Þjóðviljinn - 22.10.1966, Side 5

Þjóðviljinn - 22.10.1966, Side 5
Laugardagur 22. október 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA j ... en avangard- dóni hér heima lt-jau tíðindi hafa orðið að ** Leifur Þórarinsson hefur tekið áð sér að skrifa um tón- list fyrir Þjóðviljann. Að sjálf- sögðu eru blaðsmenn stórlega ánægðir: við heyrum jafnan nafn hans þegar tiðindi hafa gerzt í nýrri íslenzkri tónlist og ósjaldan lætur hann til sín taka á alþjóðlegum vettvangi nútímatónlistar; menntun heíur Leifur ótvíræða og mætti því til staðfestingar tilfæra marg- ar staðreyndir. Auk þess hefur hann skrifað margt um tónlist í tímarit og dagblöð og gert það — svo fremur hógvært orðalag sé notað — með miklu hressilegri hætti en við eigum að venjast hér í landi enda- lausra málamiðlana. Ispjalli við Leif ber Sinfóníu- hljómsveitina fljótlega á góma eins og eðlilegt er — hún verður hans helzta verkefni fyrir þetta blað. Og þá bregður svo við, að yngrikynslóðartón- skáld hefur ekki yíir neinu sér- stÖku að kvarta, hvorki að því er varðar starf hljómsveitarinn- ar {ié áhuga 1 almennings. — Ég verð að segja að hér sé kominn upp furðu mikill á- hugl "S ’'fortlfst: það lítur ekki: út fyrir annað en að sinfóníu- hljómsveitin fylli þetta stóra hús, Háskólabíó, einu sinni á viku nú í vetur, það þættu einbversstaðar tíðindi frá ekki stærri borg. Og þessi áhugi virðist eflast með hverju ári og framfarirnar einna mestar nú í ár og í fyrra. Við eigum vissulega mikið að þakka Bohdan Wodiczko, þess- um ágæta hljómsveitarstjóra, sem hefur sýnt að hann kann að byggja upp efnisskrá sem er bæði merkileg írá músík- ölsku sjónarmiði og tiltölulega aðgengileg íyrir áheyrendur. Hann tekur að mínu viti málin alveg réttum tökum: sem upp- eldisstarf bæði fyrir hljóð- færaleikarana og áheyrendur. Það var dæmalaus heppni að fá hingað þvílíkan stórskota- liðsmann. Og nú er það tón- listarunnendanna og stjórnar- valda að sjá svo um að hann fái raunverulega möguleika til að móta, byggja upp. — Hvemig lizt þér sem tón- smið af þinni kynslöð á hlut- föllin í eínisskránni í vetuT? — Ég held þau hafi aldrei verið hagstæðari en nú. Tutt- ugustu aldar verk verða leik- in á flestum tónleikunum. I>að eru að vísu ekki allt nútíma- verk í eiginlegri merkingu, gjarna nýklassísk verk frá því um 1920 eða svo, en það hef- ur reyndar sýnt sig, að það má "'ekki hlaupa yfir það tfmabil, við það myndast allsendis óþörf eyða. Það hefur líka sýnt sig — til að mynda í stjómartíð Wodiczkos — að því meir sem hljórasveit spilar af nýjum verknm, sem oft eru miklu flólmari í meðförum en þau eldri, þeim mun betur kemur hún til skila eldri verkum. Eldri músík verður ekki skil- in nema með stuðningi frá því sem er að gerast í dag. Já og vel á minnst: á sjö tónleikum af sextán í aðal- flokknum verða flutt ný verk eftir íslenzka höfunda — það er áreiðanlega betra hlutfall en nokkru sinni fyrr, ef undan- skilin eru sérstök tilvik eins og tónlistarhátíðir. Hv fvað er helzt fréttnæmt af þínum eigin verk- um? — í septemberlok var sinfón- ía eftir mig leikin á svonefnd- um fimmtudagstónleikum út- varpshljómsveitarinnar dönsku. Hljómsveitarstjórinn var grísk- ur, Carídis, og þetta gekk alveg prýðilega — ég gat sjálf- ur fylgzt með æfingum og ver- ið viðstaddur. Þettd er gömul sinfónía (1963), upphaflega skrifuð fyrir útvarpið hérna og írumflutt hér undir stjórn Gunthers Shullers, en í Dan- mörku var hún flutt í endur- skoðaðri útgáfu og vonandi betri. Fjögur verk önnur voru á dagskrá, sitt frá hverju Norð- urlanda. Gagnrýnin var mjög þokka- leg, nema hvað Information fyrir stöðum sem gera þeim kleift að vinna að tónsmíð- um. Svipuð vinsemd útvarps og annarra aðila í garð tónskálda þekkst líka á öðrum Norður- löndum, þó hvergi eins og í Svíþjóð. Og það er einmitt þess vegna að tónskáld í Skandinavíu eru miklu afkasta- meiri en íslendingar, þeir hafa miklu betri aðstöðu. í Hesselbyhöll við Stokk- hólm var flutt norræn kamEaer- músik í sumar. Þar var ís- landskvöld; Björn Ólafsson, Einar Vigfússon og Þorkell Sig- urbjörnsson léku og Kristinn Hallsson söng. Um þetta hefur verið svívirðilega lítið skrifað í blöð, því þeir gerðu vel og íengu góða dóma fyrir sína spilamennsku. Á þessu kvöldi var leikið verk eftir mig, Af- stæður. Þú varst síðast í ríkjunum? Banda- ar. sið Leifur Þórarinsson. þótti óþarft að vera að misk- unna sig yfir ísland á músík- sviði og reif reyndar allan konsertinn niður undir fyrir- sögninni „Hinir norrænu svan- ir fljúga lágt“. („vel unnið með hljómsveitina, einstök atriði ljómandi, verkið samt heldur langdregið, máske vegna þess að þessi, stíll • í tónsmíðum krefst mikillar einbeitingar“ sagði Politiken; hinsvegar í BT: Leifur er vafalaust hæfileika- maður, en það var 'mcð nokkr- um erfiðismunum að fyrsta sin- fónía hans sannfærði jafnvel velviljaðan áheyranda“). Ann- ars kom það fram í gagnrýn- Til er , JSCM, Bréf til Ásgeirs Hjartarsonar Kæri Ásgeir Hjartarson. Ég las leikdóm þinn um „Næst skal ég syngja fyrir þig“ mér til blandinnar ánægju, eins og nærri má geta, þrátt fyrir fallegan og íslenzkulegan rithátt þinn. Því leikdómar eru nú einusinni ekki bara það að rita fallegt mál — ekki fremur en þýðingar á leikrit- um eru í því fólgnar. Nú myndi ég ekki fara að skrifa þér á opinberum vettvangi v^gna þess eins, að þú skamm- ar mig fyrir þýðinguna, en umsögn þín um hana er þess eðlis að ekki verður við unað. Mun ég nú færa rök fyrir þessu. Þú getur þess, að þú hafir ekki átt þess kost að lesa leik- ritið á frummálinu, „en James Saunders er sagður maður málhagur í bezta lagi og skáld- legur að orðfæri“. Síðan kem- ur svo dómurinn, sem hljóðar á þessa leið: „Þýðing Odds Björnssonar skálds er mörgum göllum búin og mætti æra ó- stöðugan að telja upp mállýti hans, ljótar slettur og óþarfar með öllu, stirðlega óíslenzku- lega setningaskipun og stund- um ranga; og sérstakar mætur hefur hann á hluttaksorði nú- tíðar, og hjálparsögninni munu og forskeyttum greini"— (Hvaða greinir er það? Spyr sá sem ekki veit.) — „Þýðing- in er misjöfn að vísu, en sum- ar helztu orðræðurnar svo ó- yndislegar í búningnum ís- lenzka að fræg mælska Gunn- ars Eyjólfssonar fær ekki einu sinni bjargað þeim. Við vitum að Oddur Björnsson getur gert miklu betur, hann hefur sýni- lega kastað höndum til þessa vandasama verks; en ætlar leikhúsið aldrei að meta að verðleikum augljóst mikilvægi góðra þýðinga?" Þetta er þungur dómur — ekki sízt frá Ásgeiri Hjartar- syni. En lítum nánar á einstök atriði þessa máls. Þú talar um mállýti. Áttu þar við tilsvör eins og: „— ég mcina ekki þó að hlaupi stundum smá-pikles uppá þráðinn"? Eða „Þeir halda bara aö égségeðklofin"? Eða „að nota sjansinn"? Eða „rugguhestahalaholubor- ari“? Mér er vel kunnugt um það að Lfsa-vesiingurinn talar hvorki fallega né góða ís- lenzku — en stundum er hún að reyna það með þeim ár- angri sem þú sérð f tveimur fyrstu dæmunum sem ég tók. Hér er því hvorki um að ræða fimm-aura-brandara né minn eiginn smekk á íslenzku máli, það er fyrst og fremst verið að gefa upplýsingar um Lísu sjálfa og fæ ég ekki betur séð en furðu mikið sé um hana sagt í ekki lengra máli. Satt að segja hef ég verið svo ein- faldur að trúa því að þýðing á leikriti ætti öðru fremur að þjóna „karakterunum", einsog þeir eru skapaðir af höfundum sínum, en ekki reglum um fagurt og rétt málfar. Fólk talar nú yfirleitt ekki fagur- lega og enn síður rétt — nema einstaka menn, en slíkir eru þvi miður alltof sjaldgæft við- fangsefni leikritahöfunda. Þú talar um Ijótar slettur. Áttu við orð einsog „reflex“, „súperegó" (og mörg önnur slík, sem koma fyrir í þýðing- unni)? Þú myndir að sjálf- sögðu þýða orðið „reflex“ með „viðbragð“. Það vill .bara svo til að prakkarinn Meff kýs hcldur að nota orðið „reflex" í þessu tilviki — endaþótt hann þekki orðið viðbragð mæta vel (hann er nefnilega ekki eins mikill alþýðumaður og þú virðist gera ráð fyrir í umsögn þinni). En þetta er nú reyndar ekki hreinn pr : kara- skapur hjá Meff, orðið „við- bragð“ nær ekki þeim tilgangi sem til er ætlazt, og íslenzkur leikari myndi hreinlega nota orðið „reflex“, þegar hann rabbar persónulega við mót- leikara, ef íslenzkt orð næði því ekki sem hann vildi segja. Meff er sum- sé leikari — og það atvinnu- leikari. Dust notar aftur á móti sínar slettur vegna þess að hann er að stríða Einbúan- um og koma honum í vand- ræði. Þess vegna get ég ekki fallizt á að þær séu „óþarfar með öllu“. Um stirðlega, óíslenzkulega setningaskipun þætti mér vænt um að fá dæmi í réttu sam- hengi, þú myndir þá kannski vera svo vænn að hafa enska textann með og þýða hann svo sjálfur á íslenzkulegan og lipran hátt, svo allir megi nú sjá hvernig eigi að snúa slík- um texta á íslenzku, og hvern- ig eigi ekki að gera það. Og áfram heldurðu: „Þýð- ingin er misjöfn að visu, en sumar helztu orðræðurnar svo óyndislegar í búningnum ís- lenzka að fræg mælska Gunn- ars Eyjólfssonar fær ekki einu sinni bjargað þcim.“ Seinna segir þú svo í dómi þínum um leik Gunnars: „Langar orð- ræður Gunnars voru með hreinum ágætum." Hvernig kemur þetta heim og saman?! Hvernig geta þessar löngu ræður verið með hreinum á- gætum i meðferð leikara, sem fær ekki einu sinni bjargað þeim með frægri mælsku sinni? Og hvernig getur yfir- leitt ræða orðið ágæt ef orð hennar eru fyrir neðan allar hellur? En eins og ég gat um í upp- hafi þessa máls eru það ekki skammir þínar sem hafa kom ið mér til að hripa þér þessar línur, heldur sú fullyrðing þín, að ég hafi kastað höndum til verksins. Hitt er svo annað mál, að það vefst fyrir mér að skilja, hvernig leikdómari getur talið sig þess umkominn að viðhafa allt þetta saman- safn af skammaryrðum (þótt sum þeirra séu reyndar nokk- uð pen í sjálfu sér, eins og „ó- yndislegur"), þegar hann hef- ur ekki litið yfir enska text- ann áður. Með beztu ' kveðju. Oddur Bjömsson inni, t.d. hjá BT, að íslenzk tónskáld eru á öðrum slóðum en aðrir Norðurlandamenn — þeir sækja flest sitt til Þýzka- lands, en ítölsk og jafnvel frönsk sjónarmið eiga frekar fylgi að fagna á íslandi, þó merkilegt megi virðast. Frá þessu eru þó auðvitað ýmsar undantekningar. ★ ágætur félagsskapur sem , hefur um margra ára skeið efnt til al- þjóðlegra hátíða nútímatónlist ar — þessi hátíð var haldin 1 Stokkhólmi í sumar. Þar 'átti ég „Óró no. 2“, sem er kafli -®> úr stóru verki íyrir íimmtán hljóðíæraleikara sem ég hef enn ekki lokið við. Mér er sagt það hafi verið vel spilað, og Dagens Nyheter sagði þetta væri „várd respekt". Það er skrýtið að vera kallaður virðu- legur tónsmiður og jafnvel gamaldags í útlöndum og vera svo einhver avangard dóni hér heima. Á tónleikunum í Nörköping 24. sept. var leikið verk fyrir tvö blásturshljóðfæri og hörpu, Kadensar, og fckk góða dóma. helzt íyrir óvenjulega meðferð á hljóðfærum. Þetta verk var lika spilað í New York s.l. vor. Og í Gautaborg á tónleikum sem sænska útvarpið sá um; sænska útvarpið er mjög fram- takssamt við tónleikahald og sér þar að auki tónskáldum Já, ég var þar síðast tæpt Fordstofnunin hefur þartn að bjóða þangað fimra mönnum úr einhverri tiltekinni listgrein árlega. Röðin var sem- sagt komin að tónlist og var boðið Englendingi, Itala, tveira Suður-Ameríkumönnum og ís- lendingi. Okkur var séð fyrir ágætri aðstöðu til að gera hvað sem okkur sýndist, ég vann til að mynda við elektrónískt stúdíó. Ég kynntist þama mörg- um ágætum tónskáldum, en flest þeirra eru lítið þekkt í Evrópu — þar þekkja menn einna helzt þá sem fást við Happenings; í því eru að vísu hæfileikamenn, en flest sem ég hef séð af því tagi er óþolandi. Það gerist margt ágætt hjá Bandaríkjamönnum á þessu sviði. En manni finnst að margir þeirra beztu menn séu að ofkeyra sig, það kostar svo harða baráttu að halda sér á yfirborðinu. Þetta álag getur verið mjög tvíbent — annars- vegar getur það orðið til þess að kreista allt það úr mönn- um sem þar er að hafa, hins- vegar hlýtur líka mikið að fara í súginn af mönnum sem ekki hafa það sérstaka tauga- kerfi sem til þarf. Á.B. Hvernig hlustað er Á blaðamannafundi í gær lét Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri þess getið, að sænskir aðilar hefðu hug á því að kanna hvemig menn hlusta á útvarp á íslandi og þó einkum hvemig viðtökur sjónvarp fær og hvaða áhrif það hefur. Er sagt að slík rannsókn hafi ekki verið gerð í Evrópu svo vel væri. Komu Sviar hingað til aðund- irbúa þessa rannsókn, en af áframhaldinu hefur ekki orðið, líklega vegna fjárskorts. Ríkis- útvarpið íslenzka ætlaði að leggja fé til þessarar rannsókn- ar og bjóst útvarpsstjóri við því, að hún yrði gerð, þótt síð- ar yrði. Cambridge-prófessor ræðir danskar bókmenntir Elias Bredsdorff, prófessor í norrænum fræðum og forstöðu- maður deildar norrænna fræða (Department of Scandinavian Studies) við Caimbridge-háskóla, kemur hingað til lands 23- okt. og mun dveljast hér nokkra daga í boði Heimspekideildar Háskóla Islands. Prófessorinn hefur frá upphafi (1962) verið aðalritstjóri bókmenntatíma- ritsins Scandinavica. Prófessor Bredsdorff mun flytja tvo bókmenntafyrirlestra á vegum Heimspekideildar. Verða þeir báðir fluttir á dönsku enda er prófessorinc, danskur að uppruna. Fyrri fyrirlesturinn, sem fluttur verður mánudaginn 24. okt., kl. 5-30, nefnist Ord og billeder hos Kjeld Abell. í sam- bandi við fyrirlesturinn mun prófessorinn sýna skuggamynd- ir til þess að skýra samband myndhverfrar tjáningar rithöf- undarins við raunveruleikann. Síðari fyrirlesturinn verður fluttur miövikudaginn 26. okt. kl. 5-30 og nefnist H.C. Ander- sen og Charles Dickens. I þess- um fyrirlestrum mun prófess- orinn m.a- ræða persónuleg kynni þeirra Andersens og Dickens, sem ekki vt>ru alveg snurðulaus, þótt rithöfundamir dáðu hvor annan. Báðir fyrirlestramir verða fluttir i I kennslustofu Háskól- ans. öllum er heimill aðgangur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.