Þjóðviljinn - 22.06.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.06.1966, Blaðsíða 5
1 Miðvikudagur 22. júru 1966 — ÞJÓÐVIUINN — SlÐA 5 Stöð Skógræktarfélagsins við Rauðavatn breytt í iystigarð Aðalfundur Skógræktarfélags Rfiykjavíkur var haldinn 10. maí sL, formaður, Guðmundur Marteinsson, setti fund og til- nefndi Hákon Guðmundsson, yf- irborgardómara, fundarstjóra. 1 skýrslum um starfsemi félags- ins á þessu ári kom þetta helzt fram: Úr uppoldisstöð íélagsins í Fossvogi voru afhcntar rúm- lega 300 l>ús. trjáplöntur af ýmsum tegundum, sem er nokkru mcira plöntumagn en árið áður. Dreifsett var úr sáð- beðum um 380 þús. plöntum og settir niður rúmlega 100 ]>ús. græðlingar. Er það veruleg Ung stúlka ad gróðursctja í Ilciðmörk. Múraratal og stein- smiða í undirbúningi I tilefni af liví, að Múrara- félag Reykjavíkur verður 50 ára 2. febrúar á næsta ári, hef- ur félagið ákveðið að gefa út múraratal og steinsmiða á Is- landi. Að undanförnu hefur verið unnið af kappi að söfnun heim- ildargagna og hefur öllum þeim. sem félaginu er kunnugt um. að nú stunda iðngreinina, hvar sem er á landinu, verið sénd þessi eyðublöð til útfyll- ingar, auk þess sem nokkrir ménn víðsvegar á landinu, hafa lofað aðstoð sinni við öflun upplýsinga um þá. lífs eða liðna. sem einhverntíma hafa stundað þetta starf. — Að sjálfsögðu er félaginu hvergi naérri kunnugt um alla, sem stúndað hafa þessa iðngrein hérlendis frá upphafi og óskar -4> Minningar- sjóBur um Kristin sr Armannsson Samkvæmt fréttatilkynningu frá Menntaskólanum í Reykja- vík. þá hefur verið stofnaður rtiinningarsjóður um Kristin Ár- mannsson, rektor. Minningar- ápjöld sjóðsins fást j skrifstofu Menntaskólans og í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í Aust- urstraeti. því góðfúslega allra fáanlegra upplýsinga frá þeim, sem geta látið þær í 'té. Óskað er eftir þcssum upplýs- ingum: Fullu nafni, fæðingar- degi og ári og nöfnum barna, aðili er látinn. Ennfremur fæðingarstað, nafni foreldra, nafni maka, ásamt fæðingar- degi oog ári og nöfnum barna, ásamt fæðingardegi og ári. Ennfremur hvar og hvcnær sveinsbréf eða iðnbréf er út- gefið, ef aðilar geta gefið upp- lýsingar um þau atriði. Æski- legt er að mynd fylgi, sem verður endursend, sé þess ósk- að. Annars er ekki ætlunin að hér verði eingöngu um skrá yfir réttindamenn að ræða. heldur öllu heldur heimildar- plagg um þá menn sem að meira eða minna leyti hafa stundað þessa iðngrein. Enn- fremur skorar félagið á alla þá, er fengið hafa eyðublöðtil útfyllingar, að senda þau á- samt mynd, sem allra fyrst og í allra síðasta lagi 15. júlí. Það skal tekið fram að félagið ber allan kostnað af útgáfunnl, sem verður á engan hátt tengd sögu þessa eina félags, heldur allra þeirra sem hafa á yfir- standandi eða umliðnum tím- um unnið að þessum þætti í byggingarsögu landsins, bæði í bæ og byggð. Hinsvegar leggur félagið ríka áherzlu á, að verkið verði sem allra nákvæmast, svo langt sem það nær. Allar nánari upplýsingar gef- ur Sig. Guðmann Sigurðsson í síma 36890 eða í síma 15256 og skrifstofa Múrarafélags Reykja- víkur, Freyjugötu 27, sími 15263. kckl^un írá árinu áður. og að mestiii leyti að kenna röskun á framBeiðs-luáætlun og fram- kvæmdum í stöðinni, sem hið miklal Fossvogsræsi olli. Sáð var fnæi 16 trjátegunda í rúm- lega 11!00 fermetra svæði. Þá Mar á árinu lögð ný vatns- lögn lím þvert land stöðvarinn- ar, og-ier hún tengd við vatns- veitu Eeykjavíkur. Á ITeið- mörk voru gróðursettar 134 þúsundí trjáplöntur og ]>ar að auki 38P0 Alaskalúpínur í gróð- urlausa i mela. Tilbúinn áburð- ur var biorinn úr flugvél á mela og hálfgróið land beggja vegna Iljallabnaiutar. Melar sem fyrst var boríð á, eru nú að gróa upp sem óðast og hálfgrónir móar að fyllast gróðri. Vegir um Heiðmörk voru endurbætt- ir og lagfærðir, enda eykst bif- reiðaumferðin um Heiðmörk ár fra ári. Frá þvi Skógræktarfélagi Reykjavíkur var falin varð- veizla jarðarinnar Elliðavatns fyrir þrem árum, hafa um 220 ha. lands bætzt við Heiðmörk. Lokið var við nýja girðingu um ]>etta viðl>ótarland norðan og austan Rauðhóla. Veðurathug- unarstöð á Heiðmörk var starfrækt eins og undanfarin ár frá maibyrjun til október- loka. Skógræktarfélag Reykjavikur á 20 ára afmaéli í okt, nú í ár. Hefur nú félagsstjórn á prjón- unum áform um að breyta Rauðavatnsstöðinni í skemmti- garð fyrir borgarbúa. Gerður hefur verið tillöguuppdráttur að slikum garði. Er gert ráð fyrir ]>ví að trjágróður setji meg- insvip á garðinn, en inn í milll verði grasi grónar flatir og leik- vellir. — Frá þessu var skýrt á aðalfundinum, en haft verð- ur samráð við borgaryfirvöld um frekari aðgerðir þess máls. Einnig má geta þess, að unnið er nú að því að Sera vandaðan uppdrátt af Heiðmörk í til- tölulega stórum mælikvarða, 1:5000, og er því verki senn lokið. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur skipa, auk for- manns, þeir Sveinbjörn Jóns- son hæstaréttarlögmaður, Ing- ólfur Daviðsson, grasafræðing- ur, .Tón Helgason. kaupmaður, og Lárus Bl. Guðmundsson, bóksali. Sagt frá jtingslitum Stór- stúku íslands í Reykjavík 64. þinffi Stórstúku íslands var slitið fyrir nokkru í Rcykjavik, cn áður höfðu þing- störf staðið í þrjá daga. Rædd voru mál Reglunnar sjálfrar, svo og önnur mál, er snerta starf hennar út á við. Ákvcðið var, að næsta stórstúkuþing verði í Rcykjavík (í júní 1968). Ólafur I*. Kristjánsson, skó’a- stjóri í Ilafnarfirði, var áfram kjörinn stórtcmplar. Meðal ályktana Stórstúku- ]>ings nú voru þessar; „Stór- stúkuþing telur, að hið alvarlega ástand, sem nú er í áfengismál- um þjóðarinnar, ekki sízt með- al æskufólks, bendi eindregið til þess, að miklu meir,a ]>urfi ag gera af opinberri há.lfu en nú er gert til þess að efla bind- indisstarfsemi og koma á fót bindindissamtökum og auka og styrkja ]>au, sem fyrir eru. Tel- ur þingið, að Alþingi og ríkis- stjórn beri skylda til að vinna að þossu máli, meðal annars með l>ví að veita fé á fjárlög- um til þess að launa tvo erind- reka, sem starfi á vegum Stór- stúku íslands, en séu skipaðir í starfið af ráðherra í samræmi við Stórstúkuna.“ Myndin er af húsi Friðbjarnar Steinssonar, bóksala á Akureyri, nánar til tekið Aðalstræti 46. 1 ]>essu húsi var Góðtemplarareglan íslenzka stofnuð þann 10. jan. 1884. Þá fellst þingið á þær tillögur framkvæmdanefndar, sem send- ar voru Alþingi, en þar kemur meðal annars fram ósk um eft- irfarandi: Betra eflirlit með veilingahúsum, strangt eftirlit með því að unglingar kaupi ekki áfengi, veitingahús séu hik- laust svipt vínveitingaleyfi, brjóti ]>au áfengislöggjöfina, og að hert sé og þjarmað að leyni- vinsölum. í nýkjörinni framkvæmda- stjórn Stórstúkunnar eiga þess- ir menn sæti: ól. Þ. Kristjáns- son, stórtemplar; Indriði Ind- riðason, Rvk. stórkanzlari; Þór- hildur Hjaltalín, Akureyri; Kjartan Ólafsson, Kópavogi; Kristján Guðmundsson, Rvk.; Sigurður Gunnarsson, Rvk.; Gunnar Þorláksson, Reykjavík; Sveinn. Helgason, Rvk.; Ólafur F. Hjartar, Rvk.; Þóra Jóns- dóttir, Siglufirði; Njáll Þórar- insson, Rvk.; Kristinn Stefáns- son, Rvk.; Stefán Ág. Kristjáns- son, Akureyri. Indverskur fakír bregzt vonum manna Hann hugðist ganga á vatni Það tókst þó ekki og áhorfendur ætluðu spámanninn lifandi að flá fyrir svikin Indverskur fakír ætlaói fyr- ir nokkrn að færa heiminum sanninn um það, að „það væri haegt afi ganga á vatni án þess að vökna í fætuma“. En það fór fyrir honum líkt og öðmm dauðlegnm, sem hafa reynt á þann sama Icik: Ilann sökk til botns, sem raunar var nú ckki svo djúpt að lífs- hættuiegt væri, og bendir það á nokkra fyrirliyggju spámannsins. Ilinsvegar þurfti svo lög- reglan að hafa sig nlia við að halda aftur af æstum skara á- horfenda, sem á veiku augna- bliki höfðu boi'gað fakimum sjónleikinn — fyrirfram. Fak- írinn er 76 ára gamall, heitir I,. S. Rao og hafði tekið af áhorfendum l>etta 660 upp í 2.500 krónur —> ailt eftir grciðs'lugetu hvers og cins. Það varð fangaráð hans að lofa að endurgreiða eyrinn strax og bankar yrðu opnaðir. En þótt svona hafi nú til tek- izt, virðist eftthvað í Rao þertn- an spunnið. Áður en á vatninu skyldi gengið, skemanti hann áhorfondum með Því að borða gler, nagla og aðra fakiti tor- melta — en fékk sér svp glas af soltpéturssýru á eftir tiL þess að slökkva þorstann. Harrn. gekk líka berum fótum og án þeas að sviðna yfír gryfju fu'lla af glóandl kolum — sem reynd- ar þykir víst nánast bamaleik- um með indverskum fakírum. — Það er UPI-fréttastofan sem írá þessnm tíðindum skýrÍT. John Osborne seglr gagnrýnendum stríð á hendur — enskir gagnrýn- 1 endur sveltir til afreka sinna Það þykir jafnan tíðindum sæta, þegar John Osborne lætur til sín heyra. Síðasta leikrit hans hefur undanfarið verið leikið á „The National Theatre‘‘ og leikritaskáldið er urrandi af vonzku yfir við- tökunum; svo urrandi, að hann hefur lýst yfir heilögu stríði á hendur gagnrýnend- um öllum með tölu! Leikrit það, er hér um ræð- ir, nefnist á ensku „A Bond Honoured", en er umskrift á verk; spánska skáldsins Lope de Vega, sem uppi var á 16. öld og talinn eitt mesta leik- ritaskáld Spánverja. Það verk. sem Osbome hefur nú tekið til umskriftar, heíur hins veg- ar verið talið svo öfgafullt og ögrandi, ag það hefur ekki sézt leikið fyrr en nú, enda hefur aðalpcrsóna leikritsins hent fyrir róða öllum siðræn- um og trúarlegum viðharfum; meðal hinna saklausari frí- stundaiðkana hans er það að blinda föður sinn en nauðga systur sinni. * Cagnrýnendur upp til hópa kváðust ekkerl skilja, hvert Osbome væri að fara með endurlýsingu slíkrar ó- freskju, og sögu-„hetjan“ er — auk þess þótti mörgum meðferðin á hinu íoma lcik- riti hugmyndasnauð Qg illa umnin. Og Osborne, „hinn reiði ungi maður“, sem eitt sinn var, léf ekki sitt cflir liggja: Þetta þýðir stríð, sagði hann. Leikstjórinn, John Dext- er, tók þessu öllu ívið rólega: Hann lét sér nægja að stinga upp á því, að viðkomandi gagnrýnendur væru neyddir til þess að sjá leikritið tvisv- ar, þá kannski- fengjust þeir til þess að opna augun! Og fyrst talið hefur nú bor- izt að enskum rithöfund- um, sakar kannski ekki að geta þess, að enska þjóðin virðist hafa á því fullan httg að svelta þá til afrekanna. Ný- lega gerð rannsókn sýnir það, að bóksalan í landinn hafi aldrei verið meiri en nú, vinna tveir þriðju rithöfund- anna sér inn fyrir bæktrr sín- ar minna en sem svarar 720 krónum á viku. Og ekM nóg með það: Einn þriðji þessara sömu rithöfunda vinnur sér inn minna en 200 kr. vilcu- lega fyrir ritstörfin. Seintek- inn gróði það. John Osborne. Það eru 3240 rithöfundar, sem hér um ræðir, og áð- urgreindar niðurstöður e^ að finna í riti, sem þefa- nefna „The Book Writers — Who Are They?“ Að sögn blaða má auk áðurgreindra atriða 'esa Það út úr skýrslunni, að miðlungsrithöfundurinn enski sc gjarnan komin á miðjan aldur og búi utan Lundúna — en þag er aftur andstaða við bandaríska rithöfunda, sem hrúgast saman í New York. Háskólamenntun virðist tiltölulega algeng með ensk- um rithöfundum, meir en helmingur þeirra sem hér um ræddi, höfðu slíka menntun bak við sig. Og taki enski rit- böfundurinn sér aukavinnu með skriftum, eru yfirgnæf- andi mestar líkur til þess, að hann snúi sér að kennslu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.