Þjóðviljinn - 15.05.1966, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.05.1966, Blaðsíða 9
\ SÍÐA — „u iL maí 1966. öslcum öllum sjómönnum til hamingju méð Sjómannadaginn og starfsemi þeirra. í tilefni of Sjómannadeginum sendum við öllum sjómönnum olskar beztu kveðjur og heillaóskir. Laugavegi 178 — Sími 2-1 1-20. SJÓMENN! til hamingju með daginn. — Heill og ham- ingja fylgi störfum ykkar. Samlag skreiðarframleiðenda Hákariaveiðar Framhald af 7. síðu. þetta á þeim tíma, hann hefði fengið pokann sinn. Gekk allt mjög vel að ná legufærunum inn og færa skipið í landf^star. Við bryggjana var Hjalteyrin frá Akureyri og tók skipstjórinn af henni, Sæmund- ur frá Stærraárskógi, við land- festi frá okkur og kallaði um leið: „Þetta er gott hjá ykkur, strákar mínir“, enda kom hann oft yfir til okkar og vorum við nokkuð spenntir að hlusta á sjóferðasögur hans því að hann sagði vel frá og var skemmti- legur í viðmóti. Nú þóttumst við vel hafa gert í sambandi við það sem okkur var falið, og vorum glaðir. Fór- um við út í Gránufélagsverzl- unina og tókum þar út hveiti og fléira, því að ákveðið var að steikja góðar lummur, þar sem þetta hafði allt tekizt svo vel, en þegar við vorum að taka kaupskapinn í hendur okkar, kom þá verzlunarstjórinn herðabreiður og vel holdugur út af skrifstofunni. Þá sagði annar hvor okkar að Njáll væri í landfestum við Lýsisbryggj- una. Brá okkur nokkuð, þegar þessi holdugi, stóri maður, sem bar þess glögg merki að hann hefði um sína daga lifað á öðru en skonroki og beinakexi, sagði: „Vitið þið, hvað þið vor- uð að gera, að færa skipið til í höfninni án þess að hafa um borð mann með siglingaréttind- um?“ Varð okkur svarafátt en fórum út. Þessi hlið málsins kom okkur ekki í hug, því ef svo langt hefði verið hugsað hefði verið auðsótt að fá Sæ- mund skipstjóra á Hjalteyrinni með okkur, þegar við sóttum Njál út á leguna. Ekki urðu ummælin þó til þess að við hættum við að notfæra okkur kaupskapinn, eins og á- kveðið var. Fór Stefán heim til v sín og sótti pönnu til að steikja á, og neyttum við hinnar steiktu krásar með óskertri lyst. Þó útgerðarmaðurinn mæti lítið það að við komum skipinu að landi, þá nutum við þess' hjá Oddi skipstjóra okkar. Fjörð- urinn. fylltist af ís á stuttum tíma og hefði Njáll að öllum líkindum gjöreyðilagzt, ef hann hefði verið fram á legu. Kópavogi í marz 1966. Kristmar Ólafsson. SkipasmíðasföS Njjarðvíkur Ytri-Njarðvík. Öskum öllum sjómönnum °g fjölskyldum þeirra til Kamingju a sjómannadaginn, og gæfu og gengjs í framtíðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.