Þjóðviljinn - 28.08.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.08.1966, Blaðsíða 5
Sunrnidagur 28. ágúst 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐÁ g 19 dagar tíl kka Norðurlandakeppni Um þessa helgi eru aðeins 19 dagar eftir þar til Norræpu sundkeppninni lýkur. \ Ekki er rétt að vanþakka þá þátttöku, sem til þessa er orð- in í keppninni. Eigi er unnt að veita upp- lýsingar um fjölda þátttakenda í öllum sundlaugum, en eftir- farandi tölur sýna fjölda þeirra sem synt hafa í sundstöðum kaupstaðanna og hver þátttaka varð í lok keppninnar 1963 (talan í sviga). Sundhöll Kcflavíkur 1000 1144) Sundhöll Hafnarfj., 1200 (1556) NSundstaðir í Rvík 10002 (12551) Bjarnarlaug, Akranesi 765 (801) Sundhöll Isafjarðar 674 (970) Sundhöll Sauðárkróks 360 (471) SundhöU Siglufjarðar 355 (791) Sundhöll Ólafsfjarðar 330 (203) Sundh. Akureyrar 1755 (2517) SundhöII Húsavíkur 470 (543) SundhöII Seyðisfj. (er í viðgerð) Sund. Neskaupstaðar 450 (578) Sundh. Vestmannaeyja 460 (946) 1 sundlaugum kaupstaða hafa þegar synt 17828. Nokkrir sundstaðir utan kaup- staða hafa þegar náð hærri tölu en 1963. Eru líkur til þess að á sundstöðum utan kaupstaða verði þátttakan 10—12 þúsund í stað tæplega-9 þúsunda 1963. Vonandi tekst þá daga, sem nú eru eftir af keppnistímabil- inu að fá þá aðsókn til keppn- innar, að þátttakendafyldi á sundstöðum kaupstaða verði 38 þúsund í 'stað 22625 1963. Eí sú tala fæst mun Island sigra í þessari 5 þjóða „lands- keppni“ og þar með bæta i- þróttalega veg þjóðarinnar varðandi sigra í landskeppni í sumar. ( Það margir Islendingar eru syndir að engin fásinna er að ætla að ná megi þessu tak- marki. Meðfylgjandi mynd er af þeim sigurverðlaunum . sem Ól- afur Noregskonungur V. hefur gefið til keppninnar. Minnumst þess, góðir Islend- ingar, að 1951 unnum við sigurverðlaun, sem Hákon VII. Noregskónungur gaf til keppn- innar það ár. Okkur á aið geta tekizt enn að vinna norsk sigurverðlaun. Minnumst þess, að við erum talin einhver sundfærasta þjóð heimsins. Megi okkur takast að loknu keppnistímabili NORRÆNU SUNDKEPPNINNAR þann 15. september í ár að sýna að á því sviði höldum við velli. íþróttakikvangurinn / Moskvu í tölum ☆ íþróttaleikvangurinn mikli í Móskvu liggur í Luzjniki í útjáðri borgarinnar. Leik-_ vangurinn var tekinn í notk- un fyrir tíu árum, f tilefni þess afmælis hefur sovézka fréttastofan APN sent frá sér nokkrar tölur, sein hér fara á eftir. •k Á um ' 134 hektara svæði liggur í Luzjniki eitt stórt 'sýningarsvæði og annað minna, gifurlega mikil í- þróttahöll, sundhöll, æfinga- svæði, mikill fjöldi tennis- valla ásamt sérstöku æfinga- svæði unglinga. ★ Áhorfendapallarnir taka samtals 150.000 manns, og halda má kappleiki í 31 í- þróttagrein samtímis. ★ Undanfarin tíu ár hafa um 75 miljónir manna horft hér á 4.770 kappleiki, bæði milli- ríkjaleiki og kappleiki milli liða frá Sovétlýðveldunum. borgum og héruðum. ★ í Luzjniki hafa verið hald- in 11 heimsmeistaramót, 4 Evrópumeistaramót, æsku- lýðsmót; þar hafa farið fram kynningarmót æskufólks frá ýmsum löndum og þrjár „Spartakíöður" fyrir hina ýmsu kynflokka Sovétríkj- anna. ★ Á þessum áratug hafa far- ið fram á leikvanginum hundruð sýninga á allskonar íþróttum og meir en 15 milj- ónir manna hafa verið við- staddar. Á þessum sama ára- tug hafa listamenn og í- þróttamenn frá 131 landi komiö fram á ieikvanginum. ■k íþróttafélögin og klúbbarnir sem eru í föstum tengslum við íþróttaleikvanginn í Moskvu, hafa meir en 10.000 félagsmenn á öllum aldri. 2. deild Fram og ÍB V leika / kvöld 1 kvöld fæst úr því skorið hvort það verður Fram eða IBV sem leikur gegn Breiða- bliki til úrslita í 2. deild Is- landsmótsins í knattspymu. Vestmannaeyingar standa betur að vígi, þeir hafa hlotið 10 stig en Fram 9 stig, dugir Vest- mannaeyingum þvi jafntefli til að sigra í riðlinum. I fyrri leik þessara liða sigraði Fram 2:1. Leikurinn hefst á Melavelli kl. 7 í kvöld, dómari verður Hreiðar Ársælsson. Vestmanna- eyingar ætluðu að koma til Reykjavfkur strax í gærkvöld til að geta komið óþreyttir til leiks. 1. deild Va/ur teikur á Akureyrí Tveir leikir verða í 1. deild í dag og einn annað kvöld, en nú eiga öll liðin æftir að leika tvo leiki. Valur, sem er efsta liðið í deildinni, leikur gegn Akur- eyringum á Akureyri í dag kl. 4. Dómari verður Magnús Pét- ursson. Á Njarðvíkurvelli leika Kefl- víkingar gegn Akurnesingum. Leikurinn hefst kl. 4,15 og dóm- ari verður Grétar Norðfjörð. ☆ ☆ ☆ Annað' kvöld kl. 7,15 leika svo KR og Þróttur á Laugar- dalsvelli. NjarB víkurhreppur— skipulagsbreyting Kirkjustraeti 1D Tillaga að nýju skipulagi yfir svæði í Ytri-Njarð- vík verður til sýnis á skrifstofu Njarðvíkurhrepps, Þórustíg 3, Ytri-Njarðvík, dagana 29. ágúst — 7. október n.k. / Tillagan nær, yfir svæði, sem takmarkazt af Borg- arvegi að norðan, ónefndri götu að vestan og sunn- an og Hæðargötu ásamt Hólagötu að austan. Skriflegar athugasemdir skulu sendar undirrituð- um fyrir 24. október n.k. Þeir sem eigi gera at- hugasémdir fyrir þann tíma teljast samþykkja til- löguna. Byggingafulitrúinn, Nj arðvíkurhreppi. Hilmar Sigurðsson. TGRVLEnG BUXUR VIII. EM í frjálsíþróttum: i ! HVERJIR VERDA EVROPUMEISTARAR? EFTIR INGIMAR JÖNSSON □ Olympíu- og Evrópumeistarinn mætast í langstökki — Keppnin í stangarstökki krefst góðra tauga — Tsélkanova nálægt heimsmeti í langstökki □ — Baráttan um Evrópu- meistaratitilinn í langstökki verður á milli fimm stökkv- ara. Mestar líkur hafa náttúr- lega Olympíumeistarinn Lynn Davies (Engl.) sem stokkið héfur 8.18 m og nær að jafn- aði góðum árangri og sovézki Evrópumeistarinn Ter-Ovan- esjan sem náði að stökkva snemma á árinu 8,23 m. Báð- ir eru reyndir í íaginu og miklir keppnismenn. Finninn Stenius (8,16 m í sumar) er líka gamall í hettunni og nokkuð öruggur 8 m stökkv- ari. .Barkovski (Sovétr.) og Stalmach (Póllandi) eru hins- vegar nýrri í greininni en engu að síður líklegir að hreppa eitt af fremstu sæt- unum. □ — Einnig verður tvísýn keppnin í langstökki kvenna en þar mætast Mary Rand (Engl.) sem á núgildandi heimsmet 6,76 m og Tsélkan- ova (Sovétr.) sem að und- anförnu hefur höggvið nálægt meti Rand. Báðar hafa ver- ið fremstar í langstökki síð- ustu árin. Til "viðbótar koma þær Vscopoleanu frá Rúmen- íu (6,59) og Taliséva frá 5. GREIN | i Ter Ovanesjan. Sovétríkjunum (6,50). Mikla möguleika á sigri hefur Kir- sténstein ef hún tekur þátt í langstökkinu; en að áliti Tsél- kanovu er hún þeirra líkleg- ust til að verða fyrst til að stökkva sjö metra. En þar sem Kirsténstein tekur þátt í fleiri greinum (100 m 200 m og 4x100 m) eins og Mary Rand, þá ætti það ekki að koma á óvart ef þrekleysi kæmi í veg fyrir góðan ár- angur. □ — Síðustu vikurnar ríkti mikil spenna hjá stangar- stökkvurum Evrópu. Sjö höfðu stokkið yfir 5 m en þeim reyndist ókleift að hnekkja 2ja ára gömlu Evrópumeti Preussgers (5,15 m). Blisn- etsjov virtist komast næst þ'I'í að bæta metið en skorti áð síðustu 2 cm. Nú e» metið loksins1' fallið og var það Nordvig (A-Þýzka- land) sem tvíbætti það á móti í Varsjá 14. ágúst, fyrst í 5,17 m og síðan upp í „am- eríska hæð“ 5,23 m. Nordvig Nordvig er öruggur með 5 m og því .• líklegur til að bera sigur úr I býtum á ÆM, þótt keppnin . við Bli^netsjby, d'Encausse I (Frakkl.) og Lehnertz (V/ k Þýzkal.) verði hörð og tvísýn 9 og standi að venju yfir i K marga klukkutíma. En einmitt ^ það hefur reynzt mörgum b góðum stangarstökkvaranum " ofraun og sá sigrað sem P bezta úthaldið hefur haft og J beztu taugarnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.