Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 7
fcaugardaguj? 12. marz 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA J □' Niðurstoður atKugunar sem Kiii peklcta Iranska skoðanakönnunarstofnun IFOP hefur gert á afstöðu fransks almennings til kommúnista og samstarfs allra vinstriflokkanna hafa vakið geysimikla at- hygli. Könnun þessi leiðir þannig í ljós að aðeins tæpur þriðjungur franskra kjósenda er því andvíg- ur að kommúnistar setjist í stjórn í Frakklandi og að helmingur þeirra telur að þeir muni fá ráð- herraembætti á næstu tíu árum, en aðeins fjórð- ungur álítur það ósennilegt. Niðurstöður þessar, sem sýna mjog Kreytt stjórnmálaviðKorf irahsks almennings voru birtar fyrir skömmu í vikublað- inu „Nouvel Observateur” og eru helztu atriði þeirra rakin hér á síðunni. Þær eru athyglisverð- ar einnig fyrir okkur íslendinga sem aðra Vestur- Evrópubúa, því að þróun stjórnmála og pólitísk viðhorf almennings í þessum hluta heims hafa lengi lotið sömu lögmálum, þótt aðstæður séu vitaskuld ekki allar þær sömu í hverju landi. Og löngum vissu Frakkar öðrum betur hvert stefndi. AfhyglisvercS skoBanakörmun leiSir i l]ós Gerbreytt viðhorf fransks a/mennings til kommúnista Nær fimm sinnum fleiri Frakkar telja að kommúnisminn hafi unnið á í heiminum síðasta áratug en álíta að hann hafi látið undan síga, — aðeins þriðjungur er andvígur kommúnistum í stjórn og helmingi fleiri töldu að þar myndi koma en hinir sem töldu það ósennilegt I„Nouvel Observateur“ sem vel að merkja er óflokks- bundið málgagp vinstrimanna er niðUrstöðum skoðanakönn- unarinnar fylgt úr hlaöi með grein eftir Maurice Duverger, lagaprófessor við Sorbonne, og skulu hér rakin helztu atriði hennar. Greinina nefnir hann „Dagur rís“ og er sú fyrirsögn í fullu samræmi við þá bjart- sýni sem einkennir greinina á það að loks muni takast að ryðja úr vegi þeim tálmunum sem. fram til þessa hafa komið í veg fyrir volduga fylkingu vinstriaflanna í Frakklandi. —— 5,í þrjátíu ár“, segir Duverg- er í upphafi greinar sinnar, „hefur hið komúnistiska vanda- mál skipt sköpum í frönskum stjórnmálum. Af því að komm- únistaflokkurinn rauf einangr- un sína 6. febrúar 1934 tókst að mynda Alþýðufylkinguna og síðan Frelsisstjórnina eftir stríð. Af því að hann var sett- ur utangarðs 6. maí 1947, löm- uðust vinstriöflin og íhaldið réði þingi og stjórn. Vinstri- flokkarnir hafa ekki getað myndað meirihluta án komm- únistanna síðan þeir urðu stór . flokkur, þ.e. síðan 1 J3fi. Það . myndi ekki verða hægt aftur nema beir yrðu örsmár flokk- ur, en það er ósennilegt í fyr- irsjáanlegri framtíð. Hver sem fjallar um vinstriöflin, fylk- ingu þei'rra, meirihluta þeirra, ' en útilokar kommúnista, virðir staðreyndirnar að vettugi‘‘. Duverger leitast síðan við að ; skýra hvemig á því hefur stað- í ið að samvinna hefur ekki tek- f izt milli kommúnista og ann- arra vinstrimanna. nema þá til framgangs einstökum mál- i um (baráttunni gegn Evrópu- hernum, fyrir friði í Indókína og Alsír) og segir að á komm- únistunum hafi bitnað and- styggð annarra vinstrimanna á stjórnarfarinu í löndunum handan járntjaldsins. Þetta hafi tekið að breytast eftir 30. flokksþing sovézkra kommúnista. Aukið frjálsræði í löndum Austur-Evrópu hafi losað kommúnista við að vera taldir handbendi harðstjórnar. 1 öðru lagi hafi hagur þeirra rýmkað við það að stríðsótt- inn hafi hjaðnað svo að nú „trúir enginn Frakki því að til þess geti komið að rússneskur her ráðist á land hans og her- nemi það.“ Og loks segir Duverger að aukin þekking á aðstæðum f ríkjum A-Evrópu hafi auðveld- að mönnum skilning á eðli stjómarfarsins þar. Sú skoðun sé nú almenn á vesturlöndum að lýðræðið sé bundið iðnvæð- ........■$ Mynd þessi fylgdi grein Duvergers og mun eiga að sýna náin tengsl kommúnista við franskt menntalíf. Á myndinni sem tekin var 1956 eru m.a. Picasso, Jean Cocteau, Louis Aragon og Maurice Thorez, hinn ástsæli og mikilsvirti formaður flokksins um áratuga skéið. ingunni, skýringarinnar á ó- frelsi í stjórnarfari landa A- Evrópu hafi ekki verið að leita í kommúnisma, heldur í van- þróun efnahagslífsins. Aukin iðnvæðing og bætt lífskjör leiði afsjálfumsér til aukins lýðræð- is og margir telji nú að „lönd sem eru mjög langt á veg Maurice Duverger komin hljóti að taka upp lýð- ræðislegan kommúnisma og Kommúnistaflokkur Fralcklands hljóti því óhjákvæmilega að þróast í þessa átt“. Þessi breyttu viðhorf til kommúnismans og kommúnista, segir Duverger, koma skýrt í ljós í niðurstöðum athugunar IFOP, en hún sýnir líka að afstaða manna hefur tekið meiri breytingum en nokkur ætlaði. Alveg nýjar aðstæður hafa skapazt við það að „38 prósent aðspurðra eni nú hlynnt- ir þvf að kommúnistar fari i stjórn, 23 af hundraði stendur á sama, og aðeins 30 prósent eru á móti því“. Þá bendir Duverger á að könnunin hafi leitt í Ijós að mikill meirihluti kjósenda hinna vinstriflokkanna, sósíal- demókrata og radikala, vilji stjórnarsamvinnu við kommún- ista. Óttinn við kommúnista og samstarf við þá er þannig úr sögunni, segir Duverger, en þá vantar að eyða allri tortryggni. Og hann telur að stórt skref hafi verið stigið í þá átt með grein sem skáldið og mið- stjórnarmaður kommúnista Ar- agon birti 16. febrúar s. 1. vegna dómanna yfir Daniel og Sinjavski. Og hann vitnar í kafla þeirrar greinar og biður menn að taka vel eftir. Aragon sagði: „Stefna flokks okkar hvílir á nokkrum meginkenningum, þeirri að hægt sé að koma á sósíalisma á friðsamlegan hátt með því að vinna meirihlut- ann til fylgis við hann, að hafn- að er hugmyndinni um eins flokks stjórn, en f staðinn stefnt að bandalagi við sósíaldemó- krata og aðra lýðræðisflokka um að koma á sósíalismanum, byggja hann upp og haldahon- um við. Þetta er ekki hægt, hve voldugur sem kommúnista- flokkurinn er, nema hann haldi fullri tryggð við meginreglur hins pólitíska lýðræðis, ’sem eru arfleifð Frakka“. Duverger leggur mikið upp úr þessum orðum Aragons, þótt hann hafi í rauninni ekki gert annað en ítreka yfirlýsta stefnu flokksins á 17. þingi hans. En fyrst franskir komm- únistar hafi hafnað fyrir fullt og allt hugmyndinni um eins flokks stjóm í þjóðfélagi sósí- alismans, sé ekkert því til fyr- irstöðu að komiö sé á æ nán- ari samvinnu vinstriaflanna. Margt muni að vísu torvelda slíka samvinnu og hún verði að þróast smám saman og þá jöfnum höndum við þá þróun sem gerist á alþjóðavettvangi og þá sérstaklega í hinum sósíal- i&tísku löndum. En það séljóst að þróunin í heiminum stefni í sömu átt og í Frakklandi, og viðhorfin hafi þegar gerbreytzt. Þegar harðstjórn beri á góma hugsi menn ekki lengur um Prag, Búdapest eða Sofia, heldur Saigon, Santo Domingo og Brasilíu. Þannig vakni miklar vonir. Sá dagur rísi, að menn geti tekið að vona að hin hörmu- lega sundrung vinstriaflanna taki enda, að þau geti' farið að berjast hlið við hlið, án þess að noklmr skerist úr leik, seg- ir Duverger að lokum. Ritstjóri „l’Humanité“, René Andrieu, svaraði grein Duverg- ers í blaði sínu og kvaðst fagna henni, þar sem hún væri glöggur vottur þess að Duverg- er og skoðanabræður hans í hópi vinstrimanna hefðu skipt um skoðun og afstöðu til kommúnista. Duverger héldi því að vísu fram að það væru kommúnistarnir sem hefðu breytzt. Um það vildi hann ekki þrátta, þótt hann benti á að Duverger var einn af frum- kvöðlunum að því að Defferre, borgarstjóri sósíaldemókrata í Marseilles, yrði boðinn fram gegn de Gaulle í forsetakosn- ingunum í vetur, en það var meginatriði í stefnuskrá Deff- erres að engin samvinna yrði höfð við kommúnista. Andrieu tók síðan fram þrjú atriði. 1 fyrsta lagi viðurkenndi hann að „misgerðir stalínism- ans hcfðu ekki auðveldað ein- ingu vinstriaflanna í Frakk- landi“. En í öðru lagi hefðu Sovétríkin, þrátt fyrir öllmis- tök og alla erfiðleika, jafnan verið bakhjarl framfaraaflanna í heiminum. Og í þriðja lagi sagði hann: „Þau geysimiklu umskipti sem orðið hafa í • heiminum síðustu tuttugu árin gera það kleift að skoða í nýju ljósi hvernig koma megi á sós- íalismanum f Frakklandi í samræmi við sérstakar aðstæð- ur og lýðræðishefðir þjóðar okkar“. SkoBanakönnunin Hér eru aðeins birtar meginniðurstöður könnunarinnar, en af öðrum atriðum hennar er það athyglisvert að yfirleitt voru svörin því hagstæðari kommúnistum og samstarfi við þá sem aðspurðir höfðu notið lengri skólagöngu. Ann- að athyglisvert atriði var yfirgnæfandi fylgi í hinum vinstriflokkunum við samstarf kommúnista, 75 prósent hjá sósíaldemókrötum og 66 hjá radikölum. 1) 2) Teljið þér að kommúnisminn hafi síðustu tíu ár- in unnið á í heiminum, tapað eða staðið í stað? UnniS á 48 Tapað 11 Staðið í stað 29 Engin skoðun 12 Gerið þér greinarmun á kommúnismanum í Sov- étríkjunum og í Kína? Ef svo, er þá þessi grein- armunur í hag Kína eða Sovétríkjunum? I hag Kína 6 I hag Sovétríkjunum 42 Enginn munur 31 Engin skoðun 21 3) 4) Getið þér sagt mér hver er sýndur á þessari mynd? Einhver Engin Stalín annar skoðun 72 7 21 Hvaða almennt álit hafið þér á Stalín: mjög gott, fremur gott, fremur slæmt, mjög slæmt? 5) 6) Mjög Fremur Fremur Mjög gott gott slæmt slæmt 4 26 28 14 Og hvaða álit hafið þér á Krústjof? Mjög gott 13 Fremur gott 54 Fremur slæmt 14 Mjög slæmt 3 Engin skoðun 28 Engln skoðun 16 Teljið þér að Kommúnistaflokkur Frakklands hafi breytzt síðustu tíu árin og, ef svo, hefur hann orðið harðari eða samningsfúsari? Harðari 3 Samningsi fúsari 60 Engin breyting 22 Engin skoðun 15 7) Teljið þér að valdataka kommúnista komi til greina í Frakklandi næstu tíu árin? Til greina 29 Ekki til greina 49 Engin skoðun 22 Samstarf franskra sósíaldemókrata og kommúnista er þegar hafið enda stóðu flokkamir sameiginlega að framboði Mitt- errands í forsetakosningunum. Myndin er af formönnum flokkanna, Waldeck Rochet, og Guy Mollet, á kosningafundi 8) Álítið þér að samstarf kommúnista og sósíal- demókrata sé nú auðveldara en fyrir tíu árum? Já 55 Nei 21 Engin skoðun 24 9) Mynduð þér vera hlynntur því að kommúnistar tækju sæti í ríkisstjórninni, andvígur því eða stendur yður á sama? Hlynntir 38 Andvígir 30 Stendur á sama 23 Engin skoðun 9 10) Teljið þér líkur á að þetta gerist á næstu tíu árum? Já 48 Nei 24 Engin skoðun 28

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.