeirri hugsjón að verkalýðs- og launþega-stéttin tæki forystu í þjóðfélaginu. Sú hugsjón verður eins og hér standa mál ekki fram- kvæmd án samstarfs beggja verkalýðsflokkanna. Og frá því —4 nóvember 1963 að afstýra tókst þeim harðstjórnaraðgerð- ura, sem þá voru fyrirhugaðar af afturhaldsöflum í ríkisstjórn- arherbúðum, hafa verkalýðs- flökkamir verið að nálgaist hvor annan, skilningur þeirra á sameiginlegri skyldu um samstarf vegna sömu umbjóð- endastéttar farið vaxandi. 1. maí orðið samstarfsdagur þeirra í Reykjavík og dregið stóram úr bræðravígum í verkalýðssamtökimum og sam- staða orðið í veigamiklum verk- föllum og kaupgjaldssamning- um. Hafa verður þó jafnan í huga að tvenns konar tilhneig- inga hlýtur alltaf að gæta í Al- þýðuflokknum í þessum efn- um: , Annarsvegar er verkalýður Alþýðuflokksins, sem á í bar- áttu við atvinnurekendur eins og aðrir verkamenn og verka- konur, — og finnur um leið til valds síns og getur því ver- ið sjálfstæður og harður. ef á þarf að halda (sbr. ájgreining- inn fyrir 9. nóv. 1963, líka í þingflokki Alþýðuflokksins). Hinsvegar eru þeir aðiljar í Alþýðuflokknum, sem fyrst og fremst era að hugsa um emb- ætti og frama og treysta á slíkt í samvinnu við Ihaldið og í skjóli þess. Hjá þeim gætir eðlilega meiri tilhliðrunarsemi og afsláttur við íhaldiö. Eiga þó ekki allir óskilt mál þar, kemur og gerð manna til greina. En meðal hinna fram- sýnni af þessum mönnum mun farið að gæta skilnings á því að lítt muni treystandi á slík hlunnindi, ef Alþýðuflokkurinn verður æ háðari Ihaldinu, enda eflist nú innan þess hinn nýríki, pólitfski unglingaiskari, sem álítur sig sjálfkjörinn til hvers konar virðinga í krafti auðs og embættavalds Sjálf- stæðisflokksins og er lítt gædd- ur þeirri pólitísku stjóm- kænsku. er ýmsir eldri foringj- ar Sjálfstæðisflokksins lærðu eftir 1942. Þannig hefur það gengið, með sigrum og ósigrum, í hálfa öld að reyna að tryggja sjálf&tajði verklýðshreyfingarinnar, — mikið unnizt á, en markinu ekki náð á pólitíska sviðinu, meðan annar verklýðsflokkur- inn enn er undir sterkum á- hrifum auðmannaflokksins. Um hin einstöku atriði, sem gerzt hafa í þessari hálfrar aldar baráttu verður það auðvitað endanlega sögunnar að dæma, en ekki okkar, sem þátt hafa tekið í þessu mestallan txmann. Hið varhugaverða fyrir verk- lýðsflokka er ekld það að vinna með Framsókn eða I- haldinn heldur hitt: að sætta sig við að borgaraflokkurinn ráði mestu um stefnuna og geti jafnvel haft líf verklýðs- flokksins í hendi sér. En for- sendan fyrir því að verkalýðs- og launþegastéttin geti markað stefnuna i þjóðfélaginu, er að flokkar hennar séu sterkir og óháðir borgaraflokkum og standi saman um þau höfuðmá1 sem þeir vilja knýja fram. 50 óra barátta um að tryggj; pólitískt sjálfstæði verklýðs- o. launþegastéttarinnar og forysti hennar í þjóðmálum ætti a? kenna verklýðsflokkunum að líf þeirra og framtíð er undir því komið að samstaða og sam- starf megi takast á milli þeirra. Það er dýrkeypt reynsla, — en ekki of dýru verði keypt, ef menn aðeins læra af henni og breyta samkvæmt þeirri reynslu nú þegar í ár. II. Hálfrar aldar herzla í eldi stéttabaráttunnar. Þegar Alþýðusamband íslands var stofnað 1916 vora það sjö félög í Reykjavík og Hafnar- firði, sem riðu á vaðið, lík- lega með 2—3000 meðlimi. Nú er Alþýðusambandið skipað 150 félögum og Iandssamböndum með um 35000 meðlimum. 1916 var hin pólitíska starf- semi hins nýstofnaða Alþýðu- flokks mjög veik. Nú hafa tveir flokkar verkalýðsins 17 þing- menn samanlagt og 30,2% af fylgi þjóðarinnar á bak við sig og hafa komizt upp í 37,3% áður. Fyrir 50 áram bjó íslenzkur v'erkalýður við neyð og rétt- indaleysi. Sultur og örbirgð beið við dyr hverrar verkamanna- fjölskyldu, ef atvinnuleysi, /eikindi eða slys bar að hönd- um. Og ef leita varð á „sveit- na“, kostaði það missi mann- réttinda. Eftir hálfrar aldar baráttu hefur verkalýðurinn skapað sér all víðtækt tryggingakerfi, knúð fram margvísleg réttindi sér til handa, — þótt margt sé þar enn eftir að vinna. Fyrir 50 áram vora verk- lýðssamtökin enn veik, atvinnu- rekendur reyndu að neita að semja við þau, forvígismenn þeirra voru of&óttir, urðu oft að flýja bæina, sem þeir bjuggu í, ,,morgunblöð“ auðvaldsins rægðu samtökin látlaust og hvað eftir annað vox*u þau beitt þrælalögum og reynt að koma á ríkis'lögreglu, til þess að brjóta þau á bak aftur. I dag eru verklýðssamtökin sterkasta valdið * í landinu við hlið ríkisvaldsins, lögin, at- vinnurekendur og ríkisstjóm viðurkenna þau sem samnings- aðilja og fyrst auðvaldinu hef- ur ekki tekizt að brjóta þau á bak aftur, þá reynir það að ná tangarhaldi á ýmsum þeirra aftan frá og svíkja þau um ávexti baráttu þeirra með svika- myllu verðbólgunnar. Mörg verklýðsfélaganna hafa herzt svo í hálfrar aldar eldi stétta- baráttunnar, að þau ryðja í sífellu brautina, — sum kjósa hins vegar helzt að oma sér við þann eld og halla sér að atvinnurekendum. Allt hefur þetta kostað mikl- ar fórnir og baráttu, en það þjóðfélag, sem alþýðan í dag býr við, er líka um margt orð- ið gerólíkt því þjóðfélagi, sem var. Og það sem biæytzt hefur til hins betra er að þakka þess- ari þrautseigu, fórnfreku bar- áttu verkalýðsins á kaupgjalds- og stjórnmálasviðinu. Þeirri baráttu má kynslóðin, sem nú tekur við aldrei gleyma, ef hún ætlar að varðveita það, sem nú hefur náðst og bæta við það. Hún þarf að læra og læra til fulls af þeim hildar- leik, sem háður hefur verið í hálfa öld. Á tímabilinu 1916 til 1930 er háð hörð barátta jafnt í Reykja- vík og Hafnarfirði sem hringinn í kring um landið. í höfuö- stöðvunum gengur heitt til: hvert verkfall þýðir átök („Blöndahlsslagurinn“ o.fl.) og til „hvíta stríðsins“ (1921) kemur út af aðför að Ólafi Friðrikssyni. Hvért einasta fé- lag verkakvenna sem verka- manna, hvar sem er á land- inu, hlýtur eldskírn sína í harð- vfbugri viðureign við atvinnu- rekendur, sem neita að viður- kenna þau og beita hverskon- ar brögðum og kúgun. Saga nýju verklýðsfélaganna um allt land geymir hetjusögu braut- ryðjenda í viðureign við smá- kóngavald einskonar íslenzkra einokunarkaupmanna, sem oft réðu atvinnu allri, áttu einir verzlun staðanna og jafnvel öll íbúðarhúsin. (Óseyrin og Bogesensvaldið í „Sölku Völku“ Halldórs Kiljans Laxness er myndin frá þessum árum). Auðmannastétt Reykjavíkur reynir jafnvel 1923-24 einskon- ar hervæðingu með ríkislög- reglu, til þess að brjóta verklýðs- hreyfinguna á bak aftur, en mótmælaaldan eyðileggur í bili þær fyrirætlanir. Frá þessum tímum geymist minningin í mörgum þorpum landsins um lítil verklýðsfélög, sem áram saman fengu engan samning, en settu sinn taxta og héldu hann: urðu alltaf að sækja vinnu ut- anbæjar, unz fjórðungs- og landssamböndin hjálpuðu til að brjóta einokunarvald at- vinnurekenda á bak aftur. Hin dýrkeypta reynsla þessara ára má ekki gleymast á þes&um stöðum. Verkalýður margra lít- illa kauptúna hefur á síðari áram oft fylgt eftir stærri bæj- unum í kaupsamningum, en hann þarf alltaf að vera við- búinn: „Það er ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla‘‘ — segir máltækið. Verka- lýðurinn verður að geta bar- izt af sama krafti og eldmóði og fyrrum, ef hann ætlar að halda hlut sínum í þjóöfélaginu og bæta hann. Tímabilið 1930—1942 er tíma- bil hörðustu stéttaátaka, sem orðið hafa á Islandi, raun- veralegt hetjutímabil íslenzkra verklýðssamtaka, er lýkur með mesta sigri þeirra. Heimskrepp- an skellur yfir landið í árs- lok 1930 og 1931 og veldur strax I Tveir brautryðjcndur: Ottó N. Þorláksson og Ólafur Friðriksson. hörðustu árekstram milli al- þýðu og yfiretéttar. Atvinnu- leysið margfaldast og verður stöðugt fyrirbrigði. Neyðin sverfur að meir en nokkra sinni fyrr á öldinni. En í Kommún- istaflokki Islands hafði verka- lýðurinn eignazt brautryðjenda- sveit, sem hvergi vægði né vék í þessu stéttastríði, harðsnúinn flokk eins og stéttaátökin þá kröfðust. Auðmannastéttin beitti ríkisvaldinu, lögreglunni og hvítliðum til þess að reyna að bæla niður eðlilegar kröfur verkamanna um atvinnu og brauð. Atvinnuleysisbaráttan leiddi til átaka og fangelsana í Reykjavík (des. 1930—jan. 1931, og aftur í júlí 1932) sem náðu hámarki í hinum sögu- lega slag 9. nóvember 1932, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði ákveðið að hefja alls- herjarlaunahækkun og byrja með því að lækka kaup þeirra atvinnulausra verkamanna, sem drógu fram lífið á viku atvinnubótavinnu á mánuði, úr 1,36 kr. á tímann niður í 1,00. Og frá þessu níðingsverki var ekki horfið fyrr en lögreglan hafði verið barin niður og yf- irstéttin farin að óttast um völd sín. Núverandi forsætis- ráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur réttilega kallað þau lífs- kjör, sem almenningur bjó við á þessu tímabili, „helvíti“ í samanburði við lífskjörin nú. En Sjálfstæðisflokkurinnreyndi þá að gera alþýðu manna það helvíti enn heitara en það var og skara eld þess að köku at- vinnurekenda þegar alþýðu skorti brauð. Það var ekki fyrr en eftir 1942 að sá flokkur lærði nokkuð. I kaupgjaldsbaráttunni var sama harkan. Hún náði há- marki sínu í átökunum á Ak- ureyri og Siglufirði 1933 og ’34 („Novubardaginn“* og „Borð- eyrardeilan“). Stóð þá annars vegar hinn róttæki verkalýður staðanna, en hinsvegar lögregla, hvítlið, atvinnurekendur og of- stækisfyllstu klofningsmenn úr verklýðsfélögum, sem stofnuð höfðu verið gegn gömlu verk- lýðsfélögunum, er vora. undir kommúnistískri forystu. Sigur hins róttæka verkalýðs í þess- um átökum varð mjög afdrifa-' ríkur. Auðmannastétt Reykjavíkur reyndi nú enn 1933—’4 að knýja fram hugmynd sína um ríkis- lögreglu, til að beita gegn verka- lýðnum í verkföllum. En eftir mikil átök á stjórnmálasvið- inu varð sú tilraun að engu x framkvæmd. Þar hafði Alþýðu- flokkurinn mótað kjörorðið rétt að undirlagi sinna vinstri for- ingja í kosningunum 1934: Krafan var „að afnema ríkis- lögregluna í vísu trausti þess að unnt sé að stjóma þessari friðsömu þjóð með þeirri mann- úð og því réttlœti, að úr eng- um deilum þurfi að skera með hernaði og ofbeldi“. Víða börðust verklýðsfélögin fyrir lífi sínu á þessxim tíma, er glóralaust afturhald beitti ofbeldi og brottflutningi for- ystumanna til þess að reyna að koma í veg fyrir að verklýðs- samtök gætu starfað (Bolunga- vík, Keflavik 1932). Á stjórnmálasviðinu var þetta tími hinnar vægðarlausu gagnrýni á því auðvaldsskipu- lagi, er olli kreppunni, at- vinuleysinu og öllum hörmung- unum. Við alþingiskosningarn- ar 1934 fengu verklýðsflokk- arnir til samans 27,7% at- kvæða. Kommúnistaflokkurinn fékk þá 6,0% greiddra at- kvæða.**) Alþýðuflokkurinn vann 1934 glæsilegasta kosn- Framhald á 9. síðu. *) Tryggvi Emilsson skrifaði grein um Novubardagann í 1. hefti Réttar 1965: „Verkfall í atvinnuleysi“. **) Kommúnistaflokkurinn átti þá í miklum innri erfiðleikum. Hafði fengið 7,5% við þing- kosningar 1933. Til samanburð- ar má geta þess að atkvæða- hlutfáll Socialistisk Folkeparti í Noregi og Danmörku var við síðustu þingkosningar í þeim löndum 6%.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.