Þjóðviljinn - 22.10.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.10.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. október 1«66. 0 tgefa.ndi: Samelnlngarflokkur aiþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. Rits-tjórar: tvar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guömundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Augiýaingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Simi 17-500 (5 Iínur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuðl. Lausa- eöluverð kr. 7.00. Okríð er ekki stöðvað ¥Tm þessar mundir standa leigjendur. 1 flutning- ^ um. Blöðin eru full af húsnæðisauglýsingum en þær eru næsta einhliða; fjölmargir vilja taka hús- næðí á leigu, fáir bjóða húsnæði fram. Þeir sem hafa húsnæði á boðstólum þurfa ekki ,að auglýsa; bágstatt fólk nasar þvílíkar íbúðir uppi — eigend- urnir þurfa ekkert fyrir að hafa annað en láta bjóða í þær hærra og hærra á markaði húsnæðis- skortsins. Hvemig ástandið er má nokkuð marka af forsíðufrétt í Vísi fyrir nokkrum dögum, en það ágæta ríkisstjómarmálgagn verður naumas't vænt um það að bregða upp ófrægingarmyndum af á- standinu undir viðreisnarstjóm. Vísir segir svo frá: ¥7,r leiguupphæðin í sumum tilfellum orðin svo "-*J há að fáránlegt þykir. Fyrir skömmu tók f jöl- skyldumaður á leigu íbúð á 11 þúsund á mánuði eftir að hafa borgað svokallað lykilgjald, sem í þessu tilfelli nam 30 þúsund krónum. Lykilgjald mun ekki vera óalgengt, en það er sú upphæð, sem leigjandinn verður að borga fyrir það eitt að fá leigt. Annað dæmi um húsaleiguokrið (annað er i*;.f *. • • : - - ekki hægt að kalla það) er að tveggja herbergja íbúð var auglýsí til leigu, átti leiguupphæðin að vera 9 þúsund á mánuði. Þessar upphæðir eru ekki einsdæmi um þá f járplógsstarfsemi sem rekin er í þessum málum. Eins og tveggja ára fyrirfram- greiðslur á húsaleigu þykja orðið sjálfsagðar. Virð- ist sem réttindi leigutaka séu lítil sem engin“. ITUI viðbótar má geta þess að íbúð sú sem Vísir nefnir og leigð var á 11 þúsund krónur á mán- uði að viðbættu 30 þúsund króna lykilgjaldi fyrir eitt ár, eða alls fyrir 13.500 krónur á mánuði, er engin ný lúxusíbúð. Hún var byggð fyrir stríð af Byggingarsamvinnufélagi Reykjavíkur og var byggingarkostnaðurinn þá samtals 24.000 krónur — lægri krónuupphæð en tveggja mánaða leiga nú, þótt krónumar séu að vísu býsna misstórar. jjrátt fyrir allt stöðvunarhjal sitt gerir ríkis- *stjómin engar ráðstafanir til þess að stöðva hús- næðisokrið, og væri þó engum manni skyldara en dómsmálaráðherra íslands að hlutast til um það ferlega okurdæmi sem hér hefur verið nefnt. Ekki skiptir ríkisstjórnin sér heldur neitt af því, þótt peningarnir sjálfir séu á trylltum uppboðsmarkaði í þjóðfélaginu, lánsfé gangi kaupum og sölum á svörtum markaði, og fjárplógsstarfsemin bitni fyrst og fremst á þeim sem reyna að losna við húsaleiguokrið með því að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Fjármálamennimir sækja peningana í bankanna, lána þá bágs'töddu fólki með siðlausum gróða, og auglýsa iðju sína opinskátt í Morgun- blaðinu. Hin svokalíaða stöðvunarstefna Bjama Bene- diktssonar beinist ekki gegn fjárplógsmönnum og okrurum. Eini tilgangur hennar er að stöðva það að launafólk sæki réttmætan skerf sinn af þjóðartekjunum, koma í veg fyrir að verkafólk geti lifað af dagvinnukaupi í þjóðfélagi sem Morg- unblaðið telur hið fjórða auðugasta í heimi. — m. Nú reynir á, hver alvara er á bak við tal manna um verðbólgustöðvun í gáer var sasrt hér í blaðinu frá Iagafrumvarpi sem þrír þingmenn Alþýðubandalagsins, þeir Einar Olgeirsson, Eðvarð Sigurðsson og Ásmundur Sig- urðsson, flytja um breytingu á lögunum um verðlagsmál frá 1960. f greinargerð sem frumvarp- inu fylgir segja flutningsmenn: „í>að er viðurkennd þjóðfé- lagsleg nauðsyn, að stöðva verði óðaverðbólguna. Verð- bólga, sem árum og áratug- um saman er 10% á ári að meðaltali, er eyðileggjandi fyr- ir þjóðfélagið, ekki sízt sið- ferðilega. Væri hægt að tryggja að verðbólga yrði ekki nema 2-3% á ári, væri mikið fengið. Rikisstjórnin viðurkennir, að henni hafi, eins og fleiri rikis- stjórnum mistekizt að stöðva verðbólguna. Flutningur þessa frumvarps er prófstemn á, hvort ríkis- stjórnin er reiðubúin til þess að vinna að stöðvun óðaverð- bólgunnar, ef tillaga um það kemur frá stjórnarandstöðunni. Verkalýðshreyfingin lýsti yf- ir því vorið 1964, að hún væri reiðubúin til sanistarfs við rík- isstjórnina. um stöðvun óða- verðbólgunnar. Aðferðir þær. sem ríkisstjómin hefur beitt eða lagt til að beita, duga ekki. í þessu frumvarpi felst ráð- stöfun, sem mun duga, bvo langt sem hún nær, ef henni er beitt. Fyrsta skilyrðið til þess að halda verðbólgu í skefjum er að leyfa ekk^ sjálfkrafa verð- hækkanir, með öðrum orðum: afnema vald atvinnurekenda og kaupsýslumanna til að hækka verðlag að sama skapi og kaup- gjald hækkar. Eins og nú standa sakir, hefur fésýslustéttin þetta vald. á flestum sviðum við- skiptalífsins og beitir því vægð- arlaust, svo sem dæmin sanna. Frumvarpið fer fram á að af- nema þetta vald, en veita verð- lagsnefnd, sem öruggt er að fulltrúi verkalýðshreyfingarinn- ar ætti sæti í, vald til ákvarð- ana um verðlag. Síðan ýrði reynslan að skera úr því, hvaða flokkar væru reiðubúnir til þess ’að beita þvi valdi til að vinna gegn verðbólgu og hverj- ir ekki. Stundum hefur verið reynt af hálfu yfirvaldanna að skírskota til fésýslustéttarinnar að beita ekki valdi því, sem hún hefur fengið undanfarin ár, til verð- lagshækkana og verðbólgu. Þannig reit núverandi við- skiptamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason grein í Alþýðublaðið 17. júlí 1965, eftir kaupsamn- ingana þá, þar sem hann sagði meðal annars: „En verðlagseftirliti og öllum öðrum hugsanlegum ráðum verður að beita til þess að koma í veg fyrir verðhækkan- ir, er eyði áhrifum þeirra kauphækkana, sem um hefur verið samið. Launþegar hafa auðvitað augljósra hagsmuna að gæta í því sambandi, að verðlaginu sé haldið í skefjum. Minningarorð Sigurður iónsson frá Innstu-Tungu í Tálknafirði f dag, 22. október, fer fram frá Stóra-Laugardalskirkju í Tálknafirði útför Sigurðar Jónssonar frá Innstu-Tungu í Tálknafirði, og dóttursonar hans, Sigurðár Theódórssonar, Réttarholtsvegi 55, vélvirk j a- nema úr Landsmiðjunni, sem hvarf af dansleik frá félags- heimilinu Birkimel á Barða- strönd 24. júlí s.l. Sigurður Jónsson var fædd- ur 29. ágúst 1878 að Ðynjanda í Arnarfirði, sonur hjónanna Jóns þónda á Dynjanda Bjama- sonar sem ættaður var , frá Söndum í Dýrafirði, og konu hans Þorbjargar Sigurðardótt- ur frá Hagakoti í Ögursveit Guðmundssonar sterka á Kleif- um í Skötufirði. Sigurður Jónssori ólst upp í föðurhúsum í stórum systkina- hópi. Snemma fór Sigurður til sjós, bæði á opin skip og þil- skip, eins og títt var á þeim árum. Árið 1905 gekk Sigurður Jónsson að eiga eftirlifandi konu sína Sigríði Guðmunds- dóttur út Hokinsdal í Amar- firði. Þau áttu þrjú böm: Þor- björgu gifta Andrési Finnboga- ■syni skipstjóra 'í Reykjavík. Karólmu gifta Theódóri Ólafs- syni vélvirkja í Reykjavík, og Guðmund, sem þau misstu á fermingaraldri. Tóku þau þá fósturson, Guðmund S. Guð- mundsson, sem bætti þeim upp sonarmissinn og hefur æ síðan búið með þeim. Sigurður Jónsson bjó á ýms- um stöðum í Arnarfirði fram til ársins 1920, að þau hjón fluttu að Litlu-Eyri í Bíldudal, þar sem þau bjuggu til ársins 1925, er þau fluttu til Tálkna- fjarðar og bjuggu þar lengst í Innstu-Tungu. En nú fyrir rúmu ári var heilsu haris þann- ig farið, að hann fluttist á sjúkradeild Hrafnistu, þar sem hann lézt 15. þ.m. Sigurður var alla tíð hlé- drægur maður; voru honum því lítt að skapi langar lofræður, en ekki verður komizt hjá að minnast hinnar sérstöku trú- mennsku, er hann sýndi í öll- um verkum, hrekkleysi hans og fölskvalausrar vináttu. Hann var þeim mannkostum búinn. að allir sem honum kynntns1 elskuðu hann. Er hans því minnzt með söknuði, ekki síz' af sveitungum og nánum ætt- ingjum. Guð blessi rpinningu hans. Tengdasynir. En það væri skammsýn stefna af hálfu atvinnurekenda að leggja nú meiri áherzlu á að fá umsamda kauphækkun bætta með hækkuðu verðlagi, því að afleiðingin gæti ekki orðið önnur en röskun á efna- hagsjafnvægi innanlands og' erfiðleikar í greiðsluviðskipt- um gagnvart útlöndum. Þegar frá liði, mundu þær ráðstaf- anir, sem ríkisvaldið yrði neytt til að gripa til í því skjmi að stöðva þá þróun, verða at- vinnurekendum í heild þung- bærari en hitt nú er að gera<í> skipulega og markvissa tilraun til þess að bæta rekstrarhag- kvæmni og auka framleiðni, í samvinnu við rikisvald og laun- þegasamtök, til þess að kaup- hækkanirnar þurfi ekki að leiða til hækkandi verðlags. Ef allir aðilar, sem hér geta lagt hönd á plóginn, gera sér grein fyrir skyldum sínum við sjálfa sig og samfélagið í þessu efni, þá á það að geta tek- izt að varðveita efnahagsjafn- vægi innanlgnds og treysta enn grundvöllinn undir heilbrigðri efnahagsþróun á íslandi og sibatnandi lífskjörum" En allar slíkar áskoranir hafa reynzt máttlausar. Fé- sýslustéttin lítur á verðbólg- una sem eina höfuðgróðalind sína og heldur áfram að raka til sín gróða í krafti þess valds, er hún hefur fengið, svo lengi sem samfélagið lætur henni haldast það uppi. Og vilji ein- hver aðili stilla álagningu í hóf, á hann jafnvel yfir höfði sér að vera gert erfitt að fá vörur til sölu. Því ber að gera tilraun til þess að stöðva óðaverðbólguna með þeim aðferðum sem hér er lagt til. Vissulega þarf fleiri ráðstaf- anir. Strangt eftirlit og skyn- samleg yfirstjóm á fjárfest- ingunni er annað höfuðskilyrði til stöðvunar verðbólgu. En slík ráð hafa ekki samrýmzt því einræðisvaldi til óðaverðbólgu og vitlausrar fjárfestingar, sem ríkisstjómin hefur gefið fé- sýslustéttinni og kallað „frelsi" hennar. Það verður nú í sambandi við afgreiðslu þessa frumvarps að reyna á, hver alvara mönn- um er um stöðvun óðaverð- bólgunnar. Frumv. þetta var svæft á síðasta þingi og reynir nú á, hvort nálægð kosninga og umtal um verðstöðvun á sér raunverulega fylgi á þingi eða ekki". Framlag Norð- manna til Flótta- mannahjálpar Norðmenn hafa lagt fram 10.000 dollara til Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna umfram þá upphæð sem þeir leggja reglulega fram til starf- seminnar. Fjárhæðin var lögð fram eftir að forstjóri Flótta- mannahjálparinnar hafði farið fram á aðstoð til handa rúm- lega þúsund manns sem flúið hafa frá portúgalska Angóla til Zambíu. (Frá S.Þ.). BRAUÐHUSIÐ SNACK BAR Laugavegi 126. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR ★ Sími: 24631 Blaðdreifing Blaðburðarböm óskast í eftirtalin hverfi: Framnesveg — Vesturgötu — Tjamargötu Miðbæ — Laugaveg — Gerðin. ÞJÓÐVILJINN — Sími 17-500. Kuldujakkar og úlpur í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi '6 (mót) Þjóðleikhúsinu) ! Moskvitch bifreiða- eigendur athugið Geri við'Moskvitch-bifreiðir — Fljót og góð ; afgreiðsla. — Uppl. í síma 14113.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.