Þjóðviljinn - 21.10.1966, Síða 4
4 slÐA — ÞJÚÐVILJINN — Föstudagur 21. október 1866.
OtgeÆandi: Sameiningarflokkur aiþ.vöu — Sósialistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb) Magnús Ejartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson.
Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa-
söluverð kr. 7.00.
Hverju er um uð kennu?
TTvöss og markviss ádeiluræða, byggð með næg-
um staðreyndum og skýrum rökum, vekur allt-
af athygli í útvarpsumræðum, og svo er með ræð-
una sem fulltrúi Alþýðubandalagsins, Geir Gunn-
arsson, flutti við 1. umræðu fjárlaganna. Morgun-
blaðið virðist hafa orðið vart við þetta og telur
ræðuna svo snjalla að hún hefði getað verið eftir
eiiin bezta ræðumann þingsins undanfarandi þrjá-
tíu ár, Einar Olgeirsson. Og mega báðir una vel
samanburðinum.
*
T einum kafla ræðunnar minntist Geir á áróður
ríkisstjórnarinnar varðandi verðfall á nokkrum
útflutningsvörum íslendinga, en ráðherramir og
blöð þeirra hafa reynt að láta líta svo út, að hinir
víðtæku erfiðleikar heilla atvinnugreina væru ein-
ungis þessu verðfalli að kenna. ,Geir Gunn-
arsson minnti á í ræðu sinni, að undanfarin ár hef-
ur verð á útfluttum sjávarafurðum farið hækkandi
með ári hverju, og „lækkun nú frá þeim hæsta
verðtoppi sem náðst hefur þýðir ekki það, að verð-
ið sé 'ekki eftir sem áður hærra en svarar til þess
hlutar, sem verkafólk hefur fengið af þjóðartekj-
unúm.‘ Auk þess kemur hér á móti meira aflamagn
á síldveiðum en nokkru sinni fyrr“. Og Geir rakti
það hver hækkun hefur orðið á helztu sjávaraf-
urðum undanfarandi ár. Árin 1963—1965 hækkaði
verð á eftirtöldum útflutningsvörum sem hér seg-
ir: Saltfiskur óverkaður 31,4%, skreið 9,5%, fryst
síld 20,2%, fryst fiskflök 21,5%, þorskalýsi hreinsað
26,6%, þorskalýsi óhreinsað 90,5%, saltsíld 11,4%,
síldarlýsi 118,8%, fiskimjöl 5,2% og síldarmjöl
10,6%. Þetta væru *hækkanir síðustu ára og þrátt
fyrir einhverja lækkun síðari hluta árs 1966 verði
meðalverð á þessu ári fremur hærra eh lægra en
meðalverð 1965 og varðandi þjóðartekjumar bætist
þar á ofan að aflamagn á síldveiðum hefur stór-
aukizt.
/^eir Gunnarsson dró af þessum staðreyndum og
^ öðrum er hann rakti þá ályktun, að þau kreppu-
einkénni, sem tekin væru að marka atvinnulífið
yrðu ekki kennd óhagstæðum ytri aðstæðum né
heldur því að verkafólk hafi fengið of mikið í sinn
hlut. Þar væri stjómarstefnan sjálf að verki, verð-
lækkanir á hokkrum afurðum yrðu hvorki notaðar
til að kenna þeim um ófamaðinn né til þess að
halda fyrir verkamönnum réttmætum hluta þeirra
af þjóðartekjunum. Og hann taldi það ekki sam-
rýmast neinni skynsemi að gera nú kröfu til launa-
fólks að það afsali sér rétti til hærri kaupmáttar
tímakaups, samtímis því að ríkisstjórnin leggur
fram fjárlagafrumvarp sem gerir ráð fyrir auk-
inni skattheimtu sem nemur 850 miljónum króna
á einu ári, og þverneita þannig að hverfa frá þeirri
verðbólgustefnu sem sé að koma framleiðsluat-
vinnuvegunum í þrot. Slík fjárlög eru bein túlkun
á þeirri stefnu sem í reynd er stefna ríkisstjórn-
ar íhaldsins og Alþýðuflokksins, að allt megi
hækka nema kaupið, þó ráðlegt þyki að tala fagur-
lega um „stöðvun" vegna þess að samningar við
verkalýðshreyfinguna standa yfir og ekki er nema
hálft ár til kosninga. — s.
Hverjar yrðu afleiðingarnar, ef
hætt yrði ræktun deyfilyfjagras
*
□ í umræðum um eitur-
lyfjavandamálið hefur þeirri
hugmynd oft verið hreyft að
láta efnafræðiiega samsett lyf
koma í stað deyfilyfja sem unn-
in eru úr jurtum. Með því móti
mundi t.d. lögleg ræktun ópí-
ums ekki verða möguleg, og
tækifærin til ólöglegrar rækt-
unar, sölu og „rýmunar" í
lyfjaiðnaðinum mundu verða
miklu færri en nú er.
□ Enda þótt farið sé að
framleiða í æ rikara mæli lyf
unnin úr gerviefnum, er vanda-
málið ekki eins einfalt og virð-
ast má við fyrstu sýn, segir
í nýbirtri skýrslu sem skrif-
stofa Sameinuðu þjóðanna hef-
ur samið og lögð verður fram
á fundi eiturlyfjanefndarinnar
í desember.
Skilyrðið er, að deyfilyf unn-
in úr gerviefnum, jafnvel þó
þau séu einnig vanamyndandi,
verði jafngóð eða betri en hin.
Þetta hefur enn ekki gerzt,
segir i skýrslunni, heldur eru
hin nýju lyf þvert á móti enn-
þá hættulegri að því er snert-
ir vanamyndun.
Af þeim 89 eiturefnum, sem
nú eru undir alþjóðlegu eftir-
liti, eru 60 unnin úr gerviefn-
um. Fræðilegir möguleikar á að
framleiða fleiri slík lyf eru „svo
til ótæmandi“. Auðvelt er að
hafa eftirlit með slíkum lyfj-
um, enda koma þau Ktið við
sögu í ólöglegri eiturlyfja-
verzlun- En / einungis fá þeirra
eru ,til sölu og notuð til lækn-
inga. Þekktust þeirra eru
pethidin, methadon, normet-
hadon og dextromoramid.
Eitt sem mælt hefur með
lyfjum unnum úr gerviefnum'
er hið hagstæða verðlag á hrá-
efnunum. En hér verður líka
að taka með í reikninginn
kostnaðinn við rannsóknir og
framleiðslu, og er mikið vafa-
mál hvort framleiðsluverð verð-
ur mismunandi á hinum ýmsu
tegundum.
Vandamálið, hvort stefna beri
að því að hafa eingöngu á
boðstólum deyfilyf unnin úr
gerviefnum, er þannig bæði
flókið og yfirgripsmikið, og er
nauðsynlegt að kanna það
gaumgæfilega, segir í skýrsl-
unni.
Afleiðingarnar fyrir þá sem
rækta jurtirnar
Annað veigamikið vandamál
í þessu , sambandi er, hvaða
afleiðingar það muni hafa fyr-
ir lönd, sem rækta jurtir til
deyfilyfjagerðar, verði ræktun
þeirra bönnuð.
Að því er varðar ópíum
verða Indland og Tyrkland
harðast úti, þó önnur lönd
eigi hér líka hlut að máli. Eft-
ir því sem löglég framleiðsla
ópíums hefur verið takmörkuð
(úr 1171 tonni árið 1963 niður
í 940 tonn árið 1964) hafa
þessi lönd dregið úr framleiðslu
sinni og minnkað ræktunar-
svæðin.
Það er ekki sérlega arðvæn-
legt að rækta ópíum til lög-
legrar sölu. í skýrslunni segir
að kiló af ópíum með 12 pró-
sent morfín-innihaldi kosti 11
dollara (473 ísl. kr.).
Sú staðreynd að umrædd
lönd eru þegar f arin að -rækta 5-
aðrar jurtir á tilteknum svæð- 1
um, og að tiltölulega fámennii-
hópar fást við ræktunina
(77.747 í Indlandi og 160.671 j
í Tyrklandi), bendir til þess. j
að löndin mundu án verulegra j
vandkvæða geta lagt niður ópi-
um-rækt, ef þau hlytu alþjóð-1
lega aðstoð. Hins vegar er j
lögð á það áherzla í skýrsl-
unni, að ópíum-verzlunin sé til-
tölulega þýðingarmikil fyrir út-
flutningslöndin vegna öflunar
erlends gjaldeyris.
Tæknihjálp, sem koma á í
staðinn fyrir ópium-ræktun,
hefur verið veitt Burma, Af-
ganistan, íran og verður veitt
ákveðnum svæðum í Thaílandi.
f fran hefur verið tekin upp
ræktun á sykurrófum og baðm-
ull, sem veitir fyrrverandi
ópíum-ræktendum viðunandi
arð.
Kóka-jurtin er álitleg tekju-
lind þeim sem rækta hana, og
ræktunarlandið er um það bil
190w000 hektarar í Perú og
Bólivíu. Perú hefur undirrit-
að Eiturlyfjasáttmálann frá
1961 og lofað að afnema óhæf-
una á 25 árum. Ríkisstjórnin
hefur einnig skipað nefnd sem
á að finna viðeigandi úrræði
fyrir þá sem snúa sér frá kóka-
ræktun. Bólivía er líka farin
að fá áhuga á málinu.
Cannabis (indverski hampur-
inn, sem hasjisj er unnið úr)
vex villtur Dg dreifist auðveld-
lega. Svo að segja um heim
allan er hann ræktaður ólög-
lega, segir í skýrslunni. Hamp-
urinn er mest notaður í iðn-
aði- 1 Indlandi og Pakistan er
„hartsið" notað til lækninga.
Líbanon, Marokkó, Suður-
Afríka og Brasilía eru meðal
þeirra landa þar sem mest
kveður að ólöglegri ræktun
jurtarinnar. Marokkó og Líban-
on hafa fengið alþjóðlega að-
stoð til að rækta aðnar jurtir
en cannabis. 1 Libanon er verr
ið að gera tilraunir með sól-
fylgjur.
Fæst eining?
Þriðja mikilsverða atriðið i
þessu sambandi er spurningin,
hvaða afstöðu lönd eins og t.d.
Sovétríkin, Kína, Norður-Kór-
ea og Norður-Víetnam muni
taka. Þau framleiða öll ópíum
eða lyf sem unnin eru úr ópí-
um. Árið 1964 voru Sovétríkin
annar mesti ópíum-framleið-
andi heims með 20 af hundraði
heildarframleiðslunnar, en Ind-
land framleiddi 69 af hundraði
og Tyrkland 9 af hundraði alls
ópíums í heiminum.
í skýrslunni er vísað til til-
lögu, sem lögð var fyrir eitur-
lyfjanefnd Sameinuðu þjóð-
anna síðast þegar hún kom
saman og var þess efnis, að
framkvæmdastjóri samtakanna
sendi fyrirspurn til aðildarríkj-
anna um ópíum-framleiðslu
þeirra. f skýrslunni er gengið
lengra og lagt til, að íyrir-
spurnin taki líka til annarra
eiturlyfja og lyfja úr gervi-
efnum, jafnframt því sem mál-
in verði enn betur skýrð með
fyrirspum frá Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnuninni (WHO.).
(Frá S.Þ.).
Biskupur gegn frjálslyndri
skýrslu um kynferðismul
LONDON 17/10 — Biskupar
ensku biskupakirkjunnar hafa
mótmælt harðlega skýrslu
kirkjunefndar einnar, sem mæl-
ir með auknu frelsi í kynferðis-
málum fyrir ógift fólk-
Skýrslan „Kynferðismál og
siðferði“ var birt 1 London á
sunnudag. Var hún tekin sam-
an af þrettán manna nefnd,
skipaðri af brezka kirkjuráð-
imi.
Þar segir að ekki sé hægt að
gefa neinar ófrávíkjanlegar
reglur um kynlíf fyrir hjóna-
band né heldur um framhjá-
tökur. Hinsvegar beri að veita
fólki þann skilning á kynferð-
ismálum að það geti sjálft tek-
ið ákvarðanir. Þá er í skýrsl-
unni' lýst stuðningi við fræðslu
um notkun getnaðarvama óg að
fóstureyðingar verði leyfilegri
nú er.
Eldfim landamærí
Arabískir hermdarverkamenn hafa haft sig mjög í frammi i ísrael
að undanförnu. í fyrri viku sprengdu þeir í Ioft upp íbúðarhús í
Jerúsalem og særðust þá fimm manns og um svipað leyti drápu
þeir fjóra ísraelska hermenn í jeppabifreið skammt frá Iandamær-
um Sýrlands. ísraelsmenn telja, að þessar aðgerðir séu óhugsandi
án stuðnings sýrlenzka hersins, en Sýrlandsstjórn hefur nú um
skeið tekið að sér það hlutverk að hafa forystu meðal Araba i.
hatursáróðri gegn ísrael. Sumir ísraelsmenn telja að Sýrlandsstjórn
geri þetta einkum til að skapa sér traust innanlands og vilji fara
varlega í sakirnar, en aðrir vilja gjalda í sömu mynt samkvæmt
boðorðinu auga fyrir auga, tönn íyrir tönn. ... — Myndin er af
aðvörunarskilti á landamærum Sýrlands og ísraels.
Nokkrur úbendingur til hás-
byggjehdu og háskuupendu
Meistarasamband byggingar-
manna í Reykjavík hefur beðið
Þjóðviljann að koma á framfæri
eftirfarandi ábendingu til hús-
byggjenda og húskajupenda:
„Að gefnu tilefni skal byggj-
endum og kaupendum að hús-
um i smíðum bent á, að meist-
arar, sem áritað hafa teikn-
ingar af húsum eða tekið að sér
framkvæmd á fagvinnu við
byggingar bera ábyrgð hver f
sinni faggrein. Er því eigend-
um óheimilt að framkvæma eða
láta framkvæma þau störf,
nema í samráði við viðkomandi
meistara.‘‘
Tilefni þessarar ábendingar
er að þess eru þvi miður alltof
mörg dæmi, að húsbyggjandi
virðist ekki gena sér nægilega
ljóst, hve nauðsynlegt er, að
meistarar hafi umsjón með öllu
því sem snertir byggingu húss-
ins- Þetta hefur haft þær af-
leiðingar að oft og tíðum koma
fram ýmsir verkgallar, sem
meistarinn af þessum orsökum
getur ekki ráðið við, en er þó
talinn bera ábyrgð á, ef út af
ber.
Þegar meistari áritar hús-
teikningar, sem samþykktar
haía verið af viðkbmandi bygg-
ingaryfirvöldum, tekur hann- á
sig þá ábyrgð, að húsið sé
byggt eftir þessum teikningum
og að hlítt sé fyrirmælum
byggingasamþykkta í einu og
öllu.
Hjá málarameisturum og
veggfóðrarameisturum er þessi
áritunarskylda þó ekki fyrir
hendi, en engu að síður bera
þeir sömu ábyrgð, þegar þeir
hafa tekið að sér framkvæmd
verks-
Að framansögðu er ljóst að
ábyrgð meistaranna um fram-
kvæmd áritunarverka er mikil
og vill Meistarasamband bygg-
ingarmanna mjög eindregið
brýna fyrir félögum sínum að
sinna af alúð og vandvirkni
þeim ábyrgðarmiklu störfum,
sem áritunarskyldunni fylgja.
Það vill stundum koma fyr-
ir að deila rísi milli húsbyggj-
enda og meistara. Það er þvf
nauðsynlégt, að í upphafi geri
þeir skýra skriflega samninga
sín á milli, í þeim skal taka
fram það helzta, sem í slíkum
samningum þarf að standa s.s.
skýrt afmörituð • verkáætlun,
hvemig tryggingu fyrir henni
skuli hagað o. fl., o. fl.
Til eru tvennskonar form
fyrir slíka samningsgerð, verk-
samningur og verkbeiðni. Bæði
þessi form fást á skrifstofu
Meistarasambandsi ns.
Þess skal að lokum getið,
að Meistarasambandið r»un
auka eftirlit í byggingum með
þeim framkvæmdaliðum, sem
hér hafa verið taldir og von-
ar að það megi verða til hag-
ræðis jafn fyrir húsbyggjend-
ur og iðnmeistara.