Þjóðviljinn - 22.10.1966, Blaðsíða 1
Laugardagur 22. október 1966 — 31. árgangur — 240. tölublað.
Verður verkfall við
Búrfells virkjunina?
1 sumar og haust hafa stað-
Ið yfir samningar milli full-
trúa Verkamannasambandsins
og Alþýðusambandsins fyrir
bönd starfsmanna við Búr-
fellsvirkjun annars vegar og
verktaka hins vegar um ým-
is atriði í sambandi við kaup
og kjör starfsmannanna m.a.
um vaktavinnu og fleira. Hafa
samningar gengið treglega og
munu félög þau sem aðild eiga
að samningum þessum nú hafa
ákveðið að boða til tveggja
daga verkfalls við Búrfclls-
virkjun nú um mánaðamótin
til þess að knýja á umsamn-
inga hafi þá ekki samizt.
Þjóðviljinn átti í gær tal
við Þóri Daníelsson hjáVferka-
mannasambandinu og innti
hann eftir þessu máli en hann
ýildi fátt um það segja þar
eð ekki væri búið að boða
verkfallið formlega. Hann
sagði þó, að verklýðsfélög
þau sem þarna ættu hlut að
máti væru Verklýðsfélagið á
Selfossi, Félag bygglpgariðn-
aðarmanna í Árnessýslu og
Járniðnaðarmannafélag Árnes-
sýslu, svo og Verkamannafé-
lagið Dagsbrún, Trésmiðafél.
Reykjavíkur og Félag jám-
iðnaðarmanna. Voru haldnir
fundir f trúnaðarmannaráðum
félaganna í Ámessýslu í fyrra-
dag til þess að taka ákvörðun
um verkfallsboðunina og í
gær átti að halda fundi í
trúnaðarmannaráðum Reykja-
víkurfélaganna um málið.
VerSa kol brátt aftur fáan-
leg á almennum sölumarkaði
ASÍ-þingiS hefst
19. nóvember n.k.
■ Kosningum > til Alþýðusambandsþings er nú lokið um
allt land og líkur til að fulltrúar á þinginu verði um 370
frá u.þ.b. 150 félögum, eða svipuð tala og síðast. Ákveðið
hefur verið að setja þingið laugardaginn 19. nóvember kl.
2 e.h. í Háskólabíói. Þingsetningin verður með nokkrum
hátíðabrag í tilefni af fimmtugsafmæli sambandsins. Sjálft
þinghaldið stendur svo fast að viku og verður í samkomu-
húsinu Lídó.
■ Fulltrúum alþýðusamtakanna á Norðurlöndum var boð-
ið að senda fulltrúa til þingsins og munu fulltrúar frá
Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Færeyjum verða viðstaddir.
Fjölsóttur fundur Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík
■ Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma
á fundi sínum í fyrrakvöld að leita hið allra fyrsta
lausnar á þeim vanda, sem skapazt hefur hér í
Reykjavík vegna þess að kol hafa verið ófáanleg á
almennum markaði í borginni í sumar og haust.
Mál þetta kom til umræðu á
borgarstjórnarfundinum vegna
svohljóðandi tillögu, sem borgar-
fulltrúar Alþýðubandalagsins
fluttu:
flftur komiu bræla
á sífdarmiðunum
Stormur er nú á síldarmiðun-
um og öll skip í landvari eða
höfn. Engin veiði var fyrra sól-
arhring, eri 20 skip tilkynntu um
afla sámtals 1.025 lestir. sem er
frá því nóttina áður.
Di.iatangi
Ólafur Sipurðsson ÁK 100
Helga Guðmundsd. BA 170
Hafrún ÍS 25
Fákur GK 70
Loftur Baldvinsson EA
Snaefugl SU
Heykianes GK
Si'g. Jórisson SU
Grótta RE
Lómur KE
Sigurpáll* GK
Akraborg EA
Sigurvon RE
Þórkada II GK
Helgi Flóventsson ÞH
Jón Kjartansson SU
Héðinn ÞH
Náttfari ÞH
Arnfirðingur RE
Örn RE
„Með því að svo er komið,
a*ð enginn aðili verzlar með
kol á almennum markaði hér
í borginni, en fjölmargar í-
búðir hafa einungis aðstöðu
til kolakyndingar, auk þess
sem margir á hitaveitusvæð-
inu hafa kolakyndingu til
vara, telur borgarstjórnin að
ekki verði hjá því komizt, að
gerðar verði ráðstafanir til
að tryggja Reykvíkingum að-
stöðu til kaupa á kolum. Á-
kveður því borgarstjórn að
fela borgarstjóra að vinna hið
allra fyrsta að lausn þessa
máls í samráði við Innkaupa-
stofnun borgarinnar“.
Guðmundur Vigfússon maglii
fyrir tillögunni og minnti í upp-
hafi máls síns á að engin kol
hafa verið fáanleg á almennum
markaði hér í Reykjavík í sum-
ar og haust. Á síðustu árum og
áratugum hafi kolasala í borg-
inni dregizt mjög saman af
eðlilegum ástæðum, en þó væru
hér enn nokkur hundruð íbúða
sem kyntar væru upp með kol-
um, m.a. 140—150 íbúðir í eigu
borgarsjóðs Reykjavíkur, auk
þess sem Vinnuskúrar borgarinn-
ar og ymissa verktaka væru kola-
kyntir. Þá benti Guðmundur á
að viða í gamla bænum hefðu
íbúðaeigendur aðstöðu til kynd-
ingar með kolum, þegar hita-
veitan brygðist eins og svo oft
vildi brenna vi>*
Guðmundur Vigfússon lagði á-
herzlu á að lausn þessa máls
væri ekki fengin þó að borgin
hefði ^ryggt sér nokkur hundr-
uð tonn af kolum til að nota
í eigin þágu, málið væri víðtæk-
ara, og þætti borgarfúlltrúum Al-
þýðubandalagsins einsýnt að
borgin yrði að láta málið til sín
taka með einhverjum hætti og
tryggja það að kol yrðu til '.lu
á almennum markaði í Reykja-
Framhald á 7. síðu.
■ í fyrrakvöld hélt Alþýðu-
bandalagið í Reykjavík fund
í Lídó og fór þar fram
kjör fulltrúa félagsins á
landsfund Alþýðubandalpos-
ins er haldinn verður hér í
Reykjavík dagana 28.—30.
þ.m. Einnig flutti Bjöm Th.
Björnsson fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í útvarpsráði
erindi á fundinum um sjón-
varpsmál.
*
Magnús Torfi Ólafsson formað-
ur Alþýðubandalagsins í Reykja-
vík setti fundinn og stjórnaði
honum, en á dagskrá fundarins
voru aðeins tvö mál, kosning 35
aðalfulltrúa og 12 varafulltrúa á
landsfund Alþýðubandalagsins
og erindi Björns Th. Björnsson-'
ar.
Eftirtaldir 35 menn voru
kjörnif aðálfulltrúar félagsins á
landsfundinn:
Adda Bára Sigfúsdóttir
Alfreð Gíslason
Arnór Sigurjónsson
Björgúlfur Sigurðsson
Björn Ólafsson
Bolli A. Ólafsson
Böðvar Pétursson
Eðvarð Sigurðsson
Einar Hannesson
Einar Olgeirsson
Gils Guðmundsson
Gisli B. Björnsson
Guðgeir Jónsson
Guðjón Jónsson
Guðmundur J. Guðmundsson
Guðmundur Hjartarson
Guðmundur Jónsson
Guðmundur Vigfússon
Guðrún Guðvarðardóttir
Hannibal Valdimarsson
Framhald á 7. síðu.
Einar Olgeirsson.
Umræðufuiuliir
í Tjarnargötu 20
★ Á þriðjudaginn verður hald-
inn umræðufundur á veg-
um Æskulýðsfylkingarinn-
ar i Reykjavík í salnum
niðri í Tjamargötu 20.
FVndurinn hefst kl. 8,30.
★ Einar Olgeirsson flytur
framsöguerindi: Hlutverk
og stjómlist sósíaliskrar
verkalýðshreyfingar á ís-
landi í dag.
★ Sósíalistar eldri sem yngri
eru hvattir til að fjöl-
menna.
Borgarafundur
í Hafnarfirði
Verkamannafélagið Hlíf, Sjó-
mannafélag Hafnarfjarðar og
Verkakvennafélagið Framtíðin
hafa boðað til borgarafundar á
mánudagskvöldið klukkan 8,30.
Umræðuefni fundarins er: stöðv-
un Bæjarútgerðarinnar og at-
vinnuástandið í bænum.
60
60 |
30
25
30
55
25
20
65
35
30
45
35
55
30
60
Rætt við ríkisstjórnina en
ekki við atvinnurekendur
Tvö ný Alþýðubandalagsfélög:
Á Seltjarnarnesi
og í Garðahreppi
í fyrrakvöld voru haldnir stofnfundir Alþýðubandalags-
félaga í Garðahreppi og á Seltjamamesi og jafnfrámt voru
á fundum þessum kjörnir fulltrúar beggja félaganna á
landsfund Alþýðubandalagsins, sem hefst hér í Reykjavík
28. þ.m.
Stofnfundur Alþýðubanda-
lagsins í Garðahreppi var
haldinn í samkomuhúsinu Garða-
holti. Á fundinum var mættur
Hannibal Valdimarss. alþingism.
formaður Alþýðubandalagsins, og
flutti hann ræðu og ræddi stjóm-
málaviðhorfið og skipulagsmál
Alþýðubandalagsins.
1 stjóm félagsins voru kjörin
Kjartan Júlíusson formaður,
Anna Jónsdóttir ritari og Ragn-
ar Ágústsson gjaldkeri. Vara-
stjóm skipa Hjörtur Gunnarsson
varaformaður, Björg Helgadótt-
ir vararitari og Hallgrímur Sæ-
mundsson varagjaldkeri.
Fulltrúar félagsins á landsfund
Alþýðubandalagsins voru kjörin
Hallgrímur Sæmundsson og Eilín
Hannibalsdóttir.
Framhaldsstofnfu ndur Alþýðu-
bandalagsins á Seltjamamesi
var einnig haldinn í fyrrakvöld
í Tjamargötu 20 og mætti Geir
Gunnarsson alþingismaður á
fundinum og flutti ræðu.
1 stjóm félagsins voru kjöm-
ir Styrkár Sveinbjömsson form.,
Óskar Halldórsson ritari og Lár-
us Bjarnfreðsson gjaldkeri. í vara-
stjóm voru kjömir KonráðGísla-
son varaformaður og Hafsteinn
Einarsson.
Fulltrúi félagsins á landsfund
Alþýðubandalagsins var kjörinn
Styrkár Sveinbjömsson og til
vara Óskar Halldórsson.
★ í gær Ieitaði Þjóðviljinn upp-
Iýsinga hjá Þóri Daníelssyni
hjá Verkamannasambandi Is-
Iands um það hvað Iiði samn-
Hroöalegt slys í
námuhæ í Wales
Sjá síðu 0
ingaviðræðum verklýðsfélag-
anna og vinnuveitendasam-
takanna, en eins og kunnugt
er runnu samningar allra al-
mennu verkalýðsfélaganna út
1. okt. sl.
★ Þórir skýrði svo frá, að i
fyrradag hefðu fulltrúar Verka-
mannasambandsins átt við-
ræður við fulltrúa ríkisstjóm-
arinnar um þessi mál envarð-
ist allra frekari frétta afþeim
fundi.
★ Hins vegar sagði Þórir, að
fulltrúar Verkamannasam-
bandsins og vinnuveitenda-
samtakanna hefðu ekki ræðzt
við frá því samningar runnu
út utan einu sinni, en
það var 4. okt. Hefur síðan
verið tíðindalaust á þeim v£g-
stöðvum. i
Félag óháðra kjósenda
heldur vetrarfagnað í Félags-
heimili Kópavogs í dag,
fyrcta vetrardag, og hefst
hann kl. 21. Miðapantanjj í
sjmum 41279 og 41794 og við
innganginn. —• Fjölmennið
og takið með ykkur gesti.
RÁÐSTAFANIR GERÐ-
AR TIL AÐ FLÝTA
FRÁGANGI Á LÓÐUM
Það telst til algerra einsdæma, ef íhaldsmeirihlutinn í
borgarstjórn ■ Reykjavíkur fellst á og samþykkir óbreytt-
'ar tillögur frá minnihlutafulltrúum. Þetta gerðist þó á
borgarstjórnarfundinum í fyrrakvöld, en þá var samþykkt
— með samhljóða atkvæðum allra viðstaddra borgarfull-
trúa — svohljóðandi tillaga Alþýðubandalagsmanna:
„f framhaldi af þeirri ákvörðun borgarstjórnar að setja
væntanlegum íbúðareigendum í Fossvogs- og Breiðholts-
hverfum ákveðinn frest til að ganga frá lóðum sínum,
felur borgarstjórnin borgarráði og borgarverkfræðingi að
taka til athugunar hverjar ráðstafanir eru tiltækar til þess
að fá flýtt frágangi á ófuilgerðum lóðum í þeim hverf-
um borgarinnar, sem hjn nýju skilyrði ekki taka til, en
teljast mega byggð að mestu eða öllu leyti“.
Jón Snorri Þorleifsson, borgarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins, mælti fyrir tillögunni en síðan tók til máls Birgir
ísleifur Gunnarsson íhaldsmaður og tók undir það sem
Jón hafði sagt og lýsti fylgi sínu við tillöguna. Urðu um-
ræður ekki lengri, en úrslit atkvæðagreiðslu þau sem áður
greindi.