Þjóðviljinn - 28.08.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.08.1966, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 28. ágúst 1966. Fréttaritari Lundúnablaðsins The Times ó geimíerðaráð- stefnurjni í Genf benti nýlega argur a það, að í framkomnum tillögum um geimferðalöggjöf væri ekkert, sem gerði róð fyr- ir þeim möguleika, að geimfar- ar framtíðarinnar hittu vits- munaverur frá öðrum hnöttum. Raunar er nú haft fyrir satt, að þetta mál hafi borið á góma í einkaviðræðum sovézkra og bandarískra sérfræðinga. En eftir nákvæma rannsókn þess árangurs, sem náðist mcð ferð Mariners IV., hafa menn kom- izt á þá skoðun, að ekki sé vitsmunaverur fyrir að hitta annarsstaðar í okkar sólkerfi. Hinsvegar virðist sú skoðun eiga auknu fylgi að fagna með líffræðingum og stjarneðlis- fræðingum, að á, Marz muni finnast' viss lífsform, en að vísu mjög frumstæð. Jafnframt þessu telja þessir aðilar, að utan .sólkerfisins, en þó innan okkar vetrarbrautar, 1— séu ef til vill um það bil einn miljarð- ur byggilegra hnatta með hita- stig og efnauppbyggingu nokk- urn veginn eins og á okkar JÖfð. Svo mikið er víst, að mögu- leikarnir 'fyrir lífi á öðrum hnöttum eru nú rannsakaðir af alvöru og með tilraunum, sem kosta ærið fé. Spurningin er löngu hætt áð vera leikur einn fyrir hugmyndaríka höfunda vísindaskáldsagnanna. Tveir höfundar, ánnar banda- rískur, hinn sovézkur, hafa ný- lega lokið við hugmyndaríka en þó algjörlega fræðilega bók um lífið á öðrum hnöttum. Höf- undarnir hafa ritað bókina í sámeiningu, en hafa þó verið í svipaðri aðstöðu og sætu þeir sitt á hvorum hnetti. Þeir hafa aldrei hitzt en skrifað bókina eftir bréfaskriftum. Nú er það — þrátt fyrir alla hugsanlega og tortryggða rit- skoðun — ólíkt fljótlegra að senda bréf frá Moskvu til Boston en að senda boð jafn- vel til næsta hnattar i okkar sólkerfi. Rithöfundarnir tveir — þeir eru dr. Carl Sagan frá Harward-háskóla og Josef Shmuelovich fró Sovézku vís- Rannsóknarstöðvar um hcim allan cru nú teknar að hlusta eftir hugsanlcgum radíósendingum fni vitsmunavcrum utan úr geimnum. Þcssi óvanalega mynd er tckin að næturlagi við risasjónauka stjörnurannsóknarstöðvarinnar i Nanccy við París- Hvítu strikin eru stjörnubrautir, afleiðing af snúningi jaröar, en myndin er tckin á þrem klukkustundum. indaakademíunni í Moskvu — vekja sjálfir athygli á því, að' jafnvel einföld skipting á radíómerkjum við næsta hugs- anlega byggða sólkerfi muni taka cá. 200 ár! Venus hafsjór af sódavatni Hvað viðkemur möguleikum fyrir lífi í okkar eigin sól- kerfi útiloka höfundarnir tveir að til séu annarsstaðar í þvi vitsmunaverur. Hinsvegar virð- ast þeir sannfærðir um áður- nefnd frumstæð lífsform 6 Marz og rökstyðja það með þeirri jgömlu .athugun, að stærð dimmra og ljósra svæða á Mynd úr bandarísku kvikmyndinni „Lokaður hnöttur". plánetunni breytist eftir árs- tíðum, þannig að „bylgja af rnyrkri1* líði inn yfir plánet- una um vorið og um sumarið þétt við pólsvæðin. Litrófs-' rannsóknir telja þeir hafa sannað það, að á dökku svæð- unum að minnsta kosti sé að finna. lífræn efni. Hvort um sé að ræða lifandi mólekúl, þora menn vart um að segja, fyrr en rannsóknir hafa farið fram é dökku svæðunum ^ Marz með hjólp sjólfvirkrar rannsóknastofu. Innan fímm ára ætti að hafa tekizt að koma slíkri rannsóknastofu ' til plánetunnar, og þá væru menn skref! nær til lausnar gátunní. Næstbeztir mÖguleikar þess nð finna lifandi mólekúl ættu að vera á Venusi. Við yfir- borð plánetunna^ er að því er menn halda of heitt, én vegna hins þétta skýjahjúps plánet- unnar er hvorki unnt að beita sjónauka né litrófsrannsóknum við athugun þessara móla. Rússinn og Bandaríkjamaður- inn hallast að þeirri kenningu, að plánetan sé eitt sjóðandi helvíti með rauðglóandi klett- um upp úr sódavatnshafi! Af þessum sökum búast þeir frek- ar víð því að finna hugsan- leg lifandi mólekúl í hinu kaldara, ytra lagi andrúmslofts- ins. , Strax og komið er út fyrir okkar eigið, litla sólkerfi, er málið allt erfiðara viðfangs. Vandræðin eru nefnilega þau, að við getum ekki, jafnvel í bezta stjörnusjónauka, séð plán- etur umhverfis aðrar stjörnur en okkar eigin sól. Við vitum þannig ekkert með vissu um það, að aðrar stjörnur hafi yfirleitt plánetur. Nú finnast hinsvegar um það bil 150■ miljarðar af stjörnum í okkar vetrarbraut, og þar cð nokkrir miljarðar þeirra eru í öllu falli í sama ásigkomulagi Qg af sömu stærð og okkar eig- in sól, — virðist það ósenni- legt, að ekki skuli einnig finn- ast nokkrir miljarðar af sól- kerfurh. Þann dag, þegar unnt reynist að koma fyrir stórum stjörnu- sjónauka á mánanum, ættu að vera fyrir því góðir möguleik- ar að athuga stærstu plánet- urnar kringum næstu ná- grannastjörnur vorar. Áðurnefndir höfundar gizka á töluna ca. 1 miljarður byggi- Iegra sólkerfa og telja stjörn- urnat Epsilon Eridani, Epsilon Indi og Tau Ceti næstu mögu- leikana — það er í 10, 11 og 12 Ijósára fjarlægð. Möguleik- ar þess að heimsækja jafnvel þessar nágrannastjörnur okk- ar virðast eins og sakir standa harla litlir. Jafnvel þótt unnt reyndist að smíða geimfar með allt að því ljóshraða, þá tæki ferðin fram og til baka ára- tug eða lengur. Undir öllum kringumstæðum yrði ferðin heldur einmanaleg, hver svo sem hana færi. Svo er afstæð- iskenningunhi fyrir að þakka, að víst er, að þegar ferðamenn sneru aftur eftir áratug eða svo, verða liðin mörg þúsund ár á jörðu „niðri". Radíóauga einn km í þvermál Svo mikið er víst, að þau lífs- form, sem finnast kunna á öðrum hnöttum, geta verið mjög frábrugðin því, sem við nú þekkjum. Bráðgreindar ver- ur þurfa hreint ekki að líta út eins og við! Fjölmargir vis- indamenn hafa velt þessu at- riði fyrir sér. Þannig setti sænski lífefnafræðingurinn Gösta Ehrensvard eitt sinn fram þá hugmynd, að hugsa megi sér greind langtum meiri en mannsins en tengda gífur- legu skýi gerðu úr því sem hann nefnir bio-mólekúl, sem öðru hverju dragíst saman. (til þess að einbeita sér að sérlega erfiðu viðfangsefni!) Sagan og hinn sovézki starfs- bróðir hans setja fram aðra tillögu engu síður æsandi: Hugsum okkur plánetur með gufuhvolf, sem aðeíns radíó- bylgjur geta brotizt í gegnum. Lifandi grelndarverur á slík- um hnetti hefðu í staðinn fyr- ir vort ljósauga radíóauga. Gestur fró jörðu ætti erfitt með að þekkja það sem hluta af einstaklingi, þar eð slíkt radíóauga yrði, til þess að vera eins næmt og okkar auga, að vera ca. einn kílómetrl í þver- mál. Nú þarf þó ekki að bíða þess að ná sambandi vlð greindar- fólk annarra sólkerfa til þess dags, þegar við eignumst nægi- lega hraðskreiðar eldflaugar. Við hofum möguleika til þess að taka -við radíóbylgjum, sem „ slíkar verur kunna að senda. * Alveg á sama hátt og við hér á jörðinni erum farin að leika okkur að hugsunintii um að gera vart við okkur úti í geimnum með einhverju ein- földu radíómerki, eins er eðli- legt að hugsa sér, að vitsmuna- verur úti í geimnum hafi dott- ið niður á sÖmu hugmynd. Þegar hafa verið gerðar til- raunir í þessa átt. Bandaríski stjörnufræðingurinn Frank Drake tengdi þannig næmt móttökutæki við stjörnusjón- auka sinn árið 1960 og fylgdist í 200 klukkustundir samfleytt með Tau Ceti — án þess þó að finna nokkurn vott um sam- hcngi í þeim fjölda af radíó- bylgjum, sem til okkar streyma úr öllum áttum. Drake reyndi einnig að út- búa elnfalt morkjamál, til þess að nota til þess að senda út í geiminn, en stóð svo frammí fyrir þeim leiðindum, áð nán- ustu samstarfsmönnum hans tókst ekki einu sinni að þýða merkjamálið! Sódóma eyði- lögð af atóm- sprengju Síðasti hlutinn af bók Sagans og Shmuelovichs fjallar af íullkomnu virðingarleysi um hin ýmsu merki þess, að jörð- in hafi þegar fengið heimsókn- ir frá öðrum hnöttum. Þeír minna á þá kenningu sovézks mannfræðings að Sódóma og Gómóra hafi- í raun og veru verið eyðilagðar af kjarnorku- sprengju •— sepi varpað hafi verið af ókurteisum gestum annarra hnatta. Þeir minna og á hellamálverk sem fundizt hafa í Sahara og kannski gætu verið af Marzbúum í geim- ferðabúningl! Sagan hefur grafið upp gamlar þjóðsögur Súmera, þar sem ýmislegt. má tákna sem merki urp heímsóknir frá heim- inum mikla handan okkar sól- kerfis. Að lokum komast höfundarn- ir þó að þeirri niðurstöð'i, sð vísu dálítið súrir á svipmn, eð sérhver tæknimenning. -- hvar í himingeiminum sem hún kann að vera — hafi eðlislæga til- hneigingu til þess að eyði- leggja sjálfa sig með kjarn- orkuvopnum og þessháttar. þegar néð sé vissu tækniþró- unarstigi. — Svona um það bil sama stigi og vjð erum nú á hér á „jörðu níðri'*. (Þýtt ór -,Information“). Kinks iiS fslands 12. sepfomber Hin vinsæla brezka bítla- hljómsveit „Thc Kínks'* er vænt- anleg öðru sinni til Rvíkur 12. næsta mónaðar, Hljómsveitin mun halda tvenna tónleika f Austurbæjarbíói 13.; og 14. sept. á vegum handknattleiksd. Vals. VÍSINDI OG TÆKNI i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.