Þjóðviljinn - 10.07.1966, Page 1

Þjóðviljinn - 10.07.1966, Page 1
\ Sunnudagur 10. júlí 1966 — 31. árgangur — 151. töhrblað. I | Sprengju árásir á N- Vietnam \ Fátt hefur vakið meiri at- hygli í heiminum en árásir Bandaríkjamanna á olíugeym- ana við Hanoi og Haiphong — og þá um leið óbreytta borgara, konur og börn. Mót- mælafundir hafa verið haldn- ir víða um heim gegn þessu villimannlega morðæði og jafnvei Harold Wilsson, hund- tryggasti fylgisveinn Banda- ríkjaforseta, hefur séð sig nauðbeygðan til að mótmæla. Þessi mynd er tekin úr banda- ríska tímaritinu „Time‘‘, ein- hverju stríðsæstasta og aft- urhaldssamasta málgagni stórveldisins. Við sjáumreyk- inn stiga til himins eftir sprenginguna, tímaritið er rígmontið yfir „góðum‘‘ ár- angri hinna bandarísku verka. — Einn flugmaður var skot- inn niður eftir að hafa kast- að sprengjum sínum á konur og bðrn auk olíunnar. Bhutto utsnríkisráðherra •settur af RAWALPINDI 9/7 — Ayub Khan, forseti í Pakistan, stað- feati það í gær, að utanríkisráð- herrann Ali Bhutto muni ekki taka aftur við stöðu í ríkisstjóm- ir.ni. Utanríkisráðherrann, sem ýmsum þykir hlynntur Kínverj- um, fékk sjúkraleyfi fyrir þrem vikum og fylgdi þá fréttinni, að hann þyrfti að vera undir lækn- ishendi nokkra hríð. Stjóm- málafréttaritarar í Pakistan hafa það þó fyrir satt, að það sé pólitískur ágreiningur með ut- anríkisráðherra og forseta sem hafi verið orsök þessa „sjúkra- leyfis“. Vörur hrúgast upp í Tollpóststofunni í Tollpóststofunni í Hafnarhúsinu hlaðast nú upp vörur sem ekki hefur unnizt tími til að afgxeiða. Ástæðan er sú að póstafgreiðslumenn sóttu um leyfi til að vinna af sér laugardaga, en fengu það ekki og gripu þá til þess ráðs að neita að vinna eftirvinnu í tvo daga. Nánari tildrög að deilunni eru þau, að sögn Tryggva Haralds- sonar, formanns Póstmannafé- lagsins, að tollskoðunarmenn fóru fram á að fá frí á laugar- dögum í júlímánuði ogvarstrax fallizt á það. Þá þótti póstafgreiðslumönn- I Suður - Vietnam SAIGON 9/7 — á flutningalest Um 2000 hermenn Vietkong réðust í dag bandarískra brjmvarðra bifreiða norður af Saigon. Bandaríkjamenn segja aö þetta hafi verið agn og hafi þeir samstundis sent mikinn liðsstyrk á vettvang. Seint í gærkvöld gerðuBanda- ríkjamenn loftárásir á sex olíu- geymslustöðvar í viðbót í Norð- ur-Vietnam og eru fjórar þeirra rorður og norðaustur af Hanoi. Ein sprengjuflugvél af gerð- ir.ni F-05 og Thunderchief var skotin niður 56 km norður af Hanoi. Bardaginn milli Bandaríkja- manna og hins mikla liðs Víet- kong stóð allan daginn og undir kvöld sögðust Bandaríkjamenn vera að þrengja hringinn um Vietkong. Þá höfðu þeir m.a. fengið sprengjuþotur sér til aðstoðar og vegna góðviðrisins gátu þær gert árásir á stöðvar Vietcong þó þær væru aðeins í nokkur Bæjarstjóri kos- inn í Hafnarfirði á bríðjudaginn? Fundur hefur verið boðað- ur í bæjarstjóm Hafnarfjarð- ar á þriðjudaginn kemur. Ekki var vitað í gær, hvort kjör bæjarstjóra kæmi þá á dagskrá, en sitthvað mun hafa verið unnið á bak við tjöldin að úrlausn þess máls undanfarna daga, fundahöld mikil, ekki hvað síztr í röðum Alþýðuflokksmanna. hundruð metra fjarlægð frá stöðvum Bandaríkjamanna þarna í frumskóginum. Ku Klux Klan hlýtur dóm AÞENU, GEORGÍU 9/7 —Tveir meðlimir úr Ku Klux Klan voru í'gær fyrir alríkisdómstóli sek- ir fundnir um að hafa reynt að hafa mannréttindi af blökku- mönnum. — Fjórit meðlimir þessara samtaka voru hinsvegar sýknaðir. Menn þessir hafa ekki hlotið endanlegan dóm sinn, en hann verður kveðinn upp í dag. Meðlimur úr Ku Klux Klan hef- ur borið því vitni, að það hafi verið þessir tveir menn, Joseph Howard Sims og Cecil W. My- ers, sem myrt hafi blökku- mannaleiðtogann Lemuel Penn 1964. — Áður höfðu þessir tveir sömu menn fyrir fylkisdómstóli verið sýknaðir af morðákær- unni. Því var nú aðeins unnt að kæra þá fyrir brot á mannrétt- indalöggjöfinni með ofbeldi, skotárás og drápi. Alþýðubandalag- ið, Hafnarfirði Alþýðubandalagið í Hafnar- firði heldur fund annað kvöld, mánudag, kJ. 8.30 í Strandgötu 41. Fundarefni: Bæjarr álin. um heldur tilgangslítið að vinna á laugardögum þar eð þeir geta ekki afgreitt vörurnar nemaþær hafi verið skoðaðar. Sóttu þeir því um leyfi til að fá að vinna af sér laugardagana, en yfir- menn þeirra synjuðu þeim um það. Til frekari áherzlu kröfunnar neituðu afgreiðslumennirnir að vinna eftirvinnu á miðvikudag og fimmtudag. Þegar síðast fréttist var á- standið í Tollpóststofunni því all ískyggilegt; vörurnar hrúg- uðust upp og óséð var fyrir end- ann á deilunni. Borgarreikningarnir til 1. umrœðu 36,5 milj. kr. í voxtotap vegna borgarsjúkrahúss! □ 1 athugasemdum sínum við reikninga Reykja- víkurborgar og íyrirtækja hennar fyrir árið 1965 gerir Hjalti Kristgeirsson endurskoðandi grein fyr- ir því mikla vaxtatapi á fjármunum, sem orðið hafi vegna óhæfilegs seinagangs á ýmsum byggingar- framkvæmdum borgarinnar. Heldur hann því l.d. fram, að vaxtatapið eitt í sambandi við hina frægu byggingu borgar- sjúkrahússins í Fossvogi nemi 36,5 miljón kr.S Reikningur I Reykjavíkurborg- ar árið 1965 var til fyrri um- ræðu á borgarstjórnarfundi s.l. fimmtudag. Geir Hallgrímsson fylgdi reikningnum úr hlaði með langri ræðu, en borgar- reikningurinn lá nú fyrir eins og undanfarin ár prentaður í st'órri bók, 360 síðna skruddu. Við þessa fyrstu umræðu gagnrýndi Jón B. Hannibalsson, borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, að reikningurinn væri ■ nú lagður fram seinna en venja hefði verið, og benti í því sam- bandi á ákvæði sveitarstjórnar- laga, þar sem segir að ársreikn- ingar sveitarfélaga skuli liggja fyrir í síðasta lagi í maílok. Jón vék síðan að fáeinum at- riðum reikningsins. Benti m.a. á að skuldir ríkissjóðs við borg- arsjóð hafa aukizt mjög á liðnu ári og jafnframt hafi skuldir borgarinnar sjálfrar vaxið til muna. Einnig vék hann að fjár- málum hitaveitunnar, framlög- um á fjárhagsáætlun til svo- nefndra almannavarna o.fl. Borgarstjóri svaraði Jóni í stuttri ræðu og fullyrti m.a. að sveitarstjórnarlögin — eða um- rætt ákvæði þeirra — væru ekki skýrð svo þröngt að sveitar- stjórnir þyrftu fortakslaust að fjalla um ársreikninga sveitar- félaganna fyrir lok maímánaðar ár hvert. Hann sagði eftinig að útgáfa borgarreikningsins, bók- arinnar, vferi mikið verk og ekki of í lagt að ætla mánuð til þeirral' bókaútgáfu. Fleiri tóku ekki til máls og var samþykkt að vísa reikn- ingnum til síðari umræðu, sem fram fer að hálfum mánuði liðnum. Hjalti Kristgeirsson endur- skoðandi hefur sem fyrr var drepið á gert ýmsar athuga- semdir við borgarreikningana 1965 og mun Þjöðviljinn vænt- anlega birta þær eða meginefni þeirra í þriðjudagsblaðinu. Samþykktin um togaramúlin í Þjóðviljanum í gær var ekki farið alveg rétt með samþykkt þá um togaramáiin, sem borgar- stjórn Reykjavíkur gerði á furidi sínum sl. fimmtudag. Rétt er á- lyktunin svona: „Borgarstjórn Reykjavíkur telur, að ástandið í togaraút- gerðarmálum landsmanna sé nú orðið svo alvarlegt, að nauðsyn- legt sé að grípa til nýrra ráð- stafana til aðstoðar togaraút- gerðinni, eigi togaraútgerð í landinu ekki að leggjast niður með öllu, Áljtur borgarstjórnin, að það yrði mikið áfall fyrir at-' vinnulíf Reykjavíkur, ef togara- útgerð Icgðist alveg niður í borginni. Borgarstjórnin telur hér um að ræða svo alvarlegt mál fyr- ir borgarbúa, að ítreka beri fyrri samþykktir og tilmæli borgarstjórnar til ríkisstjórnar- innar um að gera hið fyrsta til- tækar ráðstafanir til þess að bæta hag togaraútgerðarinnar og felur borgarráði að óska sér- stakra viðræðna við ríkisstjórn- ina í þeim tilgangi.“ Þjóðviljanum Varð það á að birta óbreytta tillögu þá í mál- inu sem lá fyrir fundinum, en það er hinsvegar nær undan- tekningarlaus regla hjá íhaldinu í borgarstjórn að samþykkja ekki óbreyttar tillögur sem full- trúar minnihlutaflokkanna bera fram. Svo var einnig í þetta sinn — innskoti bætt við síðarihluta.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.