Þjóðviljinn - 23.09.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.09.1966, Blaðsíða 7
t Föstudagur 23. september 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 'J Gylfi kominn heim frá Júgéslavíu Framhald af 10. síðu. egromenn og að síðustu skiptist landið svo í 6 lýðveldi. Stærð Iandsins er 250 ferkm. og íbúa- taia 20 miljónir. Það sem sam- einar þessar þjóðir í eina heild, þótt margt skilji f- milli er að 82% íbúanna eru suður (júgó)- slavar. Fór Gylfi viðurkenningarorðum um þá iðn- og efnahagsþróun sem orðið hefði í Júgóslavíu eft- ir stríð, hefðu milli stríða 80% lifað á landbúnaði, en nú lifðu 52% af iðnaði og 48 af landbún- aði. Sagði hann iðnþróunina skiptast í fjögur tímabil, fyrst hefði verið uppbygging með að- stoð Sameinuðu þjóðanna eftir 1945, 1947 hefði byrjað fyrsta 5 ára áætlunin með aðstoð Sovét- ríkjanna, en 1948 hafizt deilur þeirra í milli, sem hefðu leitt til þess að Sovétríkin hættu aðstoð- inni. Þriðja tímabilið, 1951—56 hefði einkennzt af lánum og tækniaðstoð frá Bandaríkjunum, en eftir 1957 hefði verið tekin sjálfstæð stefna í efnahagsmál- um án aðstoðar frá Sovétríkjun- um eða Bandaríkjunum, og al- gert hlutleysi í utanríkismálum. Þá kvað Gylfi efnahagsþróun- ina f Júgóslavíu ekki eiga sér hliðstæðu í þeiminum. Hefði verið byrjað að þjóðnýta land- búnaðirin fyrst eftir stríðið, en ekki tekizt sem skyldi og iörð- unum því verið skipt aftur upp á milli smábænda og hefði ver- ið búið að skipta 88% landbún- aðarlandsins þannig 1960, þó hefði yfir helmingur bændanna ýmiskonar samvinnu. Síðan 1963 er hinn sósíalski hluti lapdbún- aðarins aðeins 16% af heildar- búskapnum, en það eru stór samyrkjubú, sem gefa af sér mesta arðinn. Er þessi skipan landbúnaðarmálanna aðeins ein vísbending þess, að efnahags- kerfið þarna er mjög ólíkt því sem tíðkast bæði í Austur- og Vestur-Evrópu, sagði Gylfi, enda er þar talað um júgóslavneskan sósíalisma og hann talinn jafn andstæður amerískum . kapítal- isma og sovézkum sósialisma. Sjálfstjóm á fyrirtækjum í iðnaðinum er það grundvall- arregla að allt, landið, námur og framleiðslutæki er í eðli sínu talið samfélagseign, en sérhverju iðnfyrirtæki er stjórnað af fólk- inu sem við' það vinnur og er tilgangurinn að forðast þannig ríkisrekstur. Starfsfólkið fær eignarhald á öllu sem tilheyrir fyrirtækinu og kýs sér fórstjóra til ákveðins tíma og að öðru leyti er fyrirtækinu stjómað áf svokölluðu verkamannaráði sem starfsfólkið kýs úr sínum hópi. Þama er sem sagt enginn einka- rekstur, sagði Gylfi, en heldur ekki ríkisrekstur. Fyrirtækið á sjálft gróðann af framleiðslunni og ræður hvemig honum ervar- ið, hvort kaupið er hækkað eða honum variðí aukna fjárfestingu. Tapi fyrirtækið getur það feng- ið bankálán eða lán frá öðru fyrirtæki — þó ekki endalaust. Starfsfólk fyrirtækisins stjórnar því að öllu leyti og má gera eins og því sýnist, það eina sem ekki má gera er að selja eignimar eða fyrirtækið í heild. Þá minntist ráðherrann á lífs- kjör í Júgóslavíu sem hannkvað talsvert fyrir neðan það sem hér er, en skólamál kvað hannstanda á svipuðu stigi, en þar hefði verið við geysileg vandamál að etja og hefðu 26% landsmanna verið ólæs fyrir stríð, en nú sæti 5. hver maður á skólabekk og hefðu útgjöld til skólamála áttfaldazt á sl. 8 árum. Mihailov Að síðustu minntist Gylfi - Þ. Gíslason lítillega á mál Mihailovs og kvaðst hafa spurzt fyrir um það og hefði Vípotnik mennta- málaráðherra svarað því til, að þetta mál væri miklu þekktara erlendis en heima fyrir, þar væri ekki gert mikið úr þessu. Mihailov hefði verið kennari við lítinn háskóla og þegið boð til Sovétríkjanna, hann hefði síð- an tekið að gagnrýna Sovétrík- in og hefði ekkert verið gert bess vegna þótt það hefði kom- ið sér illa fyrir Júgóslava, en þegar hann fór líka að gagn- rýna kommúnismann, þá gátum við ekki tekið því þegjandi, hafði Vípotnik sagt, því það er ekki heimilt. Dró Gylfi þá ályktun af þessu að þótt efnahagsmálum væri mjög ólíkt stjómað og í öðrum sósíalistískum löndum, væri landið þó einræðisríki! Allsherjarverk- fall í V-Bengal KALKUTTA 22/9 — Kalkutta, stærsta borg á Indlandi var sem lömuð í dag vegna allsherjar- verkfalls sem hófst í morgun að undirlagi samfylkingarsamtaka vinstri flokka undir stjórn kommúnista. Allsherjarverkfallið á að standa í 48 klukkustundir í fylk- inu Vestur-Bengal og er það gert í mótmælaskyni vegna verð- hækkana og matvælaskorts. Allt lögreglulið í Vestur-Ben- gal með liðsauka sex lögreglu- deilda frá öðrum fylkjum í Ind- landi voru á verði í dag til að koma í veg fyrir hugsanlegar ó- eirðir í sambandi við verkfallið. í gær handtók lögreglan 2000 manns og segja stjórnarand- stöðuflokkar að flestir þeirra séu starfsmenn stjórnmálaflokka. í svipuðu verkfalli í febrúar kom til óeirða og týndu 40 manns lífi. Þjóðþingsflokkurinn hefur skorað á íbúa fylkisins að taka ekki þátt í verkfallinu. Fryst síld Framhald af 1. síðu. reyndist 7% af síldinni skemm- ast við aft moka henni upp með háf og voru það mest leyndar skemmdir. Var þá aftur leyft að nota krabba við löndun. (Ljósm. Þjóðviljans Hj. G.). Fjérðungsþing Framhald af 10. síðu. ritari: Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri í Ólafjfirði; vararit- ari: Magnús E. Guðjónsson, bæj- arstjóri ú Akureyri og meðstj.: Jóhann Skaftason, sýslumaður, Húsavík. Þingið samþykkti allmargar á- Iyktanir varðandi hagsmunamál byggðanna í Norðlendingafjórð- ungi, meðal annars varðandi framkvæmdaáætlun Norður- lands, atvinnujöfnunarsjóð, stað- setningu atvinnufyrirtækja og samgöngumál. minningarspjöld ★ Minningarkort S jálfsbjargar fást á eftirtöldum stöðum. I Reykjavík: Bókabúð Isafoldar. Austurstræti 8, Bókabúðinni Laugamesvegi 52, Bókabúð- inni Helgafeili, Laugavegi 109. Bókabúð Stefáns Stefánsson- ar. Laugavegi 8, Skóverzlun Sigurbjörns Þorgeirssonar, Miðbæ Háaleitisbraut 58—60. hjá Davíð Garðarssyni, orth- opskósmið, Bergstaðastræti 48 Reykjavíkurapóteki, Holts- apóteki. Garðsapóteki, Vestur- bæjarapóteki og I skrifstofu Sjálfsbjargar, Bræðraborgar- stíg 9. í Kópavogi: hjá Sig- urjóni Bjömssyni, Pósthúsi Kópavogs. I Hafnarfirði; hjá Valtý Sæmundssyni, Öldu- götu 9. ★ Munxð minningarspjöld Hjartaverndar er fást á skrif- stofu Læknafélagsins Braut- arholti 6, Ferðaskrifstofunni Útsýn. Austurstræti 17 og á skrifstofu samtakanna. > Jón Finnson hæstaréttarlögmaður Sölvhólsgötu 4. (Sambandshúsinu III. hæð) Símar: 233?’’ og 12343 Búvöruverðið Framhald af 1. síðu. á kindakjöti, smjöri og nýmjólk óbreytt. Rjómi, skyr, slátur og kartöflur hækka hins vegar tals- vert í verði en því er mætt með lækkuðu verði á osti vegna nið- urgreiðslu úr ríkissjóði, þannig að í heild mun verðbreytingin ekki hafa áhrif á visitöluna til hækkunar. Að því er Sveinn Tryggva- son framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins skýrði Þjóðviljanum frá í gær hækkar heilflaska af rjóma úr 87,60 í | kr. .89,20 og rjómi í hyrnum. 1/4 lítri, hækkar úr kr. 22,15 í kr. 22,55. Ennfremur hækkar skyr úr kr. 21,50 kílóið í kr. 21.95. Ostur lækkar hins vegar tals- vert í verði, 45% ostur úr kr. 128,80 kílóið í kr. 106,20 og 30% ostur úr kr. 93,15 í kr. 80,00. Slátur hækka sem hér segir: Lifur hækkar úr kr. 83,35 (kr 81,30 í fyrrahaust) í kr. 95,15. Hjörtu og nýru hækka úr kr. 57,40 (kr. 56,00 í fyrrahaust) í kr. 63,30. Heil slátur með sviðn- um haus hækka úr kr. 71,00 í fyrrahaust í kr. 80,00. Loks hækka kartöflur, I. fl., úr kr. 12,55'kílóið (kr. 11,70 í fyrrahaust) í kr. 12,80, og II. fl. hækkar úr kr. 10,15 í kr. 11,10. Niðurgreiðslurnar Þá sagði Sveinn að niður- greiðslur á landbúnaðarafurðum hækkuðu í stórum dráttum sem hér segir: Dilkakjöt var í fyrra greitt niður um kr. 17,30 hvert kíló, allir verðflokkar jafnt. Nú verð- ur niðurgreiðsla á I. flokki kr. 23,18, á II. flokki kr. 22,61 og á III. flokki kr. 21,59. Niðurgreiðsla á IV. flokki kindakjöts, ærkjöti, hækkar úr kr. 5.00 í fyrra í kr. 7,76. Niðurgreiðsla á mjólk hækk- ar úr kr. 4,72 á lítra í kr. 5,35, bæði í lausu máli og í hyrnum. Loks er nú tekin upp niður- greiðsla á osti sem áður var ekki greiddur niður. Er 45% ostur greiddur niður um kr. 25,00 kílóið og 30% ostur um kr. 19,00. Þing ÆF Framhald af 1. síðu. þetta eitt það fjölmennasta i sögu hreyfingarinnar, búizt er við um 100 fulltrúum víðsvegar að af Iandinu, auk þess sitja þingið erlendir gestir og fulltrú- ar Sósíalistaflokksins og Sósíal- istafélags Reykjavíkur. Þess ber áð geta að leiður misskilningur átti sér stað í æskulýðssíðu blaðs- ins í gær, þar sem sagt var að von væri á f jölda %rlendra gesta og talin úpp nöfn ýmissa félaga, sem senda myndu fulltrúa á þingið, en enn er ekki ljóst hversu margir þeirra geta þegið boðið. Dúnsængur Æðardúnsængur Gæsadúnsængur Vöggusængur Fiður-Hálfdúnn Sængurver-Koddar Dúnhelt léreft, enskt Drengjajakkaföt Matrosföt Drengjabuxur Drengjaskyrtur, kr. 75,00 Þýzk rúmteppi Kaupum æðardún. PÓSTSENDUM. Vesturgötu 12, sími 13570. ■ Sjónvarpstæki. B Segulbandstæki. B Útvarpstæki. fl Plötuspilarar. Frændur vorir Norð- menn vanda vörur sínar. RADIONETTE tækin eru norsk. ÁRS ÁBYRGÐ, eigið verk- stæði. Radionette verzlunin Aðalstræti 18. Sími 16995. ____ Aemw l/augaveg 55 urogskartgripir KORNELlUS JÚNSS0N skólavordustig 8 TUnðlG€lÍS siðttsmacttoKGoii Fást í Bókabúð Máls og menningar Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — ★ FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI á allar tegundir bíla OTUR Hrlngbraut 121. Sími 10659. Saumavélaviðgerðir Ljósmyndavéla- viðgerðir — FLJÓT AFGREIÐSLA — SYLGJA Laufásvegi 19 (bakhús) Sími 12656. BRAUÐHUSIÐ SNACK BAR ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR ★ SÆNGURVER LÖK KODDAVER Skólavörðustig 21. KRYDDRASPIÐ FÆST i NÆSTU BÚÐ Þýzkar og ítalskar Laugavegi 126. BRl DG HJÓLBARÐAR Önnumst allar viðgerðir dráttarvélahjólbörðum Sendum um allt land Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Reykjavík Sími 31055 Síaukin sala sannargæðin. BiRIDGESTÓNE veitir aukið öryggi í akstri. BRI DGESTONE ávallt fyrirliggiandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og Viðgerðir Gummbarðinn h.f- Brautarholti 8 Sími 17-9-84 Smurt brauð Snittur broucí bœr við Óðinstorg. Sími 20-4-90. BlL A LÖKK Grunnur Fyllir Sparsl Þynnir Bón. kvenpeysur. Elfur Laugavegi 38. Skólavörðustíg 13. Snorrabraut 38. SMURT BRAUÐ SNTTTUR BRAUÐTERTUR ★ Sími: 24631 ÁSGEIR ÖLAFSSON heildv. Vonarstræti 12. Sími 11075. V5 öxeiecret £>ezt KHaSfO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.