Þjóðviljinn - 22.10.1966, Page 10
Rœff viS útvarpsst'ióra i gœr
*
Ymsar nýjungar og breytingar eru á
vetrardagskránni hjá Ríkisútvarpinu
Laugardagur 22. október 1966 — 31. árgangur — 240. tölublað.
Nauðgunarmálið:
■ Gengið hefur verið í aðaldráttum frá vetrardagskrá út-
varpsins, og verða á henni allmiklar beytingar frá því sem
tíðkazt hefor. Fréttatími útvarpsins breytist, svo og aug-
lýsingatími og verð á auglýsingum. Teknir verða upp nýj-
ir samtafeþættir og skemmtiþættir. Fjórtán sagnfræðingar
flytja 25 erindi um nítjándu öldina í íslenzkri sögu og ís-
lenzkir tónlístarmenn flytja verk Schumans í tuttagu
dagskrám.
Útvarpsstjóri og skipuieggjar-
ar dagskrár skýrðu JErá vetrar-
dagsfcráhni á hlaðamannafundi í
gser. Útvarpsstjóri sagði m.a. að
stefna útvarpsins í efnisvali yrði
svipuð og áður, þótt margt
breyttist Þó yrði lögð aukin á-
herzla á að útvarpið fengi menn
ta að vinna upp efni sérstak-
lega fyrir sig — þetta hefði að
visu verið gert áður, og sumt
síðar komið út á bók (bók Bjöms
Th. Bjömssonar um íslendinga
í Höfn, bókin Náttúra Islands)
en á þetta yrði lögð aukin rækt.
Þá yrði og meira gert að því en
áður að taka saman dagskrár
sem byggðu á samspili bókmennta
og tónlistar. Þar mætti nefna til
daemis dagskrárflokkinn Skálda-
mál — nokkur fom og ný ís-
lenzfcverk, fráVöluspá ogskálda-
kvaeðum til Halldórs Laxness,
sem íslenzk eða erlénd tónskáld
hafa samið tónlist við, og verða
Sutt í umsjá tónlistarmanna út-
varpsins. 1 annan stað flytur
Kristján Ámason fjögur erindi
og þýðingar úr fjórum grískum
harmleikjum, sem síðar verða
Qnttir í nútíma óperubúningi.
Af stærri dagskrárflokkum
9
5 Alþýðubandalagið:
í 3 ný félög j
sfofnuð á
Suðurlandi
í á sunnudag í
■ 5
■ !
: Á sunnudaginn verða stofn- ■
■ uð þrjú ný Alþýðubandalags- ■
■ félög í Suðurlandskjördsemi. :
H . . |
■ ; Á Selfossi verður haldinn :
j fundur í Iðnskólanum kl. 2, :
j e.h. og stofnað Alþýðubanda- •
■ lagsfélag fyrir alla Ámes- ■
: sýslu.
■
Þá verður haldinn fundur í :
: Njálsbúð í Vestur-Landeyjum :
j kl. 4 á sunnudag og stofnað ■
j félag fyrir Rangárvallasýslu. •
• Loks verður á sunnudaginn ■
■ haldinn fundur í Vík í Mýr- j
j dal og stofnað þar félag fyrir j
j Vestur-Skaftafellssýslu.
■ !
sæta helzt tíðindum ermdi um
nítjándu öldina x íslenzkri sögju.
Erindin flytja Sverrir Kristjáns-
son, Magnús Már Lárusson, Berg-
steinn Jónsson, Bjöm Karel
Þórðarson, y Aðalgeir Kristjáns-
son, Sigfús Haukur Andrésson,
Andrés Bjömsson, Nanna Ólafs-
dóttir, Jakob Benedikteson, Odd
Didriksen, Hörður Ágústeson,
Sigurður Þórarinsson, Steingrím-
ur J. Þorsteinsson og Gils Guð-
mundsson.
Þá verður þátturinn Islenzkir
tónlistarmenn með þeim hætti i
vetur, að flutt verða verk eftir
Robert Schumann í tuttugu dag-
skiám.
Fastir þættir.
Ýmsir fastir þættir verðatekn-
ir upp, en aðrir hverfa í bráð.
Ámi Bjömsson, Hallfreður öm
Eiríksson og Þór Magnússon sjá
um þáttinn ,,Þjóðsögur og þjóð-
hættir". Tómas Karlsson stjóm-
ar samtalsþættinum „Á rök-
stólum“ og ræðir fyrst á mánu-
daginn við þá Eggert G. Þor-
steinsson sjávarútvegsmálaráð-
hérra og . HeJga Bergs ritara
Framsóknarflokksi ns um sjávar-
útvegsmáL Ólafur Ragnar Gríms-
son sér um þáttinn „Þjóðlíf“ ann-
anhvom flmmtudag — þarheyr-
ast viðtöl við ólíklegasta fólk.
Magnús Þórðarson spjallar við
svonefnda „athafnamenn".
Á dagskrá eru þrír riýjir
skemmti- og rabbþættir. Jónas
Jónasson sér um þáttinn „Margt
í mörgu“, Bjami Guðmundsson
og Guðmundur Sigurðsson hafa
sitthvað „Á hraðbergi", þarinni-
felst spumingaþáttur og vísna-
gerð. Og Gísli J. Ástþórsson
stýrir spjallþættinum ,,Einn á
ferð“ kl. 15,20 á laugardögum.
Ámi Waage flytur sunnudags-
þætti um fuglalíf og náttúru-
vernd. Fyrsta útvarpssagan 1
vetur er „Það gerðist í Nesvík"
eftir Sigurð Einarsson, en síðar
er von á nýrri skáldsögu Grah-
ams Greene, „The Comedians" í
flutningi Magnúsar Kjartansson-
ar, Andrés Bjömsson les Völs-
ungasögu á kvöldvöku.
Æfingar eru hafnar á fyrsta
framhaldsleikriti vetrarins; það
er eftir Gunnar M. Magnúss Og
fjallar um vesturfarir Islend-
inga.
Fréttaflutningur breytist á
þann veg, að kvöldfréttir verða
fluttar bæði kl. 7 og kl. 9 og
Unnið er að frjáísrí sam■
einingu á sveitarfélögum
Á fundi, sem haldinn var í
Sameignarnefnd sveitarfélaga sl.
fimmtudag var gerð svofclld
Samþykkt um starfstilhögun
nefndarinnar:
„Sameignarnefnd sveitarfélaga
felur framkvæmdanefnd sinniað
kanna möguleika á frjálsri sam-
einingu sveitarfélaga með þeim
hætti, sem hér segir.
1. gr. Framkvæmdanefndin
hlutast til um í samráði viðhlu*-
aðeigandi sýslumenn að haldmr
verði fimdir með sveitarstjóm-
um þeirra hreppa, sem tilgreina
kæmi að sameina að dómi fram-
kvæmdanefndar og sýsíumanna.
2. gr. Að loknum almennum
umræðum á slfkum fundum veröi
leitað samþykkis fundanna á á-
lyktun um að láta fara fram
athugun á sameiningu hreppa
þeirra, sem hlut eiga að máli.
3. gr. Þessi athugun verði fal-
in nefnd, sem skipuð verði tveim
fulltrúum frá hverjum hreppi,
sem stendur að samþykkt at-
hugunar, skv. 2. gr. Sveitarstjórn
tilnefnir fulltrúa þessa, hver
fyrir sinn hrepp.
Nefndin kýs sér formann og
ritara.
4. gr. Framkvæmdanefndin eða
trúnaðarmaður hennar, svo og
hlutaðeigandi sýslurnaður eigi
sæti í nefndum, skv. 3, gr. með
málfrelsi og tillögurétti. Fram-
kvæmdanefndin skal eftir föng-
um afla upplýsinga og veita að-
stoð, eftir þöríum og ósfcnm
nefndanna."
450þátttakendur /
Reykjavíkurmótinu
| 21. • Meistaraniót Rvíkur í
! handknattleik hefst á sunnudag-
i inn 23. okt. Fer mótið fram á
i tveim stöðum, í Laugardalshöll-
' inni og að Hálcgalandi. Úrslita-
leikir verða leiknir 11. desember.
Reykjavíkurfélögin 7 táka
þátt í mótinu og verða leiknir
89 leikir í 7 flokkum. Valur, KR
og Fram senda lið i alla flokka,
Víkingur í 6 fflokka, ÍR og Þrótt-
ur í 4 og Árrnann í 5 flokka.
Þátttakendur verða því alls um
450.
1 Laugardalshöllinni verða
leiknir leikir í m.fl. karia (2x20
mín.) og kvenna, og 2. fl. karla
Guðmunda sýnir í Bogasalnum
Loks leyfir Guðmunda And-
résdóttir okkur aftur að líta á
myndir sinar eftir fimm ára
sýningarhlé hér heima. Hún
hefur þó ekki alveg haldið að
sér höndum allan þennan tíma,
en tekið þátt í sýningum víða
erlendis.
Guðmunda sýnir í Bogasaln-
um olíumálverk og vatnslíta-
myndir, frá síðustu tveimur ár-
um, — lýríska abstraktion óg
blíða, en þó djarfia í litavaii.
Viðurkennir að uppbyggingin
hafi veríð strangari áður og seg-
ist enn vera að leita að hinum
rétta tón.
— Nei, ég er ekki búin að
finna hann, segir Guðmundavið
blaðamenn, og það er kannski
ágætt. Sennilega er það leitin
sem rekur mann áfram. |
I fyrravetur sýndi Guðmunda í
Svea Galleri í Stokkhólmi á-1
samt fjórum öðrum íslenzkum
myndlistarmönnum og þar keypti ,
kennslumálaráðuneytið sænska j
af henni eina mynd, einnigseldi
hún tvær myndir í Bandaríkjun-
um sl. sumar, þar sem hún
sýndi í New York og í Main.
Þá hefur Guðmunda átt myndir
á sýningu í Hásselby-höll íSví-
þjóð, og tekið þátt í sýningum á
flestum Norðurlandanna og í
Róm og París.
Sýningin í Bogasalnum verður
opnuð kl. 4 í dag og opin al-
menningi frá kl. 6. Hún verður
opin kL 2 10 daglega í rúma
viku.
Sýning í Lindarbæ
Fimmtudaginn 27. þ.m. verð-
ur sýning fyrir meðlimi verka-
lýðsfélaganna í Lindarbæ á
leikriti Þjóðleikhússins „Næst
skal ég syngja fyrir þig“. Að-
göngumiðar verða seldir á
skrifstofu Dagsbrúnar — símar
13724 og 18392 — ,og hefst sala
þeirra n.k. mánudag kl. 14.
og helmingur leikja í 3. flokki
karla, en aðrir flokkar leika að
Hálogalandi.
Leikirnir n.k. sunnudag verða
sem hér segir:
1. kvöld: Laugardalshöll. M.fl.
karla Ármann — Þróttur, Fram
— ÍR, Valur — KR.
Úrslitaleikur bikarkeppui
Knattspyrnusambands íslands
verður háður á Melavellinum' á
morgun, sunnudag, og hefst kl.
2 síðdegis. Til úrslita um bikar-
inn keppa KR og Valur, íslands-
meistararnir í ár. Þessi félög
eru þau einu sem áður hafa unn-
ið bikarinn, KR 5 sinnum og
Valur einu sinni, á sl. ári.
, I
Sýning Vetur-
liða vel sótt
Málverkasýning Veturliða
Gunnarssonar í Listamannaskál-
anum hefur nú staðið í viku.
Sýningin hefur verið mjög vei
sótt og 11 myndir hafa selzt. Sýn-
ingunni lýkur á sunnudagskvöld-
ið (annað kvöld) klukkan 10.
Hún er opin í dag frá klukkan
2 tii 10 og emnig á morgun, sem
er síðafeti sýningardagurhm, eins
og áður er getið.
Stáliðjan flutt á Hiaðhrekku 25 Kópavogi
Um sl. mánaðamót flutti Stál-
iðjan, sem verið hafði tii húsa
í Súðarvogi 26 í nýbyggt húsvið
Hlaðbrekku 25 í Kópavogi. Verk-
smk' jan framleiðir Krómhúsgögn,
en þau eru seld í cigin verzlun
fyrirtækisins að Hverfisgötu 82.
I fyrstu framleiddi verksmiðj-
an ýmsa málmhluti í venjuleg
tréhúsgögn, en um það leyti,
sem hún flutti af Sogavegi 111
að Súðarvogi 26 þróaðist fram-
leiðslan í húsgagnasmíði og í
því skyni að vanda framieiðsl-
una sem mest, aflaði fyrirtækið
sér mjög fullkominna málmhúð-
unartækja til króm og messing-
húðunar og einnig sérstakra véla
og tækja til sjálfrar smíðinnar.
I þessu sambandi má geta þess,
að flest hinna sérhæfðu tækja
til húsgagnaframleiðslunnar eru
teiknuð og smíðuð í verksmiðj-
unni og hafa reynzt með afbrigð-
um vel.
I upphafi húsgagnaframleiðsl-
unnar voru aðeins málmhlutim-
ir framleiddir í Stáliðjunni, en
er framleiðsia Krómhúsgagna
jókst var sett á laggirnar sér-
stök deild, sem annast samsetn-
ingu, trésmíði og bólstrun.
Stáliðjan framleiðir Krómhús-
gögn fyrir veitingahús, félags-
heimili, skóla, skrifstofur og til
notkunar í eldhúsum. Stólamir
em í að minnsta kosti 5 tegund-
um, ennfremur allskonar borð á
stálfótum og barnarúm af nýrri
gerð, mjög hagkvæm. Stóla-
framleiðslan hefur komizt upp f
ein 1000 stk. á mánuði.
Eigandi og stjórnandi Stáliðj-
unnar er Helgi Halldórsson-
verða öilu ítarlegri tíðindi sögð
í seinni fréttum. Fólk úti á
landsbyggðinni hefur kvartaðum
að það hefði títinn tíma til að
hiusta á fréttir milti kl. sjö og
átta; ennfremur þykir þaðheppi-
legra að flytja seinni fréttir
nokkuð fram, til að ná betri
dagskrártíma á eftir.
I þessu sambandi breytist og
auglýsingaflutningur útvarpsins.
Eftir fyrri fréttir, kl. 19,20 verða
fluttar auglýsingar í tíu mínútur
Framhald á 7. síðu.
Nöfn hermunnunna
íást ekki gefín upp
■ -4
ic Þjóðviljinn átti í gær tal við Björn Ingvarsson lögreglustjóra
á Keflavikurflugvelli og innti hann eftir því hvort nokkuð nýtt
hefði komið fram við rannsókn nauðgunarmálsins, sem frá var
skýrt hér í blaðinu í gær.
* Lögreglustjóri kvað það eitt hafa gerzt í málinu, að tveir her-
mannanna sem ákærðir eru fyrir að hafa nauðgað stúlkunni hafa
nú viðurkennt að þeir hafi haft samfarir við hana en neita hins
vegar að um nauðgun hafi verið að ræða. Kvaðst lögreglustjóri
ekki gefa upp nöfn mannanna þar eð fuil játning lægi ekki fyrir.
Rannsókn málsins er haldið áfram.
Meistaramót í handknattleik hefst á morgnn
I
/