Þjóðviljinn - 10.06.1966, Blaðsíða 2
4.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 10. Júní 1066.
Bandarísk viðurstyggð
Þessl mynd, sem við höfum leyft okkur að kalla Bandaríska viður-
styggð, er tekin úr vesturheimsku vikublaði og sýnir bandaríska
skólanemendur að leik sem ]iau kalla „Víet Nam‘‘, Það virðist
ekki hvarfla að þessu unga fólki, að ibúum Víetnam sé ekki hlát-
ur óg gaman i hug undir sprengjuregni og napalmhlaupi lýðræðis-
sinnanna úr vestri.
Kvikmyndasmiðir
stofna samtðk
Lokastofnfundur Hagsmuna-
samtaka kvikmyndagerðar-
manna var haldinn 25. maí sl.
að Café Höll. Stofnendur eru
7 kvikmyndagerðarmenn, en
þeir sem uppfylla ákveðin skii-
yrði samkvæmt lögum félags-
ins, geta enn gerzt stofnfélag-
ar.
Markmið félagsins er ein-
göngu hagsmunalegs eðlis og
mun það koma fram fyrirhönd
félagsmanna sem samningsað-
ili og vemdari höfundarréttar
þeirra. Þegar hafa verið gerð-
ar ráðstafanir til þess að fé-
lagið verði tekið í alþjóðasam-
tök á þessu sviði.
Félagið mun hvetja íslenzk
'fyrirtaéki óg ríkisstofnanii*, sem
láta gera kvikmyndir um Is-
land og íslenzk málefni, til
þess að leita meira til innlendra
kvikmyndagerðarmanna, en gert
hefur verið.
Með tilkomu íslenzka sjón-
varpsins er félagsstofnun þessi
nauðsynlegur milliliður og
samningsaðili og eru allir þeir
sem hafa átt við kvikmynda-
gerð hvattir til að hafa sam-
band við stjórn félagsins, en
hana skipa: Magnús Jóhanns-
son, útvarpsvirkjameistari, for-
maður, Óskar Gíslason, kvik-
'mýndatÖkumaðúf,' gjalðkeri, Ás-
geir Long vélstjóri, ritari og í
varastjórn erú Ósvaldur Knúd-
sen, málarameistari og Vigfús
Sigurgeirsson, ljósmyndari.
Tung-
ur tvær
Það fór eins og hér -var
spáð; Tíminn hefur tungur
tvær í afstöðunni til þess
stórfellda mjólkurskatts sem
bændum er nú gert að greiða;
hann er bæði meðmæltur
þessari leið og hinni leiðinni.
1 gær segir blaðið í forustu-
grein:
„Nú hgfur verið gripið til
þess ráós að leggja sérstakan
mjólkurskatt á bæpdur, sem
nemur einni krónu og sex
aurum á hvern lítra mjólkur,
og nemur þetta á annað
hundrað miljónum króna á
ári tekið af söluverði mjólk-
ur frá bændum. Þannig leiðir
verðbólgustefna ríkisstjórnar-
innar; til meiri og meiri erf-
iðleika og öngþveitxs á öllum
sviðlim. Nú ó að skerða stór-
lega kaup kauplægstu stétt-
arinnar á Islandi!"
En á forsíðu Tímans, og
fleiri síðum er rakin með
velþóknun ræða sem Fram-
sóknarleiðtoginn Gunnar Guð-
bjartsson hélt á bændafund-
inum á Selfossi. Hann komst
þar m.a. svo að orði að sögn
Tímans:
„Það var skoðun Fram-
leiðsluráðs, að bændastéttin
væri samábyrg fyrir þeim
vanda, sem offramleiðslan
veldur, og þeirri verðlækkun,
sem af híenni leiðir i þessu
efni og þess vegna væri rétt-
látt að dreifa þessum halla
sem jafnast á bök allrabænda
landsins. Og þær ráðstafanir,
sem nú hafa verið gerðar, eru
gerðar í því skyni að dreifa
þessum halla á alla bændur
landsins“.
Að sögn Gunnars er það
því „réttlátt" að gera ráð-
stafanir sem „skerða stórlega
kaup kauplægstu stéttarinnar
á lslandi.“
Meira
réttlæti
Og Gunnar boðar raunar
að meira ,,réttlæti“ sé fram-
undan. Hann segir „1 annan
stað vil ég taka það fram, að
við höfum gert ráð fyrir því
að verðá að taka nokkurt
gjald af kjötinu, sem kemur
í sláturhúsin n.k. haust, og
að kjötið yrði að bera ein-
hvern hluta af þessvm halla“.
Þessi hluti réttlætisins mun
vera áætlaður um 40 miljón-
ir króna.
Tíminn rekur alla málsvörn
Gunnars fyrir mjólkurskatti
og kjötskatti mjög ítarlega;
hins vegar hefur blaðið ekki
rúm til þess að greina efn-
islega frá ræðum þeirra
bænda sem töluðu á Selfoss-
fundinum. — Austri.
Yfírlýsistg fram-
kvæmdanefndar ÆF
Á fundi framkvæmdanefndar fylkingin aðstoðað það eftir,
Æskulýðsfylkingarinnar, sam-
bands ungra sósíalista, hinn 5.
maí sl. var eftirfarandi sam-
þykkt:
„Æskulýðsfylkingin, sam-
band ungra sósíalista vill taka
eftirfarandi fram:
Samtökin eru skipulagslega
óháð öllum stjórnmálaflokkum,
og hafa lög þess allt frá stofn-
un Æskulýðsfylkingarinnar
gert þetta Ijóst. Tengsl
Æskulýðsfylkingarinnar við
Sameiningarflokk alþýðu, Sós-
íalistaflokkinn, hafa ávallt ver-
ið' á samstarfsgrundvelli: Æsku-
lýðsfylkingin hefur aldrei ver-®-
ið hluti Sósíalistaflokksins og
hefur því aldrei kosið meðlimi
í stjórn einstakra Sósialistafé-
laga eða í miðstjórn flokksins
og framkvæmdanefnd. Tengsl
Sósíalistaílokksins og Æsku-
lýðsfylkingarinnar hafa því
alla tíð verið annars eðlis en
tengsl Sjálfstæðisflokks, Fram-
sóknarflokks og Alþýðuflokks
við æskulýðssamtök sín, þar
sem meðlimir þeirra lúta flokks-
aga og ganga oft sjálfkrafa inn
í viðeigandi stjómmálaflokk
þegar 'ákveðnum aldri er náð.
Frá stofnun Æskulýðsfylk-
ingarinnar hefur hún haft náið
samstarf við Sósíalistaflokkinn
vegna þess að stjómmálastefna
þeirra hefur almennt fariðsam-
an, t.d. hafa báðir aðilar haft
sósíalisma á stefnuskrá sinni.
, Frá stofnun Alþýðubanda-
lagsins 1956 hefur Æskulýðs-
Vara við ferðum
skólabarna yffir
Sundlaugaveg
beztu getu í kosningum. Þar
sem Æskulýðsfylkingin hefur
aldrei haldið uppi neinum
flokksaga heldur hefur litið á
sig sem víðtæka fylkingu ungs
fólks, sem hefur svipaðar skoð-
anir í mikilvægustu málefnum
þjóðfélagsins en getir jafn-
framt h'aft mismunandi skoðan-
ir á margvíslegum málum, hef-
ur Æskulýðsfylkingin frá stofn-
un Alþýðubandalagsins lagt á
það ríka áherzlu, að innan
hennar eigi allir ungir stuðn-
ingsmenn Alþýðubandalagsins
heima.“
Ovanalegur
tungumála-
garpur
MOSKVU — Prófessor dr. phil.
P. Ariste er þekktur meðal
málfræðinga. Við hátíðleg
tækifæri sendir hann skeyti
í öll heimsins horn á 26 tungu-
málum og heldur fyrirlestra við
háskóla víðsvegar um heim á
eistnesku, rússnesku, ensku,
þýzku, sænsku, finnsku og
hebresku. Dr. Ariste er félagi
í vísindaakademíu Eistlands og
er háskólakerinari í finnsk-
úgrískum málum við háskól-
ann í Tartu í Eistlandi. — I
frístundum fæst hann viðrann-
sóknir á máli Sígaunanna en
stundar auk þess íþróttir til
þess að varðveita sem bezt
heilsu sína.
Ný sending
r
Italskar dralon- peysur
og peysusett
G L U G G I N N
Laugavegi 30 og Laugavegi 49.
svefnpokinn er fisléttur og hlýr. Pokanum fylgir koddi, sem festur
er viS hann me5 rennilás. Pokanum má meff einu handtaki breyta
í sæng. Auk þess er auðvelt aS reima tvo poka saman (með renni-
lás) og gera að einum tveggja manna. Farið ekki í útilegu án
dralon-svefnpoka frá Gefjun.
Fyrir fundi borgarráðs Reykja-
víkur sl. þriðjudaglágu m.a. mót-
mæli, sem mæður í Laugarnes-
hverfi sendu borgaryfirvöldum
fyrir nokkru gegn því að böm
sem heima eiga norðan Sund-
laugavegar og sækia vorskóla
í Laugarnesskóla þurfi að fara,
á leið sinni til skólans, yfir
þessa miklu umferðargötu. —
Mæltust mæðumar til. að vor-
skólinp fengi inni í Laugalækj-
arskóla. Mál þetta er nú í at-
hugun. •
Segir lausu
slökkviliðs-
stjórastarfi
Valgarð Thoroddsen slökkvi-
liðsstjóri í Reykjavík hefur sagt
lausu starf; sínu. Á fundi sín-
um sl. þriðjud. samþykkti borg-
arráð að auðlýsa starfifl laust
til umsóknar Valgarð hefur
gegnt slökkviliðsstjórastarfinu í
um það bil tvö ár. Hann mun
nú hverfa að störfúm hjá Raf-
magnsveitum ríkisins.
Ksldi á miðnnum
og lítil veiði
Sunnankaldi var á síldaimið-
unum fyrra sólarhring og veiði
treg. Skipin voru að veiðum
: okkru sunnar en s.l. sólar-
hringa og hafa þau dreifzt nokk-
uð. — Samtals tilkynntu 6 skip
um afla, alls 580 tonn.
Gullberg NS
Fákur GK
Garðar GK
Guðmundur Péturs
Bára SU
Guðrún GK
180/tonn
100 —
60 —
IS 110 —
70 —
60 —
HEIMILIÐ
ER HORNSTEINNINN
Hinar öru breytingar í þjóðlólaginu ó undanförnum órum gera þœr kröfur til íslenzkra tryggingafélaga, aS þau
veiti hverjum almennum borgara kost ó vlðtœkri tryggingaþjónustu. Sathvinnutryggingor hafa fró upphofi leit-
azt við aS móto starf sitt og stefnu með hliðsjón af þossu og hafa verið í fararbroddi íslenzkra tryggingafélaga í
nær 20 ór. Sérstök óherzla hefur verið lögð ó að veita hagkvæmar tryggíngar, til að létta fjórhagslega crfiðleika
heimilanna, vegna óvæntra atburða. ' ‘
I bæklingnum „HEIMILIÐ ER HORNSTEINNINN" or bent ó þær tryggingar, sem vér bjóðum nú hverju heimili og
mun hann verða sendur i pósti til allra, sem þess óska.
HEIMILI
BÍLL
Heimilistrygging Iryggir innbúiS fyrir tiónum af völdum bruna, valns, innbrota og þjófnaíar. HúsmóSirin og
börnin eru slysalryggí gegn varanlegri örorku og óbyrgSarlrygging fyrir alla fjölskylduna er innifalin. Heimllis.
ffrygging kostar fró kr. 300,00 á ári.
Auk hinnar löcjboðnu áffjyrgÖarffryggingar bjóöum vér hagkvæma KASKOTRYGGINGU þar sem billinn er ffryggður
fyrir skemmdum af völdurn árokstra, skemmda í fluffningi þjófnaðar og bruna. Hin nýja ÖF-TRYGGING er slysa-
♦rygging ó ökumanni og farþegum og er veiffff endurgj aldslausf til nýrra bifreiðacigenda til 1. maí n. k.
Íamkvæmt landslögum eru öll hús á landinu brunatryggð. Vér bjóðum einnig ýmsar frjálsar húsatryggingar bœðí
fyrir einbýlis- og fjölbýlishús. VATNSTJÓNSTRYGGINGAR, ÁBYRGÐARTRYGGINGAR, GLERTRYGGINGAR og
FOKTRYGGINGAR eru þær fryggingor, sem margir húseigendur taka nú orðið._____________________________
Ahsettulíftrygging er það form líftrygginga, sem bezt hentar í löndum, sem átt hafa við verðbólgu aéi stríða.
Trýggingin greiíist einungis út, ef hin tryggði deyr innan viss aldurs og iðgjöld eru lág. Auk þess bjóðum vór
eldri 'form liftrygginga m. a. SPARILlFTRYGGINGAR, SPARI- og ÁHÆTTULlFTRYGGINGAR, HÓPLlFTRYGGINGAR
BARNALÍFTRYGGINGAR, og SLYSATRYGGINGAR.
HÚS
LIF
SAMVirVNUTRYGGINGAR
ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500