Þjóðviljinn - 15.05.1966, Blaðsíða 12
Tímamót í sögu Vél-
skélans í Reykjavík
■ í sumar ganga í gildi ný lög um nám vélstjóra og
verða þá tímamót í sögu Vélskólans í Reykjavík. Við
skólaslit fyrra laugardag, 7. maí, að loknu 51. starfsári
skólans, gerði skólastjórinn, Gunnar Bjarnason, m.a. grein
fyrir breytingunum í skólaslitaræðu sinni. Fara helztu
atri.ði ræðunnar hér á eftir.
Helztu breytingamar eru þaer,
að fjögurra ára iðnnáms verð-
ur ekki lengur krafizt fyrir
vélstjóranám og hverjum náms-
vetri lýkur með prófi er veit-
ir ákveðin réttindi. Stig vél-
stjóramenntunar verða fjögur:
1. stjg að loknu 5 mánaða vél-
stjóranámskeiði, 2. stig eftir
8% mánaðar veru í 1. bekk
Vélskólans o.s.frv. Þá verður
tekin upp smíðakennsla við
skólann og nemendum kennt
það, sem álitið er að vélstjór-
um sé nauðsynlegt á því sviði.
Með þessari breytingu má
búast við að aðsókn að skólan-
um aukist og sérstaklega að
hún verði árvissari en verið
hefur. Er þá viðbúið að þröngt
verði í skólahúsinu. Vélskólinn
hefur til umráða 9 kennslu-
stofur í þessu húsi, notaði í
vetur sjálfur 5, Loftskeytaskól-
inn hafði 2 og Tsekniskólinn 2.
Næsta vetur er viðbúið að við
þurfum a.m.k. 7 stofur. Hvern-
ig það verður leyst er ekki
hægt að sjá fyrir núna. Þó er
aðalvandinn að koma fyrir
smíðakennslunni. Fyrir hana
vantar alveg húsrými. Fram-
tíðarlausn þess vanda getur
ekki orðið önnur en ný bygg-
ing, sennilega viðbótarbygging
við vélasalinn.
Nýju lögin ganga í gildi 1.
júlí næstkomandi-og mun skól-
inn starfa skv. þeim frá næsta
hausti, þó þannig að þeir, sem
setjast í 2. og 3. bekk núna,
lúta eldri reglunum.
Að sjálfsögðu verður samin
ný reglugerð í samræmi við
lögin.
Ég fagna þessum lögum og
vona og vænti að þau verði
vélstjóramenntuninm til mik-
ils góðs. Að minni hyggju eru
þau stórt skref í rétta þróun-
arátt.
Eins og ég gat um við síð-
ustu skólaslit luku 3 vélstjór-
ar prófi vorið 1916 eða eftir
fyrsta starfsár skólans. Tveir
þeirra eru enn á lífi, þeir
Gísli Jónsson, fyrrv. alþingis-
maður og Hallgrímur Jónsson,
vélstjóri. Óska ég þéim inni-
lega til hamingju með þetta
merkisafmæli. Ég vil þakka
þeim fyrir hönd skólans fyrir
þann sóma, sem þeir hafajafn-
an sýnt hopum með starfi sínu
og öllu framferði, síðan þeir
luku vélstjóraprófi fyrir 50 ár-
í tilefni sjómannadagsins
sendum vér sjómannastéttinni vorar beztu‘
haming j uóskir.
SíldarverksmiBjur ríkisins
um. Þá vill skólmn þakka hlý-
hug og ræktarsemi, sem þeir
hafa jafnan sýnt honum. Um
leið og við óskum þessum
fyrstu nemendum Vélskólans
alls góðs í framtíðinni vil ég
biðja viðstadda að rísa úr sæt-
um og hylla þá með lófataki.
Eins og ég gat um fyrir ári
síðan við þetta tækifæri þá er®>
upphaf vélfræðikennslunnar
hér á landi nokkrum árum
eldra en sjálfur Vélskólinn.
1913 var fyrsta vélstjóraprófið
haldið á íslandi við vélstjóra-
deild Stýrimannaskólans. Sú
deild starfaði frá hausti 1911
þangað til þessi skóli var
stofnaður. Af þeim, sem voru
í þessari deild en fóru ekki í
Vélstjóraskólann eru 2 þekkt-
ir vélstjórar enn á meðal okk-
ar. Þeir eru Jóhann Steinsson,
síðast lengi yfirvélstjóri á skip-
um Eimskipafélags íslands og
Júlíus Kr. Ólafsson, síðast yf-
irvélstjóri hjá Skipaútgerð rík-
isins. Jóhann var kominn á
sjóinn áður en prófin komu til
og lauk síðar prófi í Eng-
landi, en Júlíus lauk prófi á-
samt 5 öðrum vorið 1913.
Hann er nú einn á lífi þeirra
félaga og hefur sýnt hug sinn
til þeirra og skólans með því
að afhenda mér kr. 5.000,oo
minningargjöf um þá. Gjöfin
er hugsuð þannig að henni
skuli varið á einhvern þann
hátt er verði skólanum og
nemendum _ hans til mestrar
blessunar. Ég mun síðar víkja
nánar að tillögu minni um það
á hvern hátt henni verði var-
ið.
Ég þakka Júlíusi hans góðu
gjöf og við metum innilega
hug þann er henni fylgir. Um
leið og við óskum þeim Jó-
hanni og Júlíusi alls góðs í
framtíðinni bið ég viðstadda
að rísa úr sætum og hylla þá
með lófataki.
Vissulega væri ástæða til að
minnast fleiri vélstjóra sem af-
mæli eiga í dag en. tímans
vegna verð ég að láta nægja
að óska þeim öllum til ham-
ingju.
í vörzlu skólans eru nokkrir
sjóðir, sem gefnir hafa verið
við ýmis tækifæri. Þeir eru:%
Gjöf Gísla Jónssonar, siem hann
gaf á 60 ára afmæli M. E. Jes-
sen fyrrverandi skólastjóra,
minningarsjóður Guðm. S. Guð-
Sunnudagur 15. maí 1966 — 31. árgangur
108. tölublað.
mundssonar og Einars Einars-
sonar er bekkjarbræður þeirra
gáfu á 25 ára vélstjóraafmæl-
inu og minningarsjóður Rand-
vers Gunnarssonar, sem stofn-
aður var að honum látnum, þá
nýútskrifuðum vélstjóra og nú
gjöf Júlíusar Ólafssonar, sem
áður gat. Ég hefi hugsað mér
að leggja til að sjóðir þessir
verði sameinaðir og með þeim
stofnaður lánasjóður vélskóla-
nema.
Að upphæð myndi þetta
verða tæpar kr. 100.000,oo, en
tekjur ætla ég sjóðnum áfram-
haldandi af sölu minningar-
spjalda og minningargjöfum.
Sjóðurinn myndi starfa þann-
ig að efnilegir nemendur, sem
þegar hefðu sýnt námshæfni
og dugnað við námið gætu
fengið námslán úr honum,
sem stæði rentulaust þar til
t.d. 2 árum eftir lokapróf. Eft-
ir þann tíma yrði svo lánið
greitt upp á nokkrum árum og
vextir reiknast. Ég vona að
þetta verði komið í kring fyr-
ir næsta haust.
Skrúfudagur, hinn 4. í röð-
inni, var háldinn hinn 26. marz
s.l. Sóttu hann margir gestir.
í gestabókina skrifuðu 100
nöfn sín, þar af 43 vélstjórar.
En gestir munu hafa verið
talsvert fleiri er komu í véla-
salinn. Á hátíðafundinum, sem
fram fór hér í þessum sal
komu fram viðurkenndir
hljómlistarmenn, og ræður
voru fluttar og ávörp. í véla-
sölum sýndu nemendur vélar
og áhöld í fullum gangi, tóku
díagrömm, ákvörðuðu seigju í
smurningsolíu o.s.frv. Var að
þessu öllu hin bezta skemmt-
un.
Nemendur gáfu út 1. tbl. 36.
árgangs af blaði sínu „Skrúf-
an“, fjölritað og mjög smekk-
legt bæði að efni og öllum frá-
gangi.
Það er von mín að skrúfu-
NOTARVINDAN
er nýr og fullkominn vélbúnaSur til
til þess' aS innbyrSa og þurrka upp
hringnœtur. Vinduna er hœgt aS
sfaSsetja þar sem henfugast þykir,
jafnvel niSri á aSaldekki, ón þess aS
dráfiarhœfileikinn minnki, því aS
snertiflötur dráffarhiólsins og nótar er
ávallt nœgur, hvort sem vindan er
sfaSsett háff eSa lágf.
StöSu dráffarhiólsins er stJórnaS meS
vökvasfrokkum, þannig aS hœgf er aS
draga inn meira eSa minna af körka-
eSa blýfeini eftir þörfum. Vökvadrifin
fœrslurúlla er sfaSsett þar yfir sem
setja skai nótina. Fœrir hún siSan
nótina á sinn staS í nófakassanum, án
nokkurs erfiðis fyrir skipshöfnina.
ABAS-nófarvindan er framleidd i Jveim
sfœrSum, meS 3 tonrs og 4 fonna
togkrafti.
VÉLAR1
GarSasfrœti 6 — Sími 20033
dagurinn festist smám saman
enn betur í hugum allra nem-
enda Vélskólans, sem sannkall-
aður nemendamótsdagur, svo
að allir vélskólamenn, sem því
geta komið við, mæti þar.
Á þessu skólaári var unnið
að því að standsetja og kojna
í gang þeim tveim vélum sem
skólinn eignaðist á s.l. ári. Af
nýjum tækjum má nefna ýmsa
rafmagnsmæla o.fl. í sambandi
við verklega rafmagnskennslu.
Til kaupa á þeim var varið
allhárri fjárupphæð, þótt lítið
fari fyrir þeim.
Á næsta leiti eru kennslu-
tæki í sambandi við sjálfvirkni
vélasamstæða. Á þessu sviði
stöndum við enn dálítið -höll-
um fæti enda er þetta tiltölu-
lega nýtt svið, varla meir en
5—7 ára. Til þess að koma
hreyfingu á þetta mál gengst
skólinn fyrir því að hingað
verði boðinn til vikudvalar
norskur vélfræðikennari, Mos-
sige verkfræðingur. Hann
kennir við vélskólann í Osló
og hefur kynnt sér þessi mál
sérstaklega. Hann mun að lík-
indum koma hingað 9. eða 10.
ágúst og flytja fyrirlestra með
skuggamyndum um sjálfvirkni
í skipum. Að boðinu standa
Vélstjórafélag íslands, Lands-
samband ísl. útvegsmanna og
væntanlega Vinnuveitendasam-
bandið. Vænti ég að af þessu
verði bæði gagn og gaman. Tel
ég nauðsynlegt, að bæði vél-
stjórar og skipaeigendur' fái
sem gleggsta hugmynd um það
sem er að gerast í umheimin-
um á þessu sviði.
Skólinn stárfaði í vetur í 5
bekkjardeildum. Fyrsti og ann-
ar bekkur voru tviskiptir en
þriðji bekkur (rafmagnsdeild-
in) var stakur. Nemendurvoru
80 talsins. Til vélstjóraprófs
innrituðu sig 30 og stóðust það
26 en 2 féllu og 2 hættu i
prófinu. Af þeim sem stóðust
hlutu 2 ágætiseinkunn, þeir
Guðmundur Þórmundsson 7,41
og Þorsteinn Gíslason 7,32, en
8 er gefið hæst. 9 hlutu I.
einkunn, 8 II. betri og 7 II.
lakari.
Til lokaprófs innrituðu sig
16 og stóðust allir, 2 með á-
gætiseinkunn, þeir Jóhann Á-
gústsson 7,47 og Búi Guð-
mundsson 7,44. 7 voru með I.
einkunn, 4 með II. betri og 3
II. lakari. Ég mun nú afhenda
■ prófskírteinin.
Kæru nemendur. Ég óska
ykkur af alhug til hamingju
með þennan áfanga í lífi ykk-
ar, sem þið nú hafið náð. Ég
vonast til að hitta ykkur, sem
eigið eftir lokasprettinn, aftur
í haust, hrausta og fulla starfs-
orku að loknu árangursriku
sumarfríi. Ykkur, sem lokið
hafið veru ykkar í þessum
skóla, fylgja einnig okkar hug-
heilu óskir um gæfuríka fram-
tíð.
Áður en ég lýk máli mínu
vil ég þakka kennurum og öll-
um nemendum fyrir gott og
ánægjulegt samstarf á liðnum
vetri og óska ég ykkur öllum
velfarnaðar á komandi sumri.
★
Að lokinni ræðu skólastjóra
flutti Gísli Jónsson fyrrverandi
alþingismaður, handhafi vél-
stjóraskírteinis nr. 1, kveðjur
og árnaðaróskir. Færði hann
skólanum ’að gjöf veglega pen-
ingagjöf og blómakörfu. — 20
ára vélstjórar sendu kveðjur
sínar og gáfu skólanum pen-
inga-upphæð til kaupa á skóla-
fána.
Þakkaði skólastjórj géðar
gjafir og hlý orð í garð skói-
ans og afhenti því næst fyrir
hönd Sjómannadagsráðs Fjal-
arbikarinn, en hann hlýtur sá
nemandi er fær hæstu einkunn
í vélfræðifögum, sem að þessu
sinni var sá nemandi er hlaut
hæstu einkunn á vélstiórapróf-
inu, Guðmundur Kr. Þór-
mundsson.