Þjóðviljinn - 16.07.1966, Blaðsíða 3
kaugardagur ÍB. JöK 1968 — ÞJÓÐVIUINN *- SÍÐA g
Stórfelldar kynþáttaóeirðir
í svertingjahverfi í Chicago
CHICAGO 15/7 — í þrjá daga samfleytt hafa
geisað miklar óeirðir í blökkumannahverfi Chic-
agoborgar. Ríkisstjórnin í Illinois hefur orðið að
bjóða út 3000 manna þjóðvarðliði til að skakka
leikinn. Tvær manneskjur hafa látið lífið, 14 ára
stúíka og rúmlega tvítugur maður. 68 hafa særzt
og um 200 hafa verið handteknir.
Leyniskyttur skiptust á skot-
um við lögregluna af húsþökum
og vopnaðir hópar fóru um göt-
ur hverfisins og rændu verzlan-
ir og lögðu eld í sumar. 68
manns hafa særzt sem fyrr
segir og 200 verið handteknir,
þar af eru þrettán sakaðir um
sviksamlegt samsæri.
Þ.ióðvarðliðið kemur til að-
stoðar þúsund manna lögreglu-
liði sem borgin hefur sent á
vettvang.
Óeirðirnar hófust er lögregl-
an lokaði fyrir vatn, þar sem
ungir negrar höfðu verið vanir
að kæla sig í miklum hitum,
í sameiginlegri yfirlýsingu hans sem nú eru í héraði þar. Þetta
og de Gaulle forseta segir, að , smáatvik varð sá neisti sem
ekki sé unnt að leysa Vietnam- nægði til að hleypa öllu í bál
deiluna nema fylgja í einu og og þrand. Ýmsir hópar fóru
öllu ákvæðum 'Genfarsáttmálans ránsferðir um göturnar og til-
frá 1954 um Indókína. raunir til að stöðva þá leiddu
Konungur Laos
í Israel
PARÍS 15/7 — Savang Vatt-
hana, konungur í Laos, er nú í
opinberri heimsókn í Frakklandi.
til vopnaviðskipta. Lögreglan á
svæðinu hefur vélbyssur til reiðu
en hefur ekki notað þær ennþá.
Martin Luther King, forystu-
maður í réttindabaráttu blökku-
manna, hefur reynt að stilla til
friðar, en menn hafa ekki vilj-
að á hann hlusta og í nótt leið
unnu lögreglumenn klukkustund-
um saman að því að koma aft-
ur á röð og reglu. King hefur
sakað borgaryfirvöldin í Chic-
ago um að bera ábyrgð á þessu
stórslysi, þar eð þau hafi látið
hjá líða að hefjast handa um
framkvæmd umsvifamikillar á-
ætlunar um aukin réttindi
blökkumönnum til handa — en
þeir eru þriðjungur af íbúum
borgarinnar — ein miljón tals-
ins.
Lögreglan segir að miklu hafi
verið rænt í mörgum verzlunum
og rúður brotnar í öllum verzl-
unum í eigu hvítra manna.
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu:
Ungverjar unnu hina sigur-
stranglegu Brasilíumenn 3:1
LONDON 15/7 — Ungverskir knattspyrnumenn
komu glæsilega á évart í heimsmeistarakeppninni
í dag með því að sigra Brasilíumenn með þrem
mörkum gegn einu í Liverpool í mjög spennandi
leik. Brasilíumenn hafa hingað til verið taldir
mjög líklegir til sigurs en nú þykir óvíst hvort
þeir komist upp úr sínum riðli í undanúrslit. —
Úrslit í öðrum leikjum í gær urðu þau að Spánn
vann Sviss 2:1, Uruguay Frakkland með 2:1 og
Norður-Kórea gerði jafntefli við Chile 1:1.
Ungverjar
Eftir þessi úrslit eru Ungverj-
ar, Brasilíumenn og Portúgalir
jafnir í sínum riðli, en Ungverj-
ar voru svo óheppnir í fyrra-
dag að tapa fyrir Portúgölum
þrátt fyrir yfirburði í leik.
Brasilíumenn unnu heims-
að ^ður en fyrra hálfleik lyki.
Á 64. mínútu skorar Janos Ferk-
as aftur fyrir Ungverja og varð
þá mikil ringulreið og taugaó-
styrkur í röðum Brasilíumanna.
Hrintu þeir Bene harkalega á 74.
mínútu og skoraði þá Meszoly
þriðja mark Ungverja úi^ víta-
spyrnu.
Áhorfendur voru fjölmargir og
fögnuðu ákaft glæsilegum leik
beggja liða.
Ósigur Frakka '
Uruguay lék við Frakkland í
London og voru Frakkarnir
langtum veikara lið, ^linkum
vörnin. Markamunurinn ’ hefði
að líkindum orðið miklu meiri
ef hellirigning hefði ekki torveld-
að mjög öll umsvif. Öll mörkin
þrjú voru skoruð í fyrri hálf-
Flugmenn sluppu
nauðulega undan
þrem Ijónum
) BRUSSEL 15/7 — Svissnesk
j leiguflugvél, sem var á leið
í . frá Vestur-Þýzkalandi til
London, varð að nauðlenda í
Brussel í dag og urðu flug-
stjóri og stýrimaður síðan að
brjótast út um glugga til að
sleppa undan þrem soltnum
ljónum.' Áhöfnin komst lífs
af, en sjálfsagt verða flug-
mönnunum ógleymanlegar
þær mínútur þegar stýrimað-
ur reyndi að halda urrandi
ljónunum í nokkurri fjar-
lægð með öxi meðan flug-
stjórinn reyndi að lenda.
Um leið og lent var brutust
flugmenn út um glugga og
stukku niður á flugbrautina.
Flugvélin var umkringd af
lögreglumönnum með vél-
skammbyssur þar til sérfróð-
ir menn komu á vettvang cg
hirtu ljónin.
Ekki er vitað með. hvaða
hætti ljónin brutust út úr
búri sínu, en flugstjórinn
vissi ekki fyrr en ljónsungi
stóð við fót honum og stærri
Ijónin tvö stefndu að flug-
mönnum. Ákveðið var að
nauðlenda sem skjótast, en
það reyndist nokkuð erfitt að
fá starfslið flugumferðar-
stjórnar til að trúa því sem
gerzt hafði — svöruðu þeir
í fyrstu út í hött.
Er vólin lækkaði flugið
espuðust Ijónin og tók þá
stýrimaður öxi af veggnum
og sveiflaði henni hart og
títt til að halda farþegunum
í skefjum.
Verið var að flytja ljónin
til markgreifans af Bath,
sem er eigandi þeirra. Lætur
greifi sér fátt um þetta at-
vik finnast og segir að ljón-
in séu smá og vita mein-
laus.
Indira Gandhi veitist bæði að
Kínverjim og Vesturveldum
meistarakeppnina árið 1958 og
1962 og er þetta fyrsti ósigur
þeirra í slíkri keppni. Ungverjar
hafa tvisvar hafnað í öðru sæti.
Það var Ungverjinn Bene sem
skoraði fyrsta markið þegar á
þriðju mínútu leiksins, en stað- leik' Liðin eru bæði sögð hafa
gengill Peles, Tostao, gat kvitt- leikið drengilega. Uruguay er nú
efst í sínum riðli og næst fer
England.
f Sheffield vann Spánn sinn
f.vrsta sigur og náði liðið 2:1
gegn Sviss — virðist sá leikur
ekki hafa orðið ýkja sögulegur.
MOSKVU 15/7 — í ræðu sem frú Indira Gandhi, forsætis-
ráðherra Indlands, hélt í veizlu í Kreml í dag, ásakaði hún
Kínverja fyrir að torvélda mjög ýmsum Asíu- og<Afríku-
þjóðum að fylgja fram hlutleysisstefnu sinni og Vestur-
veldin fyrir að gera bandalög við afturhaldsöfl í þróunar-
löndunum.
Frú Indira Gandhi nefndi ekki
nöfn — talaði um ,,meiriháttar!‘
Asíuland sem reyndi að eflavið-
sjár á alþjóðlegum vettvangi í
þeim tilgangi að réttlæta kreddu-
bundna trú á að stríð sé óum-
flýjanlegt.
Hún ræddi og um „viðkom-
andi lönd‘‘ sem gerðu henti-
stefnubandalög við öfl lénsveld-
is og aðals í Asíu og Afríkuþótt
vel væri kunnugt að þessi öfl
væru andstæð hagsmunun^ al-
Sakaðir um stríðsglæpi
Bandarískir flug-
menn fyrir rétt?
SAIGON-MOSKVA 15/7 —, Am-
erískar herflugvélar gerðu. í dag
114 árásarferðir til Norður-Viet-
nam eða fleiri en nokkru sinni
fyrr. Þær kröfur magnast nú
mjög í Hanoi, að handteknir
bandarískir sprengjuflugmenn
verði leiddir fyrir rett, sakaðir
um stríðsglæpi.
Bandarísku flugvélarnar gerðu
m.a. árás á brú eina, aðeins 30
km frá Hanoi og hafa ekki áð-
ur kastað- sprengjum að brúm
svo nálægt borginni.
Fréttaritari sovézka blaðsins
Izvestía i Hanoi skrifar, að þar
1 borg sé nú mikið talað ur
væntanleg réttarhöld yfir han.'
teknum bandarfskum flugmöni'
um. Segir hann að hundruð þús-
þýðu og velferð.
Frú Gandhi hefur reynt að
fá Kosygin forsætisráðherra til
að styðja að því að kölluð verði
saman friðarráðstefna um Viet-
nam. En.x Kosygin hefur gefið
það til kynna, að þótt hann virði
mikils frumkvæði indverska for-
sætisráðherrans þá geti hann
samt ekki gert neitt til þess að
slík ráðstefna verði kölluðsam-
an, nema því aðeins að stjórn
Norður-Vietnams biðji um það
sjálf. Frú Gandhi kom með hug-
mynd um nýja Genfarráðstefnu
áður en hún kom til Moskvu, og
r.ýtur í því máli nokkurs stuðn-
ings Nassers Egyptalandsforsefa
og Titos Júgóslavíuforseta.
Kosygin lét þess getið í sama
hófi, að það sé nauðsynlegt að
löhd sem berjast gegn nýlendú-
stefnu og heimsvaldastefnu taki
höndum saman, og vilja sumir
túlka orð þessi sem-tilmæli um
nánara pólitískt samstarf við
Indland.
Jafntefli
Norður-Kórea og Chile áttust
við í Middlesborough og var leik-
urinn mjög tvísýnn. , C.hilemenn
skoruðu fyrst, á fjórtándu mín-
útu leiksins og það sem eftir var
börðust andstæðingar þeirra eins
og ljón fyrir því að jafna. Ekki
var sýnd sérlega góð knatt-
spyrna, en með miklum dugnaði
og baráttuviija náðu Norður-
Kóreumenn jafntefli, sem þeir
eru taldir eiga fyllilega skilið.
Gerðist það er aðéins tvær mín-
útur voru til leiksloka. í þeim
riðli eru Sovétríkin og ftalía
efst með tvö stig hvort,. en. þæi
lið eiga eftir að keppa sín á
milli.
!ær af-
svar í Moskvn
MOSKVU 15/7 — Wilson for-
sætisráðherra Bretlands, kemur
til Moskvu á laugardag. Talið
er að hann muni reyna að fá
sovézka leiðtoga til að fallast á
hugmyndir Breta um ráðstefnu
um Vietnam, en jafnvíst er tal-
ið að þær tilraunir beri engan
árangur. Ýmsir skoða ferð Wil-
sons sem bragð í innanríkispóli-
tík hans: hann er tilneyddur til
að sannfæra vinstri menn í
flokki sínum um að hann sé
óþreytandi sáttasemjari og frið-
arboði í Vietnammálinu.
Er Wilson kom til Moskvu í
vetur leið varð samkomulag um
að leiðtogar beggja landa skyldu
hafa reglulega samband hver
við annan.
Er pundiB
í hœttu?
LONDON 15/7 — Hluta-
bréf féllu um margar milj-
ónir punda í kauphöllinni í
London í dag. Ástæðan er
tilkynning um ágreining
innan stjórnar Wilsons um
það, hvaða ráðstafanir þurfi
að gera til þess að verja
pundið falli.
Þessi óvissa leiddi til
þess að í kauphöllinni var
skráð stórfelldara verðfall
en nokkru sinni fyrr síð-
an stjórn Wilsons tók við
völdum. Um leið féll gengi
pundsins gagnvart dollar
úr 2.7880 til 2.7869.
Fjöldamorðingjans
leitað í Chkago
unda myrtra manna og limlestra
í borgum og sveitum landsins
verði aðalákærendur í þessu
máli.
Talsmaður bandaríska utan
ríkisráðuneytisins sagði í dag,
að stjórn sín hefði talsverðar á-
hyggjur af hugsanlegum réttar-
höldum yfir bandarískum föng-
um og hefði það vandamál verið
tekið upp eftir margvíslegum
leiðum við stjórnina í Hanoi.
Átján bandarískir öldungadeild-
arþingmenn, sem eru andhverfjr
stefnu Johnsons í Vietnam, hafa
sent stjóminni í Hanoi áskorun
um að láta ekki verða af réttar-
höldunum, því þau muni leiða
til hefndarráðstafana af hálfu
bandaríska hersins.
TAKID EFTIR!
Kaffibrennsla O. Johnson & Kaaber vekur at-
hygli viðskiptavina sinna á fréttatilkynningu í
dagblöðunum um mistök í afgreiðslu á káffi-
sendingu til fyrirtækisins.
Kaffibrennsla Ó. Johnson & Kaafe^
CHICAGO 15/7 — í gær var
framinn hryllilegur glæpur í
Chicago er óður morðingi brauzt
inn í íbúð hjúkrunarnema og
drap átta ungar stúlkur. Ein
komst lífs af, Corazon Amurao
frá Fillippseyjum, og lá hún í
djúpum svefni fram eftir degi
eftir að henni höfðu verið gefin
róandi lyf.
Um leið og hún vaknaði voru
henni, sýndar myndir af 200'
kynferðisglæpamönnum. en ekki
þekkti hún morðingjann af þeim.
Lögreglan telur sig samt hafa
ástæðu til bjartsýni, þar eð frk.
Amurao hafi gefið ýmsar nyt-
samlegar upplýsingar um morð-
ingjann og útlit hans. Hún seg-
ir hann vera hvítan mann, um
180 cm á hæð, stuttklipptan.
Leita nú um þúsund lögreglu-
menn þessa glæpamanns.
Corazon Amurao komst á þann
veg lífs af, að hún faldi sig und-
ir rúmi, og hefur glæpamaðurinn
gleymt henni. Aðspurð að því,
hvers vegna stúlkurnar hefðu
ekki hrópað á hjálp, taldi hun
að þær hefðu verið lamaðar af
skelfingu og auk þess ekki skil-
ið hvað í vændum var, er morð-
inginn neyddi þær hverja á fæt-
ur annarrí yfir i hliðarherbergi,
þar áem morðin voru framin.
HOTEL
HÓTFI,;
LOFTLEIÐIR
óska eftir að ráða nú þegar röskan karlmann til
starfa í þvottahúsi, og nökkrar starfsstúlkur tll
ýmissa hótelstarfa.
Upplýsingar hjá veitingastjóra Hótel Loftleiða. —
Sími 22322.