Þjóðviljinn - 30.04.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 30. apríl 1966.
238.825 lestir af Kjarna
framleiddar á tólf
arum
Föstudaginn 15. apríl sl. var
aðalfundur Áburðarverksmiðj-
unnar h.f. haldinn í Gufunesi.
Fundinn sátu hluthafar og um-
boðsmenn þeirra fyrir 91%
hlutaf járins.
Formaður verksmiðjustjórnar-
innar Pétur Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri, setti fundinn og
var kjörinn fundarstjóri og
fundarritari Halldór H. Jónsson
arkitekt.
Stjórnarformaður flutti
skýrslu stjórnarinnar um starf-
semi ársins 1965.
Mesta ársframleiðslan
Verksmiðjan hefur nú starfað
. x 12 ár og framleitt alls 239.825
smálestir Kjarna. Tæknilegur
rekstur verksmiðjunnar gekk
eðlilega og vel, en þó var rekst-
urinn í heild með verulega öðr-
um hætti en fyrr.
1 fyrsta lagi urðu heildar-
afköst mestu sem náðst hafa
í framleiðslu Kjarna frá upp-
hafi og varð ársframleiðslan
24.412 smálestir Kjarna, en það
er 3.559 smálestum eða 17%
meira en framleitt var árið áð-
ur.
•
I* öðru lagi varð eigin fram-
leiðsla ammóníaks sú minnsta
sem orðið hefur frá upphafi,
enda fáanlegt magn raforku hið
mirmsta sem fengizt hefur. Ó-
venjuleg þurrviðri og aukning
almennrar orkunotkunar ollu
því að ekki fengust nema 93.6
milj. kwst. á árinu eða 38,7
kwst. minna en næsta ár á '
undan.
1 þriðja lagi einkenndist
reksturinn af þeirri nýbreytni,
að hafinn var innflutningur á
fljótandi ammóníaki, að því
"inarki sem á skorti eigin fram-
leiðslu þessa efnis, til að Kjarni
væri framleiddur með fullum
afköstum. Þannig voru 45.4%
heiidarframleiðslu Kjarna eða
11.062 smálestir framleiddar úr
innfluttu ammóníaki, en 54,6%
eða 13.350 smálestir úr eigin
ammóníakframleiðslu.
Sú ráðstöfún sem gerð var
árið 1964 um byggingu ammó-
níakgeymis í Gufunesi er gerði
innflutning ammóníaks mögu-
legan, hefur bjargað rekstri
verksmiðjunnar, þegar á fyrsta
ári innflutningsins.
Seldar voru á árinu 19.758
smálestir Kjarna og nam sölu-
andvirði hans ásamt söluand-
virði ammóníaks, sýru o.fl.
samtals 75,45 miljónum króna.
Afkoma ársins samkvæmt
uppgjöri reyndist slík að tekju-
afgangur nam 567 þús. kr. eft-
ir að afskrifað hafði verið óg
iogskilið framlag lagt "í vara-
sjóð.
Komastærðin enn vand-
ræðamál
Þá skýrði formaður frá því
að ekki hefði náðst viðunandi
árangur í kornun Kjarna með
þeim aðferðum og tækjum sem
fengin voni fyrr frá amerisku*
fyrirtæki, og væri tilraunum til
að fá tæki þessi til að skila til-
ætluðum árangri hætt, en gprð-
ar hefðu verið ráðstafanir til
þess að hið ameríska fyrirtæki
bætti skaðann.
Kornastækkun Kjarna verð-
ur framkvæmd eftir þraut-
reyndum leiðum og tengd þeim
framkvæmdum sem fyrirhugað-
ar eru um stækkun verksmiðj-
unnar.
Þá upplýsti formaður enn-
fremur að í framhaldi af
stækkunarathugunum verkfræð-
inga vei'ksmiðjunnar og ann-'
arra íslenzkra verkfræðinga
hefði, á síðastliðnu ári, verið
leitað til hins reynda og heims-
þekkta áburðarframleiðslufyrir-
tækis Norsk Hydro um ráðlegg-
ingar og áætlanagerð varðandi
stækkun verksmiðjunnar.
Á grundvelli þessara athug-
ana taldi stjómin hagkvæmast
að tvöföldun á framleiðslugetu
verksmiðjunnar yrði fram-
kvæmd stig af stigi. Endanlegar
ákvarðanir um stækkun yrðu
þó ekki teknar fyrr en síðar
og eftir að Norsk Hydro hefði
gengið að fullu frá athugunum
sínum og tillögum.
Þá ræddi formaður rekstur
Ábui'ðarsölu ríkisins á árinu,
sem var hiö fjórða í röðinni
frá því Áburðarverksmiðjan tók
við rekstri þess ríkisfyrirtækis.
Áburðarinnflutningur nam
alls á árinu 31.781 smálest eða
3260 smálestum meira en árið
áður. Inn var fiuttur sekkjaður
og ósekkjaður áburður sem fyrr,
og voru sekkjaðar 11.626 smá-
lestir í Gufunesi.
Söluverðmæti innflutts á-
burðar nam 98.11 miljónum
króna eða 15.8 milj. krónum
meir en árið áður. Aukning í
söluverðmæti stafaði af auknu
• magni og hækkuþu erlendu
verðlagi áburðar og flutnings-
gjöldum.
Ófyrirsjáanlegur aukakostnað-
ur við flutninga áburðar, lenti
á stofnuninni, 700 þús. krónur,
vegna siglingatruflana af völd-
um hafísa við Norður- og Aust-
urland.
Framkvæmdastjóri Hjálmar
Finnsson las bví næst upp árs-
reikinga ársins 1965, skýrði
einstaka liði og gaf ýmsar upp-
lýsingar eftir því sem tilefni
gafst til.
Reikningar voru síðan sam-
þykktir. Þá samþykkti aðalfund-
urinn að hluthöfum skyidu
greidd 6% af hlutafjáreign sinni
fyrir árið 1965.
í stjórn verksmiðjunnar voru
kjörnir þeir Halldór H. Jóns-
son, arkitekt og Hjörtur Hjart-
ar, framkvæmdastjóri, og vara-
menn þeirra: Grímur Thorar-
ensen framkvæmdastjóri og
Hjalti Pálsson framkvæmda-
stjóri.
Halldór Kjartansson stórkaup-
maður var endurkjörinn end-
urskoðandi.
Stjórn Áburðarverksmiðjunn-
ar h.f. skipa nú:
Pétur Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri, formaður, Hall-
dór H. Jónsson arkitekt, Hjört-
ur Hjartar framkvæmdastjóri,
Steirigrímur Hermannsson fram-
kvæmdastjóri og Tómas Vig-
fússon byggingameistari.
Gervi-
kosningar
Á nokkurra ára fresti kepp-
ast Islendingar við að ganga
til kosninga. Landsmál og
sveitarstjómarmál eru lögð
fyrir þegnana af miklum al-
vöruþunga, hvað sem einlægn-
inni líður, og einkanlega er
brýnt fyrir háttvirtum kjós-
endum hvað þeir taki á sig
örlagaríka ábyrgð þegar þeir
ganga inn í kjörklefann, þeir
séu að velja þá menn sem
standa eigi við stjómvölinn,
marka stefnu framtíðarinnar.
En naumast eru kosningar
fyrr afstaðnar en í ljós kem-
ur, að þeir sem ráða í raun
og veru hafa alls ekki verið
í kjöri. Aldrei hefur þetta
birzt jafn greinilega og á
undanfömum áram, þegar
einn maður hefur tekið sér
þvílíkt alræðisvald að de
Gaulle má fara að vara sig
í samjöfnuðinum. Þessi mað-
ur er Jóhannes Nordal, doktor
og bankastjóri að nafnbót.
Hann hefur seinustu árin tek-
ið allar meiriháttar ákvarð-
anir í atvinnumálum og efna-
hagsmálum, samið með að-
stoðarmönnum sínum öll
helztu frumvörp um það efni
sem lögð hafa verið fyrir al-
þing, og eftirskilið hinum
þjóðkjörnu fulltrúum það
hlutverk eitt að samþykkja.
Og hann hefur ekki látið sér
nægja að taka ákvarðanir um
þau efni sem með einhverjum
rökum væri hægt að tengja
verksviði Seðlabankans, held-
ur sölsað undir sig alla þá
málaflokka sem einhverju
skipta. Hann hefur verið lang
áhrifamesti maðurinn um alla
gerð alúmínsamninganna og
reyrði það mál svo fast áður
en það var lagt fyrir þing,
að hinum þjóðkjömu var ekki
einusinni eftirskilið að taka
ákvörðun um kommusetningu.
Um leið og kísilgúrmálið var
komið á svipaðan rekspöl og
alúmínmálið, erlendur auð-
hringur orðinn aðili, var Jó-
hannes Nordal kominn þar og
tók allt taumhald í sínar
hendur. Þegar rafveitukerfið
var endurskipulagt og nýtt
ríkisbákn sett á laggirnar,
kallað Landsvirkjun, var Jó-
hannes Nordal kominn þang-
að. Og þannig mætti lengi
halda áfram að telja.
En Jóhannes Nordal er ekki
f kjöri. Hann segist vera hátt
hafinn yfir stjómmál, aka-
demískur en ekki pólitískur.
Hann er svo fínn maður að
hann getur ekki mætt á fundi
og rætt við óbreytta þegna
nema gerðar séu einhverjar
sérstakar j'áðstafanir til að
vemda virðingu hans og hann
fái helzt að velja viðmælendur
sfna sjálfur. Það eru aðeins at-
kvæðavélarftar sem era í
kjöri, gervimerinirnir sem
rétta upp hendurnar, þegar
réttur maður kippir í réttan
spotta. — Austri.
Danskir sjóliðajakkar
Leðurjakkar — buxur og peysur
Góðar, ódýrar vörur.
Verzlunin O.L.
Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)'.
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 - Símar 31055 og 30688
LEÐURJAKKAR
RÚSKINNSJAKKAR
fyrir dömur
fyrir telpur
Verð frá kr. 1690,00
VIÐCERDIR ,
LEÐURVERKSTÆÐI
ÚLFARS ATLAS0NAR
Bröttugötu 3 2
Sími 24678.
A/WWWWWVAAAAA/WV\AAA\/WVWWWWAAAAAA/WAA/VWWWWV'\AAAAA/WWAAA/WVWVWV\Á
Utankjörfundar- )
kosning er hafín
Alþýðubandalagið hvetur
alla stuðnjngsmenn sína, sem
ekki verða heima á kjördag
til að kjósa strax
í Reykjavík fer utankjör-
fundarkosnins fram i gamla
Búnaðarfélagshúsinu við
Lækjargötu. opið kl 10—12
f.h., 2—45 og 8—10 e.h alla
virka daga en á helgidögum
kl 2—6.
Utan Reykjavíkur fer kosn-
ing fram hjá bæjarfógetum
og hreppstjórum um land ollt
Erlendis geta menn kosið hjá
sendiráðum íslands og hjá
ræðismönnum, sem tala ís-
lenzku Utankjörfundafat-
kvæðj verða að hafa borizt
viðkomandi kjörstjórn í síð-
asta lagi á kjördag 22 mai
n k
Þejr listar. sem Alþýðu-
bandalagia ber fram eða styð-
ur í hinum ýmsu bæjar- og
sveitarfélögum eru eftirfar-
andi;
Reykjavík G
Kópavogur H
Hafnarfjörður G
Akranes H
ísaf jörður G
Sauðárkrókur G
Siglufjörður G
Ólafsfjörður H
Akureyrj G
Húsavík G
Seyðisfjörður G
Neskaupstaður G
Vestmannaeyjar G
Sandgerði H
(Miðneshreppur)
Njarðvikur C
Garðahreppur G
Seltjarnarnes H
Borgarnes G
Hellissandur H
(Neshreppur)
Grafarnes G
(Eyrarsveit)
Stykkishólmur G
Þingeyri H
Suðureyri B
Hnifsdalur A
(EyrarhreppW)
Skagaströnd G
(Ööfðahreppur)
Dalvík E
Egiisstaðir G
Eskifjörður G
Reyðarfjörður G
Hornafjörður G
(Hafnarhreppur)
Stokkseyri I
Selfoss H
Hveragerði H
Utankjörfundarkosning i
sambandj við bæjar- og sveit-
arstjómarkosningarnar 1966
getur farig fram á þessum
stöðum erlendis;
BANDARÍKl AMERÍKC
Washington D.C.:
Sendirág íslands
1906 23rd Street. N.W.
Washington D C 20008.
Chicago, Hlinois:
Ræðism.: Dr Ámi Helgason
100 West Monroe Street
Chicago 3. Illinois
Grand Forks. North Dakota:
Ræðism.: Dr Richard Beck
525 Oxford Street Apt 3
Grand Forks North Dakota
Minneapolis, Minnesota:
Ræðism.: Bjöm Björnsson
Room 1203,15 South Fifth
Street
Minneapolis. Minnesota
New íork New York:
Aðalræðismannsskrifstof;-
íslands
420 Lexington Avenue.
Room 1644
New York. New York
10017.
WAAAAAAAAAAA/WWWWMAA/VWWVWWVWWAAAA/'
San Francisco og Berkeley.
California:
Ræðismaður; Steingrímur
O. Thorlaksson
1633 Elm Street
San Carlos Califomia
BRETLAND
London:
Sendiráð íslands
1, Eaton Terrace
London S.W 1
Edinburgh-Leith:
Aðalræðismaður: Sigur-
steinn Magnússon
46 Constitutiori Street
Edinburgh 6 /
Grimsby;
Ræðismaður: Þórarinn Ol-
geirsson
Rinovia Steam Fishing Co.,
Ltd., Faringdon Road Fish
Docks — Grimsby.
DANMÖRK
Kaupmannahöfn;
Sendiráð íslands
Dantes Plads 3
Kaupmannahöfn
FRAKKLAND
París:
Sendiráð íslands
124 Boulevard Haussmann
Paris 8e
ÍTALÍA
Genova:
Aðalræðismaður: Hálfdán
Bjamason
Via C. Roccatagdiata
Ceccardi no 4-21 Genova.
KANADA
Toronto, Ontario:
. Ræðismaður: J Ragnar
Johnson
Suite 2005. Victory Build-
ing 80 Richmond Str. West.;
Toronto, Ontario.
Vancouver. Britjsh Columbia;
Ræðismaður; John F Sig- >
urðsson
6188 Willow Street, No 5
Vancouver. British Col
Winnipeg Manitobá: (Um-
dæmj Manitoba. Saskatchew-|
an, Alberta) \
Ræðismaður: Grettir L.
Jóhannsson
76 Middle Gate
Winnipeg 1. Manitoba.
NOREGUR
Oslo;
Sendýráð íslands
Stortingsgate 30
Oslo.
SOVÉTRÍKIN
Moskva:
Sendirág íslands
Khlebnyi Pereulok 28
Mosikva
SVÍÞJÓÐ
Stokkhólmur:
Sendiráð íslands
Kommandörsgatan 35
Stockholm
SAMBANDSLÝÐVELDIÐ
ÞÝZKALAND
Bonn:
Sendiráð íslands
Kronprinzenstrasse 4
Bad Godesberg
Liibeck:
Ræðism.: Franz Siemsen
Kömerstrasse 18
Lúbeck
ALÞÝÐU
ANDAiAGiÐ