Þjóðviljinn - 10.07.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.07.1966, Blaðsíða 12
Ferðamálaráð telur Þingvalla- nefndina brjóta lög og trúnað - nefndarmenn segja ásakanir ráðsins á misskilningi byggðar □ Ferðamálaráð ræddi nýlega á fundi um frffl. I fSS:<>8 un Þingvalla og var þá m.a. samþykkt ályktun, þar sem mjög er veitzt að Þingvallaneínd og störí- um hennar og nefndarmenn taldir hafa brotið lög og trúnað. Nazistaböðullinn tekinn af lífi BERLlN 9/7 — Dr. Horst Fischer fyrrverandi SS-„lseknir“. sem þann 25. marz s.l. var dæmdur til dauða fyrir stríðsglsepadóm- stól í A-Berlín, hefur nú verið tekinn af lífi. — Það er hin opinbera fréttastofa A-Þýzka- lands, sem frá þessu skýrir á föstudag. Fischer, sem var rúmlega fimm- tugur að aldri, var ákærðurfyr- ir að hafa sent milli 55.000 og 75.000 fanga til gasklefanna i Monowitz-fangabúðunum i Ausc- hwitsch. en þar var hann annar valdamesti „læknirinn“. Krabbameinsfé- "?*: í Skagafirði 22. júnívar stofnað Krabba- meinsfélag Skagafjarðar á fjöl- mennum fundi í samkomuhúá- inu „Héðinsminni“. Friðrik J. Friðriksson héraðs- læknir flutti erindi um heil- brigðismál og Jón Oddgeir Jóns- son skýrði frá starfsháttum krabbameinsfélaga. Um fimmtíu manns gerðust félagar á fund- inuni. Stjórn hins nýja krabba- meinsfélags skipa: ValgarS Bjömsson héraðslænir á Hofs- ósi, sem er formaður, Helga Kristjánsd. húsmóðir á Silfra- stöðum, Þóra Þorleifsdóttir hús- móðir að Fjalli, Sigríður Guð- varðsdóttir læknisfrú á Sauðár- króki og Friðrik J. Friðriksson læknir. Þjóðviljanum barst í fyxradag ályktun sú sem Ferðamálaráð gerði, en blaðið féllst að beiðni þjóðgarðsvarðar á að frestabirt- ingu hennar fram yfir helgi eða þar til unnt yrði að ná Þing- vallanefnd saman til að greina sjónarmið sín í málinu. Nú gerðist það í gær, að blöð höfðu ummæli eftir formanni Þing- vallanefndar þess efnis, að á- lyktun Ferðamálaráðs væri á misskilningi byggð, nefndin hefði aldrei leyft smíði sumar- bústaða einstaklinga í þjóð- garðslandinu. Sér Þjóðviljinn af þessúm sökum ekki ástæðu til að fresta birtingu ályktunar fer „Ferðamálaráð telur, að Al- þingi hafi sett lög nr. 59 frá 7. maí 1928 um friðun Þingvalla til varðveizlu hinnar óspilltu náttúru þjóðgarðsins af ágangi manna og dýra og þjóðinni allri til tryggingar því, að almenn- ingur ætti rétt til frjálsra ferða um hið friðlýsta land. Nú er það alkunna, að sú nefnd, sem sett var til þess að gæta í framkvæmd laganna hins sameiginlega réttar allra borgara landsins, hefir að und- anförnu heimilað einstökum mönnum að reisa sumarbústaði á landinu, og að rökstuddur grunur leikur nú á, að enn sé í ráði að taka skika af þessu þjóðlandi og fá þá sérstökum mönnum til umráða. Þar sem hér virðist um gróft trúnaðar- brot að ræða og ráðstafanir sem hljóta að leiða til takmörkunar á ferðafrelsi borgaranna um hið sameiginlega land þeirra, þá leyfir Ferðamálaráð sér að skora á hlutaðeigandi stjómarvöld að láta hið fyrsta rífa alla þá sum- arbústaði, sem nú er búið að leyfa einstökum mönnum að reisa innan Þjóðgarðssvæðisins og stöðva allar þær aðgerðir Þingvallanefndar, sem líklegar eru til að spilla þeim verðmæt- um þjóðarinnar, sem henni var á sínum tíma falið að gæta.“ Þess skal getið að Þingvalla- nefnd er skipuð þrem alþingis mönnum, sem kosnir eru með hlutfallskosningu í sameinuðu þingi í lok hvers þings eftir ný. afstaðnar alþingiskosningar. í desember 1963 voru kosnir í nefndina: Emil Jónsson utan- ríkisráðherra og er hann for- maður nefndarinnar, Sigurður Bjarnason, ritstj. Morgunblaðs- ir.s, Hermann Jónasson fyrr- verandi forsætisráðherra. Þjóð- garðsvörður er séra Eiríkur J. Eiríksson, en framkvæmdastjóri Þingvallanefndar er Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins. Sunnudagur 10. júlí 1966 — 31. árgangur - - 151. tölublað. m Lagarfljótsormurinn á mynd HALLORMSSTAÐ, 8/7 — Mikil veðursæld hefur verið á Héraði í vor og hefur gras og annar gróður dafnað vel, enda erslátt- ur víða hafinn á bæjum. Þetta er með beztu vorum síðan 1953 og hefur það ein- kennzt af jafnri úrkomu og jöfnum hlýindum. Ferðamannastraumurinn er að komast í fullan gang og er nú rekin myndarleg greiðasala í fé- lagsheimilinu Valaskjálf á Eg- ilsstöðum c'g Húsmæðraskólinn á Hallormsstað opnaði gistihús um síðastliðin mánaðamót. Þá má geta þess, að norskur piltur hér náði mynd af Lagar- fljótsorminum á áðdráttarlinsu og er það nokkur huggun vegna hinnar heimskulegu aðfarar í vor ■ að austfirzkri þjóðsögu að und- irlagi reykvískra dagblaða. F^Jjótsdalshérað er fátækara fyrir vikið. — sibl. Fróðlegt hefti af Tímariti Máls og menningar Þurfum við nýtt leikhús? □ Nýlega er komið nýtt hefti af Tímariti Máls og menn- ingar, fjölbreytt og fróðlegt að vanda. í því er m.a. at- hyglisverð grein eftir Eyvind Erlendsson um nauðsyn þess að stofna nýtt leikhús á íslandi og grein eftir ó- nefndan Evrópumann sem lýsir ástandinu í Vietnam og framferði Bandaríkjamanna þar frá nokkuð öðrum sjón- arhóli en venja er til. □ Þá er boðað að meðal félagsbóka MM í ár verði Dafnis og Klói eftir Longus, og Heimskringla mun í haust gefa út nýja ljóðabók eftir Snorra Hjartarson. Leikhús ,.w . , _ Eyvindur Erlendsson dvelst nú við leikstjórnarnám í Moskvu og hefur verið ráðinn til að setja á svið Doktor Stokman eftir Ibsen fyrir eitt þekktasta leikhús borgarinnar, Sovré- menník. Grein hans er fjörlega skrifuð krafa um stofnun nýs íslenzks leikhúss, vegna þess að starf- andi leikhúsum hafi ekki tekizt „að finna, þroska og koma til skila íslenzkri hugsun.“ Þá seg- ir ennfremur: „Það er þægilegra að kaupa tilbúin leikrit og sýn- 0DYR SKÓFATNADUR úr leðri frá Frakklandi og Ítalíu Fyrir kvenfólk, karlmenn og börn NÝJAR SENDINGAR TEKNAR UPP Á MORGUN OG ÞRIÐJUDAG • Skóbúð Austurbæjar Laugaveg 100 Skókaup Kjörgarði Laugavegi 59 ingar hjá útlendingum en reisa eigið höfuðból. Og hlutleysi er tryggt með því að velja leikrit, ekki eftir innihaldi, heldur hinu, hvernig þau hafa gengið hjá öðrum „lýðfrjálsum“. Það er léttara að láta færa sér upp í hendur en skapa að eigin frum- kvæði sjálfur. Slíkt er hið ís- lenzka undanhald. Til voru svonefndir aldamóta- menn. Þeir voru frumherjar þeirrar hreyfingar sem nam ís- land að nýju. Það eru verk þess- ara manna sem nú er verið að selja og éta út á. Enn standa þau undir sjálfstæði landsins, þótt ærið séu nú tekin að lýjast þau breiðu bök. En andi þeirra er að stinga sér niður á nýjan leik með unga fólkinu. Það vill gjarnan sjálft byggja þetta land. Ekki aðeins drekka út á verð þess. Þessvegna er ástæða til að stofna nýtt íslenzkt leikhús.“ Vietnam Greinin „Bandaríkjamenn í Vietnam“ er eftir evrópskan há- skólamann sem hefur búið ár- um saman í Suður-Vietnam og verður að halda nafni sínu Framhald á 8- síðu ísfirzkur kvennablómi við stjórn ISAFXRÐI, 9/7 — Hundrað ára afmælis kaupstaðarins verður minnzt hér með miklum hátíða- höldum um næstu helgi og eru nú útlínur hátíðahaldanna farn- ar að skýrast, — verður m>ið að gera næstu daga vegr.<, und- irbúnings. A föstudag verður opnuð sögu- sýning í byggðasafninu ástaðn- um. Aðalhátíðahöldin fara hins- vegar fram á laugardaginn og sunnudaginn. Mcðal annarra at- riða á hátíðinni má nefna mál- verkasýningu undir forsjá Björns. Th. Björnssonar, listfræðings, kappróður á kajökum og keppni í sjóskíðaíþrótt. Þá verður teflt lifandi mann- tafl og gamlir ísfirzkir listamenn munu skemmta hér eins og Bryn j- ólfur Jóhannesson, leikari og Guðmundur G. Hagalín, rithöf- undur og einnig fer fram í- þróttamót. Gamlir Isfirðingar í Reykjavík ætluðu að leigja skip og búa um borð í því hér á Isafirði. Þeir verða að hætta við það, — fá ckkert skip og verður þannig mikil örtröð á einkaheimilum og fá sumir svefnpláss á þökunum! Ekki kemur þjónaverkfallið að sök hér og mun ísfirzki kvenna- blóminn standa fyrir öllum veit- ingum, — þannig búa opinberir gestir í Húsmæðraskólanum og væsir ekki um þá þar. Hingað er boðið forsætisráð- herranum, formanni sambands sveitafélaga, fulltrúum vinabæja Isafjarðar á Norðurlöndum, Hróarskeldu í Danmörku, Töns- berg í Noregi, Linköbing í Sví- þjóð og Jonseuu í Finnlandi. Þá er öllum oddvitum í hrepp- um ísafjarðarsýslu boðið til há- tíðahaldanna og cnnfremur þrem sýslumönmun Vestfjarða. Ufsaverkun á síldarplönum RAUFARHÖFN 8/7 — Aukhinu- ar miklu þorskgöngu hérnafyrir utan hafnarmynnið með tugum báta á handfæraveiðum, hefur verið hér mikil ufsahrota og hafa stærri bátar með hring- nót komið á vettvang og marg- fyllt sig undanfarna daga. 1 síldarleysinu hafa síldarplön- in brugðið á það ráð að kaupa þennan ufsa og láta starfsfólk sitt fletja hann og salta. Hér hafa aðallega verið á ferðinni stærri bátar frá Húsavík og Siglufirði. — I>árus. Rauði bærinn og bændur Norræna ung- templaramótinu lýkur í kvöld Norræna ungtemplaramótinu lýkur í dag. Þátttaakendur á mótinu munu fara fylktu liði frá IOGT-húsinu kl. 2 í dag og verður haldið að Austurvelli, en þar verður efnt til útisamkomu. Þar mun Eggert G. Þorsteins- son, félagsmálaráðherra, flytja a- varp af svölum Alþingishússins. í kvöld verður norræna mót- inu slitið mcð hófi. 1 fyrrakvöld efndu ungtempl- arar til fjölbreyttrar skemmt- unar fyrir almenning í Háskóla- bíói og var hún fjölsótt og vei- heppnuð. Síðar um kvöldið var bítladansleikur í Góðtemplara- húsinu og lék hljómsveitin Stormar frá Siglufirði fyrir dansinum. 1 gærmorgun héldu þingstörfin áfram og lauk þeim síðar um daginn. Um kvöldið héldu þátttakendur að Jaðri, en þar var íþrqttakeppni og að lok- um skemmtikvöld inni að Jaðri. EGILSSTÖÐUM, 8/7 — Þriggja manna kalnefnd á vegum Bún- aðarfélags íslands hefur verið á ferðalagi um Austurland og hef- ur kannað f járhagsástand bænda vegna kalskemmdanna og hey- skortsins síðastliðið sumar. Þeir nefndarmenn eru' væntanlegir hingað til Reykjavíkur næsta mánudag að lokinni þessari ferð. Þetta hefur að sumu leyti verið ánægjulegt ferðalag um sveitir Austuflands þessa síðustu daga vegna hinnar fádæma góðu grassprettu í indælli gróðrartíð. Mjög þykir til fyrirmyndar, hvernig rauði baerinn í Nes- kaupstað hefur tekið á málefn- um bænda í Norðfjarðarhreppi vegna áfallsins síðastliðið sum- ar. Þegjandi og liljóðalaust ákvað bæjarstjórn Neskaupstaðar síð- astliðið haust að borga bændum í Norðfjarðarhreppi eina krónu á mjólkurlítrann fram yfir lög- ákveðið verð á mjólk í landinu og var sá styfkur greiddur úr bæjarsjóði. • Þannig fengu þessir bændur þessa greiðslu á tímabilinu frá 1. október til 1. júní í vor án þess að nefna það að fyrra bragði og þótti öllum sjálfsagt að hlaupa þannig undir bagga í slæmu árferði. Meðalbú í Norðfjarðarhreppi telur um tuttugu kýr og einnig hafa þessir bændUr sauðfé og er þar um blandaðan búskap að ræða. Öll mjólk fer til neyzlu handa bæjarbúum í Neskaup- stað. Tvö tonn í trilluróðri RAUFARHÖFN, 8/7 — Mikil fiskigengd hefur verið hér fyrir utan hafnarmynnið undanfarna daga og hefúr þetta reynzt ein- stök gullkista. Það hefur mátt sjá marga fleytuna að dorgi, — bæði trillur og litla dekkbáta frá þorpum hvaðanæva af Norð- urlandi eins og Húsavík, Eyja- fjarðarhöfnum, Siglufirði og Sauðárkróki. Hér hefur Iíka verið einstök veðurblíða í vor og síðustu daga hefur verið hitabylgja með regn- skúrum og mikil grasspretta íil Á dögunum kom hér níutonna bátur frá Sauðárkróki, og heit- ir hann Aldan. Þeir hafa linnu- laust dregið fiskinn á handfæri og saltað hann jafnóðum þessa daga og telja sig fá scxtán kr. fyrir kílóið. Hann snýr nú heimleiðis með fullferml næstu tíaga. Tólf til fimmtán heimabátar stunda þessar veiðar með hand- færi og er víða aðeins einnmað- ur á bát. Sem dæmi um afla- sældina fór ein trillan að nafni Sigurvon, — þriggja tonna bát- ur — út fyrir hafnarmynnið snemma einn morguninn og kom aftur að landi með tvö tonn, t- hafði eigandinn, Björn Lúðvíks- son, dregið þennan afla einn á færi sitt um daginn og með hinu lága fiskverði gerir þetta um tíu' þúsund krónur. Allt er þetta stór og fallegur fiskur. Annars hefur verið ágætur afli í allt vor og allir vilja kaupa fiskinn, — kaupfélagið og síld- arplönin keppast við að taka á móti. — LÁRUS. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.