Þjóðviljinn - 10.09.1966, Page 5

Þjóðviljinn - 10.09.1966, Page 5
Laugardagur 10. september 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J IDNlSÝNlNGIN w Gísti Þorkelsson efnaverkfrœSingur: Efnaiðnaðurinn á íslandi Skilgreining Þegar talað er um efnaiðn- að, öðru nafni kemiskan iðn- að, finnst mönnum sjálfsagt að átt sé við iðnað þar sem efna- breytingar fari fram á hráefn- um og þeim breytt þannig í fullunnar afurðir. Þessi skil- greining á efnaiðnaði er þó mjög ófullkomin og oft vill- andi, þar sem margar aðrar greinar iðnaðar nota efnabreyt- ingar við vinnslu sína og stund- um eru efnaiðnaðarvörur fram- leiddar við einfalda blöndun efna án nokkurra efnabreyt- inga. Skilgreining á hvað felst í hugtakinu „iðnaður" hefur ver- ið mjög á reiki, en Hagstofa Sameinuðu þjóðanna hefur gef- ið út flokkunarreglur sem Hag- stofa íslands notar í Iðnaðar- skýrslum 1950 og síðan. Þar er skilgreining á kemiskum iðnaði, að svo miklu leyti sem varðar íslenzkan efnaiðnað og er hún í grófum dráttum eftir- farandi: Kemiskur iðnaður: Framleiðsla kemiskra undir- stöðuefna þ.á.m. áburðar, as- etylengass, súrefnis o.fl. Framleiðsla jurta- og dýraolíu, þar undir mjöl- og lýsis- vinnsla (þ.á.m. hvalvinnsla). Snyrti- og hreinlætisvöru- framleiðsla: a. Framleiðsla sápu, þvotta- dufts. bóns, skóáburðar, kerta o.fl. b. Málningar- og lakkgerð; Framleiðsla á málningu, lökkum, lími og kítti. f þessari flokkun er lyfja- framleiðsla ekki talin með, en það er frávik frá flokkun Hag- stofu SÞ. Það verður Ijóst af þessu, að almennar efnagerðarvörur telj- ast ekki til efnaiðnaðar, en flokkast undir matvælaiðnað. Svo og osta- og skyrgerð. Sem- entsgerð telst til steinefnaiðn- aðar og svo mætti lengi telja upp greinar, sem samkvæmt eðli sínu mætti teljast efnaiðn- aður en flokkast öðruvísi. Skrá Hagstofunnar um ís- lenzkan efnaiðnað gefur þó litla hugmynd um íádæma fjöl- breytni og risavaxin afköst efnaiðnaðar í heiminum. Auk áburðarframleiðslu og lyfja, sem hvort tveggja eru mjög stórar og þýðingarmiklar grein- ar efnaiðnaðar, má nefna fram- leiðslu á ólíírænum sýrum, vít- issóda og söltum, litaiðnað, framleiðslu sprengieína og ým- iskonar undirstöðu og hjálpar- efna í plastiðnaði, vcfjariðnaði, landbúnaði o.fl. Til þess að geía hugmynd um risastærð og afköst efna- iðnaðarins í heiminum má nefna að verðmæti ársfram- leiðslu hans nálgast nú 100 miljarða dollara og fer jafnt og þétt vaxandi. Fjárfestingarþörf þessa iðn- aðar er yfirleitt mikil, og stór efnaiðnaðarfyrirtæki með fjöl- breytta framleiðslu krefjast mjög mikillar fjárfestingar, en skila mikilli framleiðni á hvern starfsmann og verðmætaaukn- ingu á efnunum, sem unnið er úr. Upphaf efnaiðnaðar hér á landi Enda þótt saga efnaiðnaðar sem sjálfstæðrar atvinnugrein- ar hér á landi sé ekki nema u.þ.b. hálfrar aldar gömul, má ætla að efnaiðnaður í ein- hverri mynd hafi vcrið iðkaður hér allt frá söguöld, en þá jafnan verið tengdur og talinn til vinnslu sjávar- og land- búnaðaraíurða. T.d. er liklegt að litklæði höfðingja hafi að einhverju leyti verið lituð með innlendum jurta- og jarðlitum. Kertagerð var þýðingarmikil fyrir helgiathafnir og guðs- þjónustur í kirkjum landsins og lýsi varð snemma míkilvæg út- flutningsvara. Skömmu fyrir heimsstyrjöld- ina fyrri má telja að efnaiðn- aður hefjist hér sem sjálfstæð r Hluta Islands af vísinda- styrkjum Nato '66 úthlutað Menntamálaráðuneytið hefur úthlutað fé því, sem kom í hlut fslendinga til ráðstöfunar til vísindastyrkja á vegum At- lanzhafsbandalagsins („NATO Science Fellowships") árið 1966. Umsækjendur voru átján, og hlutu tíu þeirra styrki sem hér segir: Agnar Ingólfsson, fuglafræð- ingur, 25 þúsund krónur, til að sækja alþjóðlegt mót fugla- fræðinga í Oxford 24.—30. júlí 1966 og til þess að rannsaka máva frá íslandi og Grænlandi í Dýrafræðisafninu í Kaup- mannahöfn. Brynjólfur Sandholt, héraðs- dýralæknir. 25 þúsund krónur, til að sækja námskeið í mat- vælaeftirliti við Dýralækna- og landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn. Axel V. Magnússon, garð- yrkjuskólakennari, 40 þúsund krónur. til framhaldsnáms í jarðvegs- og jurtaefnagreiningu við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfr.. svo og til að kynna sér starfsemi ýmissa er- lendra tilraunastöðva og efna- greiningastofnana á sviði land- búnaðar. Jón Stefán Arnórsson, B. Sc„ 40 þúsund krónur, til fram- haldsnáms i jarðefnafræði við Lundúnaháskóla. Magnús Óttar Magnússon, læknir, 25 þúsund krónur, til framhaldsnáms í lyflæknis- íræði, sórstaklega nýrnasjúk- dómum og meðferð og starf- rækslu gervinýra, við The Memorial Hospital, Worcester, Bandaríkjunum. Ólafur örn Arnarson, læknir 25 þúsund krónur, til fram- haldsnáms í þvagfæralækning- um við The Cleveland Clinic Educational Foundation, Cleve- land, Bandaríkjunum. Sveinbjörn Bjiirnsson, cðlis- fræðingur, 40 þúsund krónur, til námsdvalar í Bandaríkjun- um til að kynna sér aðferðir til mælinga á rafleiðni berglaga djúpt í jörðu og hagnýtingu slíkra aðferða í leit að jarð- hita. Þórey J. Sigurjónsdóittir, læknir, 35 þúsund krónur, til að ljúka framhaldsnámi í barnalækningum við Mayo Graduate School of Medicine, Rochester, Bandaríkjunum. Þorgeir Pálsson, B.Sc., 40 þúsund krónur, til framhalds- náms í flugvélaverkfræði við Massachusetts Institute of Tech- nology, Cambridge. Bandaríkj- unum. Þorlákur Sævar Halldórsson, læknir, 40 þúsund krónur til framhaldsnáms í barnalækn- ingum við Massachusetts Gene- ral Hospital. Boston, Banda- ríkjunum. (Frá menntamála- ráðuneytinu). atvinnugrein. Stofnaðar eru lýsisbræðslur, síldar- og fiski- mjölsverksmiðjur, sem vinna eingöngu úr innlendum hrá- efnum, en bráðlega koma einn- ig til sögunnar íyrirtæki sem vinna úr innfluttum hráefnum. Eins og vænta mátti voru þessar íyrstu eínaverksmiðjur smáar og búnar ófullkomnum tækjum. Framfarir og vöxtur í þessum iðnaði varð hægfara framan af m.a. vegna skorts á fjármagni og tæknimenntuð- um mönnum. Hráefni úr fisk- afurðum Efnaiðnaður, sem byggði á vinnslu fiskafurða var frá upphafi stærstur og þýðingar- mestur og framleiddi nær ein- göngu útflutningsafurðir. Með aukinni togaraútgerð og vax- andi síldveiðum á þriðja og fjórða tugi aldarinnar komst verulegur skriður á þennan iðnað. Stærri og fullkomnari síldarverksmiðjur og lýsis- vinnslustöðvar voru byggðar. Vélvæðing er stóraukin og efnaverkfræðikunnáttan tekin í þjónustu þeirra. Þessi þróun hefur haldið áfram og í dag má fullyrða að þessi iðnaður standi fyllilega jafnfætis iðnaði ann- arra þjóða í þessari grein, hvort sem um gæði afurðanna eða tæknilegan útbúnað er að ræða. Fiskimjölsiðnaður tók fyrst að vaxa með tilkomu hrað- frystihúsanna eftir 1940. Þessi iðnaður líkist í grundvallarat- riðum síldarmjölsiðnaðinum, en verksmiðjurnar eru yfirleitt minni og skortir því nokkuð á í nýtingu og hagkvæmni hans. Framleiðsla úr inn- fluttum hráefnum Þróun efnaiðnaðar, sem bygg- ist á innflutum hráefnum hef- ur orðið með allt öðrum hætti. ’ Fyrstu verksmiðjurnar, sem áttu fyrir sér einhverja fram- tíð voru stoínaðar um og eftir 1920. Þetta voru litlar verk- smiðjur sem framleiddu eink- um hreinlætisvörur, bón og skóáburð og eins asetylengas, súrefni og kalk. Næsta áratug verður lítil breyting á þessu, en með heims- kreppunni upp úr 1930 fór að^ gæta skorts á gjaldeyri og at- vinnuleysi íór í vöxt. Við það skapaðist grundvöllur fyrir ýmsan iðnað sem unnið gæti úr innfluttum hráefnum og veitt þannig atvinnu jafnframt því að hann sparaði erlendan gjald- eyri. I-Iömlur voru settar við innflutningi á ýmsum varningi og verndarlollum komið á. Upp úr þessum jarðvegi spratt fjöldi nýrra iðnaðarfyrirtækja. I efnaiðnaði voru á næsta ára- tug stofnaðar fjöldamargar nýjar verksmiðjur til fram- lciðslu á m.a. hreinlætisvörum, snyrtivörum, málningu, lökk- um, lími, bóni o. fl. í skjóli hafta fékk þessi iðnaður nokkurs konar einok- unaraðstöðu um hríð, eða fram yíir síðari styrjöld, en í ýmsum greinum voru einhver innflutn- ingshöft í gildi fram yfir 1960. Þessum iðnaði tókst á íurðu skömmum tíma að birgja inn- lenda markaðinn upp aí helztu vörutegundum þessara greina, þrátt fyrir algjöran skort á iðnþjálfuðu starfsliði í byrjun. Að vxsu vantaði töluvert upp á það vöruúrval, sem írjáls innflutningur veitir, og lengi vel voru lélegar eða ósmekk- legar umbúðir ljóður á afurð- I um þessa iðnaðar. Gæði afurð- anna hafa oft verið misjöfn, I einkum í byrjun en hafa farið batnandi og í ýmsum greinum komizt til jafns við innfluttar vörur. Eftir að farið var að losa um innflutningshöft og geía frjálsar efnaiðnaðarvörur hefur komið í ljós að sumt af þessum iðnaði getur ekki staðizt sam- keppni við innílutning. Þannig hefur snyrtivöruiðnaður að mestu leyti lagzt niður, dregið hefur mjög úr framleiðslu á bóni, skóáburði og sumum hreinlætisvörum, s.s. handsáp- um. Ekki mun þetta þó stafa nema að nokkru leyti af því að innlenda framleiðslan þoli ekki samanburð við innfluttar vör- ur í sama verðílokki. Til dæm- is geta innlendar verksmiðj- ur ekki leyft sér að íramleiða marga verð- eða gæðaflokka af sömu vörutegund vegna smæð- ar markaðarins, en aukinn kaupmáttur almennings leiðir af sér kröíur um mikið úrval og oft hámark gæða. í snyrti- vörum gætir einnig síbreyti- legrar tízku og mjög miklar kröíur eru gerðar til umbi'xða þeirra. Þrátt íyrir ]xað að samdrátt- ur hefur orðið í sumum þess- ara greina hafa aðrar greinar^ staðið sig í samkeppni við inn-j flutning eins og t.d. málningar- og límiðnaðurinn og allmikill hluti hreinlætisvöruiðnaðarins. j Eftir að létt var af höftum , hefur þessi hluti efnaiðnaðar- ins sem heild verið í vexti og ' þolir fyllilega samanburð við erlendar vörur að gæðum og verði. 4 verksmiðjur sýna þar rnáln- ingu auk annarra vörutegunda, sem þær framleiða. Harpa h.f. sýnir málningu, lökk, lím og fleiri kemiskar vörutegundir, m-a. notkxm á fínhúðunarefni á steinsteypta fleti. Málning h-f. sýnir málningu, lökk, lím, þéttikítti o.fl. Sýnir hún dæmi um notkun á Þan- þéttikítti til sprunguviðgerða á múr, þéttingu með gluggum og ísetningu á tvöföldu gleri. Enn- fremur er sýnd notkun á við- arlökkum, Epoxy-Biki og fleiri epoxyefnum- Sem dæmi um fjölbreytni í þessum iðnaði er þess getið að Málning h.f. fram- leiðir 287 vörutegundir- Pélur Snæland h.f. sýnir málningu og gúmmí- og poly- etersvamp til bólstrunar. Slippfélagið í Reykjavík h.f. sýnir málningu og unnar við- artegundir. Þrjár verksmiðjur sýna hreinlætisvörur tx-fl. H.F. Hreinn sýnir ýmsar hreinlætisvörur, bón og 21 teg- und af kertum. MjðU h-f. sýnir hreinlætis- vörur og bón. Sápugerðin Frigg sýnir hrein- lætisvörur fyrir heimili, stofn- anir og iðnað- Ein verksmiðja, Amanti sýnir snyrtivörur, m.a. Adrett há- krem, sólkrem og shampoo. Ein verksmiðja Isaga sýnir asetylengas og súrefni á hylkj- 1954 og er langstærsta efna- um og dæmi um notkun þeirra við logsuðu, og súrefnis á sjúkrahúsum. Framtíðarhorfur Hver er svo staða efnaiðnað- arins í íslenzkum iðnaði? Til þess að fá rétta mynd af hag- kvæmni hans fyrir þjóðarbú- skapinn verður að styðjast við víðtækar og nákvæmar hag- skýrslur- Því miður eru nýjar skýrslur um þessi efni ekki fyrir hendi en 1960 gaf Hag- stofan út all ítarlega skýrslu um iðnaðinn í landinu og vérð- ur að styðjast við hana og úr- vinnslu hennar í Fjármálatíð- indum nr. 1, 1964. Þar kemur í ljós að vinnsluvirði efnaiðn- aðarins á vinnuár eða vinnu- framleiðni er um 170 þús. kr. Þetta er ein allra mesta fram- leiðni í öllum iðnaðinum. að- eins steinefnaiðnaðurinn hafði meiri framleiðni eða 181 þús. kr., en meðal framleiðni alls iðnaðar á landinu var um 100 þús- krónur á vinnuár- Fram- leiðni efnaiðnaðar til vinnslu sjávarafurða og í öðrum efna- iðnaði hér á landi var mjög svipuð. Hins vegar var fjár- magnsþörf efnaiðnaðarins meiri Framhald á 7. síðu. Vísir að stóriðju Þá er loks að geta eina stór- iðjufyrirtækisins í efnaiðnaði á íslandi, sem er Áburðar- verksmiðja ríkisins. Eins og kunnugt er vinnur hún áburð úr lofti og vatni með aðstoð mikillar raforku og nokkurra aðstoðarefna. Hún var stofnuð verksmiðja á landinu, en verð- ur nú að flytja inn ammoniak um hríð vegna ónógrar afgangs- orku frá Sogsvirkjun. Átta sýnendur Á Iðnsýningunni 1966 sýna 8 efnaiðnrekendur framleiðslu sína á deild IX, en níunda efnaverksmiðjan H.F. Hreinn, sýnir á' deild VI. Líkur ú afbragðs- uppskeru í Sovét MOSKVU 8/9 — Erlendir sérfræðingar í Moskvu telja að kornuppskera 1 Sovétríkjunum í ár verði bézta uppskera um margra ára skeið. Talið er víst að uppskeran muni draga mjög úr gjaldeyrisvandræðum. Líklega er blaðið að snúast við, sagði einn sérfræðinganna. Það má hugsa sér að landbúnað- arstefnan með hækkun á vöru- verði til bænda og hvatning á ákveðnum sviðum einkarekstr- ar samyrkjubænda hafi lagt traustar undirstöður í landbún- aði. Þá hefur veðurfar verið mjög hagkvæmt í flestum landshlut- um. Á hinum víðfeðmu nýrækt- unarsvæðum austan við Úral- fjöll varð uppskeran miklu meiri en í fyrra. Ennþá hafa ekki endanlegar tölur komið fram, þar sem enn er unnið að uppskeru í þeim hlutum landsins sem liggja lengst í austri og vestri. Útvarpið í Peking skýrði frá því í dag að uppskera í Kína hafi einnig verið góð. Fréttir frá Kwangtung, Shan- ,si, Fukien, Shuntung og fleiri stöðum sýna að hrísgrjóna-, hveiti- og maísuppskera hefur aukizt. í Shuntung var hveiti- og maísuppskera 26 prósent meiri en í fyrra. Útvarpið bætti við að bænd- ur hefðu sigrazt á flóðum, jarð- skjálftum og öðrum náttúru- hamförum með því að tiléinka sér og beita kenningum Mao. Mussolini framdi sjálfs morð, segir í nýrri bók ítalskur höfundur heldur því fram í bók sem senn kemur út í Róm, að hugsanlegt sé, að einræðisherrann ítalski, Benito Mussolini, hafi framið sjálfs- morð eftir að hafa verið tek- inn til fanga af skæruliðum kommúnista árið 1945. Þessi kenning er algjörlega andstæð næstum því öllum frásögnUm af dauða einræðis- herrans. Það hefur fram til þessa verið haít fyrir satt, að hann hafi verið skotinn með vélbyssu ásamt frillu sinni húsi einu nálægt Como-vat'- inu. Þessu vill nú áðurgreindui höfundur neita. Hann heitir Marcello Trinali og bók hans nefnist Dongo — eftir bænum þar sem Mussolini fæddist. Trinali segir, að Mussolini hafi byrjað að hugsa um að stytta sér aldur eftir að stór- ráð fasista hafði rekið hann Bcnito Mussolini frá völdum i júh'mánuði 1943 Tveim mánuðum sxðar gaf hann þessa fyrirætlun sína i skyn i útvarpssendingu frá Múnchen. en áður höfðu þýzkir fallhlífa- hermenn bjargað honum. Höf- undurinn nefnir einnig grein í fasistablaðinu Civilta Fascista í lok árs 1945. í þeirri grein segir Mussolini að „sjálfsmorð beri ekki að skoða sem rag- mennsku heldur tákn hugrekk- is og sé nauðsynlegt og æski- legt undir vissum kringum- stæðum“. Trinali leggur ennfremur á- herzlu á það, að allmargir skæruliðar hafi sagt honum, að þeir hafi séð Mussolini bera skammbyssu inn í húsið þar sem honum var haldið föngn- um daginn fyrir dauða sinn. Að sögn Trinalis hefur skamm- byssan aldrei fundizt eftir það. Höfundurinn heldur því enn- fremur fram, að ef ekki sé fallizt á sjálfsmorðskenningu hans sé engin skýring á dauða frillunnar, Klöru Pettacis,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.