Þjóðviljinn - 23.09.1966, Blaðsíða 4
1
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 23. september 1966
Otgefandi:' Sameiningarflokkair alþýdu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson.
Sími 17-500 (5 línur). Askriftaarverð kr. 105.00 á mánuöi. Lausa-
söluverð kr. 7.00.
Stöðvast síldveiðarnar?
'IV'okkur líkindi virðast til þess að ríkisstjórninni
verði enn nokkuð ágengt í hinni sérkennilegu
viðreisn sem meðal annars hefur skýrt komið fram
í hruni togaraflotans og stórfelldum erfiðleikum
mikils hluta vélbátaflotans. Getur svo farið að
dragi ’til stöðvunar síldveiðiflotans inrian skamms
ef rokið verður til og síldarverðið stórlækkað.
Nú þegar er hafin áróðursherferð í útvarpi og
blöðum til að réttlæta lækkun, og er Sveinn Bene-
diktsson ófeiminn að skýra frá því að honum hafi
tekizt að hafa hallarekstur á Síldarverksmiðjum
ríkisins og á manni að skiljast að allt sígi þar á
ógæfuhlið. Hins vegar hefur ekki virzt að rekstur
síldarverksmiðja væri sérstaklega óarðbær- und-
anfarin ár, og mætti sennilega hafa nokkurt mið
af því hve mjög þeim hefur fjölgað, íslenzkir af-
vinnurekendur eru ekki þekktir fyrir það að festa
fé sitt í atvinnufyrirtækjum af hugsjónaástæðum,
heldur leita fjármunir þeirra gjarna þangað sem
gróða er von; hitt er svo nánast reikningsatriði
hvernig þeir geta samt sem áður alltáf verið að
tapa og þurfa að vera á ríkisstyrkjum með rekstur
sinn áratug eftir áratug, hvað sem líður blessun
einkaframtaksins.
*
¥|VÍ var haldið fram í verðlagsráði sjávarútvegs-
* ins í fyrrasumar að síldarverksmiðjumar á
Austurlandi hefðu grætt á einu ári um miljón
króna að.meðaltali af hverjum síldarbát sem þær
skiptu við að staðaldri, og mundi mörgum þykja
myndarlega að verið. Og enn er með öllu óupp-
gerður, og óbættur einn stærsti þjófnaður sem
upp hefur komizt á íslandi; þjófnaðurinn af síld-
veiðimönnum með mælingu síldarinnar. Mörgum
sjómanni og útgerðarmanni myndi virðast svo sem
þeir ættu nokkuð inni hjá síldarverksmiðjunum
og öðrum vinnslustöðvum og óþarft sé og ófærf
að sveifla síldarverðinu til stórfelldrar lækkunar
um leið og afurðir lækka á mörkuðum og meðan
óséð er hvort sú lækkun verður varanleg.
*
F^eir geta náttúrlega brallað saman stórfellda
* lækkuri síldarverðsins, bræðumir Sveinn og
Bjarni Benediktssynir, en alls óvíst að síldveiði-
sjómenn héldu þá áfram að veiða síld. Sjómenn
hafa sýnt þessari ríkisstjórn í tvo heima og m.a.
afnumið með því bráðabirgðalög sem þeir vildu
ekki una. Mundi því ráðlegt að stjórnarvöldin
kynntu sér það áður en síldarverðið verður end-
anlega ákveðið að þessu sinni hvort síldveiðarnar
muni halda áfram að þeirri verðákvörðun gerðri.
Það gæti sparað ríkisstjórninni að vinna eitt hinna
sérs'tæðu afreka í atvinnulífinu sem menri þekkja
orðið svo vel af reynslu. o? riióðinni allri það
tjón sem af því yrði að síldarvertíðin í ár yrði ekki
lengri en cwrðið er. — s.
Stofnað félag til að vinna a& vd>
ferðarmálum heyrnardaufra barna
Q Nýlega hefur verið
stofnað Foreldra- og
styrktarfélag heyrnar-
daufra og er markmið
félagsins að vinna að
margháttuðum vel-
ferðarmálum heyrnar-
daufra bama og efla
starfsemi Heyrnleys-
ingjaskólans. í frétta-
tilkynningu sem Þjóð-
viljanum barst 1 gær
frá félaginu segir svo
um s’fofnun þess og til-
gang:
Dagana 14,—16- september
var haldið námskeið á vegum
Heyrnleysingjaskólans fyrir
foreldra heymardaufra barna:
Eftirtaldir aðilar fluttu
fræðsluerindi: Guðmundur Eyj-
ólfsson, læknir, sem talaði um
eymasiúkdóma og mögulega
meðferð þeirra. Gylfi Balduns-
són, heyrnarfræðingur, talaði
um heyrnarmælingar og heym-
arfræði og Sigurjón Björnssón,
sálfræðingur, talaði um upp-
eldisvandamál heyrnardaufra
bama-
Almennar umræður og fyr-
Frá foreldranámskeiði Heyrnleysingjaskólans. — (Ljósm.: Bj. Bj.).
sakar málleysi eins og kunnugí
er, en þeir sem hafa lítið og
ófullkomið mál, einangrast oft-
ast frá öðru fólki, verða ein-
mana og flestir misskilja þá.
Megintilgangur allrar kennslu
heyrnardaufra er að kenna
þeim mál og opna þeim þannig
leið til að blanda geði viðsam-
borgara sína og njóta þess
annars, sem málið veitir mögu-
Tveir nemenda í Heyrnleysingjaskólanum.
irspurnir voru að erindunum
loknum.
Þá héldu skólastjóri og kenn-
arar skólans umræðufundi með
föreldrum, kom þar fram að
heyrnardauf böm hafa stund-
um komið seinna en æskulegt
væri til sérstakrar meðferðar,
þó veruleg bót hafi orðið á því
með tilkomu Heymarhjálpar-
stöðvarinnar. Einnig voru
sýndar fræðslukvikmyndir. Voru
þátttakendur milli 50 og 60
víðsvegar að af landinu.
Þá var stofnað Foreldra- og
styrktarféiag heymardaufra til
þess að vinna að margháttuðum
veiferðarmálum þeirra.
Heymardeyfa á háu stigi or-
leika til. Blindur maður sér
hvorki lögun né liti og heyrn-
ardaúfur maður, sem lifir að
mestu í hljóðlausum heimi
skynjar lítt eða ekki flestþað,
'sem heyrandi fólk hefur unun
af að hlusta á. Þetta getur
enginn m^nnlegur máttur bætt
þeim að fullu.
En með því að kennaheyrn-
ardaufum mál, er þeim veitt
sú mesta mögulega hjálp til að
njóta eðlilegra samvista við
meðbræður sína.
Til þess að stuðla að því,
að þetta geti tekizt í sem rík-
ustum mæli, vill félagið halda
uppi sém víðtækastri fræðslu-
starfsemi meðal foreldra heym-
Námstón og námsstyrkir
Umsóknir um lán eða styrki
af fé því sem Menntamálaráð
íslands kemur til með að út-
hluta næsta vetur til íslenzkra
námsmanna eriendis, eiga að
vera komnar til skrifstofu
Menntamálaráðs aþ Hverfisgötu
21, eða í pósthólf 1398, Reykja-
vík, fýrir 1. des næstkomandi.
Námsstyrkir eða námslán eru
ekki veitt til þess náms. sem
auðveldlega má stunda hér á
lanþi. Nám, sem tekur skemmri
tíma en tvö ar erlendis, er yf-
irleitt ekki styrkt-
Umsóknir skulu vera á sér-
stökum eyðublöðum, sem fást í
skrifstofu Menntamálaráðs og
hjá sendiráðum Islands erlend-
is. Prmskírteini og önnur fylgi-
skjöl með umsóknum þurfa að
vera ljósrit eða staðfest eftir-
rit, þar eð þau verða geymd í
skjalasafni Menntamálaráðs, en
ekki endursend.
Námsmenn sem sækja um
framhaldslán eða styrki, eru
minntir á að senda ný vottorð
frá fnenntastofnun þeirri, sem
þeir stunda nám við. Vottorðin
eiga að vera frá því í október
eða nóvember í ár-
(Frá Menntamálaráði).
ardaufra bama og almennings
um vandamál þessa fólks,
jafnframt því, að styðja og
styrkja starfsemi Heyrnleys-
ingjaskólans og aðstoða heym-
ardaufa við val á lífsstarfi eða
til framhaldsmenntunar. Félag-
ið væntir góðs samstarfs við þá
aðila, sem vilja vinna að þess-
um málum.
Fundurinn samþykkti starfs-
áætlun fyrir næsta ár og fól
stjóminni m.a. að láta þýða og
dreifa fræðsluriti fyrir foreldra
um uppeldi heyrnardaufra
barna undir skólaaldri — það
er undir 4ra ára aldri.
Stofnendur félagsins teljast
þeir sem gerast meðlimir á
'fyrsta starfsári þess. Félagið
mun leggja kapp á að aflasem
flestra styrktarmeðlima. Stjóm
félagsins er þannig skipuð: For-
maður Vilhjálmur Vilhjálmssom
símvirki, gjaldkeri Hailgrímur-
Sæmupdsson kennari og ritari
Hákon Tryggvason kennari. Þeir
sem vilja hafa samband við
félagið geta snúið sér til ein-
hvers stjómarmanna, utaná-
skrift til félagsins er þannig.
Foreldra- og styrktarfélag
heyrnardaufra, Stakkholti 3,
Reykjavík.
■ Ti nr^ayri t- f/y-i1: y
ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNUM
Athugið, að merki þetta sé ó husgögnum, sem ébyrgðarskírteini fylgir. KaupiS vönduð húsgögn. f 02542 FRAMLEIÐANDI í : NO.
HÚSGAGNAMEISTARA- FÉLAGI REYKJÁVÍKUR
HÚSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR
BLAÐDR
Blaðburðarfólk óskast í eftirtaiin hverfi:
Framnesveg Höfðahverfi
Hverfisgötu I og n Langholtsveg.
ÞJÓÐVILJINN Sími 17-500.
KÓPAVOGUR:
Blaðburðarbörn óskast í Kópavog.
ÞJÓÐVILJINN Sími 40-753.