Þjóðviljinn - 10.07.1966, Page 3
Suimudagur M. júli W66 — ÞJÖÐVIkJINN — SÍÐA 3
VIDREISN OG TOGARAÚTGERD
Skuttogarinn sem hlutafélagið tJtver á Siglufirði fékk ekki að kaupa-
A
HVÍLDAR-
DAGINN
„Landsbresi’ur”
Stöðugt magnast ráðleysið í
umraeðum stjómarblaðanna um
landsmálin. Þeir dagar em
löngu liðnir að leiðarahöfundar
ríkisstjórnarinnar hælist um yf-
ir afrekum og árangri af bjart-
sýnni sigurgleði. Nú er ástandi
og horfum lýst af svartsýni og
bölmóði sem stingur óþyrmi-
lega í stúf við þá árgæzku sem
Islendingar hafa notið um
langt skeið. Á miðvikudaginn
,var átti Morgunblaðið til dæm-
is viðtöl við forustumenn í
togaraútgerð á Islandi, eg þeir
lýstu því með alvarlegum orð-
um hversu mikið nú væri í
húfi. Gísli Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags
Akureyringa h.f., sagði svo
m.a.:
„Sumum kann að sýnast, að
ekki yrði héraðsbrestur þótt
þessir fáu togarar, sem eftir
em, léggi nú upp laupana, en
ég tel að það yrði meira en
það. Það yrði landsbrestur.
Það er sannfæring mín, að
vegna þeirrar óvissu, sem æ
rikir í fiskveiðum á Islandi, séu
það einmitt togaramir, sem
veitt geti fiskvinnslustöðvun-
um mest öryggi í hráefnisöflun
og megi því sízt missast. Þetta
styð ég með því, að þeir geta
stundað veiðar hvar sem er á
leyfðum veiðisvæðum umhverf-
is landið og flutt aflann til
hvaða hafnar sem er fjarlægð-
ar vegna. Ef ég lít mér
'n'aést, þ.e. á Akureyri, þá tel ég
engan vafa á því að frystihúsa-
rekstri þar yrði greitt rothögg
með stöðvun togaranna. Ég
hygg að slíkt högg yrðí þungt
víðar en á Akureyri og alvar-
legt áfall fyrir þjóðina alla.‘‘
Þorsteinn Amalds, fram-
kvæmdastjóri Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, segir:
„Fyrirsjáanlegt er, að það
mundi hafa mjög alvarlegar af-
leiðingar fyrir atvinnulifið í
Reykjavík, ef togaraútgerð legð-
ist niður. Eins og nú er háttað
fiskveiðum bátanna þá stundar
meginhluti þeirra síldveiðar
mestan hluta ársins og hefur
starfræksla þeirra veitt litla
sem enga atvinnu. í fiskiðnað-
inum í Reykj(avík. Aðeins lít-
ill hluti bátaflotans, þ.e. smærri
bátarnir, stunda fiskveiðar og
leggja upp afla sinn hér í borg-
inni. Fiskvinnslustöðvamar hér
byggja að langmestu leyti starf-
semi sína á afla úr togurunum.
Fullyrða má að rekstursgrund-
velli undir starfsemi frystihús-
anna hér í Reykjavík sé kippt
burt, leggist togaraútgerð frá
Reykjavík niður. Þróunin i ís-
lénzkum fiskveiðum er orðin
mjög hættuleg. þar sem svo að
segja eingöngu er lögð áherzla
á byggingu fiskiskipa fyrir síld-
veiðar. Hvað gerist ef síldveið-
arnar bregðast og togaraútgerð-
in hefur lagzt niður?‘‘
Þannig eru lýsingar þessara
forustumanna í togaraútgerð á
ömurlegu ástandi og ískyggileg-
um framtíðarhorfum í sjálfu
aðalmálgagni ríkisstjómarinnar.
Málgagn- sjávarútvegsmáJaráð-
herrans, Alþýðublaðið, segir
hins vegar í örvæntingu: „Ef
kommúnistar búa yfir einhverj-
um ráðum til að bjarga togur-
unum, væntir þjóðin þess, að
þeir feli þau ekki öllu lengur."
Tílgangur
viðreisnarinnar
Sú var tíð að núverandi rík-
isstjórn taJdi sig ekki þurfa að
fá ráð hjá öðram um aðgerð-
ir til að tryggja rekstur togar-
anna; hún kvaðst sjálf þekkja
til hlítar þau ráð sem dygðu.
Því var lýst sérstaklega yfir að
það væri einn megintilgangur
viðreisnarinnar að tryggja góða
afkomu togaraflotans; gengis-
lælckanirnar 1960 og 1961 voru
alveg sérstaldega rökstuddar
með þörfum togaraútgerðarinn-
ar. Um það sagði svt> á blað-
síðu 15 í bókinni „Viðreisn‘‘
sem stjómarflokkamir gáfu út
á kostnað almennings 1960:
„Togararnir hafa undanfarinn
áratug yfirleitt fengið mun
lægri bætur en bátar, enda
hafa flestir þeirra verið reknir
með tapi. Á þessu var gerð
mikil leiðrétting með útflutn-
ingssjóðslögunum vorið 1958.
Af þessum sökum, og eins
vegna góðra aflabragða, varð
afkoma togaraflotans öll önnur
það ár en hún hafði verið áð-
ur. Á árinu 1959 hefur aftur
sótt í sama horf með afkomu
togaranna. Kemur þar hvort
tveggja tiJ, að bætur togar-
anna hafa ekki verið hækkað-
ar að heiti geti síðan 1958 þrátt
fyrir aukinn tilkóstnað og að
aflabrögð hafa orðið rýrari en
árið 1958. Hin lélegu aflabrögð
Jeiðir aftur á móti af útfærslu
JandheJginnar, sem hefur úti-
sjAvarútvecsmálarAðuneytio
Reykjavík, l!|. Eepteœ'oe- '
GEB/kÁ
lokað togarana frá mörgum
beztu heimamiðunum, og
minnkun afla á fjarlægum
miðum, Minni afli hefur ekki
aðeins valdið lakari afkomu
togaranna, heldur einnig leitt
til ,þess, að tekjur togarasjó-
manna hafa Jækkað og orðið
tiltölulega óhagstæðar, einkum
miðað við tekjur bátasjómanna.
Ríkisstjórnin telur, að hin nýja
gengisskráning muni skapa
möguleika á því að færa kjör
togarasjómanna til samræmis
við kjör bátasjómanna. og jafn-
framt grundvöll fyrir hallalaus-
um rekstri togaranna.‘‘
Þannig Jýstu stjómarflokk-
arnir þeirri stefnu sinni að gera
togaraútgerð að álitlegu gróða-
fyrirtæki sem byði togarasjó-
mönnum svo góð kjör að þeim
væri keppikefli að komast í
skipsrúm á botnvörpungum;
þeir kváðust sannariega kunna
ráðin sem dygðu.
Dauðamörk
Síðan viðreisnarfJokkarnir
tóku þannig að sér að bjarga
togaraútgerðinni hefur starf-
ræktum togurum Islendinga
fækkað úr nær fimmtíu í rúma
tuttugu. 1 staðinn fyrir þann
haJJalausa rekstur sem heitið
var hefur tekið við sívaxandi
halli sem bættur hefur verið
með endalausum styrkjum og
uppbótum úr ríkissjóði. Á
nokkrum árum hefur togara-
flotinn fengið yfir fimm hundr-
uð miljóna króna á þann hátt,
og hrekkur ekki til. Fyrir
nokkrum dögum skýrði Davíð
Ölafssön fiskimáJastjóri svo frá
í Mbrgunblaðinu að árið 1963
hefði meðalhalli á togara ver-
ið 3-4 miljónir króna, en i ár
myndi mega áætla hann 5-6
miljónir króna. Þessu valda
ekki reglur þær sem gilda um
veiðar innan fiskveiðilandhelg-
innar, eins og stundum er
haldið fram í blöðum, því þær
voru forsenda fyrir ráðstöfun-
um ríkisstjórnarinnar, eins og
sjá má af ívitnuninni hér fyrir
framan. Ástæðan er óðaverð-
bólgustefna ríkisstjórnarinnar
sem hefur á sex árum tvöfald-
að allan tilkostnað á Islandi,
gert togaraútgerð eins og ann-
að tvöfalt dýrari en áður var
eða krónuna helmingi verð-
minni. eftir því hvernig á er
litið.
Þó eru þ^ssir efnahagslegu
erfiðleikar ekki alvarlegasti
þáttur vandamálsins, heldur sú
ískyggilega staðreynd að ekki
hefur verið um að ræða neina
endurnýjun á togaraflotanum
síðan viðreisnin hófst. .í lönd-
unum umhverfis okkur hefur
orðið einstaklega ör þróun á
þessu tímabili, nýjar gerðir
togara hafa verið reyndar með
mjög góðum árangri, hverskyns
ný tækni hefur verið tekin upp
og gert kleift að draga úr
mannahaldi á skipunum án auk-
ins erfiðis, en allar þessar breyt-
ingar þekkja Islendingar aðeins
af afspum. Við erum orðnir
eftirbátar allra þjóða sem
stunda togaraveiðar í Norður-
Atlanzhafi,- skip okkar úrelt og
óhagkvæm, togarasjómenn okk-
ar hafa ekki fengið tækifæri til
að læra hina nýjustu tækni. og
raunar fækkar hinum sér-
menntuðu togarasjómönnum
okkar í sífellu. Það er alvar-
legt fyrir atvinnugrein ef hún
lendir í rekstursvandræðum
vegna rangrar efnahagsstefnu,
en á henni era augJjós dauða-
mörk ef hún hættir að fylgjast
með þróuninni, ef hún færir
sér ekki í nyt nýjungar í
tækni og vinnuvísindum.
Gegn framtaki
einstaklingsins
Það hefur lengi verið hlut-
verk ríkisstjóma á Islandi að
hafa forgöngu um endurnýjun
ttogaraflotans, og hafa allir
flokkar staðið að þvílfkum
framkvæmdum. Sú ríkisstjórn
sem nú er við völd er fyrsta
ríkisstjóm á Islandi eftir stríð
sem algerlega hefur svikizt um
þetta verkefni, og stjómar-
flokkamir hafa æ ofan í æ fellt
tillögur AJþýðubandaJagsins um
það efni, síðast á þingi í vetur
Jeið. En rikisstjórnin hefur ekki
látið sér það nægja; hún hefur
komið í veg fyrir að hið ágæta
framtak einstaklingsins fengi
notið sín; hlutafélög sem hafa
farið fram á fyrirgreiðslu rík-
isstjómarinnar til kaupa á nú-
tímalegum togumm hafa fengið
þvera neitun.
Ástæða er til að rifja upp
að á hinu fyrsta viðreisnarári,
1960, var stofnað á Siglufirði
hlutafélagið Útver í þeim til-
gangi að kaupa nýtízkulegan
skuttogara. Félagið leitaði fyrir
sér og fékk bindandi tilboð frá
einni kunnustu skipasmíðastöð í
Vestur-Þýzkalandi, Rickmers
Werft í Bremerhaven. Var þar
gert ráð fyrir togara, sém yrði
um 1450-1500 smálestir, búinn
nýtízku frystitækjum og verk-
smiðju til mjölframleiðslu, með
15 sjómílna ganghraða. Bauðst
fyrirtækið til þess að afhenda
skipið í júlí-ágúst 1961, en
verðið átti þá að vera um 44
miljónir króna. Otver h.f. átti
, að borga 10°/n andvirðisin9 út
í hönd og hafði þá upphæð til-
tæka, en hið þýzka fyrirtæki
þauðst til að lána afganginn til
12 ára með 6%-7% ársvöxtum,
og skyldi lánið vera afborg-
analaust fyrstu tvö árin. Þuriti
Útver h.f. aðeins að fá ríkis-
ábyrgð fyrir þessu láni, en það
var samskonar fyrirgreiðsla og
áður hafði tíðkazt í samþandi
við togarakaup.
16da júní 1960 sneri Útver :
h.f. sér til ríkisstjómarinnar, 1
skýrði frá öllum málavöxtum
og fór formlega fram á ríkis-
ábyrgðina. Umsókninni fylgdi i
einróma samþykkt allra flokka I
í bæjarstjórn Siglufjarðar, þar |
sem mælt var „eindregið með I
því að Útver h.f. Siglufírði
verði veitt ríkisábyrgð.“
3ja ágúst er ekkert svar kom-
ið og ríkisstjórninni er enn
skrifað: „Oss er brýn nauðsyn
að fá svar yðar sem allra
fyrst, svo hægt verði að ganga
frá kaupsamningi, þannig að
skipið verði tilbúið til afhend-
ingar í september-október 1961.“
26ta ágúst stendur allt við
það sama, og ríkisstjórnin fær
nýtt bréf: „Væri oss afar kær-
komið að fá heiðrað svar yðar
sem allra fyrst, þar sem mikil
hætta er á því að vér missum
annars af þessu einstaklega
hagkvæma tilboði ef vér svör-
um ekki skipasmíðastöðinni nú
þegar.“
15da september grípur Útver
til þess ráðs að snúa sér til
bæjar.stjórans á Siglufirði og
biðja hanp að reyna að koma
því til leiðar ',,við hæstvirta
ríkisstjóm, að hún svari beiðni
vorri, sem send hefur verið þrí-
vegis.“ En þá var svarið raun-
ar á leiðinni; 14da september
hafði Emil Jónsson sjávarút-
vegsmálaráðherra loksins kom-
ið því í verk að skrifa bréf:
„Jafnframt skal tekið fram
að ráðuneytið telur sér ekki
fært að mæla með ríkisábyrgð
fyrlr Útver h/f fyrir 90% af
kaupverði skuttogara."
„Gaumgæfiieg
athugun" í 6 ár!
Með svari Emils Jónssonar
sjávarútvegsmálaráðherra fylgdi
bréf frá Hjálmari R. Bárðarsyni
skipaskoðunarstjóra, sem eins-
konar rökstuðningur fyrir neit-
uninni. Þar kvaðst skipaskóð-
unarstjóri ekki telj.a
„rétt að mæla með aðstoð við
kaup á skuttogara af þeirri
stærð og gerð sem hér um ræð-
ir, fyrr en farið hefur fram
gaumgæfileg athugun á nota-
gildi skuttogara sem veiðiskipi,
samanborið við venjulegan tog-
ara, sérstaklega með tilliti til
þess, ef ekki yrði um verk-
smiðjuskip að ræða. Sem fyrsta
atriði slíkrar athugunar teldi
ég rétt að glöggur íslenzkur
togaraskipstjóri færi eina veiði-
ferð á skuttogara og fá umsögn
hans um málið. Síðan yrði
táeknihlið málsins athuguð nán-
ar og þá fyrst ákveðið, hvort
slíkt skip yrði byggt eða ekki.‘‘
Það er að sjálfsögðu góðra
gjalda vert að embættismaður
sé gætinn. En ráðherrann
breytti gætni undirmanns síns
í þvera neifcun. Hann bauð ekki
Útveri h.f. upp á að hinkra við
þar til hin „gaumgæfilega at-
hugun“ hefði farið fram, held-
ur hafnaði umsókninni skilyrð-
islaust. Síðan eru liðin sex ár
og hin „gaumgæfilega athug-
un“ hefur ekki leitt til neinn-
ar endurnýjunar á togaraflot-
anum. Emil Jónsson sjávarút-
vegsmálaráðherra hafði auðsjá-
anlega engan áhuga á málinu;
hann var greinilega andvígur
þyi að nýtízkulegur togari væri
keyptur til landsins. Vafalaust
hefði einnig togari af því tagi
lent í efnahagsörðugleikum á
þessum óðaverðbólgut.ímum, en
hann hefði fært okkur mjög
mikilvæga reynslu sem hefði
auðveldað okkur þá endurnýj-
un sem óhjákvæmileg verður
og hlýtur að koma. w
Landplága
Togaraútgerð á Islandi hefur
óft átt i erfiðleikum af ástæð-
um sem okkur hafa ekki verið
sjálfráðar. En nú stafa vand-
kvæði hennar fyrst og fremst
af afleitu stjórnarfari. Slíkt á-
stand er óréttlætanlegt með
öllu eftir mesta góðæristíma-
bil i sögu þjóðarinnar, eftir að
þjóðartekjumar hafa aukizt um
40-50% á hálfum áratug, eftir
að haldizt hafa í hendur sivax-
andi aflamagn, nægir markaðir
og afurðaverð sem hækkað hef-
ur ár frá ári. Þegar lánið leik-
ur þannig við þjóðina eru erf-
iðleikar í atvinnumálum aðeins
sjálfskaparvíti; ríkisstjóm sem
leiðir þegna sína út í þvilfkar
ógöngur ber að flokka undir
landplágur. — Austri.
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 - Símar 31055 og 30688 |
Meö bréfum, dags. 16. júní s.l., fep hlutafélaglð
í>ess á leit, að ríkisábyrgð verði veitt fyrir 90$ af and-
virði skuttogarsi,sem hlutafélagiö hefir hug á að láta smíða
hjá Rickraers Werft í Bremerhaven.
'Úb af Jiessu skal tekið frara, aö ráðuneytið hefír
oskað umsagnar skipaskoðunarst jorans ura ^etta mál, og send-
Ist hlutafélaginu hér með afrit af svarbréfl hans, dags. 7»
í>.ra., svo og afrit af bréfi skipaskoöunarstjorans, dags. IJ.
februar s.l.j um eldri beiðni um ríkisábyrgð fyrir kaupverði
skuttogara.
Jafnframt skal tekið fram, að ráðuneytið telur sér
ekki fsert aö raœla með ríkisábyrgð fyrir Útver h/f fyrir 90^
af kaupverði skuttogara.
3 fylgiskjöl endursendast.
Tll
ítver h/f t,
Siglufiröi.
Neitun Emils Jónssonar sjávarútvegsmálaráðherra.