Þjóðviljinn - 21.10.1966, Blaðsíða 1
I
Föstudagur 21. október 1966 — 31. árgangur — 239. tölublað.
Tveir GySingar hljóta bék-
menntaverðlaun Nóbels í ár
Siða @
Ný stefna borgaryfirvalda?
Borgarstjórnaríhaldið neitaði
að augfýsa eftir lóðaumsóknum
Mjög eftirsóttar og dýrmætar einbýlishúsalóðir afhentar þegjandi og hljóðalaust
■ Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gærkvöld
snerust íhaldsfulltrúarnir allir sem einn gegn til-
lögu minnihlutaflokkanna um að nokkrar tiltekn-
ar og mjög eftirsóttar og dýrmætar byggingarlóð-
ir í borginni yrðu auglýstar til umsóknar í stað
þess að nokkrir „valinkunnir menn“ fengju þegj-
andi og hljóðalaust umráð lóðanna, eins og lóða-
nefnd hafði ákveðið.
Hér var um að ræða fjórar
einbýlishúsalóðir við Laugarás-
veg og fimm við Sunnuveg. Lóð-
imar voru þessar og þeir sem
þasr hrepptu:
Laugarásvegur 38: Jónas Jóns-
son, Laugarásvegi 73.
Laugarásv. 40: Rúnar Bjarnason,
Hvassaleiti 28.
Laugarásv. 42: Logi Einarsson,
Flókagötu 56.
Laugarásv. 44: Richard Theo-
dórs, Sólheimum 28.
Sunnuvegur 1: Agnar Kristjáns-
son, Sólheimum 9.
Sunnuvegur 3: Jóhann -G. Möll-
er, Barmahlíð 32.
Sunnuvegur 5: Þórður J. Hall-
dórsson, Sigtúni 39.
Sunnuvegur 7: Helgi Ólafsson,
Langholtsvegi 85.
Sunnuvegur 9: Þorsteinn Gís>
son, Bugðulæk 4.
Lóðanefnd hafði gengið frá
þessari úthlutun á sínum tíma
og ,sl. þriðjudag var ákvörðun
nefndarinnar borin undir borg-
arráð. Þar varð ágreiningur.
Borgarráðsmaður Alþýðubanda-
lagsins, Guðmundur Vigfússon,
gerði það að tillögu sinni að
lóðirnar við Laugarásveg og
Sunnuveg yrðu auglýstar til um-
sóknar. Þessi tillaga var felld
af íhaldsfulltrúunum 3 í borg-
arráði gegn atkvæðum flutnings-
manns og Kristjáns Benedikts-
sonar, borgarráðsmanns Fram-
sóknar.
Aumlegt yfirklór íhaldsins
Á borgarstjórnarfundinum í
gær hreyfði Guðmundur Vigfús-
son þessu máli enn og flutti
hann, ásamtKristjániBenedikts-
syni, tillögu um að umræddar
lóðir yrðu auglýstar til umsókn-
ar með hæfilegum fresti.
í framsöguræðu < sinni þenti
Guðmundur á að borgaryfirvöld
hefðu tekið þá reglu upp fyrir
tveim til þremur árum, m.a.
vegna þrýstings frá borgarfull-
trúum minnihlutaflokkanna, að
auglýsa þær byggingarlóðir sem
borgin hefði til ráðstöfunar
hverju sinni. Þetta er sjálfsögð
regla að flestra áliti, sagði Guð-
mundur, en nú virðist eiga að
fara inn á nýjar brautir, þ.e.
auglýsa ekki lóðirnar heldur út-
hluta þeim völdum gæðingum
sínum þegjandi og hljóðalaust.
Forsvarsmaður íhaldsins, Birg-
ir f. Gunnarsson, hafði í frammi
hið aumasta yfirklór; kvaðst í-
haldsmaðurinn samþykkur þeirri
almennu reglu að auglýsa eftir
lóðaumsóknum, en \ taldi hins-
vegar ónauðsynlegt að auglýsa
alla jafna „takmarkaða lóða-
skika".
Þegar til atkvæðagreiðslu
kom greiddu 7 borgarfulltrúar
minnihlutaflokkanna tillögu
Guðmundar Vigfússonar og
Kristjáns Benediktssonar at-
kvaeði, en allir 8 íhaldsfulltrú-
arnir voru á móti og staðfestu
pukursúthlutun lóðanefndar.
Klámmál á þrem
Norðurlöndum
HELSINKI 20/10 — Mál var í
dag höfðað gegn • forleggjara,
prentsmiðjueiganda, þýðanda og
fjórum bóksölum fyrir að gefa
út, prenta, þýða og selja klám-
rit. Tvær bókanna voru gefnar
út á íinnsku, hinar eru sænsku
bækurnar Kárlek I-IV.
í Kaupmannahöfn hefur verið
úrskurðað að bókin „Venus i
Indien“ skuli enn vera í banni,
þótt dómari hafi sýknað útgef-
anda af klámákærunni. Sýknu-
dóminum hefur verið áfrýjað.
í Osló hefur ákæruvaldið
bannað bókina „Uten en trád“ og
höfðað mál gegn forleggjaranum
og höfundinum, Jens Björneboe.
Þetta er fyrsta klámmálið í Nor-
egi síðan Roðasteinn Agnars
Mykle kom út.
Stjórnarfrumvarpið um opinbera aðstoð við námsmenn ófullnægjandi
Námslauna er þörf eigi að tryggja
efnahagslegt menntunarjafnrétti
Á þingfundi í gáer við um-
raeðu um stjómarfrumvarp
um námslán og námsstyrki
lögðu Alþýðubandalagsþing-
mennirnir Hagnar Arnalds
og Einar Olgeirsson og
Framsóknarþingmaðurinn
Ingvar Gíslason áherzlu á
brýna þörf þess að stórauka
opinbera aðstoð við náms-
menn í háskólum og öðrum
framhaldsskólum. svo, tryggt
yrði efnahagslegt jafnrétti til
menntunar og séð yrði fyrir
ört vaxandi þörf þjóðarinnar
á menntun.
Á fundi neðri deildar Alþing-
is í gær var mest raett um
stjórnarfrumvarp um námslán
og námsstyrki og flutti mennta-
málaráðherra Gylfi Þ. Gíslason,
framsöguræðu og rakti heiztu
breytingar frá núverandi löggjöf.
Taldi ráðherrann það megin-
breytinguna að Lánasjóður ís-
lenzkra námsmanna yrði.núeinn
| Alþýðubandalagsmenn flytja frumvarp á Alþingi um |
!
i
!
Verðlagsnefnd er hafi vald
til að hindra verðhækkanir
Þrír þingmenn Alþýðu-
bandalagsins, Einar Olgeirs-
son, Eðvarð Sigurðsson og Ás-
mundur Sigurðsson, flýtja á
Alþingi frumvarp um breyt-
ingu á lögum um verðlagsmál.
Efni laganna er í tveimur
greinum og eru þær þannig:
1. gr.
1. grein laganna orðist svo:
Með verðlagsákvarðanir fer
sjö manna nefnd. verðlags-
nefnd.' Skulu nefndarmenn
kosnir hlutfallskosningu
sameinuðu Alþingi, þegar lör
þessi taka eildi og siðan eftir
. hverjai alþingiskosningar
Kosnir skulu og jafnmargir
varamenn á sama hátt. Skal
kosningin gilda út kjörtíma-
bilið.
Meiri hluti atkvæða ræður
ákvörðunum verðlagsnefndar,
nema öðruvísi sé ákveðið í
lögum þessum.
»
2. gr.
1. niálsgr. 3. gr. laganna
orðisí svo: ,
Verðlagsnefnd skal ákveða
hámarksverð á vöru og verð-
mæti, þ.á.m. hámark álagn-
ingar umboðslauna og ann-
arrar þóknunar, er máii
skiptir um verðlag í
landinu. Skal það regla
verðlagsnefndar að beita þessu
valdi til þess að koma sem
mest í veg fyrir vöxt verð-
bólgu og dýrtíðar og því að-
eins sleppa því að ákveða há-
marksverð á vissum sviðum,
að samkomulag sé um slíkt
í nefndinni.
3. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Frumvarpinu' fylgir ýtarleg
* 'reinargerð og verður hún
birt einhvern næstu daga.
og óskiptur, og úthlutaði stjórn
sjóðsins öllum lánum og styrki-
um, hvort sem um væri að ræða
nám erlendis eða innanlands. Þá
flytti frumvarpið þá stefnuyfir-
lýsingu að stefnt skuli að því
að opinber aðstoð við náms-
menn samkvæmt lögunum nægi
hverjum námsmanni til að standa
straum af eðlilegum námskostn-
aði, þegar eðlilegt tillit hefur
verið tekið til aðstöðu hans M1
fjáröflunar. Tekið er upp það
fyrirkorhulag á greiðslu náms-
lána að þau skuli greiðast með
jöfnum afborgunum á 15 árum,
og vextir hækkaðir i 5%, en
endurgreiðslur skulu ekki hefj-
ast fyrr en fimm áruni eftir að
námi lýkur. Þá er gert ráð fyr r
lánum til kandidata og er það
nýmæli.
□ Óviðunandi Iausn.
Ragnar Arnalds taidi virðing-
arvert að reynt væri að koma
lagi á þessi mál, en niðurstöður
frumvarpsins væru ekki á þann
veg að líklegt væri að stúdentar
geti saett sig við. Ástandið f lána-
og styrkjamálum námsmanna á
Islandi hafi verið hneyksli og
framlögin mjög ófullkomin.
Menn hafi t.d. getað verið þrjú
misseri í HáSkóia Islands án
þess að eiga þess kost að fá
námslán.
Ragnar taldi þessi atriði fram
máli sínu til stuðnings:
□ Þó gert sé ráð fyrir þvi að
framlag ríkisins til þessaramála
hækki töluvert, verður mjög ó-
verujeg hækkun til þpirra náms-
manna sem fengið hafa lán og
styrki áður.
□ Enda þótt nýir stúdentahópar
fái nú aðgang að lánum hækka
lánin ekki nema í 46% af um-
framþörf stúdenta, þess hlu+a
framfærslukostnaðar sem þeir
geta ekki unnið sér inn jáfn-
framt náminu.
□ Vextir námslánanna eru hækk-
áðir í 5%, sem er alveg fráléit
ráðstöfun.
□ Ekkert tillit er tekið til þess
hvort um fjölskyldumann er að
ræða eða éinhleypan.
□ Ekkert er gert til að bæta úr
þörf nemenda Menntaskólanna,
Framhald á 3. síðu.
Kópavogsbúar
Félag óháðra Kjósenda held-
ur vetrarfagnað í Félagsheimili
Kópavogs laugardaginn 22. októ-
ber kl. 9 e.h. Miðapantanir í
símum 41279 og 41794 og við
innganginn. —r Fjölmennið og
takið með ykkur gesti.
Bandarískir hermenn
nauðga 16 ára stúlku
Fjórir bandarískir hermenn af Keflavíkurflug-
velli sitja nú í varðhaldi þar suðurfrá og eru á-
kærðir um að hafa nauðgað 16 ára stúlku héðan úr
Reykjavík. Átti sá atburður sér stað fyrir röskum
mánuði en ekki hafðist upp á ódæðismönnunum
fyrr en 7. október. Hafa þeir setið í gæzluvarðhaldi
síðan en rannsókn málsins stendur enn yfir hjá
lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli.
Er Þjóðviljinn átti tal við
Björn Ingvarsson lögreglustjóra
á Keflavíkurflugvelli í gær vildi
hann fremnr fátt um málið segja
á þessu stigi þar eð rannsókn
þess vaeri hvergi nærri lokið en
lét þó eftirfarandi upplýsingar
í té.
Atburður þessi átti sér stað
aðfaranótt mánudagsins 19. sept-
einber sl. Var stúlkan á gangi
í miðbænum seint um kvöldið
ásamt stöllu sinni er bifreið með
fjórum hernámsliðum bar að og
buðu herménnirnir stúlkunum
upp í bílinn. Þáðu stúlkurnar
boðið og var fyrst ekið um mið-
bæinn en síðan vildu stúlkurnar
fara heim til sín en i þess stað
ókú hermennirnir með þær upp
hjá Geithálsi. Þar fór önnur
stúlkan úr bílnum og náði í bíl-
far í bæinn aftur.
Hin stúlkan varð eftir i bíln-
um með hermönnunum og seg-
ir hún að þeir hafi nauðgað sér.
Var hún svo miður sín er hún
kom heim til móður sinnar um
nóttina að þær mæðgur fengu
sig ekki til að skýra frá atburð-
um og kæra til lögreglunnar fyrr
en 5 dögum síðar eða 24. sept-
ember. Hafði stúlkan ekki núm-
erið á bílnum en eftir lýsingu
hennar á mönnunum tókst þó
um síðir að hafa á þeim öll-
um og sitja þeir nú eins og áð-
ur segir í varðhaldi og er rann-
sókn málsins hvergi nærri lok-
ið.