Þjóðviljinn - 16.10.1966, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16. október 1666 — PJúÐVHUmN — SI»A 3
A
HVÍLDAR-
DACINN
\r ■
Jómfrúræða
Emrl Jónsson utanríkisráð-
herra hélt fyrir skömmu ræðu
á aUsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna, svo sem kunnugt er
af fréttum blaða, útvarps og
sjónvarps. Þetta var einskonar
jómfrúræða ráðherrans á vett-
vangi heimsmálanna, en ræðu-
efnið sótti hann að meginhluta
til í fyrra embætti sitt og talaði
um nauðsyn þess að koma í
veg fyrir ofveiði í Norður-Atl-
anzhafi, einkanlega á þorski.
Sagíji ráðherrann ýms sjálfgef-
in sannindi um það efni, þótt
hann léti þess ógetið af lítil-
læti sínu hvemig hann hefði
að eigin frumkvæði tryggt það
að þorskstofninn fengi að vera
í sívaxandi friði fyrir íslenzk-
um togurum og smærri bátum.
Tíminn hefur gagnrýnt ráð-
herrann fyrir það að hann
skyldi ekki af þessu tilefni
bera fram hina fomu kröfu Is-
lendinga um yfirráð yfir öllu
landgrunninu, en sú gagnrýai
er sprottin af misskilningi. Um-
tal stjómarflokkanna um land-
grunnið er einvörðungu ætlað
til innanlandsnotkunar, til þess
að villa um fyrir trúgjörnu og
fáfróðu fólki. Enda er hætt við
að fulltrúar Breta og fleiri ríkja
hefðu rekið upp stór augu ef
Ernil Jóftsson hefði á alþjóða-
vettvangi farið að minnast á
landgrunnið — nokkrum árum
eftir að ríkisstjóm íslands hef-
ur með milliríkjasamningi sleppt
öllu tilkalli til þess og ' lofað
því að stækka aldrei framar
landhelgina nema með sam-
þykki Breta eða að undangengn-
um úrskurði erlends dómstóls.
Ef íslenzkur ráðherra, sem
sjálfur stóð að samningunum
við Breta, hefði leyft sér því-
líkan málflutning hefði hann
áreiðanlega hreppt opinbera
hirtingu og aðhlátur, og jafn-
vel andstæðingar Emils Jóns-
sonar ættu að virða honum það
til vorkunnar að hann vildi
forðast slík örlög í allra ásýn.
Framlag okkar
Mál sitt flutti Emil Jónsson i
almennum umræðum sem jafn-
an fara fram í upphafi þing-
haldgins, en f þeim umræðum
er það háttur ríkisstjórna að
gera grein fyrir viðhorfum sín-
um til þeirra vandamála sem
brýnust eru á alþjóðavettvangi.
Hafa umræðumar að þessu
sinni snúizt að mjög verulegu
leyti um styrjöldina í Víet-
nam, þennan harmleik sem
hefur orðið nærgöngulli við
samvizku hugsandi manna en
nokkur annar atburður alþjóða-
mála síðan annarri heimsstyrj-
öldinni lauk, þennan hildarleik
sem getur kallað þriðju heims-
styrjöldina yfir mannkynið
með afleiðingum sem fáirkunna
að verða til frásagnar um.
Fylgzt hefur verið einkar gaum-
gæfilega með málflutninei
manna um Vfetnam í upphati
þessa allsherjarþings; í umræð-
unum var fólgin einskonar skoð-
anakönnun um breytt viðhorf
ríkisstjórna og þjóða. Og hvað
sagði bá Emil Jónsson, utan-
ríkisráðherra Islands, um það
vandamál sem hæst ber og
mestum örlögum getur ráðið,
þegar hann birtist í fyrsta skipti
sem leiðtogi á þingi þjóðanna’
Hann sagði eina einustu setn-
ingu, og hún var svohljóðandi
í allri sinni dýrð; „Við viljum
öll að Vietnamstríðinu linni“.
Síðan ekki söguna meir, eng-
inn dómur um nokkurt atriði,
engin afstaða, engin stefna —
aðeins merkingarlaust kaffikerl-
ingarandvarp. Þetta er fram-
lag okkar til heimsmálanna; t.ii
þess að koma þvílíkum vís-
dómi á framfæri verjum við
miljónum króna í að senda " ‘
anríkisráðherra með fríðu
neyti v-estur um haf.
HVITU VARDLIDARNIR
Einu fyrir-
myndirnar
sagða meginreglu að þótt æv-
inlega sé rétt að vernda þjóð
gegn ofbeldi annarrar þjóðar,
er óheimilt að koma í vegfyrir
að þjóð taki upp kommúnisma,
ef meirihlutinn æskir þess“.
Þannig talar frjálslyndur
þingmaður í Natóríkinu Noregi,
stuðningsmaður ríkisstjómar-
innar, fráþitinn kommúnisma.
Er ekki til neinn frjálslyndur
stjómarþingmaður á Islandi?
Ú Þant svarað
Ep í þessari setningu Emils
Jónssonar er meira fólgið en
virðast má í fljóttí bragði.
Hingað til lands kom í sumar
0 Þant, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna. Honum var
tekið með miklum virktum; í
Háskóla Islands heyrði ég
Bjarna Benediktsson ávarpa
hinn tigna gest af meiri inni-
leik en honum er jafnaðarlega
tiltækur og lýsa yfir því að
ríkisstjórn íslands og íslenzka
þjóðin vildu gera allt sem í
þeirra valdi stæði til þess að
efla hann í störfum, þótt her-
námsblöðunum þættu það að
vísu meiri tíðindi að Ú Þant
hefði snætt hálfan banana i
gróðurhúsi í Hveragerði. En
Ú Þant var hvorki hingaðkom-
inn til þess að éta þanana ué
hlusta á kurteisleg blíðmæli;
hann átti hingað erindi. Hann
fór þess á leit við ríkisstjórn
íslands að hún stýddi tillögur
hans um aðgerðir til þess að
koma á friði í Víetnam, að rík-
isstjórn Islands tæki undirþær
kröfur hans að Bandaríkin
hættu án tafar loftárásum á
Norður-Víetnam, að hemaðar-
aðgerðir yrðu takmarkaðar i
Suður-Víetnam ög að þjóð-
frelsishreyfingin í Suður-Víeí-
nam yrði viðurkennd sem samn- •
ingsaðili. Ú Þant skýrði ríkis-
stjórn Islands frá því hversú
alvarlegum augum hann liti ó
styrjöldina í Víetnam og hvað
af henni gæti hlotizt, hann
greindi ráðherrunum frá þvi
að hann myndi hætta störium
sem framkvæmdastjóri ef til-
lögur hans fengju ekki nægi-
legar undirtektir. Þarna voru
íslendingar semsé beðnir að
taka upp sjálfstæða stefnu á
alþjóðavettvangi, marka af-
stöðu, stuðla að lausn. En
svar íslenzku ríkisstjómarinnar
var hin geðlausa og merking-
arlausa lágkúra Emils Jónsson- '
' ar utanríkisráðherra: „Við viij-
um öll áð Vietnam stríðinu
linni.“
Einróma
samþykkt
Tillögur Ú Þants hafa feng-
ið betri undirtéktir annarsstað-
ar, m.a. á Norðurlöndum. Tor-
• ■ Jfc
„Viö vfljum öll að Vietnam striðinu Imni“.
sten Nilsson utanrikisráðherra
Svía lýsti fyllsta stuðningi
sænsku stjómarinnar við til-
lögur Ú Þants í snarpri ræðu
er hann tók þátt í almennu
umræðunum á allsherjarþing-
inu. Lyng, utanríkisráðherra'
Nató-ríkisins Noregs, gerðislíkt
hið sama. Einn af stuðnings-
flokkum norsku ríkisstjómar-
innar, Vinstriflokkurinn, birti
nýlega yfirlýsingu sem flokks-
stjóm hans samþykkti einróma
á fundi í Osló 8da október síð-
astliðinn, svohljóðandi:
„Auknar hernaðaraðgerðir i
Víetnam magna þjáningar
landsmanna. Átökin spilla fyr-
ir tilraunum þeim sem verið er
að gera til að koma á samn-
ingum um eftirlit með vígbún-
aði og afvopnun. Vegna þess
að hagsmunir stórveldanna eru
tengdir - þessum átökum er
hætta á að styrjöldin í Víei-
nam geti þróazt á þá lund að
heimsfriðnum sé hætta búin.
Ásamt öðmm aðildarríkjum $.
Sameinuðu þjóðanna ber Noregi
skylda til að stuðla að því eft-
ir fremsta megni að deilan
verði leyst á friðsamlegan hátt.
Flokksstjórn Vinstriflokksins
telur að þau þrjú atriði sem
Ú Þant framkvæmdastjóri hef-
ur* gert tillögur um séu skyn-
samleg forsenda fyrir slíkum
tilraunum:
Að sprengjuárásum á landn-
svæði Norður-Vietnams verði
hætt.
Að hernaðaraðgerðir í Suð-
ur-Vietnam verði takmarkaðar.
Að þjóðfrelsishreyfingin í
Suður-Vietnam taki þátt í öll-
um umræðum um friðsamlega
lausn.
Flokksstjórnin fer þess á leit
við ríkisstjómina að hún vinni
að þvi að á þessi atriði verði
fallizt af Bandaríkjunum og
Suður-Víetnam. Jafn nauðsyn-
legt er að stuðla að þvi að
Norður-Víetnam og þjóðírelsis-
hreyfingm'fallist á slíka stefnu
sem forsendu vopnahlés. Báðó-
aðilar verða að leggja sitt af
mörkum ef unnt á að verðaað
binda endi á styrjöldina".
Þannig talar borgaralegur
stjómarflokkur i Nató-ríkinu
Noregi; hann dirfist að hafa
stefnu þótt hún brjóti í bága
við afstöðu valdamanna í Wasii-
ir.gton; hann lætur sér ekki
nægja að andvarpa: „Við vilj-
um öll að Vietnam stríðinu
linni“.
Finnst enginn
frjálslyndur?
Ef til vill er ekki úr vegi
að vitna ennfremur í borgara-
legan norskan stjómmÉlamann,
til þess að sýna hérlendum
pólitíkusum hvemig menn leyfa
sér að hugsa og skrifa í öðrum
aðildarríkjum Atlanzhafsbanda-
lagsins. Gunnar Garbo, einn
af þingmönnum Vinstriflokks-
ins norska, segir í grein í Dag-
bladet, víðlesnasta blaði Nor-
egs, 7da október síðastliðinn um
þá kenningu að Bandaríkin séu
að vernda Suður-Víetnam gegn
erlendri ásælni:
„Styrjöldin hófst sem innan-
íandsuppreisn gegn ríkisstjóm-
mm, uppreisn manna sem
höfðu frönsk eða bandarísk
vopn eða frumstæð, heimatil-
Það er einkennileg staðreynd
að sjónarmið sósíaldemókrata
og frjálslyndra borgara í Vest-
ur-Evrópu skuli aldrei sjást
túlkuð hér á landi — nema í
Þjóðviljanum, illræmdu mál-
gagni hins „alþjóðlega komm-
únisma“. Andstaðan gegn stefnu
BSndaríkjanna í Víetnam 'ólgar
og magnast í sósialdemókrata-
flokk'um Evrópu, en hennar sér
engan stað í Alþýðuflokknum
og Alþýðublaðinu. öll þau borg-
arablöð sem mest em metin í
Evrópu, og ekki sízt Norður-
landablöð, birta í sífellu rök-
studda áfellisdóma um utanrík-
isstefnu Bandarikjanna eftir
kunna stjómmálamenn og
menntamenn — en þvilíkar
greinar sjást aldrei í Morgun-
blaðinu eða Vísi, og Tíminn
lætur sér yfirleitt nægja að
þýða og endursegja erlendar
greinar án þess að tengja þær
við íslenzkan veruleika. Vafa-
laust stafar þessi afstaða her-
námsblaðanna af hundtryggð
þeirri seim mönnum var innrævt
á tímabili kalda stríðsins, þeirri
hollustó við Bandaríkin sem
var ekki síður ofstækisfull en
trú rauðra varðliða á Maó
búin vopn. Nú er svo komig að Tsetung um þessar mnndir. F.n
éinníg er úín beiná íhlútón áð vitá íslenzkir hemámssinnar
ræða frá Norður-Víetnam og ekki hversu skiptar skoðanir
ennfremur aðstoð frá Kína og manna em í Bandaríkjunum
Sovétríkjunúm. Samt em her-, sjálfum, jafnvel þeirxa sem
sveitir Norður-Víetnams í Suð- fara með æðstu völd? Ef Emú
ur-Víetnam ^ðeins brot af her- '
sveitum Bandaríkjanna. Eins
og George Kennan komst að
orði við utanríkismálanefnd
öldungadeildarinnar, er hér ekki
um að ræða bandaríska aðstoð
við land sem hefur orðið fyrir
árás annars lands, heldur öllu
frekar um aðstoð við r£kis:
stjóm sem getur ekki varið
sig gegn sínum eigin þegnum.“
Og um þá kenningu að Banda-
ríkin verði að heyja tortfm-
ingarstyrjöld sína í Víetnam til
þess að koma í veg fyrir að
kommúnisminn leggi undir sig
Suðaustur-Asíu segir hann:
„Það verður að telja sjálf-
Jónsson utanrikisráðherra hefði
mannað sig upp í að segja
eitthvað meira en „Við viljum
öll áð Vietnam stríðinu linni“.
hefði hann ekki verið að efla
„heimskommúnismann“, held-
ur hefði hann styrkt stöðu
bandarískra . stjómmálamanna
eins og J. W, Fulbrights, Rob-
erts Kennedys, Arthurs Schles-
ingers, Georgs Kennans og
fleiri. Hvað kemur til að þess-
ir bandarísku leiðtogar virðast
ekki eiga neina skoðanabræður
meðal kollega sinna íslenzkra?
Henta hinum hvitu varðliðum
Islands engar fyrirmyndir nema
ofstækið og heimskan? — Austri.
Kr. 300,00 daggjald
og 2,50 á ekinn km.
ÞER
LEIK
ALUR
Rauðarárstíg 37
sími 22-0-22
Sendisveinn óskast
þarf að hafa hjól Þjóðviljinn sími 17-500