Þjóðviljinn - 02.07.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.07.1966, Blaðsíða 4
4 stoA — ÞJÓSVmJDÍN — Laugardagor 2. Jólf 1960 Otgetaadi: Samelnirigarfloktour alþýðu — SóeialistaQokto- itrlTin. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnúa Kjartansaon, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórit Sigurður V. Filöþjóísson. Auglýsingastj.t Þorva’dur Jó’tannesson. Sími 17-500 (5 lfnur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Laiusa- soluverð kr. 5.00. Félagslegt ranglœtí rr' k rið 1960 greiddu fyrir'tækin í Reykjavík 24% út- svaranna, næstum því fjórðung. Á þessu ári er hlutur fyrirtækja aðeins rúm 13%, en það jafn- gildir því að greiðslur þeirra í borgarsjóð hafi hlutfallslega lækkað um helming í samanburði við launafólk. Ekki stafar þetta af því að borgar- sjóður hafi dregið úr útsvarsbyrðum sínum og lát- ið fyrirtækin njóta þess, heldur hefur það verið ár- viss regla að heildarupphaaðin hefur hækkað mjög verulega ár frá ári og alltaf raunar miklu meira en vísitöluhækkuninni nemur. Alla þá hækkun hef- ur launafólk orðið að taka á sig og í þokkabót helminginn af þeim byrðum sem gróðafyrirtækin báru í upphafi viðreisnar. Ekki stafar þetta heldur af því að afkoma fyrirtækja hafi jafnt og þétt ver- ið að versna undir viðreisnarstjórn; hér hefur ver- ið gullöld og gleðitíð, eins og marka má af verzl- unarhöllum og mammonsmusterum; fjármála- mennimir berast nú meira á en nokkru sinni fyrr 1 sögu þjóðarinnar. Hér er aðeins að verki blygð- unarlaust félagslegt ranglæ’ti; hinar köldu tölur skattskrárinnar eru skýringin á því. hversvegna auðmennimir í Reykjavík hnappast saman fyrir hverjar kosningar og leggja Sjálfstæðisflokknum til ótakmörkuð fjárráð. 17'yrir borgarstjómarkosningamar í Reykjavík varaði Þjóðviljinn launafólk við þeim stað- reyndum sem nú blasa við, mönnum var bent á að þeir gætu kosið af sér ranglát útsvör. Ekki gerðu nægilega margir sér þessar staðreyndir ljósar til þess að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn. Nú ættu menn að geyma skattaseðilinn sinn á vísum stað og taka hann fram áður en kjörið verður til alþingis á næsta ári. Ömurlegt hlutskiptí ¥ Hafnarfirði hefur myndazt einkennilegt ástand •*-. eftir bæjarstjómarkosningamar. Á síðasta kjör- tímabili fóru stjómarflokkarnir, Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn, þar með stjórn, og raunar kom Framsóknarflokkurinn um skeið við þá sögu. í kosningunum nú veittu kjósendur þess- um flokkum mjög eftirminnilega hirtingu, Fram- sóknarfulltrúinn valt úr bæjarstjórn og stjórnar- flokkamir töpuðu hvor sínum fulltrúa. Síðan hef- ur ekki tekizt að mynda neinn meirihluta, hvorki formlegan né óformlegan. Ctjórnarflokkarnir fara enn með meirihluta í bæj- ^ arstjórn. Þeir virðast þó ekki þora að halda áfram samvinnu sinni, né heldur koma á annarri samstöðu. Þeir eru að breyta bæjarmálefnum Hafnfirðinga í fáránlegan skopleik. Það er ömur- legt hlutskipti, ekki sízt fyrir Alþýðuflokkinn sem fyrir skömmu fór með öll völd í bænum og taldi hann sóma sinn. — m. □ Góð þáttfaka í flestum greinum, án þess árangur væri þó sérstakur, var það sem framar öðm setti svip sinn á Meistaramót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum, en það var háð á Laugar- dalsvellinum sl. miðvikudags- og fimmtudags- kvöld. Frjálsar íþróttir: Ágætt 800 m. hl aup og góð þátt- taka settu svip sinn á keppni MR Fyrra kvöldið bar 800 metra blaupið hæst, en Þar var keppni afar jöfn osr tvísýn oe árangur afar eóður á íslenzkan mæli- kvarða. Þar kom fram á sjón- arsviðið gjörsamlega óþekktur hlaupari, Gísli Friðgeirsson Á, ungur piltur sem hljóp nú í fyrsta skipti í keppni og náði tímanum 2.00,2 mín„ sem ein- hverntíma hefði þótt hoðlegur tfmi sigurvegara á þessari vegalengd. f hlaupi þessu var keppnin hörðust milli þeirra Þprsteins Þorsteinssonar KR og Halldórs^ Guðbjörnssonar KR. Þorsteinn sigraði, hlaut tímann 1.56,5 mín., Halldór varð í öðru sæti á 1.56,7, Þórainn Ragnarsson ÍR varð Þriðji á 1.59,6 mín., Gisli Friðgeirsson Á fjórði á 2.00’,2 mín. Agnar Leví KR fimmfi á sama tíma. Önnur helztu úrslit á mið- vikudagsikvöldið urðu Þau, að Valbjörn Þorláksson KR sigr- aði x 200 m hlaupi á 22, 6 sek. en Ólafur Guðmundsson KR varð annar á 22,7. Kristleifur Guðbjörnsson KR vann 5000 m hlaupið á 16.017,3 mín. en Agnar Leví KR varð annar á 18. 36,5. Helgi Hólm ÍR sigraði í 400 m grindahlaupi á 58,1 sek. en, Halldór Guðbjörnsson KR varð annar á 58,9 sek. Jón Þ. Ólafsson ÍR vann há- stökkið, stö'kk 1,95 m. en Kjart- an Guðjónsson ÍR varð annar og stökk 1,80 m. , Langstökkið vann Ólafur Guð- mundsson KR, stöklk 6,85, en Kjartan Guðjónssqn stökk 6,61 metra. Guðmundur Hermannsson KR vann kúluvarpið, kastaði ’ 15,05 m. Valbjörn Þorláksson KR vann spjótkastið, 58,05 m. Sveit KR vann 4x100 m. boðhlaup á 45,1 sek. Mikil • þáttaka var í kvenna- greinum. í 100 m hlaupi sigr- aði Guðný Eiríksdóttir KR á 14,2 sek., Sólveig Hanna-m ÍR vann hástökkið, 1,30, (söm-u hæð stökk María Hauksdót-tir ÍR og Regína Höskuldsdóttir KR), Hlíf Danielsdóttir vann kúluvarpið, 8,34 m. (Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir, hin snjalla sundkon-a, varð önnur, kastaði 8,31). Þá vann Sigrún Ein- arsdóttir KR kringlukastið, 24.91 m. KR varð stigahæst félaganna Síðari mótsd-aginn urðu helztu úrslit þessi: Ragnar Guðmundsson Á vann 100 m hlaupið á 11,1 sek., Ól- áfur Guðmundsson varð annar á 11,2 og Val'björn Þorláksson þriðjj, á 11,3. f 400 m hlaupi si-graði Þor- steinn Þorsteinsson KR á 50,3 sek. Þórarinn Ragnarsson hljóp á 52,3 sek. og Þórarinn Am- órsson á 52,6. Halldór Guðbjörnsson v-ann 1500 m .hlaupið á 4.05,5 mín. og Valbjörn vann 110 m grinda- hlaup á 15,5 sek. Sveit KR vann 4x400 m boðhlaup á 3.29,0 mín. Þá vann Valbjö-rn Þorláfcs- son stangarstökk, 4,02 m., og Jón Þ. Ólafsson ÍR vann þrí- stökk, 13,72 m. Kringlukastið vann Þorsteinn Alfreðsson Kópavogi sem keppti sem gestur og náði 45,84 m. kasti, en Reykjavíkurrneistari varð Erlendur Valdimarsson ÍR, kastaði 44,87 m. Jón Magnússon ÍR vann nú Þórð B. Sigurðsson KR í fyrsta skipti í sleggjukastinu, kastaði 49,90 metra, en Þórður 46,45 metra. 200 m hl-aup kvenn-a vann Halldóra Helgadóttir á 29,6 sek. og hún vanp einnig langstökk- ið, 4,59 m. Élísabet Brand varð Reykjavikurmeistari í krihglu- kasti, 25,25, en tvaer stúi-kur úr Kópavogi köstuðu lengra en hún: A-rndís Bjömsdóttir (kast- aði 29,10) og Bima Ágúsfsdóttir (26.00). í 4x100 m boðhláupi kvenna sigraði sveit KR á 57,2 sek. 1 félagakeppninni sigraði KR, hlaut samtals 336 stig. ÍRvárð í öðrn sæti með 219 stig og Ármann í þriðja sæti með 49 stig. Danska lands- liðið skipað Landslið Dana verður þannig skipað á Laugardalsvelli 4. júlí: Heinz Hildebrandt, Vejle; Börge Thomp, Bröns-höj; Niels Yde, AB; Niels Erik Andersen, Vejle; Börge Enemark, Esbjerg; 'Niels Huttel, Vejle; Niels Erik Kilde- moes Odense KFUM; Jör-gen Jörgensen, Holbæ-k; Bent Jen- sen, B. 1913; le Björnmose, 1909; Finn Wiberg, AB. Þjálfarí liðsins verður Ernst Netuka, Hvjdövre. Undirbuningur fyrir landsleikinn við Dani: Yfir tuttugu sænskir frjáls- íþróttamenn til keppni hér A sunnudaginn, 3. júlí, eru væntanlegir hingað 20 frjáls- íþróttamenn og 2 stúlkur, ásamt 4 fararstjórum, frá Idrottsring- en í Gautaborg í Svíþjóð. Hópur þessi kemur hingað á vegum frjálsíþróttadeildar KR, en frjálsíþrótt-amenn KR nutu gestrisni Idrottsringen á keppn-^ isferðalagi í Svíþjóð sumarið 1964. Svíamir dvelja hér viku- tíma, skoða bor-gina og ná- grennig og helztu ferða-manna- staði á Suðurlandinu, auk þess sem þeir tak-a hér þátt í frjáis- íþrótta-móti, sem KR stendur fyrir fimmtudaginn 7. júlí n.k. í þessum sænska hópi er að- eins einn keppandi, "sem á betri árángur en íslenzkt met. Erþað kúl-uvarparinn Stig-Lennart Er- iksson, sem v-arpað h©fur kúl- unni 17,14 m. En í hópnum eru margir hlauparar, og eiga þeir beztu þeirra tím-a, sem eru á borð vig áranigur beztu hlauþ- ar-a okkar nú, svo að bú-ast má við skem-mtilegri keppni í hlaupunum. Aðalgrein mótsins verður 800 m hlaupið, en þar má nefna Svíana To-m Person (1:55), Tommy Hanson (1:56), Lennart Norberg (2:00) Per Olisspn (1:58) og Rune All-ansson (2:00). Á móti þeim hlaupa Þorsteinn Þorsteinsson og Úall- dór Guðbjömsson KR-, sem fengu tímana 1:56,5 og 1:56,7 á Rvíkurmeistaramótinu, Þórar- inn Ragnarsson, KR (1:59,6 á sa-ma móti), Agnar Levý, KR (2:00,2), Þórarinn Arnórsson, ÍR (2:00,6), að ógleymdum læikn-anemanum Gísla H. Frið- gúrssyni, Á, sem hljóp á 2:00,2 mín. f sínu fyrsta 800 m hl-auþi og jafnframt sinni fyrstu keppni á Reykjavíkurmeistar-amótinu nú í vikunni. Er þar ótvírætt um mikið hlauparaefni að ræða, sem vaenta má af hinna óvænt- ustu afreka. Aðrir, sem sérstaklega »á nefna úr sænska liðinu, em: 406 m hlauparamir Lars Philip (50,8), Holger Kallqvist '(51,0), langstökkvarann Stig Fassberg (6,89), hástökvarann Kjell Bemtsson (1,86) og þrístökkv- arinn Lennart Larsson (13,50). Á mótinu verður keppt í þessum greinum; KARLAR: 100 m, 400 m, 800 m, 1500 m og 3000i m hlaup, 4x400 m boðhlaup, 1-an-gstökk, stangarstökk, kúluvarp og kringlukast. KON-UR: 100 m hlaup og lan-g- StÖkk. ; SVEINAR: 300 m hlaup, Þátttökutilkynningar þurfa að berast Einari Frímannssyni c/o Samvin nutryggingar sími 3-85-00, heimasimi: 1-84-16, í síðasta lagi á mánudag,. 4. júlí n.k. SKIPATRYGGINGAR ÚTGERÐARMENN. TRYGGJUM HVERS KONAR SKIP OG ALLT, SEM ÞEIM VIÐKEMUR TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIR" jUnjJDAJRGÖTU^JREYKJAVf^^fMi^2T22^^T26^ Leðurjakkar - Sjóliðajakkar á stúlkur og drengi — Terylenebuxur, stretch- buxur, gallabuxur og peysur. GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ Verzlunin O. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.