Þjóðviljinn - 02.07.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.07.1966, Blaðsíða 3
JáaMgsrdaguff 2. jylí I96fi B®ÓÐVmiIPIlíI —~ SÍDA ^ De Gaulle segir á heimleið: Jarðskjálftar halda áfram í Tasjkent mmmm . Ný ald rennur upp í Evrópu og allri veröld Frönsk blöð leggja öll mikla áherzlu á samninga um stöðugt samband og viðræður við Sovétríkin MOSKYU 1/7 — Sovétríkin og Frakkland hafa ótal ástæður til að vinna saman, ekki aðeins í orði en einnig að raunhæfum og pólitískum við- fangsefnum, sagði De Gaulle forseti þegar hann fór frá Moskvu í morgun. — Parísarblöðin setja í dag sínar stærstu fyrirsagnir á frásagnir af heim- sókninni og leggja öll áherzlu á yfirlýsinguna um að framvegis muni ríkin halda reglulegu sambandi og samráði sín í milli. Forsetinn talaði. á Vnukovo flugvelli í Moskvu í morgun áð- ur en hann. steig Um borð í flugvélina, sem flutti hann til Parísar að lokinni 12 daga op- inberri heimsókn í Sovétríkjun- um. Lengi lifi Rússland, lengi lifi Sovétríkin, sagði hann á rússn- esku við fulltrúa sovézku stjórn- arinnar sem voru komnir til að kveðja hann. '. Podgornij forseti Sovétríkj- anna og aðrir leiðtogar kvöddu de Gaulle með mikilli vinsemd. Einkaflugvél forsetans var skreytt frönskum og sovézkum fánum er hún rúllaði út frá flugstöðvarbyggingunni. Blöðin Blöðin í París ræða öll í dag riiikið um heimsóknina og hiria sameiginlegu yfirlýsingu sem var gerð í gær. Öll deggja þaú áherzlu á á- kvæðin um það að framvegis verði reglulegt samband milli ríkisstjórna landanna og bein- ar viðræður. íhaldsblaðið Figaro eyðir 2 heilum síðum til umræðna um heimsóknina og yfirlýsinguna. Telur það heimsóknina hafa ver- ið mjög árangursríka nema hvað viðvíkur öryggismálum í Evr- ópu og Þýzkalandsmálinu. Málgagn kommúnista L’Hum- anite slær því föstu að Moskvu- yfirlýsingin myndi þáttaskil í sögulegri afstöðu ríkjanna. Podgorni.i v í kveðjuræðu sinni sagði Pod- gornij forseti m.a. að viðræður de Gaulle við leiðtoga Sovét- ríkjanna hafi verið mjög árang- ursríkar og leitt til áþreifanlegra ákvarðana. Ekki væri hægþ að tjá þá hlýju alla sem komið hefðifram í viðræðunum á skjali og það væri greinilegt að viðhorfin væru svipuð í fjölmörgum mál- um. Símskeyti í símskeyti *wi de Gaulle sendi sovézku gestgjöfunum frá flugvélinni á leið til Parísar seg- Bandaríkjamenn svífast einskis Framhald af 1. síðu. sagði að Sovétrí'kin væru alltaf reiðubúin að hjálpa öðrum sósí- álískuna löndum og „berja ár- árásarmenn til baka“ í samvinnu við þau. Beztu fréttir Ky, forsætisráðherra Suður- Vietnam, sagði í dag að frétt- irnar um loftárásir Bandaríkja- manna á Hanoi og Haiphong væru beztu fréttir sem hann hefði fengið í marga mánuði. Samþykkir • ) * Utanríkisráðherrar Ástralíu og Nýja-Sjálands gáfu út sameig- inlega yfirlýsingu or lýsa yfir stuðningi við síðustu aðgerðir Bandaríkjamanna. — Þjóðemis- sinnastjómin á Formósu styður Bandarí'kjamenn einnig. Kaupmannahöfn Um 50 Danir fóru í gærkvöld í mótmælagöngu gegn sfríðinu í Vietnam utan við sendiráð Bandaríkjanna í Kaupmanna- hófn. Árásír í dag gerðu lAndarískar flug- vélar loftárásir þriðja daginn í röð á mikilvæear olíu- og benz- íngeymslur í héraðinu um borg- imar Hánoi og Haiphong. í dag' var sprengd upr> olíu- stöð sem liggur í um 25 km. fjarlægð frá Haiphong. Bandaríkjamenn telja að á þessum þrem döeum hafi um 220.000 tonn af olíu verið eyði- lögð í loftárásunum. skýrir frá því að erlendir sendi- ráðsstarfsmenn í Hanoi hafi fengið að vita að ríkisstjórnin í Norður-Vietnam hafi ákveðið 'að hefja þegar i stað brottflutn- ing fólks frá Hanoi. ir forsetinn að ný öld sé að renna upp fyrir Evrópu og all- an heiminn. Nýir friðsamlegir mögpleikar opnast fyrir þjóðir Evrópu og alls heims vegna gagnkvæms skilnings Frakklands og Sovét- ríkjanna, segir forsetinn í skeyt- inu. \ Nýjar tilraunir Af hálfu beggja aðila hefur því áður verið haldið fram að heimsóknin myndi ný sambönd og sé upphaf á nýjum sameig- inlegum tilraunum til þess að finná varanlega lausn á Þýzka- landsmálinu og binda enda á hinn djúpstæða klofning sem set- ur svip á Evrópu. Yfirlýsing í hátiðlegri yfirlýsingu sem forsetar Frakklands og Sovét- ríkjanna skrifuðu undir í Kreml í gærkvöld segir að Evrópumenn verði fyrst og fremst sjálfir að ræða vandamál Evrópu. Opinberlega hefur verið fra því skýrt að Frakkar muni skýra vestrænum bandamönnum sínum frá viðræðunum í Moskvu og sömuleiðis munu sovézkir ráðamenn skýra bandamönnum sínum í Austur-Evrópu frá þeim. Eðlilegt ástand Frakkland og Sovétríkin telja bæði að mikilsverðustu mál í Evrópu séu að koma á eðlilegu ástandi í álfunni. Þá þurfi að auka samvinnu milli ríkja í Austur- og Vestur- Evrópu fyrst og fremst í efna- hagsmálum svo og í tækni og stjórnmálum. Vietnam Frakkland og Sovétríkin lögðu ekki fram neinar nýjar tillögur um Vietnam, en endurtóku að sameiginleg afstaða þeirra er að leysa beri deilumálin á grund- velli Genfarsamningsins frá 1954. Verkamannaflokkur- inn logar í iMeilum LONDON 1/7 — í dag kom í ljós alvarlegur klofningur í flokki Wilsons forsætisráðherra Breta, aðeins þremur mán- uðum eftir hinn mikla kosningasigur. Mikill ágreiningur er um fjölmörg mál en þyngst á metunum er Vietnam, en vinstri menn í þingflokki Verkamannaflokksins hafa lengi krafizt þess að Bretar hætti stuðningi við stefnu Banda- ríkjanna í Vietnam. Stjórnmálafréttarítarar telja að Vietnam sé alvarlegasta málið sem Wilson á nú við að glímá. Leiðtogi vinstrisinnaðra þing- manna Verkamannaflokksins Mic- hel Foot hefur lýst því yfir að þeir muni nú herða baráttuna gegn stuðnimgi Breta við stefnu Band arí'k j am anna. Sérstaklega í samræmi við um- mæli Wilsons urn loftárásirnar á Hanoi og Haiphong. Wilson lýsti því yfir að Bret- ar gætu ekki stutt loftárásir á skotmörk í borgum og þéttbýli. Ef til vill neyðist ríkisstjórn- in til að greiða atkvæði með þungorðri gagnrýni á stefnu Bandaríkjamanna, sem þing- menn Verkamannaflotoksins munu bera fram. MOSKVU 1/7 — Tasjkent, höf- uðborg Sovétlýðveldisins Úzbe- kistan hefur orðið fyrir 526 ; jarðskjálftakippum síðan 26. apríl. í dag urðu aftur jarð- skjálftakippir í borginni — og fyrir tveim dögum urðu þar af- ar sterkir kippij;. Ekki er kunn- ugt um manntjón af völdum þessarra síðustu jarðhræringa, en á miðvikudag bárust þær fréttir frá borginni, að allt fólk hefði verið flutt úr eldri hluta borgarinnar. Mikil hjálparstarfsemi hefur verið rekin um öll Sovétríkin — hvert hérað og hvert lýðveldi hefur sent efnahagsaðstoð og byggingarsérfræðinga til Tasj- kent og skotið skjólshúsi yfir böm borgarbúa. Umhverfis borg- arstæðið hafa víða risið tjald- borgir fyrir það fólk sem ekki hefur komizt fyrir í opinberum byggingum eða í þeim húsum sem uppi standa og sýnir mynd- in eina slíka. ’ jbt* ét*>r .<w æst œ®' <2S8> jmr ■y .'■ Volvo Amazon saab Biíreiðaeigendur eiga íorkaupsrétt á happdrættismiðum með bifreiðanúmerum sínum til 15. ágúst n.k. Reykjavíkurmiðar eru seldir á skrifstofu félagsins, Laugavegi 11. Tekið á móti pöntunum í síma 15941 kl. 10—12 og 2—5 alla daga nema laugardaga. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA. Hanoi Franska fréttastofan AFP <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.