Þjóðviljinn - 22.06.1966, Blaðsíða 3
Miðvifcadagur 22. júm 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3
Efnt til hersýningar I Suiur-Afríku
Skotið á ástralsk-
an stjérnmálamann
Hann berst gegn því að Astralir
sendi hersveitir til S-Vietnam
SIDNKY 21/6 — Arthur Calwell
leiðtogi stjórnarandstöðunnar í
Ástralíu var særður í andliti er
skotið var á hann eftir mót-
mælafund um stríðsreksturinn í
Víetnam í úthverfi Sidney í dag.
Hann var strax fluttur á
sjúkrahús og sagt er að honum
líði eftir atvikum vel.
Verkamaður sem staddur var
á ^fundinum veitti árásarmannin-
um eftirför og náði honum.
Reyndist það vera ungur maður,
sem er nú í vörzlu lögreglurm-
ar.
Calwell er virkur baráttumað-
ur gegn þátttöku Ástralíu í
stríðinu í Víetnam.
I ræðu sinni á fundinum
sagði hann að stríðið í Víetnam
væri borgarastríð og mælti harð-
lega gegn því að Ástralíumenn
sendu æskumenn sem enn hefðu
ekki fengið kosningarétt til Víet-
nam til að drepa eða verða
drepnir.
Cálwell hefur verið formaður
Verkamannaflokksins síðan 1960.
Harold Holt forsætisráðherra
Ástralíu hringdi á sjúkrahúsið
. skömmu eftir að honum bárust
fréttir af atburðinum pg sagði
blaðamönnum að hann harmaði
þetta brot á lýðræðislegum hefð-
um í landinu.
Nýlega ákvað stjórn Verwoerds 5 Suður-Afríku að sýna heiminum hernaðaisiyrk sinn og var eínt til iiersyningai i Pretoría og
þangað safnað 18.000 hermönnum hvaðanæva að úr landinu. 190 flugvélar í suður-afríska hernum flugu yfir fylkingar hermannanna.
Moskvuheimsókn De Gaulle:
Sovétríkin og Frakkiand
hafi samráð um
Fyrsti viðræðufundur leiðtoga Frakklands og Sovétríkjanna
stóð í þrjá tíma og er rómaður fyrir vinsemd og hreinskilni
MOSKVU 21/6 — Charles De Gaulle forseti Frakk-
. lands hóf í dag opinskáar og hjartanlegar viðræður
um vandamál Evrópu við leiðtoga Sovétríkjanna.
Brésjnéf aðalritari braut í bág við venjur með
því að vera sjálfur fyrir sovézku viðræðunefnd-
inni. Fundurinn stóð í þrjá tíma og meðal annars
var rætt um samskipti landanna í Austur-og Vest-
ur-Evrópu og sameiningu Fýzkalands.
De Gaulle sagði að samning-
ar milli austur og vesturs væru
gagnlegir og önnur lönd j Evr-
ópu og þar á meðal Vestur-
Þýzkaland ættu að fyis.l a dæmi
Frakka og hefja samningavið-
ræður
Báðstefna
Einnig var rætt um tillögu
Sovétríkjanna um ráðstefnu Evr-
ópuríkja um öryggismál í álf-
unni.
Andrei Gromiko utanríkisráð-
herra orðaði þessa hugmynd er
hann var í opinberri heimsókn
■ Róm í aprrl.
BandaríkiiO Bretland, Vestur-
Þýzkaland o| fleiri vestræn ríki
kröfðust þess, að Bandaríkjun-
um væri ætluð þátttaka í slíkri
ráðstefnu.
Aftur verður fíogið á
flestum leiðum SAS
STOKKHOLMI 21/b Rétt íyr-
ir kl. 10 i kvöld skýrði félag
danskra flugmanna frá þvi að
ákveðið hefði verið að gangast
undir gerðardóm og væru flug-
mennirnir reiðubúnir að hefja
'vinnu aftur á miðnætti.
Jafnframt hafa norskir flug-
menn ákveðið að falla frá kröf-
um sinum. að Þeir skuli eingöngu
fljúga á leiðum innanlands i
Noregi og sérstaklega mikilvæg-
um utanlandsleiðum
Sænskir flugmenn hafa enn
ekki fallizt á gerðardóm, en
talifs er að flogið verði á 80
i orósent flugleiða SAS innan 48
' klukkustunda.
Sagt er að De Gaulle hafi
ekki verifl mjög áfram um þessa
hugmynd því hann telur að Bret-
ar og fleiri aðilar í Vestur-
Evrópu muni aldrei fallast á ráð-
stefnu, ef Bandarikjunum verði>
ekki boðin þátttaka.
Samráð
Franskir heimildarmenn segja
að viðræðurnar hafi verig mjög
opinskáar og hjartanlegar.
Báðir aðilar voru sammála um
að halda þyrfti áfram fransk-
sovézkum ráðagerðum um vanda-
mál Evrópu.
Búizt er við að bað verði tek-
ið fram í sameiginlegri yfirlýs-
ingu sem gefin verður út að lok-
inni heimsókn De Gaulle.
Fréttamenn í Moskvu segja
að slíkur samningur milli auð-
valdsríkis og kommúnista sé
þýðingarmikil nýung.
Ráðhús
Eftir hádegi í dag talaði De
Gaulle frá svölum ráðhússins í
Moskvu og er það í fyrsta skipti
sem vestrænn stjórnmálamaður
talar á þessum stað. en þar hélt
Lenín ræður.
De Gaulle var broshýr þegar
hann veifaði til hópsins um 3000
manns sem höfðu safnazt sam-
.an á Gorkij götu fyrir framan
ráðhúsið. Hann hóf mál sitt á
rússnesku með orðunum: Lengi
lifj Moskva lengi lifi Rússland.
Lengi lifi vinátta þjóðanna í
Frakklandi og Rússlandi.
Mikið þrumuveður brauzt út
og leituðu nokkrir áheyrendanna
skjóls undir trjám í nágrenninu
en margir fóru hvergi og drógu
upp regnhlífar eða skýldu sér
meg dagblöðum.
ÍÉg var mjög hrærður vegna
boðs sovétstjómarinnar og borg-
arstjórnarinnar í Moskvu sem
veitti mér tækifæri til að ávarpa
nokkra af hinum hugdjörfu í-
búum höfuðborgarinnar, sagði
de Gaulle..
Náttúruhamfarir
I
MOSKVU 21/6 — Ízvestía skýrir frá því í dag að geisi-
legur vatnsflaumur úr vatni í fjöllunum í Uzbekistan hafi
rutt á brott gárnbrautum, brúm, húsum og eyðilagt bóm-
ullaruppskeruna á stóru svæði í Fergana-dal.
Málgagn sovézku ríkisstjórnar- ráðstafana til að vernda bæinn.
innar skýrir frá því að fólk hafi Þyrlur og aðrar flugvélar hafa
farizt í flóðunum, en tilgreinir verið teknar í notkun til að
ekki neinar tölur.
Jashin-kul vatn er í 3000 m
hæð uppi í fjöllum og hefuf
vatnið úr því runnið eftir ár-
farvegi í átta metra hárri bylgju
niður eftir dalnum.
Vatnsbylgjan reif upp tré með
rótum. eyðilagði rafleiðslur,
braut hús, brýr og áveitumann-
virki. Gríðarleg steypustykki úr
brú yfir ána liggja einsog hrá-
viðri niður um árdalinn.
Á tímabili var bærinn Ferg-
ana í hættu staddur, en þar búa
um 87.000 manns og er bærinn
mikill vefnaðarbær. Gasleiðslur
til bæjarins rofnuðu í 24 tíma.
1 miklum flýti var gripið til
bjarga fólki og fénaði frá hættu-
svæðunum. "
Fergana stendur um 280 km.
frá Tasjkent, þar sem næstum
fjórðungur íbúanna missti heim-
ili sín eftir marga alvarlega
jarðskjálfta í apríl.
Jafnframt skýrði Izvestía frá
því að miðstjórn Kommúnista-
flokksins í Uzbekistan hafi í dag
sezt á rökstóla- til að ræða tim
hvað gera skuli til að stuðla að
enduruppbyggingu í Tasjkent
eftir jarðskjálftana.
Fréttamenn telja að náttúru-
hamfarir í Fergana dal verði
einnig ræddar.
Thich Tri Quang fluttur úr
sjúkrahúsi í Hue til Saigon
Stjórnarhermenn halda enn konum og börnum í herkví
SAIGON 21/6 — Búddatrúarmaðurinn Thich Tri Quang,
j leiðtogi uppreisnarmanna í háskólaborginni Hue var í dag
tekinn af sjúkrahúsi þar í borg og fluttur til Saigon og
komið þar á sjúkrahús sem traustur vörður er hafður um.
Hann hefur nú fastað í fjórtán daga til að mótmæla her-
, foringjastjóminni í Saigon og stuðningi Bandaríkjamanna
Ivið hana.
j Thich Tri Quang hefur lýst því
Kviknaði í dönsku skipi í fyrrinótt
t fyrrinótt rétt eftir uiiö-
nætti kom upp eldur i danska
skipinu Ms. Bett Ann, sem
liggur i Reykjavíkurhöfn.
Tveir íslendingar gerðu skip-
stjór'anum aðvart
Samkvæml upplýsingum
rannsóknarlögreglunnar erenn
ókunnugt um eldsupptök en
heilmikill varningur var i
lestinm og kom i ljós ag bú-
ið var að rífa upp nokkra
trétoassa.
Var leitað hjá skipverjum
og fundust um 40 nærskyrtu-
bolir og leikfangaflugvél hjá
tveim skipverjanna. Viður-
kenndu þeir að hafa tekið
þetta úr lestinni, en töldu
ekki að þeir hefðu kveikt í.
Sögðust ekki hafa reykt i lest-
inpi, en verið með rafljós.
Rett Ann er danskt frakt-
skip sem Hafskip h.f. hefur
á ieigu og varð töluvert tjón
af brunanum í lest skipsins.
Það tók slökkviliðsmenn
um klukkutíma að slökkva
eldinn og var höfð vakt við
skipig til kl .4 um nóttina.
’ yfir að hann ætli að fasta . um
óákveðinn tíma til *að hrekja
herforingjaklíkuna frá völdum.
Læknar í Saigon skýrðu frá
því í kvöld að hann væri mjög
! máttfarinn en neitaði enn sem
fyrr að taka við fæðu.
Tri Quang er einn helzti
stjómmálamaður i Suður-Viet-
nam og hefur í seinni tíð stöð-
ugt gerst gagnrýnni á Banda-! unnar.
Utvarp stjórnarhersins í Hue
sagði í dag, að Tri Quang hefði
verið fluttur til Saigon af heiisu-
farsástæðum og einnig til að
hitta búddatrúarleiðtogann Thich
Tam Chau að máli.
Ky
f dag gerði Ky forsætisráð-
herra tilraun til að sættast við
hæglátari arm búddatrúarkirkj-
ríkjamenn.
Hann hefur átt mikinn hlut
a'ð máli er ýmsar fyrri stjóm-
ir haf,a verið hraktar fra völd-
um. t.d. er Diem var steypt.
Hue
í dag þurftj stjórnarherinn að
^ láta til sín táka til að dreifa
um 40 manna hóp búddatrúar-
munfca og nunna, sem fóru um
göturnar í Hue óg kröfðust þess
að leiðtoga þeirra yrði leyft að
I snúa aftur.
I bréfi til Tam Chau og æðsta
leiðtoga kirkjunnar, Thich Timh
Kiet sagði Ky að hann hefði
alls ekki í hyggju að ofsækja
búddátrúarmenn og lofaðj að
ríkisstjómin muni bæta fórn-
arlömbum áta.canna við búddn
trúarmenn skaða þeirra og m"-
hún líka láta lagfæra pagóður
Umsátur
En í kvöld var höfuðkirkja
búddatrúarmanna í Saigon enn
í umsátri stjómarhersins, þó
Tam Chau hafi skorað á yfir-
völdin að lótta umsátrinu sem
staðið hefur í þrjá daga.
Mör? hundruð munkar, nunn-
ur og börn eru lokuð inni í
nagóðunni,
Lögreglan sagði að umsátrirm
vrði haldið áfram þar til munk-
°"nir hefðu afhent lögreglunni
'Oilt. sem hún segir að hafi drep-
ið lögregluþjón si'ðastliðinn laug-
ardag.
Brenna sig Iifandi
Einn af foringjum munkanna
í pagóðunni hringdi j dag í
blaðamenn og > skýrði þeim frá
bví að tvær konur hótuðu að
brenna sig- lifandi vifl aðalinn-
gang pagóðunnar í fyrramálið
til að mótmæla ómannlegum að-
"prðum stiórnarhersins *
Loftárásir
Bandarískar flugvélar gerðu í
■rr loftárásir á olíustöðvar um
km. norðaustur af^Hanoi. Ein
"gvél var skotin niður.
Þá hafa Bandarí<kjamenn sam-
fals misst 265 flugvélar yfir
Norður-Vietnam síðan liitárás-
ir voru hafnar 7. fébrúar ’í
fyrra.