Þjóðviljinn - 22.10.1966, Qupperneq 3
Léiugandagur 22. dktóber 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlDA 3
Óttazt að um 200 manns, flest börn, hafi farizt
þegar gjallskriða f éll á skóla í námubæ í Wales
Tvær miljónir lesta af regnvotu koladufti og gjalli úr haug í fjallshlíð 130 metra fyrir
ofan bæinn losnuðu og runnu með ógnarkrafti á skólann og 15 hús í nágrenninu
ÆERFAN, Wales 21/10 — Óttazt er að um 200 manns,^
langflest þeirra börn, hafi látið lífið þegar skriða féll á
skóla og fimmtán önnur hús í' námubænum Aberfan í
Wales í morgun. Skriðan féll úr haug af gjalli og kolá-
dufti í fjallshlíð um 130 metra fyrir ofan bæinn og skall
með ógnarkrafti á skólanum og hinum húsunum og gróf
þau undir sig.
Ekkert var vitað með vissu í
kvöld um hve margir hefdu beð-
ið bana í skriðufallinu. 1 skól-
anum munu hafa verið um 240
böm auk kennara þeirra, en
ekki er vitað hve margt fólk var
heima við ' í hinum húsunum.
Brezka útvarpið sagði að vitað
væri að um 80 böm hefðu bjarg-
azt úr skólanum áður en leðju-
skriðan gróf hann undir sig. og
nokkrir kennarar komust einnig
undan í taeka tíð.
Hundruð manna unnu í allan
dag að þvi að grafa upp leðjuna.
Námum var lokað í grenndinni
svo að námumenn gætu tekið
þátt í björgunarstarfinu. Þegar
síðast fréttist höfðu fundizt 17
lík, fimmtán þeirra af bömum.
Ekki bætti úr skák að allar
horfur voru á frekari skriðu-
föllum. Suddarigning hélzt og
merkja mátti hreyfingar í leðju-
haugnum sem enn vofir yfir bæn-
um.
Allt í einu.
Skrlðan féll í upphafi fyrstu
kennslustundar rétt eftir að böm-
in höfðu beðið morgunbæn:r
sínar. Tíu ára gamall drengur
sem komst lifandi af, segir svo
frá:
— Við gerðum að gamni okk-
ar og mösuðum saman meðan
við biðum eftir því að kennar-
inn kallaði upp nöfn okkar. Þá
heyrðum við hljóð og það var
eins og allt ætlaði um koll að
keyra. Borðin veltust og þörnin
æptu og grétu. Börnin lágu úti
um allt. Kennarinn lá á gólfinu.
Hann var fastur á öðrum fæti,
en hann gat losað sig og brotið
glerrúðuna í hurðinni með steini.
Hann kom nokkrum bömum út
og sagði þeim að fara heim, sagði
drengurinn.
Björgunarstarf.
Mæður bamanna sem heima
Framhald á 7. síðu.
Hiliónaverkfall i Japan
gegn stríðfnu í Yietnam
TOKJO 21/10 — Miljónir japanskra verkamanna lögðu í
dag niður vinnu til að Íáta í ljós andúð sína á hemaði
Gestir írá N- og S- Vietnam í Danmörku
Bandaríkjamanna í Vietnam.
Til verkfallsins var boðað af
stærsta verklýðssambandi Jap-
ans, SOHYO, sem nær öll helztu
verklýðsfélög landsins eru í, og
var ætlað að um fimm filjónir
verkamanna myndu taka þátt í
vinnustöðvuninni, sem ýmist var
allan daginn eða í nokkrar stund-
ir.
1 gærkvöld urðu átök í Tokíó
milli lögreglu og stúdenta sem
efndu til mótmælafunda vegna
stríðs Bandaríkjamanna í Viet-
nam. Allmargir lögreglumenn
urðu sárir í þeim átökum og
margir stúdentar voru handtekn-
ir. 3.000 stúdentar fóru fylktu
liði um götur borgarinnar og
hrópuðu í kór „Burt frá Viet-
nam“.
Leiitogafundinum /
Moskvu iauk í gær
Talið víst að ákveðið hafi verið að auka mjög
aðstoð sósíalistiskra ríkja við þjóð Vietnams
/
MOSKVU 21/10 — I dag lauk í Moskvu fundi stjórnar-
og flokksleiðtoga frá níu sósíalistiskum ríkjum Austur-
Evrópu, Kúbu og Mongólíu og hefur hann staðið með hléum
síðan á mánudag. Talið er víst að ákveðið hafi verið á fund-
inum að auka aðstoð ríkjanna við vietnömsku þjóðina.
5.200lesta
hvellur
MOSKVU 21/10 — Mesta
sprenging í sögunni með
venjulegum sprengiefnum, þ.
e. öðrum en kjamakleyfum,
varð í dag í Sovétríkjunum. I
sprenginguna vom notaðar
5,200 lestir af trotyl og amm-
onít en hún var gerð til að
mynda stíflu í ánni Alma At-
inka í nágrenni Ténsjanfjalla
fyrir sunnan Balkasjvatn.
Sprengingin myndaði stíflu.
100 metra háa og 500 metra
langa. Sérstakar ráðstafan’r
höfðu verið gerðar til að koma
í veg fyrir að sprengingin
leiddi af sér jarðskjálfta, en
stórborgin Alma Ata erþama
ekki langt frá.
Að undanförnu hafa verið á ferð um Norðurlönd í boði ýmissa samtaka þar fjórir fulltrúar viet-
nömsku þjóðarinnar úr báðum landshlutum, meðal þeirra einn úr forystu Þjóðfrelsisfylkingar Suð-
ur-Vietnams og annar varaformaður alþýðusamb ands Norður-Vietnams. Myndin er tekin af þess-
um vietnömsku gestum í Danmörku. Fimmti maðurinu á myndinni (með sólgleraugu) er fram-
kvæmdastjóri Sósíalistíska alþýðuflokksins dansía.
Fimmti hver SaigonhermaSur
hefur hlaupizt undan merkjum
Síðasta ár missti Saigonherinn 113.000 menn vegna
liðhlaups, búizt við að talan verði 180.000 í ár
Valdabarátta
I Laoshernum
BAI-'GiIOis. 21/10 — Óljósar
fréttir hafa borizt frá Vientiane,
höfuðborg Laos, um valdastreitu
milli foringja í hernum þar. Tíu
flugvélar eru sagðar hafa gert
árás á aðalstöð hersins í ná-
grenni Vientiane og munu nokkr-
ir menn hafa beðið bana í þeirri
árás. Talið er að Thao Ma hers-
höfðingi sem var yfirmaður flug-
hersins þar til hann var sviptur
því embætti fyrir tveim mánuð-
um hafi staðið fyrir árásinni.
Súvanna Fúma forsætisráð-
herra sem staddur er i París
ætlar heim á morgun vegna þess-
ara atburða. Hann sagði í dag að
þeir stöfuðu af „ágreiningi milli
hershöfðingja".
MÚNCHEN 21/10 — Eitt helzta blað Vestur-Þýzkalands,
„Súddeutsche Zeitung1' í Múnchen, skýrir frá því eftir frétta-
ritara sínum í Saigon að það sé nú staðfest af stjómar-
völdum þar í borg að fimmti hver hermaður Saigonstjórn-
arinnar hlaupist undan merkjum.
Leynd hefur hvílt yfir fundar-
haldinu, engin opinber tilkynn-
ing verið gefin út um það. og
varla verið vitað um hverjir
væru á fundinum. Haft er þó
fyrir satt að í viðræðunum hafi
tekið þátt fulltrúar flokka og
ríkisstjórna sex ríkja Austur-
Evrópu auk Sovétríkjanna, þ.e.
Póllands, Austur-Þýzkalands,
Tékkóslóvakíu, Ungverjalands,
Rúmeníu og Búlgaríu, og auk
þeirra fulltrúar frá Kúbu og
Mongólíu. Auk forystumanna
ríkisstjórna og flokka þessara
landa munu landvarnaráðherrar
þeirra hafa verið á fundinum.
Moskvublöðin nefndu viðræð-
urnar lauslega á mánudag og
Moskvuútvarpið hefur vikið að
þeim lítillega í fréttasendingum
sínum. en þótt ekkert hafi verið
látið uppi um viðræðuefnið þyk-
ir vist að fjallað hafi verið fyrst
Fréttaritarinn segir að það sé
sérstaklega athyglisvert að frá-
sögnum af liðhlaupi úr Saigon-
hernum beri fyllilega sarnan
hvort sem þær eru komnar frá
Hanoi eða Saigon.
Fyrir nokkrum vikum hafi
verið skýrt frá þvi í Hanoi að á
síðasta ári hefðu 113.000 Saigon-
hermenn gerzt liðhlaupar, en það
jafngildi fimmta hluta Saigon-
hersins. Nú hafi sama talan ver-
ið nefnd við réttarhöld í Saigon
sem öðrum til viðvörunar voru
og fremst um þá aðstoð sem
sósíalistísku ríkin geta látið viet-
nömsku þjóðinni í té, en deilurn-
ar við kínverska kommúnista
hljóta einnig að hafa verið of-
arlega á baugi, ekki sizt vegna
þess að Kínverjar hafa neitað að
taka þátt í samstarfi sósíalistisku
ríkjanna að því að hjálpa Viet-
nömum.
Þótt það hafi enn ekki verið
staðfest er það á allra vitorði
að fundarmenn flestir hverjir
fóru í gær til geimtilraunastöðv-
ar Sovétríkjanna við Bajkonúr í
Kasakstan að fylgjast þar með
tveim geimskotum. Sagt er að
Ulbricht, forseti Austur-Þýzka-
lands, hafi ekki verið með í
þeirri ferð og hafi hann farið
heim þegar í gær.,Einnig þykjast
menn vita að Gomulka hafi farið
heim til Póllands síðdegis í dag
og Ceaosescu heim til Rúmeníu.
höfð yfir liðhlaupum. Því meiri
ástæða sé til þess að ætlg, segir
fréttaritarinn, að ekki hafi verið
farið með staðlausa stafi í Hanoi.
En liðhlaupið úr Saigonhern-
um heldur áfram að ágerast.
Fréttaritarinn segir að nú sé tal-
ið að um 15.000 Saigonhermenn
„týnist“ á hverjum mánuði og
megi búast við því að fjöldi lið-
hlaupa úr honum á þessu ári
verði um 180.000.
Þá hefur fréttaritari hins vest-
urþýzka blaðs það eftir banda-
rískum heimildum að fjöldi lið-
hlaupa úr þjóðfrelsishernum hafi
allt árið í fyrra verið 11.124.
Hann telur það v'°’ldur lágs, tölu
þegar haft sé i huga að Banda-
ríkjamenn verji árlega 20 milj-
ónum dollara til að tæla þjóð-
frelsishermenn til liðhlaups.
er valdabarátta,
segir „Pravda“
MOSKVU 21/10 — „Pravda"
sagði í dag að „rauðu varðliðam-
ir“ létu nú æ meira til sín taka
í Kína og hefðu beir fengið af-
not af fimmtungi allra bíla í
landinu til iðju sinnar, en það
hlyti að koma mjög illa niður á
efnahag landsins. Blaðið segir
að ljóst sé að kínverska „menn-
ingarbyltingin“ sé afleiðing af
hatrammri valdabaráttu í for-
ystu kínverska flokksins.
„Isvestía" birtir þá frétt frá
Peking að „rauðir varðliðar"
hafi gert aðsúg að kinverska ut-
anríkisráðuneytinu og i sakað það
um afturhaldssemi og andstöðu
við stefnu „menningarbyltingar-
innar“.
,N. Y. Times "hvetur enn til
að loftárásunum verði hætt
NEW YORK 21/10 — „New Yoric
Times“ hvetur í forusfcugrein í
dag enn til þess að Bandaríkin
hætti loftárásum sínum á Norður-
Vietnam.
Blaðið segir að því meiri á-
stæða sé til þess að stöðva nú
loftárósimar sem ekkl sé nein
hætta á því að það verði talið
veikleikamerki. — Það er að
vísu orðið ljóst að ^Bandarik’n
geta ekki unnið hemaðarsigur
nema með því að leggja Norður-
Vietnam og mikinn hluta Suður-
Vietnams í eydi, en jaínframt er
það'' orðið deginum ljósara að
Bandaríkjamenn verða ekki sigr-
aðir á vígvellinum eða rekmr
burt úr Vietnam, og það ekki
aðeins þjóðum Bandaríkjanna og
Vietnams, heldur öllum heimin-
um, segir blaðið. — Fyrst Banda-
ríkjastjóm stendur svo vel að
vígi getur hún stöðvað loftárás-
irnar án þess að nokkur héldi
að um undanhald væri að ræða,
bætir það við og minpir jafn-
framt á að kröfur um stöðvun
árásanna hafi borizt úr öllum
áttum.
SprengjutiiræSi i
borgum S-vietnams
Hvert tilræðið af öðru síðustu daga, fjögur
á einni viku gegn herskálum USA 1 Saigon
SAIGON 21/10 — Sprengjutilræði skæruliða þjóðfrelsis-
hersins hafa færzt mjög í vöxt í borgum og bæjum Suður-
Vietnams að undanförnu og líður varla sá dagur að ekki sé
kastað sprengjum.
Fréttaritari brezka útvarpsins
í Saigon sagði frá því í dag að
síðustu- viku hefðu verið gerðar
fjórar sprengjuárásir á herskála
og aðrar stöðvar Bandaríkja-
manna í borginni, eina þeirra £
næsta húsi við það sem hann
býr í. Bandaríkjamenn væru
orðnir mjög taugaóstyrkir vegna
þessara stöðugu en óvæntu á-
rása og sagði hann sem dæmi um
það að hinir bandarísku nágrann-
ar hans hefðu skyndilega hafið
skothríð á tvo menn á mótor-
hjóli vegnv þess að þeir hlýddu
ekki fyrirskipun um að stanza.
Mennirnir reyndust vera liðs-
foringjar í Saigonhernum.
f dag sprakk heimatilbúin
sprengja á torgi einu í bænum
Tra On, skammt frá Saigon.
Fjórir Saigonhérmenn létu lífið
í sprengingunni og fimm aðrir,
af þeim fjögur börn eða ungling-
ar. 48 særðust af- glerbrotum.
Af öðrum sprengjutilræðum
eru nefnd eitt gegn kvikmynda-
húsi í Quang Tri og annað gegn
bandarískum hermönnum í Saig-
on í morgun. Sú sprengja sprakk
þó ekki.
)