Þjóðviljinn - 24.09.1966, Qupperneq 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 24. september 1966
Guámundur Vigfússon:
Óverjandi dráttur orðinn á
bvggingu tveggja leikskóla
Árum saman hefur verið á
dagskrá, og raunar oftar en
e.inu sinni ákveðið, að byggðir
skyldu leikskólar á lóðum við
Safamýri og Brekkugerði, er
komið gætu að gagni íbúum
Háaleitishverfis og Hvassaleit-
ishverfis.
Engir leikskólar eru í þess-
um fjölmennu íbúðarhverfum
og því síður dagheimili eða
vöggustofur.
íhaldsmeirihlutinn i borgar-
stjórn er svifaseinn og lítilvirk-
ur í málefnum barnanna í
Reykjavik. í>að verður að reka
hann áfram eins og staðan
hest, eigi eitthvað á að vinnast
á þessu sviði eins og öðrum.
Skorturinn á barnaheimilum,
hvort sem eru dagheimili, vist-
heimili, leikskólar eða vöggu-
Tafí- og bridge
klúbbarínn að
hefja starfíð
Fyrir nokkru var aðalfundur
Tafl- og bridgeklúbbsins hald-
inn í Lindarbæ en þar fór
starfsemi klúbbsins fram á síð-
astliðnu ári. Á vegum klúbbs-
ins var keppt fimm sinnum á
árinu en spilakvöld voru alls
ý 34. Alls tóku þátt í keppni um
300 manns.
TBK verður til húsa í Lækna-
húsinu að Egilsgötu 3 i vetur |
og hefst vetrarstarfsemin að
þessu sinni á sveitakeppni með i
hraðkeppnisformi. Spilaðar J
verða fimm umferðir og er j
öllum heimil þátttaka. Byrjað
verður að spila kl. 8 að kvöldi
þann 29. þ.m.
Núverandi formaður Taíl- og
bridbeklúbbsins er Björn Bene-
tíiktsson. Aðrir í stjórn eru:
Edda Svavarsdóttir gjaldkeri,
Margrét Þórðardóttir ritari,
Bernharður Guðmundsson
varaformaður og mótsritari og
Tyrfingur Þórarinsson áhalda-
vörður og verður hann jafn-
framt aðalkeppnisstjóri TBK í
vetur.
stofur tadar sínu máli um skiln-
ingsleysi ráðamanna borgarinn-
ar og hversu smátt þeir hafa
skammtað framkvæmdirnar,
eftir að þeir voru þó hraktir
frá þeirri upphaflegu afstöðu
að hvers konar barnaheimili og
leikskólar væru varasamar
stofnanir og raunar hættuleg-
asti sósíalismi!
Drátturinn á byggingu leik-
skólanna við Safámýri og
Brekkugerði er aðeins eitt
dæmi um framkvæmdaleysi í-
haldsins á þessu sviði, og er
nú vissulega búið að draga þær
framkvæmdir það lengi að mál
er að linni svefninum og að-
gerðaleysinu.
Samkvæmt formlegum sam-
þykktum og ákvörðunum borg-
arstjórnar — fyrir kosningar
s.l. vor — skyldu báðir þessir
leikskólar reistir á þessu ári.
Auk þess skyldi langt komið
framkvæmdum við 2. áfanga
vöggustofu Thorvaldsensfélags-
ins, og henni lokið á næsta
ári. Framkvæmdir við vöggu-
stofuna hafa ekki einu sinni
verið boðnar út nú í lok sept-
ember, hvað þá að byrjað sé
á framkvæmdum.
Borgarstjórnin ætlaði, sam-
kvæmt svonefndri „fram-
kvæmdaáætlun'1 um byggingu
barnaheimila 1966—1969, er
samþykkt var síðari hluta vetr-
ar, 2,6 milj. kr. til bygging-
ar hvors leikskóla um sig, við
Safamýri og Brekkugerði, eða
alls 5,2 milj. Var svo ráð fyrir
gert að þessar fjárupphæðir
nægðu til að ljúka fram-
kvæmdunum á þessu ári.
Gengið var írá uppdráttum
að leikskólunum og þeir boðn-
ir út s.l. vetur. Tilboð í bygg-
ingarnar voru ekki talin hag-
stæð — og voru það vissulega
ekki. Ráðamenn meirihlutans
lýst því þá yfir að þeir gætu
ekki staðið að því að taka
neinu tilboðanna. Borgarstjóri
lýstu því yfir, að þeih gætu
verkið sem neinu næmi þótt
öllum tilboðum væri hafnað og
nokkur endurskoðun í sparnað-
arskyni gerð á uppdxáttunum.
Var þá um það rætt að bjóða
verkið út að nýju eða láta
vinna það eftir reikningi á veg-
um borgarinnar sjálfrar.
Töfin hefur hins vegar
reynzt lengri en látið var í
veðri vaka þegar tilboðunum
var hafnað og endurskoðun
uppdráttanna boðuð í því skyni
að draga úr kostnaði við bygg-
ingarnar. Sumarið hefur liðið
án þess á framkvæmdum bóli
og sýnt að þær verða litlar
eða engár á árinu, verði ekki
nú þegar hafizt handa og rösk-
lega að verki gengið.
Nauðsyn beggja þessara leik-
skóla fyrir viðkomandi hverfi
er það brýn að sá langi drátt-
ur sem orðinn er á fram-
kvæmdum er með öllu óafsak-
anlegur. Bæði þessi hverfi, Háa-
leitishverfið og Hvassaleitis-
hverfið, eru ný og byggð ungu
og barnmörgu fólki. Félagsleg-
ar stofna’-ir. eins og barna-
heimili og skólar, verða að
fylgja uppbyggingu íbúðahverf-
anna. Á því er mikill skortur
og að þvx margvíslegt óhagræði
og erfiðleikar fyrir fólkið.
Þessa nauðsyn virðist íhald-
inu ganga illa að skilja. Eitt
nýjasta dæmið um það skiln-
ingsleysi er meðferð borgar-
stjórnarmeirihlutans á leik-
skólamálum Háaleitis- og
Hvassaleitishverfa.
Borgarfuiltrúar Alþýðubanda-
lagsins1 leituðust við að
þoka þessu máli áleiðis með
umræðum og tillöguflutningi á
síðasta fundi borgarstjórnar.
íhaldsmeirihlutinn lagði bless-
un sína yfir svefninn og að-
gerðaleysið og lét vísa tillögum
um framkvæmdir frá.
Málinu mun eigi að siður
haldið vakandi áfram innan
borgarstjórnar. Því til viðbót-
ar þarf að koma aukinn stuðn-
ingur frá íbúum hverfanna, frá
því fólki sem bezt veit hvar
skórinn kreppir.
Páll Guðmundsson
Minning
Páll Guðmundsson bóndi í
Leslie Sask. í Kanada er látinn.
Hann var vel metinn í hópi
Vestur-íslendinga langan tíma
og styrktarmaður Þjóðræknis-
félagsins og blaðsins Lögberg-
Heimskringlu og fleiri góðra
félagssamtaka, mikill þrifa-
bóndi. Hann lézt í bílslysi
snemma í júlí sl. að því að ég
ætla, því fréttin barst mér
á skotspónum. Ég veit að Lög-
berg-Heimskringla hafa minnzt
þessa manns með virðingu og
eftirsjá, en íslenzku blöðin
hafa haft annað að gera. Hann
rétti þó Skálholtskirkju 10.000
krónur árið 1957 og fé lét hann
af hendi rakna til svokallaðs
Hrafnseyrarminnismerkis, en
eigi veit ég hversu miklu nam.
Hann hafði og skrifað góða
bók, er kóm út á íslandi fyrir
éigi löngu en þrátt fyrir það
þurfa íslendinga'r ekki að geta
hans að neinu. Víðar hafði
hann komið við á ritvelli ís-
lendinga. Við vorum sveitung-
ar og kunnum það að meta
til síðustu stundar og bréf frá
Páli á ég í tugum. Hann var
einn af Rjúpnafellssystkinum
— fimm stórgáfuðum systkin-
um —, sem þar áttu heima frá
1887, að Páll fæddist, unz þau
fluttu til Ameríku 1911. Einn
„Byltmg“
Morgunblaðsins
Bylting er jafnaðarlega ekk-
ert tofsyrði í Morgunblaðinu;
þó kemur það fyrir ef blaðið
vill hafa mikið við, að það
'kallar sig byltingarblað og
Sjálfstæðisflokkinn bylting-
arflokk. í gær kemst blaðið
meira að segja svo að orði
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
fnamkvæmt „gjörbyltingu". í
sjávarútvegsmálum á sein-
ustu áx*um, þótt þess sé að
vísu ekki getið í hverju þau
stórfenglegu umskipti séu
fólgin- En væntanlega á blað-
ið við það afrek að koma
togaraútgerðinni á vonarvöl
og venxlegum hluta bátaflot-
ans á fátækraframfæri. Eink-
anlega ræður hið ömurlega
hlutskipti togaraútgerðarinnar
miklum örlögum, svo mikil-
vægur þáttur sem hún hefur
verið i atvinnulífi Islendinga.
1 annan stað segir Morgun-
blaðið að framkvsemd hafi
verið „gjörbylting“ með
samningunum við svissneska
alúmínhringinn og „nýjum
stoðum rennt undir hið ein-
hæfa íslenzka atvinnulíí".
Vissulega er þar um örlaga-
ríka breytingu að ræða; það
var eitt mikilvægasta atriðið
í sjál fstæöi sbaráttu fslendinga
að binda endi á erlent arð-
rán og tryggja landsmönnum
einum yfirráð yfir auðlindum
sínum og ábatanum af þeim.
Með samningunum við sviss-
neska auðhringinn var þessari
stefnu hafnað; þar var engum
1 •■•»»•»»*mmmmmmmmwmmmmumummmmmm..
nýjum stoðum rennt undir ís-
lenzkt atvinnulíf, heldur var
alþjóðlegu auðmagni heimilað
að græða á vatnsorku okkar
og flytja gróðarm úr landi.
Samningurinn við alúmín-
hringinn felur það eitt 1 sér
að við seljum honum hráorku,
trúlega undir kostnaðarverði
og allavegana á miklu lægra
verði en hringurinn á kost á
annarsstaðar í veröldinni; eíð-
an er hráorkunni breytt í
verðmæti sem ekki koma fs-
lendingum að neinu gagni
heldur svissneskum auðmönn-
um. Þetta er afturhvarf til
þeirra tíma þegar fagrar hall-
ir voru reistar í Kaupmannar
höfn fyrir íslenzkan grút. Eigi
athafnir af þessu tagi að
halda áfram að móta íslenzkt
atvinnulíf gerist það væntan-
lega naast að erlendir veiði-
flotar taka við af íslenzkum
togurum og fái að athafna sig
hérlendis gegn vægu gjaldi.
Ekki skal því mótmælt þótt
Morgunblaðið leiti uppi stór
orð til lýsingar á þessári
stefnu. Orðavalið ber hins
vegar vott um háskalega fá-
fræði. Aflurhvarf til fortíð-
arinnar nefnist ekki bylting
heldur gagnbylting. — Austri-
í þessum hópi var Björgvin
tónskáld og yngstur, f. 1891.
Þorsteinn var þriðji bróðirinn,
en systur Anna og Jóna, er
báðar urðu húsfreyjur vestan
hafs. Þeir Þorsteinn og Páll
voru búfélagar langa stund
vestan hafs, unz Þorsteinn
kvæntist Ragnheiði dóttur Jóns
fyrrv. alþm. fré Sleðbrjót, en
bjuggu þó í nágrenni eftir það.
Páll kvæntist eigi, en móðir
hans stóð fyrir búi hans og
hélt kröftum fram yfir nírætt
um 1940. Það var Anna Þor-
steinsdóttir frá Melum í Fljóts-
dal, en Guðmundur, faðir
þeirra, var vopnfirzkur, Jóns-
son, og bróðir Árna föður Jóns
í Sambandinu o.v. Langreynt
gáfu- og mannkostafólk stóð að
Páli í ætt.
Páll skar sig úr systkinum
sínum með fádæma fjöri og
áhuga á búskap, og heimilið
sem ekkja Guðmundar, og móð-
ir þeirra, stóð fyrir, var vel
stætt þrifnaðar og virðingar-
heimili. Eldlegur áhugi hans
kom og hvarvetna við, manns
sem var rétt- á tvítugsaldri.
Hann var sveimhuga kindasál,
en gleði hans yfir kindunum á
Fellsrétt 1908 sást ekki fyrir
sigurgieðinni, að þá var full-
víst að íslendingar höfðu unn-
ið „Orminn langa“ af Dönum.
Líf og saga Páls varð eðlilega
mest í Vesturheimi, en það kom
fljótlega í ljós að hann var
heima líka. Og nú kom það í
Ijós að Páll fór ekki nestislaus
frá íslandi. Hann hafði drukk-
ið f sig mál og sögu þjóðar sinnar
og jók við það án afláts. AHt,
sem um þjóðlegan íróðleik var
ritað á íslandi, náði hann í og
íslenzkan brást honum aldrei
í munni. Síðasta bréfið, sem
hann skrifaði mér var í apríl
sl. Hann var að segja mér frá
láti Þorsteins bróður síns.
„Hann andaðist á vorinngöngu-
daginn“ stóð þar. Hvað skyldu
margir fslendingar kannast við
„vorinngöngudaginn" óg það er
hægt að líta í orðabækur án
þess að finna orðið. Þannig
bergmálaði gamall og góður
tími í máli Páls, og öll vár hans
gjörð í samræmi við það, sem
mest og bezt hefur fylgt þjóð-
inni og gefið henni anda og
kraft. Páll var fæddur, sem fyrr
segir, 1887, h. 25. júní, og var
því orðinn fullra 79 ára, og
keyrði vörubílinn sinn, er ó-
vænt og snögglega yfir lauk.
Ég hef framan við bók Páls'
,<Á fjalla og dalaslóðum" gert
nokkra grein á Páli og fólki
hans og vísa hér til þess.
Benedikt Gíslason
frá Hofteigi.
Sveinafélag
pípulagningarmanna
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu um kjör fulltrúa á Alþýðusambandsþing
1966.
Framboðslistum skal skila á skrifstofu félagsins
fyrir kl. 20 þann 27. þ.m.
Stjórain.
GOZAtíbA&'.
rral BBAa
I
tíAPH M/7T ER
H£t MSMBT
í SÖLiL
KlllulVzna/a
•M► feMH TÍ> '■
(k
V
® 3>A$Le<$ SAL.A
ysm 3 w/i~L7óvit?
\/£TZÐ KX.8.7S
V.
i: ■,/.
(NORDfTÍENOr)
Casino-Stereo
B Ú-Ð I N