Þjóðviljinn - 16.07.1966, Blaðsíða 1
Laugardagur 16. júlí 1966 — 31. árgangur — 156. tölublað
□
□
□
□
Nýtt malbikunarslitlag
lagt á Hafnarfjarðarveg
í gærmofgun var hafizt handa um að leggja nýtt
slitlag'á Hafnarfjarðarveg frá Engidal að Kópa-
vogslæk og er áætlað að það verk kosti um 5.5
miljónir króna. Eru það íslenzkir aðalverktakar
sem hafa tekið að sér verkið.
Verkið verður unnið í þrem áföngum og er um-
ferðinni þeint inn á hliðarvegi á meðan á malbik-
un hvers kafla um sig stendur yfir. í gærmorgun
var byrjað á fyrsta áfanganum en hann nær fráj
vegamótunum við Engidal að vegamótum Víf-
ilsstaðávegar. Er ráðgert að malbikun þessa fyrsta
áfanga verði lokið í kvöld.
Eftir helgina verður hafinn undirbúningur að
malbikun næsta áfanga er nær frá Vífilsstaða-
vegi að Amarnesi. Er ráðgert að öllu verkinu
verði lokið í þessum mánuði en sjálf malbikunin
tekur ekki nema 6 daga í allt eða tvo daga við
hvem áfanga. *
Ekki hefur verið lagt nýtt slitlag á Hafnarfjarð-
arveginn í heild frá því hann var malbikaður á
stríðsárunum, aðeins gert við einstaka kafla hans.
Kvikmyndatakan hefst á mémdagim
■ í gærkvöld komu til
laudsins tveir af dáðustu leik-
urum Svía, þau Eva Dahlbeck
og Gunnar Björnstrand og
danska söng- og leikkonan
Gitte Hænning. — Koma bau
hingað til að leika í kvik-
myndinni „Rauða skikkjan"
en hluti hennar verður tek-
inn í Axarfirði.
■ Að sögn Benedikts
Árnasonar, aðstoðarleikstjóra
hefur undirbúningur staðið
yfir s.l. mánuð en nú eru
allir leikendurnir komnir;
Rússiun sem Ieikur Hagbarð
og þeir sem leika bræðurna
sex komu til landsins fyrir
nokkru.
■ Þremenningarnir sem
komu til Reykjavikur í gær-
kvöld héldu norður í Axar-
fjörð með það sama og hefst
kvikmyndatakan á mánudag.
Augljós misnofkun á sfjórnorskránni:
Bráðabirgóalögin svipta
þjóna verkfallsréttinum
Sex ára drengur á
Siglufírði drukknar
\ #
Fjórða barnið er drukknar í vikunni
■ í fyrrakvöld varð það
sviplega slys á Siglufirði að
sex ára drengur féll í sjó-
inn af einni bryggjunni þar
Grein eftir Jónas
frá Hriflu í Þjóð-
viljanum á morgun
og drukknaði. Er þetta fjórða
bamið sem drukknar í þess-
ari viku.
Enginn sjónarvottur var að
slysinu en drengurinn mun hafa
hjólað fram bryggjuna og með
einhverjum hætti fallið af hjól-
inu og í sjóinn því hjólið
fannst liggjandi á bryggjunni
er farið var að leita drengsins.
Drengurinn fór að heiman frá
sér um kl. 9 um kvöldið. Strax
og hans var saknað var hafin
leit að honum og þótti sýnt er
hjólið fannst að hann hefði
fallið í sjóinn. Var fenginn kaf-
ari til þess að leita við bryggj-
una og fann hann lík litla
di'engsins um miðnætti um nótt-
ina.
Vegna fjarstaddra aðstand-
enda sem ekki hefur náðst til
er ekki hægt að birta nafn
litla drengsins að sinni.
Fyrir aðeins nokkrum vikum
drukknaði aftnar lítill drengur á
Siglufirði með sama hætti.
W//////////////////////////////?/////////Z//^
Jónas Jónsson frá Hriflu
ATHYGLI lesenda skal vakin a
því, að Jónas Jónsson frá
Hriflu, fyrrverandi ráðherra,
ritar grcin í Þjóðviljann á1
morgun, sunnudag.
i
AF ÖÐRU efni sunnudagsblaðs-
ins má nefna hvíldardags-
grein Austra, sem hann nefn-
ir „Beðið eftir nýrri ræðu“.
skákþátt og íþróttafréttir. |
ENNFREMUR bendum við les-'
cndunf á að í sunnudags-
blaðinu verður að finna at-
hyglisvcrðar upplýsingar um
rekstur eins af borgarfyrir-
tækjunum.
HM
FRÉTTIR
Ungverjaland
ilía, 3:1.
Bras-
® Uruguay — Frakk-
land, 2:1.
O Spánn — Sviss, 2:1.
/
■ N-Kórea — Chile, 1:1.
sjá síðu @
□ Ríkisstjórnin lét i
gær setja bráðabirgða-
lög þar sem verkfall
þjóna er bannað en
deilumál þeirra og veit-
ingamanna lögð fyrir
gerðardóm „sem ákveði
kaup og kjör faglærðra
framreiðslumanna og
barmanna í veitingahús-
um“. Skal hæstiréttur
sitípa þrjá menn í gerð-
ardóminn og ákveða hon-
um formann.
□ Ráðstöfun þessi er
aúgljós misnotkun á á-
kvæðum stjómarskrár-
innar um útgáfu bráða-
birgðalaga; í þeim birt-
ist löngun máttlausr-
ar ríkisstjórnar til að
stjórna með kröftum.
Þetta eru 25tu bráða-
birgðalögin sem viðreisn-
arstjómin setur, en fyrir
heimar tíð voru bráða-
birgðalög talin til eins-
dæma, og eiga einnig
að vera það samkvæmt
stjórnarskránni.
Framhald á 7. síðu.
Myndin er af, teikningu af Boeing • 727 C með merkjum og litum Flugfélags íslands. — Ljósm.
Þjóðv. A.K.).
Myndin er tekin á blaðamannafundi í gær er skýrt var frá þotukaupunum en á henni sjást talið
frá vinstri Óttar Möller, Björn Ólafsson og Jakob Frímannsson stjórnarmenn FÍ, Birgir Kjaran
formaður, Örn O. Johnson forstjóri og loks fulltrúar Boeingverksmiðjanna er undirrituðu samn-
' " • iugana. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
Samningar um þofukaupin undirrifaSir:
FLUGFELAG ISLANDS SAMDII
GÆR UM KAUP Á BOEING 727 C
■ í gær voru undirritaðir samningar um kaup Flugfé-
lags íslands á fyrstu þotunni til landsins og er hún af gerð-
inni Boeing 727 C.
■ Samningarnir voru undirritaðir með fyrirvara varð-
andi lántökur til kaupanna sem ekki hefur unnizt tími til
að ganga endanlega frá en heildarkostnaður verður 300
miljónir ísl. króna og hefur fengizt 80% lán frá banda-
rískum bönkum.
B í samningunum er gert ráð fyrir að þotan verði af-
greidd í maí mánuði 1967.
Samningana undirrituðu af
hálfu Flugfélags íslands Birgir
Kjaran, formaður félagsstjórnar
og örn Johnson forstjóri og af
hálfu Boeing verksmiðjanna Tom
Roth og Paul Petite.
Við þetta tækifæri sagði Örn
Johnson að þotukaupin væru
merkur áfangi í sögu félagsins
og vonaðist hann til að félagið
og þjóðin hefðu mikið gagn af
þeim.
Sagði örn að stjórn félagsins
hefði frá upphafi talið endurnýi-
un flugvélakostsins til innan-
landsflugs vera númer eitt. Eft-
ir að tvær Fokker Friendship
höfðu verið keyptar í þeim til-
gangi var . farið að hugsa til
þess að þæta flugvélakostinn til
millilandaflugs.
Voru skipaðar 3 nefndir,
tæknileg, flugtæknileg og við-
skiptaleg til þess að athuga þær
tegundir flugvéla sem gætu
komið til greina og varð niður-
staðan sú að Boeing þotan hent-
aði bezt.
Þá var næsta skrefið að tryggja
forkaupsrétt á þotunni og síðan
að útvega lán og ríkisábyrgð á
þeim. Eins og kunnugt er setti
íslenzka ríkisstjórnin þau skil-
yrði fyrir ríkisábyrgð að flug-
vélin lenti jafnan á Keflavíkur-
flugvelli.
Félagið hefur fallizt á það
skilyrði, en forstjórinn sagði að
það kæmi til með að auka rekstr-
arkostnaðinn mikið.. öm gat
þess í þessu sambnndi að flug-
vélin þyrfti ekki meira lending-
arpláss en aðrar flugvélar fé-
lagsins.
Þá lýsti örn þcrtunni nokkuð
og kvað burðargetu hennar
henta vel, flughraðinn væri mik-
ill og mætti nefna að flugtím-
inn milli Rvíkur og Kaupmanna-
hafnar væri 2,45 klst.
Þotan tekur 119 farþega, sé
vélin öll eitt farþegarými, en í
fáði er að hafa 2 fárrými, 1. og
Framhald á 10. síðu.