Þjóðviljinn - 16.03.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.03.1966, Blaðsíða 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagar 18. marz 1968. Eftir MORÐ MEE EFTIRMÁL/ ^ Patrick ^ Winn þessu væri hann eiginlega að kalla mig slettireku, og mér var skemmt. Margir fleiri eru á sömu skoðun, en ég er ekki sérlega hörundsár að þessu leyti og mér þykir gaman að fylgj- ast með því sem er að gerast. — Ojá, sagði ég samþykkjandi. Ég þekkti Massey allvel. Og frú Massey. — Mjög aðlaðandi kona. Ég geri ráð fyrir, að þetta hafi að mörgu leyti verið þreytandi hjónaband fyrir hana, haldið þér það ekki. — Tvímælalaust. — Já, ég trúi því vel, ef dæma má af því sem læknirinn sagði okkur. Og hvað MacDonalcJ stúlkuna snertir — þá er hún allt að því fegurðardís. Þú ert nú eins konar sérfræðingur, Tom — er hún ekki stórkostleg? — Hvort hún er, sagði Barr- ows með tilfinningu. En talsvert dýr í rekstri, mætti segja mér. — Það er eins gott að ungi Massey virðist ætla að hafa efni á því. Gamli maðurinn var sjálf- sagt vellríkur og ætli hann og stjúpann erfi hann ekki? Það er ekki vist að þetta hafi átt að vera spuming, en ég sagði að Massey hefði verið rik- ur maður, og ég vissi ekki til þess að um aðra ættingja væri a ræða. — Það er einmitt það. Þá get- ur Davíð ungi sett á stofn eigið fyrirtæki þrátt fyrir allt. Það varð stutt þögn. Vegur- inn var mjög lélegur og Barr- öw ók mjög hægt. Svo sagðj Lyon eins og viðutan: — Hvenær skyldi ljósið hafa vejrið slökkt? Ég starði á hann. — Slökkt? Þér eigið við — — Það var Ijós þegar þér fór- uð, var það ekki? Að minnsta Hárgreiðslu- ->g snvrtistofa S!«in»u Laugavegi 18 III næð (lyftai STMT 24-6-16 PUIU Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 23-9RP D ö M U B Hárireiðsla við allra hæfi T.IARNARSTOFAN Tjarnargötu 19 Vonarstræt- ismegin — Sími '4-6-62 fTÁwjrftffisl.ufitofa SiuifnnhaíiaT María Guðmnndsdóttir. Laugavegi 13 Siml 14-6-58 Nuddstofan er » sama stað kosti sagði frú Bates okkur það. En hún er jafnviss um að það var búið að slökkva Ijósið, þeg- ar hún fór inn til að vekja hann í morgun. | j Þetta hafði mér ekki dottið 1 hug. Ég fór að velta fyrir mér, hvort þessi náungi væri í raun- inni eins syfjaður og hann leit út fyrir að vera. En hvort sem hann var það eða ekki, þá var hann þjálfaður athugandi, og tók ósjálfrátt eftir svona smá- atriðum. Að því er virtist var hann ekki aðeins byrði á skatt- greiðendum. Við stönzuðum við braggana hans Houstons. Það var naum- ast hægt að kalla það öðru nafni, þótt húsið væri teiknað og byggt eins og venjulegt hús, þá hafði manninum tekizt að setja svip sinn á staðinn. Gluggamir voru berir og án tjalda. Fyrir framan húsið var malarbreiða í staðinn fyrir hina venjulegu grasflöt og meðfram henni nokkrir reglulegir runnar. svo nákvæmlega klipptir, að þeir hefðu getað verið varðskýli. Ég varð ekkert hissa, þegar Barr- ow virtist ófús á að eyðileggja malarbreiðuna með hjólförum, og lagði bílnum hjá runnunum til hliðar við veginn. Þannig á- hrif hefur þessi staður á mann. Manni finnst næstum skylda að marséra og heilsa að hermanna- sið hverjum manni sem birtist. Við fórum útúr bílnum, en áður en við komum að dyrunum, opnuðust þær, og hjálparmaður Houstons stóð. þar og starði. á okkur. Hann var lágvaxinn og breklegur maður með skolleitt . hár sleikt yfir höfuðið, sem minnti á byssukúlu. og vangar hans voru eins og hann væri að sleppa rakvélinni. Ég hafði aldr- ei séð hann öðruvísi. Hann var nálægt fertugu, og hafði trúlega fyllt með glæsibrag út í ein- kennisbúning á sínum yngri ár- um og gengið í augun á kven- fólkinu. Fyrir áhrif majórsins var hann enn býsna snyrtilegur og vel á sig kominn. Ég heilsaði honum og spurði hvort majórinn væri viðlátinn. — Hann er það ekki í svipinn. Hann er að höggva við úti í skógi. — Nújá. Ef hann er ekki langt undan, þá vildu þessir herrar gjaman hafa tal af honum. — Nú, ég gæti kallað á hann. Hann horfði á Lyon og Barrows með forvitni í augnaráðinu, og ég var að því kominn að kynna þá, þegar Lyon greip fram í. — Áður en þér kallið á majór- inn, þá gætuð þér ef til vill hjálpað okkur. — Auðvitað. — Hafið þér orðið var við nokkrar mannaferðir upp á síð- kastið, einkum í gærkvöld eða í gærdag? — Mannaferðir hér? Hamingj- an sanna. nei. Ekki sál. — Engir gestir? — Ekki sóla. Hann virtist búinn að gleyma Bellu. Það gat verið af. ásettu ráði, en hvort sem svo var eki ekki, þótti mér rétt allra hluta vegna að allt kæmi til skila, svo ég sagði við hann í gamansöm- um tón: — Gleymirðu ekki Bellu Draff- en? Hann sendi mér illilegt augna- ráð, en það var einhver svipur á andliti hans, sem sannfærði mig um að eggjaafhendingin væri ekki eina erindi Bellu. En hann stamaði fram einhverju um, að hún hefði reyndar komið í gærdag og farið aftur um tvö- leytið. Lyon spurði. hver Bella 11 væri. Ég sagði honum að hún væri stúlka úr nágrenninu, sem afhenti egg. — Jæja. hún kynni að hafa eitthvað að segja okkur, ef hún hefur verið á veginum um tvö- leytið Jæja, herra Clegg, það var eitt enn. Fóruð þér nokkuð út í gærkvöld? Taugaóstyrkur Cleggs var orð- inn að sýnilegri hræðslu. Hann sagði í skyndi: — Nei. Það gerði ég ekki. — Það kom þrjózkusvipur á óttaslegið andlit Cleggs. — Heyrið mig nú maður minn, ég svara ekki neinum spuming- um sem mér koma ekki við? Og hverjir eruð þið eiginlega? — Fyrirgefið. Lyon setti upp afsökunarsvip og dró fram lög- reglukort sitt. Við erum frá lög- reglunni. — Lögreglunni! Clegg hvítnaði og virtist rýma. Hamingjan sanna! Hefur nokkuð komið fyT- ir? — Við komum að því seinna. Þér hafið ekkert fleim að segja okkur? — Ne-nei. Heyrið mig, herra minn — ég skal ná í majórinn. Hann — — Gerið það. Hann teygði handlegginn aftur fyrix sig og tók flautu sem hékk í snúru bakvið hurðina. Hann blés tvisvar í hana, hengdi hana síðan upp aftur. Hann virtist í miklu uppnámi. — Þetta er góð hugmynd, sagði Lyon góðlótlega. Gamall vani úr hemum. býst ég við? Hann talaði um allt og ekkert í fáeinar mínútur, en þá kom majórinn fyrir húshomið með öxi reidda um öxl. Hann var í stuttbuxum og sýndi sólbrúna og gamla, en mjög vöðvastælta limi. Hann hneigði sig stuttara- lega í áttina til mín. — Sælir, Carstairs. Herrar mín- ir. Ágæt þjálfun að sveifla öxi. Verð að halda mér í formi, skiljið þið. Viljið þið finna mig? Ég ætlað ekki að láta Lyon verða fyrr til í þetta sinn. Ég sagði í skyndi: — Lyon, leynilögreglufulltrúi. Barrow lögregluþjónn. Þeir vilja gjaman hafa tal af yður, Hous- ton majór. Hann horfði rannsakandi á þá og ekkert varð lesið úr svip hans. — Herra mínir. Hvað get ég gert fyrir ykkur? Lyon spurði aftur um manna- ferðir og ókunnuga menn og fékk stuttaralegar neitanir. Hann hélt áfram: Aðstoðarmaður yðar segist ekki hafa farið út í gær- kvöld. Ef þið hafið verið sam- an. þá getið þér staðfest það? Houston leit hvasst á Clegg eins og til að komast að þvi, hvað þeim hefði farið á milli, en það varð ekkert rái af and- liti Cleggs. Það var alvarlega sviplaust, nema hvað kvíða og áhyggjum brá fyrir. Houston sagði varlega: — Það er eftir því hvað þér eigið við með saman. Clegg var i sínum vistarverum. að sjálf- sögðu. Ég var í mínum. — Þannig að hvor um sig hefði getað farið út án vitundar hins? — Hæglega. — Og hvað yður sjálfan snertir — gerðuð þér það? « — Reyndar gerði ég það. — Viljið þér segja okkur hvenær þér fóruð héðan, hvert þér fóruð og hvenær þér komuð til baka? Houston yggldi sig. — Ég er ekki viss um að mér beri skylda til að svara þessum spumingum án þess að fá skýr- ingu á því hvers vegna þær eru fram bomar, en samt skal ég segja yður það. Ég fór að heim- an um klukkan hálftíu, gekk niður að mótum þessa vegar og þjóðvegarins, þar beið ég í meira en klukkustund og gekk síðan heim. Ég kom heim um hálfeittleytið. Blaðadreifíng Blaðburðarfólk óskast strax til að bera blaðið til kaupenda í eftirtalin hverfi: Hringbraut Laufásveg Bánargfötu ÞJÓÐVILJINN — SÍMI 17-500. þórður sjóari 4707 — Nokkrar flugvélar koma hver á eftir annarri. Það drynur í vélbyssunum og mennimir um borð í litla bátnum leita skjóls. Allt fer á ringulreið, flestum tekst að skýla sér. en nokkrir verða þó fyrir skotunum. Það er lán í óláni, að Ibn Sakkras verður að fara spariega með skotfæri, og þar að auki ætlar hann að leita fleiri skipa. Árásarmennimir hverfa á braut. Allt er með kyrrum kjörum, en erfitt er um vik að annast hina særðu. I SKOTTA — Hver á von á gesti frá tunglinu? GOÐAR FILMUR EVAERT Herrapeysur - Nylonúlpur Skyrtur — Leðurjakkar o.m.fl. Góðar ódýrar vörur. Verzlunin Ó.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)'. RÚÐIIGLER F’estar þykktir fyrirliggjandi A og B gœðaflokkar MARS TRADING CO. H.F. K*L APPARSTÍG 2 0vSIMI 173 73

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.