Þjóðviljinn - 15.10.1966, Síða 3

Þjóðviljinn - 15.10.1966, Síða 3
Laugardagur 15. október 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 Lokið ráðstefnu í París um Vietnam Allir flokkar Frakklands á móti stríði Bandaríkjanna Formenn gaullista, miðflokks, sósíalista, kommúnista, Baumel, Lecanuet, Mitterrand og Rochet á einu máli PARÍS 14/10 — Lokið er í París ráðstefnu þar sem fjallað var um stríðið í Vietnam og var í lok hennar samþykkt einróma ályktun þar sem stríð Bandaríkjamanna er for- dæmt og þess krafizt að komið verði á friði í samræmi við ákvæði Genfarsamninganna frá 1954. Þessi samþykkt hefur vakið sérstaka athygli vegna þess að á ráðstefnunni voru leiðtogar allra helztu stjórnmálasamtaka Frakklands. Til ráðstefnu þessarar var boð- að 1 af kunnum lögmönnum og hafa áður verið haldnar níu slíkar ráðstefnur lögmanna og stjórnmálamanna sem fjallað hafa um ýms helztu vandamál samtíðarinnar. Á þessari tíundu ráðstefnu var alger einhugur um að Banda- ríkjamenn ættu að bindá enda á árásarstríð sitt gegn Norður-Vi- etnam, flytja burt herlið sitt frá Vietnam, leggja niður herstöðv- ar sínar þar og viðurkenna sfamningsrétt Þjóðfrelsisfylking- arinnar, sem ræðúr yfir mikl- um hluta Suður-Vietnams. Á ráðstefnunni voru meðal annarra Baumel, formaður UNR, flokks gaullista, Waldeck Rochet, formaður kommúnista, Lecanuet, formaður bandalags miðflokk- anna og Mitterrand, formaður Lýðræðisbandalags sósíalista. AHir helztu stjórnmálaflokk- ar Frakklands, kommúnistar, gaullistar, róttækir, kaþólskir og sósíaldemókratar hafa þann- Anknar loftár- ásir á N-Vietnam SAIGON 14/10 — Bandaríkja- menn og leppstjórnin í Suður- Vietnam lýstu því yfir í dag, að þau teldu sig ekki lengur bundin fyrri ákvörðunum um að hætta loftárásum á, hlutlausa beltið milli Norður- og Suður- Vietnam. Sú ástæða er tilfærð, að Norð- ur-Vietnammenn hafi stóraukið herflutninga suður á bóginn um þetta belti, einkum um austur- hluta þess. f dag gerðu bandarískar flug- vélar 173 árásir á hlutlausa beltið og á NorðurVietnam, og hafa þær ekki orðið fleiri í ann- an tima. ig í fyrsta sinn sameinazt um að fordæma hernað Bandaríkja- manna í Vietnam, en skoðana- kannanir hafa leitt í ljós að yf- irgnæfandi meirihluti Frakka telur Bandaríkin eiga sök á stríðinu þar. Ályktun í fyrri hluta ályktunarinnar sem ráðstefnan samþykkti er lögð áherzla á þessi atriði: 1) — Meginatriði alþjóðarétt- ar, sem fengið hafa staðfestingu í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, krefjast þess að hætt sé þegar í stað og skilyrðislaust hernað- arárásinni á Norður-Vietnam. 2) — Ákvæði Genfarsamning- anna um sjálfstæði og óskoruð landsréttindi vietnömsku þjóð- arinnar skuldbinda Bandaríkin til að flytja allt herlið sitt frá Vietnam og leggja niður þær herstöðvar sem þau hafa komið sér þar upp. 3) — Þar sem það eru fyrst og . fremst þjóðfrelsisherinn og heriið undir stjórn Bandaríkj- anna sem eigast við verður enginn samningur um vopna- hlé gerður nema með aðild Þjóð- frelsisiylkingarinnar. Þar sem Þjóðfrelsisfylkingin sem stjórn- ar andspyrnu þjóðarinnar hefur fHull yfirráð yfir miklum hluta bæði larids og þjóðar í Suður- vietnam, væri sérhver pólitísk lausn sem virti þessa staðreynd að vettugi óraunhæf. Framtiðarlausn Síðar í ályktuninni er enn vitnað til Genfarsamninganna varðandi skipan mála í Vietnam í framtíðinni og þessi atriði tek- in fram sérstaklega: a) — Meðan Vietnam er skipt í tvo hluta, verður samsteypu- stjórn að fara með völd í Suður- Vietnam sem kæmi á laggirnar stofnunum lýðræðisins. Stríðið í Bandaríkjunum b) — Sameining landshlutanna á að fara fram á lýðræðislegan hátt samkvæmt samkomulagi stjórnanna í norðri og suðri. c) — Öllum ríkjum verði bannað að hafa herstöðvar í Vietnam og að innlima landið í hernaðarbandalög. d) — Eftirlit með samningun- um hafi alþjóðleg nefnd sem skipuð verði af þeim ríkjum sem aðild áttu að Genfarráðstefn- unni. Kirkjurnar gegn lan Smith SALLISBÚRY 14/10 — Kristin trúfélög í Ródesíu hafa neitað að efna til sérstakra þakkarguð- þjónusta á eins árs afmæli (/sjálfstæðisyfirlýsingar‘‘ minni- hlutastjómar Ian Smiths- Kirkjur landsins hafa þar með í fyrsta sinn lýst andstöðu sinni vi8 stjórnarvöldin. Ekki tókst að fá brezka Rínarherinn niðurgreiddan Stjórn Wilsons fylgir fram kaupbindingarlögum afhörku LONDON 14/10 — Stjóm WilsoHs ætlar að fylgja fast fram kaupbindingarstefnu sinni og býst nú til atlögu gegn |>eim fyrirtækjum sem dirfast að láta starfsfólk sitt fá bónusgreiðslur. Samtímis hefur sparnaðarstefna stjórnar- innar beðið þann hnekk að Vestur-Þjóðverjar hafa neitað að verða við þeirri kröfu að taka að sér mestallan kostn- aðinn af brezka Rínarhernum. Stjórnin hefur til að mynda ákveðið að koma í veg fyrir launauppbót til 25 þúsund prent- ara sem nemur tveim shilling- um á viku (um tólf krónum íslenzkum). Þá vill Ray Gunth- er verkamálaráðherra og stöðva áform um launahækkun hjá 120 starfsmönnum við raftækjagerð eina, hún átti að nema einu pundi á viku. Þó höfðu viðkom- andi fyrirtæki tekið ákvörðun um þessar launauppbætur áður en kaupbindingarlög stjórnarinn- ar voru samþykkt. Þá hefur Gunther og áhyggj- ur af því, að verktakafyrirtæki eitt í Norður-Englandi hafi á- kveðið að greiða 600 starfsmönn- um sem svarar tveim milj. ísl. króna í bónus. Hefur fyrirtæk- inu verið hótað lokun ef það frestar ekki þessum greiðslum í sex mánuði. Brot á kaupbindingarlögunum varða allt að 500 punda sekt- um eða- fangelsun. Rínarher Brezk sendinefnd, sem hefur rætt við vesturþýzk yfirvöld um þá kröfu Breta að V-Þýzkaland beri mestallan gjaldeyriskostnað af dvöl brezks hers í Rínarlönd- um, fór bónleið til búðar. Seg- ir frá þessu í yfirlýsingu um viðræðurnar sem var gefin út í dag. Bretar höfðu farið fram á 78 miljónir punda en þýzkir vildu ekki fara upp fyrir 32 miljónir. Búizt er við því, að þessi málalok verði til þess að fækk- að verði verulega í brezka Rín- arhernum en hann telur nú 60 þús. manns. Deila israe/s og Sýrlands rædd í Öryggirráði SÞ NEW YORK 14/10 — öryggis- ráðið tók til meðferðar i dag kæru fsraelsstjómajr þess efnis, að Sýrland efni til vopnaðra að- gerða á ísraelsku landi. Sprengjutilræði hafa verið framin í Israel að undanfömu og nú síðaít um helgina er sprengja særði , þrjá ísraelska hermenn Gestaboð úti í geimnum í ár? Sovézkir undirbúa nýjan áfanga í geimrannsóknum MOSKVU 14/10 — Sovézkir vísindamenn vinna nú að und- irbúningi nýs geimskots sem verður fólgið í því að senda mjög stóra geimrannsóknastöð méð nokkra geimfara inn- anborðs á braut umhverfis jörðu. Það er haft eftir áreið- anlegum heimildum að tilraun þessi verði gerð áður en árinu lýkur. Ef þessar fréttir reynast sann- ar fá Sovétríkin með þessu móti möguleika á að taka aftur for- ystu í geimrannsóknum, sem nú er talin í höndum Bandaríkja- manna. Það eru nítján mánuðir síðan sovézkir sendu síðast mannað geimfar á loft — var það þegar Leonof gekk sig út úr geimskipinu Voskhod-2. Síð- an hafa Bandaríkjamenn gert margar flóknar og langvinnar tilraunir. Samkvæmt heimildum í Moskvu er talið að nú vilji Sov- étríkin stíga nýtt skref og skjóta upp langlífri geimstöð, sem gæti tekið á móti „gestum" frá jörðu. Sovétmenn hafa að undanförnu verið að gera tilraunir með nýj- ar og öflugar eldflaugar, sem skotið hefur verið til Kyrrahafs, og er talið líklegt, að þeir vinni að smíði eldflaugar sem geti sett á loft gervihnött þyngri miklu en áður hafa tíðkazt — með var- færnu orðalagi hefur verið talað um 50P lesta hnetti. Þyngstu gerfihnettir sovétmanna til þessa eru Prótón-gervihnettirnir, sem vega tólf lestir. Þrjár líklegar orsakir eru Stjórnarkreppa í Hollandi ..iyndin er frá kynþáttaóeirðunum í San Francisco fyrir skömmu. flokkarnir þrír taki upp stjórn- arsamstarf. HAAG 14/10 — Lokið er fimmt- án mánaða valdatíð samsteypu- stjórnar kaþólskra og sósíalista í Hollandi. Féll stjórnin í nótt — hláut 62 atkvæði gegn 75 — eftir þriggja daga maraþonum- ræður um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Forsætisráðherra var Joseph Cals. Úrslit atkvæðagreiðslunnar komu.mjög á óvart og hafa vald- ið nokkrum ugg í bækistöðvum Efnahagsbandalagsins. Á íúndinum í nótt bar Norbert Scmélzer, úr Kaþ- ólska þjóðflokknum, fram til- lögu sem var samþykkt með 75 atkv. og skoðaði stjórnin það sem vantraust á fjárlög sin. Ekki er talið ólíklegt að Júlí- ana drottning biðji Scmelzer að mynda nýja stjórn — en hann er því fylgjandi að kristilegu ' hvað af skriðdrekum- taldar fyrir því, að Sovétríkin hafa ekki stundað mannaðar geimferðir síðan í marz 1965. 1) Af sparnaðarástæðum. 2) Af því að áróðursgildi geimferða er tal- ið minna en áður. 3) Þau hafi ákveðið að einbeita sér að nýjum sigri í geimvísindum se. . gæti sætt verulegum tíðindum. skammt frá landamærum Sýr- lands. Sýrlendingar segjast hinsvegar ekki hafa í hyggju að halda aft- ur af því sem þeir kalla byltingu útlægra Áraba frá Palestínu.1 Sagði forsætisráðherra Sýrlands í orðsendingu til allra erlendra sendiráða í Damaskus, að Isra- elsmenn ætluðu að notfæra sér aðgerðir útlaganna sem tilefni til árásar á Sýrland. Um leið ákærði hann Hussein Jórdaníukonung um að vera í vitorði með Israels- mönnum. Tuttugu og fimm bandarískir Gyðingar úr Zionistasamtökunum Brið trumpeldor réðust i dag á skrifstofu sendinefndar Sýrla,nds hjá Sam. þjóðunum, eyðiiogðu skjöl og neituðu að yfirgefa stað- inn fyrr en lögreglan skarst í leikinn. Sögðust þeir með þessum hætti mótmæla morðárásum Sýr- lendinga í ísrael. PARÍS 14/10 — Saksóknari hef- ur krafizt þess að tveir þeirra manna, sem bera helzt ábyrgð á ráni og morði marokkóska stjórnarandstöðuleiðtogans Ben Barka verði dæmdir í tuttugu ára fangelsi. Stalín óttaðist fall Moskvu MOSKVU 14/10 — Georgí Zjúkof marskálkur segir frá því í bók- inni „Orustan um Moskvu“ sem kemur út eftir nokkra daga, að Stalín hafi um hríð óttast að sovézkir herir gætu ekki varið Moskvu- Zjúkof segir að Stalín hafi hringt .til sín og spurt: Eruð þér sannfærður um að við getum varið Moskvu. Ég spyr með særðu hjarta og bið um hrein- skilið álit yðar sem kommúnista. Zjúkof kvaðst hafa sviarað að það væri hægt. en til þess þyriti a.m.k. tvo heri og allavega eitt- NÝTT KLÁMRITA- MÁL ÍN0REGI Mikið fjaðrafok hefur orðið í Noregi út af skáldsögu er kom þar út ekki alls fyrir löngu undir dulnefni og nefndist „Þráðlaust". Á dög- unum var bókin gerð upptæk sem klámrit og útgefanda stefnt fyrir rétt. Gaf höfund- ur sig þá fram og reyndist hann vera Jens Börneboe og hófust yfirheyrslur í máli þeirra beggja í gær. Báðir neita að hafa brotið ákvæði norskra laga um sölu og dreifingu klámrita. Börne- boe neitar því ekki að „djarf- ar“ ástarlífslýsingar séu i bókinni, en þær séu hégóm- inn einn í samanburði við innihald tímarita þeirra sem seld eru skólakrökkum i hverjum söluturni — sýndi hann réttinum myndir úr rit- um þessum af stúlkum í mjög hæpnum stellingum máli sínu- til sönnunar. f bréfi til útgefandans sagði höfundur m.a. að það væri um feð gera „að drukkna ekki i klámritabylgjunni heldur berast á henni“. Hann gefur þá skýringu fyrir rétti, að tilgangur sinn með bókinni hafi meðal annars verið sá, að skopstæla klámritin, gera klámritabylgjuna hlægilega. En líklega hefði bókin ekki orðið nægilega háðsk fyrst „ekki einu sinni lögreglan hefði komið auga á háðið“. Dó feómarinn var Börneboe hinn erfiðasti og vildi vita, hvort hann ætlaðist til að þessi bók yrði tekin sem kennslubók í sérkennilegu ástarfari, og hvort hann héldi virkilega að menn mættu skrifa eins og þeim sýndist. Börneboe var éiginlega ekki frá því að það mættu menn. Hinsvegar væri bókin ekki kennslubók; gott væri ef hún gæti haft nokkur áhrif á sið- ferði kynlífsins i átt til hrein- skilni og einlægni. Talið er að þessir atburð- ir muni mjög flýta fyrir því að bókin komi út í Noregi og Danmörku. Enn hefur ekki verið formlega höfðað mál á hendur höfundi og útgefarsda.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.