Þjóðviljinn - 10.06.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.06.1966, Blaðsíða 5
FSstraðager TO. ffiraí 1966 — KTÖÐVTtJTNN — SlÐA g Hvemig starfar minnið ? Mnn<íi vera unnt að gefa monnum með- al við minnisleysi, örva heilann til starfs á nýjan leik, þegar minn- ið er farið að dofna ? Hvað hið síðartalyda snertir, hafa tilraunir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum, sýnt, að þetta er auðvelt, og er nú í ráði að prófa þetta í ýmsum spítölum í Danmörku. Efni þetta kallast ríbó-kjarnasýra, táknað með stöfunum RNA (ribonu- cleic acidj. En þó kann það að vera meira vert, að líkur eru til að takast megi að komast til skilnings á þvf, hvað gerist þegar náms- efni eða annað tekur sér bólfestu í minninu og geymist þar. S»a<$ eru þrír rfcmskrr mervn, sem armið hafa sér altvjóflkvg-a viðurkenrúnsu á ivessu sviði. Heita þeír Hans Röigaarri-Pet- ersen, E.trvar J. Fjercfingstad og Thomas Nissen. í»eir hafa starf- að að rarmsókrwirrv RÍmim í tv5 ár við dýrafræðiraTmsókna- stofwun Kaupmtin nahafn ar, og hafa nýiega setið )>inw swn fjallar tim nýjungar á sviði meðferðar tauga- og geðsjúk- dóma. Báru menn þar saman ráð sín og höfðu uppj nýmfelí. Að þinginu afstöðnu var þeim þreffnenningunum boðið í fyr- iriestraferð ram Bandariikin, og fiuttu þeir fyririestra við 16 háskóla Og rannsóknarstofnan- ir. í Band'arikjimum eru þeir á- litnir standa fremst í rannsókn- um þessum. En sá bængur er á, að ekki er Þeim veitt af danska ríkimi sú upphæfl til framhaldsrannsókna, sem )>eir télja sig þurfa. Samt vilja þeir ekki gefast upp svona á miðri leið, enda fen®u i>eir mörg tilboð í Bandaríkjunum um að koma þangað, og eru nú allar líkur á að þeir fari þangað til að fullna uppgötvun sína, enda munu þeir fá þar hin beztu skilyrði. Hér fer á eftir viðtal við þessa menn, sem birtist i dönsku blaði fyrir nokkrum dögum. — Hver er ástæðan til )>ess að bandariskir vísindamenn hafa fengið slíkan áhuga á starfi ykkar? — Laust fyrir miðbik þessar- ar aldar fór menn að gruna að hin svokallaða ríbó-kjarna- Syra vaeri nátengd minninu. I hverri frumu manslikamans eru tvö efni, sem hafa geysimikla þýðingu. Annað þeirra er hið svokallaða DNA sem fyrirfinnst í frumukjarnanum; í því fel- ast erfðavísar sem bera eigin- leika frá kynslóð til kynslóð- ar. Hitt er kallað RNA eða ríbó-kjarnasýra, og er bæði í íryminu og kjarnanum. Af þéssu efni er mjög mikið í taugáfrumum. ER MINNIÐ EFNI? Hafa danskir vísindamenn fundið fyrsta lykilinn að lausn gátunnar miklu um minni og minnisleysi? ltotta í „hugsunarkassanum" — og sest |)o her a mynuinm ao- eins nokkur hluti kassans sem tifraunirnar eru gerðar í. Kass- inn er tvískiptur og mci) því að gefa ljósmerki í iiðrum endan- um fær rottan mat í hinum. Tekizt hefur, eftir að rannsakaðar hafa vcrið 500 rottur, að cinangra kemískt efni sem breytist cft- ir því sem minnisatriðum hjá rottunni fjölgar. Mælitækin til hægri á myndinni skrá nákvæmlega öil viðbrögð rottunnar. Þama sjási dönsku vísindamennirnir þrír, nýkomnir frá Bandaríkjunum: Hans Röigaard-Petersen, Thomas Nissen og Ejnar 3. Fjerdingstad. Fyrir fáeimwn árum var ]>að almennf álítið að minnið væri tengt rafstrawni þeim sem leikrar um taugafrumur, og mætti þvi heili okkar samlíkj- ast rafreikninum. Þessi skoðun er ekk{ aldauða, fjarri því, en bandariskur sálfræðingur, Hal- stead í Chicago, bar íyrstur manna fram þá tilgátu, að minnið væri lifefnafræðilegs eðl- is. Þessi tilgáta íékk mikils- verðan stuðnin<r )>egar saenskur prófessor í sálfræði, Holger Hydén í Gautaborg, gat sann- að, að efnið RNA færi vaxandi við nám og breyttist að sam- setningti. Siðara atriðig er sér- staklega vert að setja á sig. í því felst það að efnabreyting verði í hvert srnn sem minn- rnu berast ný efni. Það er eins og gert hafj verið nýtt gat í gaiaspjaldið. Athuganir James M<-Connors (Bandaríkin) geng>u í söitrn átt. Hann gerðj athuganir á möðk- um þeim sem nefnast fiatorm- ar, og eru í öllurn ám og vötn- um og geta orðið hálfur ann- ar em á lengd. Þeir teljast standa mjög neðarlega í þróun- arstiga dýraríkisins, en em samt líkir manni »ð sumu því er snertir gerð taugafmmanna. Af rannsóknum McConnors skal hér drepið . á þrjú veigamikil atriði. -k Flatormar liafa þá nátt- liru, að séu þeir skornir sund- ur, tekur hvor helmingurinn til að vaxa aft nýju unz þeir liafa náft eðlilegri stærð. Mc- Connor tók nú til við aft kenna þessum ormuni, þótt heimskir væru, og iókst lionuni )>að, enda var ekki nema um ein- firld atriði að ræða. En hvar gcymdu þeir þetta þ:i í minni sér? Aft framan efta aftanverðu í búk sínum? Svo skar hann flalormanna sundur og athugaði þá aftur Iregar þeir voru full- vaxnir að nýju, og kom þá í ljós að báöir endar höfðu geymt miniiisatrUH sin jafn vel, hinn aftari og hinn fremri. ★ Þamæst gaf liann flatorm- um, sem ekki höfðu fengið neitt aft læra hjá honum, hina „menntuðu“ fiatorma að éta, skar þá í bita og lét hina gleypa bitana. Við þetta brá svo að hinir ólærðu vissu nú allt þaft sem hinir höfftu vitað. Sá hann þá í hendi sér, að myndazt mundi hafa eitthvert efni í flatormunum við skóla- göngu þeirra, sem barst ó- breytt til þeirra sem átu þá. En meltingarstarf flatorma er ofureinfalt, og gerast ekki efna- breytingar á fæðunni vift melt- ing-una. ★ í þriðju umferð var RNA tekift iir frumum „skólageng- inna“ orma og gefift „ólærð- um“ ormum. Þá fór á sama hátt, aft þeir kunnu þá allt þaft sem hinum hafði verið kennt, og þótti þá sannaft aft í þessu efni væri minnift falið. Margir hafa síðan gert hin- ar sömu tilraunir og haft alla hugsanlega varkárni við, og ef- ast nú enginn um sapnleiks- gildi kenninga Mc-Connols. Á dýrafræðirannsóknastofn- uninni í Kaupmannahöfn var íyrir löngu íarift að Sera til- raunir á flatormum, og þegar þremenningarnir Fjerdingstad, RöigaardnPetersen og Nissen íréttu af tilraunum McConnors fengu þeir löngun til að fram- fylgja þessu. F.r nú liðið miss- eri síðan )>eir byrjuðu, og til- raunir )reirra voru frábrugðn- ar öllum f.vrri tilraunum í þvi, aft nú voru þaft ekki flatorm- ar, sem )>eir athuguðu, heldur spendýr. Vera má ag ekki hafi verift Jaust vift aft súmir liiu á þetta meft vanþóknun og lít- illi tiltrú. Þeir hófu samt starf sitt 6- trauftir, þvj þeim virtist margf þenda til þess að minnirra stýrðu Hfrænar efnabreytmgaT. Til rannsóknanna höfðu þeir rottur og fóru aft þessu á hinn hótfyndnasta hátt. J>eir kenndu rottunum. Tilgangurinn með því var sá að fá aft vita hvort RAN ykist í taugafrúmunum vift námift, og hvemig þessar breytingar væru og hvort unnt væri aft láta óþjálfuft tilrauna- dýr njóta góðs af þessu með því að gefa þeim RNA úr hinum þjálfuðu. Fyrstu ti'lraunirnar lofuðu góðu. Rottur, sem fengu RNA frá þjálfuðum rottum stóðu sig mun betxir en hinar, sem ékki fengu það. 5>ar næst var reynt að ganga úr skugga um að ekki væri að- eins um ag ræða aukð fiör hjá rottum þessum, heldiir væri efni þetta einungis til stuðn- ings minninn. f>aft tóksf fuH- komlega. — Hvað aetlizt þið þá fyrir næst? — Já, nú sem stendur vtiítí- um vift aft þvi ag Ieysa ýms- ar gátur. Vift höfum gert fjöldá annarra athngana, o9 allt fer þaft í sömu átt, og styður það sem hinar fyrstu leiddu í ljós. Auk þess höfum vift fengið mikilvæga þekkingu á ýmstrm atriðum, en frá því erum við okkj famir að segja neitt. Suœs staðar í Bandaríkjunum, þar sem raunar er ekki enn farið aft heita aðferðum okkar, hef- ur stundum gengift illa að finrta nokkur áhrif af RNA úr þjálf- uðum dýrúm. Síðustú tilraunir okkar virðast ætla aft gefa skýringu á þessu, þv{ vift höf- um fundið dauf áhrif, sem Framhald á 7. síðu. Heimboð til Sovétríkjanna Við ókum af stað 4. maí sl. frá Moskvu í lest kl. 9 að kvöldi og komum kl. 8 að morgni til Minsk, sem er höf- uðborg Hvíta-Rússlands. Þar tóku á móti okkur fyrirmenn verkalýðsfélaganna. Þangað er gott að koma og margt ótrúlegt að sjá. Þetta góða og elskulega fólk hefur gert kraftaverk, sem við ekki skiljum. Minsk er 800 ára gömul borg. ígor fursti byggði borginamilli 1200 og 1300. Gamla Minsk var heldur frumstæð borg á okkar mælikvarða, þar voru éngar leiðslur í jörð, hvorki vatn né frárennsli. En borgin átti tilvenj sína að þakka verzl- un, því að hún var umferðar- miðstöð. En eftir byltinguna tók fólkið til við að færa borg- ina í nýtízku horf. Það byggði upp iðnað og jók atvinnulíf, þannig að í byrjun síðasta stríðs var Minsk nýtízku borg með 240.000 ibúa og fjölbreyttan iðnað. I síðasta stríði gengu yf- ir Minsk einhverjar þær voða- legustu hörmungar, semnokkur borg í Sovétríkjunum varð fyrir. Víglínan sveigðist fram og til baka yíir borgina hvað eftir annað, og var borgin ým- ist í höndum Rússa eða Þjóð- verja, og alltaf þegar Þjóð- verjar uröu að hörfa, eyöilögðu þeir allt, sem þcir höföu tíma til. Yfir 80% af borginni voru í rúst eftir stríðið. Allur iðnað- ur gjöreyddur, öll vísindi og allir skólar gjörsamlcga afmóð. Aðcins 50.000 manns lifðu eft- ir i borginni, flestir i felum. Sem dæmi um aðfarir naz- ista gagnvart fólkinu má geta þess, að í borginni voru gyð- ingahverfi með milli 30 og 40 þús. íbún; þeir voru drepnir allir með tölu. Við sáum fjölda- gröf, þar sem Þjóðverjar höfðu grafið 10.000 manns, sem þeir tóku 10. scpt. 1943 og 'skutu á aðaltorgi borgarinnar eftirlif- andi íbúum til viðvörunar. Hvíta-Rússland fór verst út úr stríðinu af öllum lýðveldum Ráðstjórnarríkjanna. Þjóðin var 12% miljón, þegar strfðið skall á, en nú eftir 20 ár ná Hvítrússar ekki 9 miljónum. I Hvíta-Rússlandi voi’u drepn- ir og grafnir 2.800.000 Sovét- borgarar. Þar voru eyðilegðar 200 borgir og 10000 þorp. I stríðslok voru eftir rytjur af 19 verksmiðjum, en nú eru pær 500, allt stór iðjuver. Sá atburður, sem mest fékk á mig í þcssari stórkostlegu ferð, var heimsókn f stríð.s- safnið í Minsk. Þar tók ámóti okkur eldri kona, sem hafði misst alla sína ættingja, börn, mann og allt sem henni var kærast. Þetta var kyrrlát og hógvær frcmur lágvaxin kona. með mild og móðurleg Ijósblá augu. Hún gekk um og útskýrði fyrir okkur með rödd, sem auð- heyrilega tók þátt í þeim hræði- legu atburðum sem hún lýsti. Þarna sáum við allskonar vopn. sem skæruliðar höfðu smíðaft sjálfir, tætlur úr flugvélum. sem höfðu stungið sér á lestir og farartæki nazista, þegarbú- ið var að laska þær. Við sáum ótrúlegustu pynd- ingartæki, svo djöfullega út- hugsuð að það er óskiljanlegt að nokkur mannsheili skuli hafa lagt sig niður við slíkt. Sem dæmi um þá þýðingu, sem hvítrússnesku skæruliftarnir höfftu á gang stríösins er, að þeir felldu 500.000 þýzka her- menn og sprengdu upp 200 jámbrautalestir, sem voru á leið til vígstöðvnnna. Frægasti skæruliðaforingi þeirra er nú forseti lýðveldisins. öll þessi voðalega saga var svo skelfileg að ég sá suma hlutina í móðu og einn aldr- aður, danskur maður settist niður og tók fyrir augu sér. Sigur Sovétríkjanna er aðmiklu þakkaöur skæru 1 iða hern aði num. þvi þegar víglínan var komin austur undir Volgu, máttu Þjóð- verjar þakka fyrir ef hclming- ur þess flutnings, sem ætlaður var hernum, komst til skila. Eitt hættulegasta vopnið, sem skæruliönr framleiddu, var sprengja sem ómögulegt var að þekkja frá kolamola. Þessu laumuðuþeir í kolabirgðir eim- vagnanna, svo þegar þessu var mokað á eldinn sprakk allt í loft upp. Ég sá eina svona sprengju, og sem gamall og reyndur kyndari get ég um það borið að það var fullkomin eftirlíking. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim mönnum, sem temja sér hatursáróður oog forheimskandi málflutning með það fyriraug- um að æsa til illverka. Það er alveg sama, hvar illverkin enr framin, hvort heldur það er í Sovétríkjunum, Afríku, Asíu eða Ameríku, alls staðar eru þau söm við sig. Þau eru tæki þess sterka að þröngva vilja sínum upp á þann sem veikari er. Þau eru alltaf ó- réttlætið í sinni verstu rnynd, sá sem verst ofbeldinu hcfur oftast rétt fyrir sér. Að iokum langar mig til að minnast ofurlílið á bíósýningu, sem viö sáum. Þetta var stríðs- mynd, hún var ekki eins og þær stríðsmyndir sem við eig- um að venjast hér á vestur- löndum meft hávaða og prúð- búnum hermönnum sem „mar- séra“ fyrirhafnarlaust til sig- urs, sem á sér þokukennt mark- mið. Nei, þarna var lýst á raunsæan hátt fórnfýsi einstak- lingsins og um leið getuleysi hans til að ráða örlögum sinum og annarra í þessum tryllta djöfladansi. Þarna Var manni sagt á skýru máli, að stríð væri ekki sigur neins heldur djöfullegt eyðileggingarbrjál- æði, sem færði aðeins hörm- ungar yfir saklaust fólk. Þetta Þjóðviljinn bi.rti hinn 26. maí sl. frásögn Bald- vins Sigurössonar af há- tíöahöldnnum í Moskvu 1. maí, en Baldvin var fnll- trúi í scndinefnd Alþýðu- sambands íslands sem boðin var til Sovétríkj- anna I sambandi við há- tíðahöldin. Hann hefur nú sent blaðinu aðra grein um ferð sína austur — segir hér frá dvöl í borgr- inni Minsk. var sagt á svo áhrifaríkan hátt að slíkt gleymist ekki. I næstu grein ætla ég að segja ofurlítið frá þvi heljar- átaki, sem þetta elskulega fóllt hefur gert í uppbyggingu lands síns úr rústum stríðshörmung- anna, en hætt er við aS frá- sögnin verði heldur samtinings- leg, því ég skrifa þetta upp eftir því sem ég punktaði nið- ur þegar við áttum tal viðfólkj bæði óbreytta borgara, fyrir* menn verkalýðsfélaga, og einn- ig opinbera aðila, sem buðu ókkur heim. Allir höfðu sama háttinn á, þeir luku máli sínu með ósk um frið og skilning á milli manna um heim allan og það voru ekki innantóm orð gat maður skilið. — B.S. i t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.