Þjóðviljinn - 10.07.1966, Page 10
10 SlÐA «*■ ÞJEÓÐVIUINN — Sunnudagur 10. júlí 1066.
WILLIAM MULVIHILL
IFLUGVÉL I
HVERFUR|
sig fastan þar til bjart er orðið.
Ég veit hann er hættulegur, en
ég get ekki látið hann vena
þarna hjálparlausan. Grace. Ég
get ekki drepið mann á þann
hátt.
— Ég' skil það, sagði Grace.
En við verðum að fara varlega.
Það verður ekki auðvelt að kom-
ast upp fjallshlíðina.
— Við skulum koma, sagði
Bain. Hver mínúta er dýrmæt.
Þau börðust áfram gegnum
regnið og upp hálan stíginn og
komust loks að brunninum. Bain
hélt á byssunni og hjálpaði
Grace með lausu hendinnu
Það var erfið ferð yfir fjalls-
hrygginn í storminum, og þau
hvíldu sig stundarkorn þegar
þau voru komin efst á brúnina.
Það var ekki alveg eins mikið
úrhelli, en það var niðamyrkur,
t>g þau þreifuðu sig áfram eft-
ir stígnum sem þau þekktu svo
vel. Þau ösluðu berfætt í vatn-
inu og vindurinn lamdi þau í
augu og andlit. Þau runnu og
duttu og hjálpuðu hvort öðru á
fætur. Loks stóðu'þau á brunn-
barminum og horfðu niður.
Þau sáu aðeins hluta af hon-
um í myrkrinu, en þeim varð
ljóst. að hann var barmafullur
áf vatni. Þeim hafði ekki dottið
það í hug, meðan þau lágu í hell-
inum, en þegar þau stóðu i miðj-
um flaumnum sem fossaði niður
í holuna, skildist þeim, aðbrunn-
urinn . hafði fyllzt á fyrstu
klukkustundunum eftir að byrj-
aði að rigna.
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dóc?ó
Laugavegi 18 III hæð (lyfta)'
SÍMI 24-6-16.
P E R M A
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968.
DÖMUR
Hárgreiðsla við alira hæfi.
TJARNARSTOFAN
Tjarnargötu 10. Vonarstrsetis-
megin — Síml 14-6-62.
Hárgreiðslustofa
Austurbæjar
María Guðmundsdóttir
L,augavegi 13 — Sími 14-6-58
Nuddstofan er á sama stað.
Þau gengu hægt kringum
brunninn, beygðu sig niður í
vatnið og hrópuðu á O'Brien, en
þau sáu ekkert til hans og þau
fengu ekkert svar.
— Hann liggur á botninum,
sagði Grace. Það var ekki okk-
ur að kenna. Við mundum ekki
eftir rigningunni. Henni leið
illa.
— Það getur verið að hann sé
lifandi. sagði Bain.
— Já, sagði Grace. Ég hef eitt-
hvert hugboð um það.
Þau urðu hrædd þar sem þau
hímdu þama örmagna og þreytt
eftir ferðina i steypiregninu.
Grace stóð sjálfa sig að því að
óska þess að O'Brien væri dá-
inn. Bain var ekki lengur ó-
hultur í myrkrinu.
55
Þau flýttu sér niður fjalls-
hlíðina aftur »og heim í hellinn.
Hann sá fyrir sér, hvar O’Brien
beið einhvers staðar úti í svartri
nóttinni. Þau fundu hvernig
óttinn lagðist að þeim.
O'Brien ranglaði burt frá
brunninum; hann barðist gegn
hinni ofsalegu ógleði, sem hafði
þrúgað hann eftir að hann komst
uppúr brunninum með sléttu
veggjunum. Hann kastaði upp og
valt um koll; fætur og handlegg-
ir titruðu. Hann brölti á fætur,
gekk hægt áfram án þess að láta
myrkrið hindra sig, né regnið t>g
hálan, hættulegan stíginn. Ó-
sjálfrátt valdi hann leið sem
hann hafði gengið fyrir lörigu
og næstum gleymt. Bavíanahell-
irinn þar sem hann hafði í fyrsta
skipti skotið á þá. Hann rangl-
aði gegnum náttmyrkrið í -áttina
að tindinum, svo beygði hann og
stefndi niður bratta fjallshlíðina.
þar sem vindurinn feykti hon-
um upp að svörtu berginu, og fyr-
ir neðan hann var mörg hundr-
uð metra fall.
Hann kom að sprúngunni, þar
sem hann hafði beðið þess að
dýrin kæmu út. Hann gekk á-
fram, þar til hann fann hellinn
og skreiddist inn; hann fann
ramman apaþefinn áður en hann
valt útaf á þurrt gólfið.
Hann vaknaði nokkrum
klukkustundum seinna, stirður
og aumur um allan kroppinn.
Hann skreið lengra inn í hell-
inn og fór að nudda handleggi
og fætur til að örva blóðrásina.
Hann lokaði augunum og beið
eftir sólaruppkomunni. Regnið
hafði sjálfsagt drepið mörg dýr,
alveg eins og það hafði rétt ver-
ið búið að ganga af honum dauð-
urrr; það hlaut að vera sægur af
dýrum sem hann gæti étið áður
en sólin kæmi og eyðilegði þau:
feitar eðlur sem drukknað höfðu
í holum sínum, óheppnir fuglar,
sem rotazt höfðu við fjallsvegg-
inn. slöngur sem flúið höfðu úr
holum sínum og væru auðveld
bráð.
Hann sofnaði og endurlifði
martröðina í brunninum.
Hann lifði það allt upp aftur.
Vatnið náði honum í lendar, i
axlir. Brátt sá hann ekkert fyrir
regninu sem fossaði niður til
hans. Það varð dimmt. Vatnið
var kalt og fætumir voru dofn-
ir. Hann færði þá til, missti
jafnvægið og valt á hliðina.
Hann synti og tróð marvaðann
til að halda sér uppi.
Synti.
Hann fann slétta veggina og
náði taki á snös. Nóttin var kol-
dimm og vatnið beljaði í kring-
um hann. Hann myndi lifa.
Komast upp. Hann myndi þrauka
þennan tíma meðan vatnið
hækkaði, þar til hann næði taki
á brunnbarminum og gæti lyft
sér á land. Hann myndi lifa, lifa,
lifa......
Klukkustundu síðar fundu
skinnlausir fingurnir mjóa
sprungu og hann gat lyft sér nóg
til þess að hann náði taki á
brúninni með vinstri hendi. Lík-
aminn skalf og nötraði af hinni
ofsalegu áreynslu, en hann
slengdi sér til hliðar. fann tá-
festu, rykkti í af öllu afli og
var kominn upp. Hann lá á slétt-
um steininum eins og örmagna
fiskur og allt í kringum hann
fossaði vatnið.
Grace Monckton sat með byss-
una í höndunum og árvökul
augu. Hún sat í hellismunnanum
og í skugganum rétt fyrir aftan
hana lá Bain. Hann svaf.
Það var liðin vika siðan rigndi.
Dalurinn var grænn; gras óx á
grýttri jörðinni, trén lifðu og
runnamir urðu ræktarlegir og al-
þaktir blöðum; hinn þurri vetur
var liðinn, sumarið var komið
t>g alls staðar var líf. Það komu
hópar af sjaldgæfum fuglum, er
byggðu hreiður í fjallaskorunum.
Býflugumar suðuðu, þær komu
í flokkum og settust að f leyni-
legum glufum, sem njósnardýrin
höfðu fundið handa þeim.
Tveim dögum eftir regnið
hafði Mike Bain skotið gemsu
rétt fyrir utan hellinn. Hún hafði
komið gegnum eyðimörkina án
þess að hafa hugmynd um að
í gilinu væru öfl sem gætu skap-
að nýtt jafnvægi milli lífs og
dauða. Þau fláðu dýrið vandlega
og hlutuðu það sundur eins og
Grimmelmann hafði kennt þeim.
Þau skáru kjötið í sneiðar og
þurrkuðu það. Sumt suðu þau í
kjötkraft. Mike muldi beinin
með skrúflyklinum og sauð súpu
úr mergnum. Ekkert fór til
spillis. Þau ‘hreinsuðu húðina og
breiddu hana í skuggann til
þerris; þau höfðu ekki not fyrir
hana í svipinn, en þau höfðu
hugboð um að hún gæti komið
að gagni, að þau ættu að geyma
hana.
Þau fylgdust með þessu krafta-
verki lífsins af nýjum áhuga;
bau sáu dautt landslagið lifna á
ný, sáu furðulegar jurtir þjóta
upp úr rakri jörðinni; þau
fundu næstum hvernig jarðveg-
urinn gerbreyttist undir berum
fótum þeirra; sáu hvernig skor-
dýrahópamir stækkuðu og hlust-
uðu á ný hljóð í hálfrökkrinu.
Þaa vom eins og hhrfí af öllu
þessu, voru nátengd lífi, vexti
og dauða.
Þau höfðu nóg að borða og
nætumar vom mildari. Þau
veiddu farfugla við tjömina í
net og undarlegar snörur sem
Bain útbjó. Frá þvi að vera á
mörkum hungurdauða. höfðu þau
á viku komizt yfir allsnægtir.
En þau gátu ekki fagnað því.
Þau höfðu hugboð um að O'-
Brien væri lifandi og biði færis.
Þau fundu augu hans hvila á
sér, fundu að hann sat þarna
hátt uppi innanum steina t>g
klettasnasir. fylgdist með öllu
sem þau gerðu, rannsakaði at-
hafnir þeirra og beið þess að
tækifæri kæmi, þegar hann hefði
safnað kröftum á ný. Þau vissu
að hann var á lífi og myndi ráð-
ast til atlögu mjög bráðlega, ó-
vænt og án miskunnar.
Þau fóm aftur að brunninum
og leituðu alls staðar kringum
hann. Holan var full af vatni,
en vatnsborðið lækkaði með
hverjum degi. Þau vissu að ver-
ið gat að hann lægi á botninum,
en það liði langur timi áður en
þau gætu gengið úr skugga um
það. -
Það var einnig annar mögu-
leiki: hann hefði getað dmkkn-
að og vatnið fleytt honum með
sér útúr holunni og skorðað
hann í einhverri fjallaspmng-
unni. Þau leituðu tímunum sam-
an og sannfærðust um, að þann-
íg hefði það ekki verið.
Þriðji möguleikinn var sá. að
hann hefði haft þrek til að halda
sér á floti meðan vatnið hækk-
aði í branninum, og komast upp-
úr, og hann leyndist nú í ein-
hverri klettasprungu eða hátt
uppi í fjallinu og biði færis til
að koma þeim á óvart og drepa
þau.
Þau sáu engin spor eftir hann.
Þau hbrfðu upp að svarta tind-
inum og grandskoðuðu spmng-
umar í fjallsveggnum hundrað
sinnum á degi hverjum, bjugg-
ust við að sjá hann standa þar
eins og hann var vanur, nakinn
og svarthærðan, rólegan og tign-
arlegan. Þau sáu ekkert, en eftir
því sem dagarnir liðu. urðu þau
sannfærðari um að hann væri
þar, fundu augu hans hvíla á sér.
Þau biðu eftir því að hann
kæmi.
Bain vissi að hellirinn myndi
vera stórhættulegur, ef þau fæm
of langt frá honum, þannig að
O'Brien gæti komizt inn í hann.
Hann gæti beðið inni í myrkr-
inu eða í göngunum, sem þau
höfðu fundið, og læðzt að þeim
um nótt. Þau höfðu verið heppin
og skotið gemsu, svo að þau áttu
kjötbirgðir, en með tímanum
yrðu þau tilneydd að fara burt
frá hellinum til að afla meiri
matfanga. Auðvitað væri líka
hægt að veiða 0‘Brien í gildra.
Ef þau fæm út að degi til og
létu hann laumast inn, gætu
þau útbúið hindmn fyrir hann
t>g náð honum — en það gæti
orðið erfitt; svo margt gæti mis-
tekizt.
Þau héldu sig heima við hell-
inn og sváfu á víxl; þau byrgðu
eldinn fyrir utan svo að hann
lifði yfir nóttina. Þau strengdu
stálþráð og snúrur fyrir fram-
an hellismunnann og hengdu upp
box, dalla og ýmislegt annað
sem gat orsakað hávaða ef ein-
hver reyndi að komast inn. Bain
gróf sex feta djúpa gryfju bak-
við girðinguna og fyllti hana
með hvössum spýtum. Nú fannst
4796 — Þeir komast að því, að skemmdarverkamaðurinn hefur
vitað nákvæmlega hvað hann var að gera. Þeir uppgötva hverja
skemmdina á fætur annarri. Það er þýðingarlaust að reyna að
gera við þetta- Ekkert getur lengug orðið af keppninni. Hver
skyldi það vera sem af óskiljanlegum ástæðum hefur gert honum
þennan grikk? — Hann stefnir á næstu höfn til að senda skeyu
þaðan til Norfolk- Hann vill síður nota talstöð skipsins- Það er
aldrei að vita hver hlustar á bylgjunni ... — Þeir em í nánd við
land og klukkustund síðar lenda þeir í Pamlico Sound;
S KOTTA
1 m
— Aulinn þorði ekki að tala við mig, en setti skilaboð um
stefnumót á töfluna!
I
FÆREYJAR
FLOGIÐ STRAX
FARGJALD
GREITT SÍÐAR
Ferð á Olavsvökuna í Færeyjum dagana 27. júlí til
3. ágúst. ' a
Verð kr. 6.500,00 innifalin gisting, svefnpokapláss, mat-
ur og férðir um eyjarnar og flogið báðar leiðir Reykja-
vík — Vágar.
Einnig er hægt fyrir þá sem einungis vilja nota flugið
og gista hjá vinum og vandamönnum að nota sér að-
eins flugferðina. Kærkomið t'ækifæri til þess að kynna
sér þessa þjóðhátíð Færeyinga og skoða stórbrotið
landslag Færeyja. Þátttaka tilkynnist fyrir 15. júli til
ferðaskrifstofu okkar. Takmörkuð sæti.
UÐURJAKKAR
RÚSKINNSJAKKAR <
fyrir dömur
fyrir telpur
Verð frá kr. 1690,00
VIDGERÐIR
LEÐURVERKSTÆÐI
ÚLFARS A TIAS0NAR
Bröttugötu 3 B
Sími 24678.