Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 9
) Laugardagur 12. marz 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 0 Hugleiðing um há Ifrar aldar reynslu Framhald af 7. síöu. ingasigur, sem hann hefur nokkru sinni unnið, á mjög róttækri stefnuskrá um áætl- unarbúskap með hagsmuni al- mennings fyrir augum („4 ára áætlunin‘‘) og fékk 21,7% allra greiddra atkvæða. (Var jafn- sterkur Framsókn, er fékk 21,9%). En Framsóknarflokkur- inn eyðilagði í framkvæmd stjómarsamvinnunnar allar slikar róttækar tillögur Ai- þýðuflokksins og sprengdi svo stjórnina á gerðardómslögum gegn sjómönnum. Á árunum 1939—’42 harðn- aði enn á ný stéttabaráttan. „Þjóðstjórnin“ var einhver afturhaldssamasta stjóm, sem að völdum hefur setið á Is- landi og beitti óspart kúgun- arlögum. Þegar brezki innrásar- herinn gekk til liðs við at- vinnurekendur í kaupdeilum í ársbyrjun 1941, kom til fang- elsana á forvígismönnum verka- manna (dreifibréfsmálið) og svívirðilegir stéttadómar voru dæmdir (fangelsi 6—18 mán- uði), en þegar þjóðstjórnin greip til gerðardómslaganna ill- ræmdu í janúar 1942, sprakk hún sjálf, er Alþýðuflokkur- inn fór út, og skæruhemaður- inn hófst undir forystu Sósi- alistaflokksins og endaði með sögulegum stórsigri verklýðsr samtakanna, sem markar tíma- mót í Islandssögunni. (Þá fékkst 8 tíma vinnudagur, kauphækk- un um 40%, 50% áiag á eftir- Fyrsta stóra áfanganum á sig- urbraut fólksins í sameiginlegri lífsbaráttu þess var náð. Hinni almennu neyð, sem þjáði þorra alþýðu, var út- rýmt. Neyðin hélt þó áfram að vera til hjá ýmsum, sem sér- staklega illa voru settir, — og þessi draugur fortíðarinnar skaut upp kollinum öðru hvoru: í almennu nayðarástandi víða úti um land 1950-’56 og í neyð atvinnuleysingja í Reykjavík og nágrenni 1950—’52 (þegar margar fjölskyldur urðu m.a.s. að spara við sig mjólk) undir áþján helmingaskiptastjórnar I- halds og Framsóknar. Þessi draugur fylgir auðvaldsskipu- laginu og skýtur upp kollinum, hvenær sem alþýða manna, flokkar hennar eða samtök, blundar eða sofnar á verðin- Eftir sigurinn 1942 var sleitu- laust haldið inn á næsta áfanga. Átökin um öryggi sómasamlegr- ar lífsafkomu hófust. Baráttan, sem áður var um lífið, verður um Iífskjarabætur.*) Sumir myndu kalla þann á- fangastað, sem að er þá stefnt, velferðarþjóðfélagið. Slíkt heiti mætti gefa því þjóðfélagi, þar sem allir lifa vel af 40—48 tíma vinnuviku, hafa öruggt og gott húsnæði, geta notið þeirrar menntunar, sem hugurinn girn- ist og hæfileikamir leyfa, — og þurfa engu að kvíða, þótt atvinnuleysi, sjúkdóma eða elli Nokkur góð virki hafa verið hlaðin til varnar (atvinnuleys- istryggingar o.fl.), en einnig þau eiga áhlaupa von frá and- stæðingnum. En með skæru- hernaði kaupgjaldsbaráttunnar einum saman kemst alþýðan aldrei -,á leiðarenda í þessum áfanga. Áfangastaðurinn er: úrslitaáhrif alþýðunnar á rík- isvaldið, — að því sé beitt í hennar þágu, ekki auðvaldsins. Það er skilyrði sigursins. Enginn má þó halda að lifs- kjarabaráttan ein sé allt, svo geysi mikilvæg sem hún er, sérstaklega á fyrsta stiginu. Menningarbarátta alþýðunnar, andleg og pólitísk frelsisbar- átta hennar, þarf að fylgjast þar að: Án sigurs í henni yrði Gozenland velferðarþjóðfélags- ins andleg eyðimörk — og hinn róttæki verkamaður, sem sig- urinn vann í baráttunni fyrir daglegu brauði, gæti breytzt í hinn feita þjón. Síðan 1942 hefur lengst af verið nokkurt jafnvægi um vald og styrk milli verkalýðs- og starfsmannastéttarinnar ann- arsvegar og auðmannastéttar Reykjavfkur hinsvegar. En í krafti ríkisvaldsins hefur auð- mannastéttin nú í aldarfjórð- ung beitt verðbólgu og geng- islækkunum í sífellu til þess að svikja þannig launþega um ávexti sigra sinna og samn- inga. Hefur sú saga oft áður verið rakin. Slík svikamylla auðvaldsins jafnvel þótt einhverjar skoðan- ir skilji þá um hríð. Því var það táknrænt 9. nóvember 1932, að þá stóðu þeir Héðinn Valdimarsson, Sigurður Guðna- son og fleiri Alþýðuflokksmenn saman við hlið kommúnistanna, sem þeir áttu eftir að samein- ast sex árum síðar. En verklýðsflokkarnir hafa ekki langan tíma til stefnu, ef stjórnmálahreyfing launþega- stétta á að verða slíkt vald á íslandi, sem hún hefur forsend- ur til. Við þingkosningar 1934 höfðu þeir 27,7%, en 1963 30,2%, og voru þá á niðurleið eft- ir að hafa náð 37,3 prósent við þingkosningar 1946, er þeir höfðu staðið saman í stjórn. En það útheimtir í senn víðsýni, framsýni og umburðarlyndi af forystumönnum flokka og sam- taka verklýðs og launþega, ef giftusamlega á að takast og vinnandi stéttum að auðnast að bera sigur úr býtum yfir fé- sýsluöflum þjóðfélagsins. (Hér eru birtir tveir fyrstu kaflar langrar greinar, sem Einar skrifar í nýútkomið 1. hefti Réttar 1966). Myndin er af eftirminnilegu atviki frá árinu 1951 er atvinnuieysingjar gengu á fund Björns Ólafs- sonar ráðherra, sem hafði neitað því á þingi að nokkrir væru atviniuilausir. vinnu, 100% á næturvinnu, full dýrtíðaruppbót sjálfkrafa á allt kaup og orlofslög sett). Og þessum sigri var síðan fylgt eftir með þv£ tæknilega og þjóðfélagslega nýsköpunarstarfi, er ríkisstjórnin 1944—’47 vann, en að henni stóðu báðir verk- lýðsflokkarnir ásamt meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það varð bylting í lífskjörum alþýðu, en ekki í völdum. Með sigrinum 1942 vann ís- lenzk verklýðshreyfing úrslita- sigurinn í baráttunni um hið daglega brauð*). Sú barátta hafði verið hörð. Hún var háð fyrir lífinu sjálfu. Hún hafði staðið í hálfa öld frá því verk- lýðshrcyfingin hófst (1894). beri að. Enn er langt í þann áfangastað. 1 aldarfjórðung hafa átökin staðið, margt áunnizt og mörgu ónáð.**) Leið verkalýðsins hefur legið um fjöll og fimindi vinnuþrælkunar og verðbólgu. Alltaf hafa vegfarendur átt von árása úr launsátri ríkisvalds: gerðardóma og gengislækkana. *) Stuðst við hugsun Toyn- bees. — Ég minnist þess alltaf sem táknræns lítils atburðar, að sumárið 1942 var ég stadd- ur inni í kjötbúð á Snorra- braut. Allt í einu segir verka- maður, baráttúfélagi frá at- vinnuleysisárunum, er stendur við hlið mér: „Jæja Einar, hér stendur maður að kaupa kjöt f matinn í miðri viku, heldurðu það sé munur!“ Fyrir þann tíma var fiskur og tros í 6 daga reglan. Kjöt í hæsta lagi á sunnudögum. Kjöt tvisvar i viku, það var nýtt líf, — það var luxus miðað við það, sem áður var. £ *) Lítil frásögn frá atvinnu- leysisárunum hjálpar máske til að skýra þennan mun fyrir hluta af yngri kynslóðinni bet- ur en lýsingin á sjálfri neyð- inni, húsnæðinu, fatnaðinum, sem hún vart trúir: Á fundi út af atvinnuleysinu, er hald- inn var í Barnaskólaportinu i Reykjavík, líklega 1936, heyrði ég tvo miðaldra verkamenn, er stóðu við hlið mér, tala sarri- an. Annar segir: „Elcki er mað- ur að heimta atvinnuna, af því maður eyði svo miklu, aldrei hef ég farið á bíó“. Þá svarar hinn: „Ja, ég skal segja þér, £ fyrra kom til mín maður að norðan og hann vildi endilega að ég færi í bíó með sér. Það er í eina slciptið, sem ég hef farið í b£ó“. **) Eðvarð Sigurðsson, for- maður Dagsbrúnar, gaf ágætt yfirlit yfir hvað Dagsbrúnar- menn hefðu unnið af lífskjara- bótum í viðtali við Þjóðviljann á sextugsafmæli félagsins 26. janúar 1966. verður aðeins stöðvuð ef að- staða og vilji er til að beita ríkisvaldinu gegn auðmanna- stéttinni á vissu sviði: með á- ætlunarbúskap, sterkum áhrif- um alþýðu á bankavaldið og nokkurri þjóðnýtingu. En þeg- ar slíkt tækifæri gafst, — með vinstri stjóminni 1956—’8, þver- neitaði Framsókn öllum slík- um aðgerðum, — jafnt áætl- unarráði sem t.d. olíueinkasölu ríkisins, — en lét þá „fjármála- menn“ og „efnahagssérfræð- inga“ ráða ferðinni, sem síðan gengu beint í þjónustu „við- reisnar“-stjómarinnar. — Fram- sókn hafði þá enn ekkert lært og engu gleymt og sprengdi þá stjórn á kauphækkunarkröfu, — eins og vinstri stjórnina 1938 og samningana um vinstri stjórn 1942. Máske hefur hún eitthvað lært nú, í 7 ára st j órnarandstöðu ? En verkalýður Islands þarf að læra það til fullnustu af fimmtíu ára átökum við yfir- stétt og afturhald, að eins og samstaðan í verklýðsfélags- skapnum er honum lífsnauðsyn, svo er og samstaða allrar stétt- arinnar í stjórnmálabaréttunni forsenda sigurs hans yfir yfir- stéttinni, vélabrögðum hennar og valdatækjum. í eldi stétta- baráttunnar kemur það alltaf f ljós hverjir digna og hverjir herðast og í glampanum frá loga hennar sést æ hverjir eigi eftir að standa saman síðar, Árnum Alþý&usambandi íslands allra heilla c fimmtlu ára afmœlinu. Brunabótafélag fslands Verkalýðsfélagið Esja, Kjósarsýslu þakkar Alþýðusambandi íslands 50 ára forystustarf og óskar því allra heilla á þessum tímamótum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.