Þjóðviljinn - 26.10.1966, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 26.10.1966, Qupperneq 1
Miðvikudagur 26. október 1966 — 31. árgangur— 244. tölublað. . r . ( y ■ iaiiir Sáralítil síldveiði vikuna sem leið vegna brælu Heildarsíklveiðin í sumar er nú orðin 523.953 lestir ■ Samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands nam síldar- aflinn fyrir Austurlandi í síðustu viku aðeins 4206 lestum enda var bræla lengst af nema einn dag. í vikulokin var heildaraflinn á vertíðinni orðinn 523.953 lestir en var á sama tíma í fyrra 393.674 lestir. Eftir verkunaraðferðum hefur síldaraflinn í sumar skipzt þannig: í salt 55.777 lestir eða 382.032 uppsaltaðar tunnur (í fyrra 57.840 lestir eða 396.166 tunnur), í frystingu 2.454 (2.573), í (333.261). brseðslu 465.722 lestir lestir Frystíhús Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. — Myndin er tekin skömmu eftir að það tók til starfa.^ Um síðustu helgi höfðu alls 20 síldveiðiskip fengið um _eða yfir 5500 lestir og var Gísli Árni langhæstur með rösklega 9 þús. lestir og Jón Kjartansson næst- ur með rösklega 8 þús. lestir. Annars lítur listinn yfir 29 afla- hæstu síldveiðiskipin í sumar þannig út: Gísli Árni RE 9152 Jón Kjartansson SU 8120 Jón Garðar GK ' 7110 Lómur KE 6589 Sigurður Bjarnason EA 6363 Dagfari ÞH 6277 Þórður Jónasson EA 6201 Helga Guðmundsdóttir BA 6109 Ingiber Ólafsson II. GK 5911 Ólafur Magnússon EA 5878 Ásbjörn RE 5865 Jörundur II. RE 5762 Seley SU 5716 Hannes Hafstein EA 5628 Snæfell EA 5626 Barði NK 5593 Reykjaborg RE 5579 Heimir SU 5568 Bjartur NK 5531 Óskar Halldórsson RE 5494 Einróma álit borgarafundarins i HafnarfirÓi Stefna ríkisstjórnarinnar er að drepa niður allan sjávarútveg Q Verkalýðsfélögin í Hafnarfirði boðuðu til al- menns borgarafundar í Bæjarbíói í fyrrakvöld um lokun bæjarútgerðarinnar og atvinnuástand- ið í bænum. Fundurinn var einn hinn fjölmenn- asti sem haldinn hefur verið í Hafnarfirði, miklar umræður urðu og stóð fundurinn til kl. 1.30 um nóttina. □ Á þessum fjölmenua borgara- fundi voru samþykktar ein- róma tillögur sem fela í sér auuars vegar þann dóm að fyrir stefnu ríkisstjórnarinn- ar sé sjávarútvegurinn a.ð hrynja í rúst svo að leiði til atvinnuleysis í bænum, og hins vegar mótmæli gegn þeirri ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar, Sjálfstæðis- flokksins og Félags óháðra borgara, að leggja bæjarút- gerðina niður. Auk þess var á fundinum felld tillaga, sem forystumenn óháðra létu flytja, að stofnað verði al- menningshlutafélag um rekst- ur bæjarútgerðarinnar. □ Málflutningur fulltrúa Al- þýðubandalagsins á fundinum og fulltrúa fundarboðenda, Hermanns Guðmundssonar, formanns Vkmf. Hlífar, fékk hinar beztu undirtektir fúnd- armanna, og þær samþykktir sem gerðar voru nær einróma staðfestu fylgi Hafnfirðinga við stefnu þeirra. Eins og áður hefur verið sagt frá í Þjóðviljanum var það eitt fyrsta verk hins nýja meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sem myndaður er af Sjálfstæð- isflokknum og Félagi óháðra Er þetta í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar? Allt upp í 300% hækkun á uuglýsinguverði útvarpsins Eine og kunnugt er hefur tilkynningatímum útvarpsins verið breytt og ennfremur hefur verið tekin upp ný vefðflokkun á tilkynningum- Til þess að lesendur Þjóðvilj- ans mættu átta sig betur á hinu nýja fyrirkomulagi hringdi blaðið í auglýsinga- stofu útvarpsins og fékk nán- airi upplýsingar um þessi mál. Tilkynningalestur er nu fimm einnum á dag. Frá kl. 9.30 til 10.00 á morgnana, eftir lestur hádegisfrétta eins og venjulega, eftir lestur miðdeg- isfrétta klukkan 1500, milli klukkan 18 og 19 og ennfrem- ur frá klukkan 19-20 til 19.30. Verðflokkun tilkynninganna verður í framtíðinni þannig, að í morgutímanum og mið- degistímanum verða greiddar 15 krónur fyrir nvert orð. I hádegistímanum og tímanum fyrir kvöldfréftir klukkan 19.00 20 krónur fyrir orðið, en í tímanum eftir kvöldfréttir kostar orðið 40 krónur. Frá þessari flokkun eru þó ýmsar undantekningar og af- brigði og allt er þetta heldur £ hækkunaráttina- Þannig kostuðu almennajr verzlunar- auglýsingar áður 16 krónur orðið og tilkynningar um fundi og mannfagnaði 12 kr. Báðir þessir flokkar eru nú á 15, 20 og upp í 40 krónur eftir því á hvaða tíma lesið er. Hinsvegar kosta bein fund- arboð, tilkynningar um vinnu og ráðmngar og tapað — fundið 15 krónur orðið í 20 króna tímanum. Dánartilkynn- ingar og messutilkynningar kosta 10 krónur orðið, en til- kynningar um pólitíska fundi með skemmtiatriðum 15 kr. ' 20 króna tímanum. Ef hins- vegar oólitískt félag tilkynnir skemmtifund (án* ræðuhalds), kostar orðið 20 krónur í þeim tíma, annars’ eins og tíminn segir fyrir um. Hér er vissulega um athygl- isvert nýmæli að ræða- T. d. varð sá er þetta skrifar vitni að því, að auglýsingatíminn í gærrporgun entist Jóni Múla í tæpar 5 mínútur og í fyrra- kvöld £ „lúxustimanum" voru einkum lesnar tilkynningair frá auglýsingaskrifstofu út- varpsins- Og auðvitað er aHt upp í tæplega 300% hækkun á aug- Iýsingatexta útvarpsins (sbr. fundi og mannfagnaði, sem hækka úr 12 krónum orðið i allt að 40 krðnur), í beinu samræmi við þá áskorun og yfirlýsingu Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra, að nú megi ekkert hækka. hvorki kaup eða verðlag! borgara, að samþykkja á fundi bæjarstjórnar að föstu starfs- fólki. bæjarútgerðarinnar verði sagt upp, en það þýðir að sjálf- sögðu að starfsemi hennar verði lögð niður. Af þessu tilefni og því að annað stærsta fisk- vinnslufyrirtæki í bænum hefur sagt upp öllu föstu starfsfólki, svo að atvinna í þessari undir- stöðugrein atvinnulífsins í Hafn. arfirði hefur verulega dregizt saman, boðuðu þrjú verkalýðs- félög í Hafnarfirði til almenns borgarafundar í stærsta sam- komusal bæjarins í fyrrakvöld. Gunnar Guðmundsson setti fundinn fyrir hönd fundarboð- enda og skipaði Ólaf Þ. Krist- jánsson fundarstjóra. Var húsið þá fullskipað langt út úr dyrum, en hátölurum hafði verið komið fyrir, svo að fólk gat fylgzt með ,því úti á götu sem fram fór á fundinum. Frummælendur á fundinum voru Hermann Guð- mundsson form. Vkmf. Hlífar og Sigurrós Sveinsdóttir form. Vkvf. Framtíðarinnar, en form. Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Kristján Jónsson, gat ekki mætt á fundinum þar sem hann var bundinn við störf sín á sjónum. Hermann Guðmundsson sagði að til þessa fundar væri boðað á örlagastundu og minnti á að 26 ár væru liðin síðan síðast hefði verið boðað til almenns borgarafundar í Hafnarfirði og þá að tilhlutan verkalýðsfélag- anna eins og nú. Menn skyldu gera sér grein fyrir því að þau mál sem hér væru til umræðu væru pólitísk mál eins og allt samlíf manna væri í raun og veru. Þótt mönnum hefðu lengi verið ljósir erfiðleikar í rekstri bæjarútgerðarinnar hefðu flest. um brugðið í bíún er þeir fréttu um samþykkt meirihluta bæjar- stjórnar 11. okt. s.l. um að segja upp starfsfólki bæjarútgerðar- innar. Hafi menn ekki þá strax gert sér Ijóst hvað um var að ræða þá hefði auglýsing frá bæjarstjórn í dagblögunum sl. laugardag tekið af öll tvímæli um að hér ætti meira og verra að gera en bæta rekstur bæjar- , Framhald á 7. síðu. Borodin strengjakvartettinn heldur hér tvenna tónleika Tónlistarfélagið byrjar nú vetrarstarfsemi sfna með tvenn- um tónleikum, þeim fyrri n. k. föstudaigskvöld klukkan 7.15 og n. k. laugardag klukkan 3 sfðd- f Austurbæjarbfói, þá leikur „Borodin*1 strengjakvartettinn frá Moskvu, en þeim seinni n. k. mánudags og þriðjudagskvöld, einnig í Austurbæjarbíói þá leik- ur ameríski píanóleikarinn Shura Cherkassky, sem hér er fjölda manns að góðu kunnur síðan hann var hér fyrir réttum tólf árum og hélt hér þrenna tón- leika fyrir Tónlistarfélagið og lék einnig með Sinfóníusveit- inni. Ályktanir borg- arafundarins: Uppsögnum mótmœlt Almennur borgarafundur, haldinn 24. okt. 1966, mót- mælir þeirri ákvörðun meirihluta bæjarstjómar, að segja upp starfsfólki Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar. Skorar íundurinn á meirihluta bæjarstjórnar að endurskoða þessa af- stöðu sína, 0g,4- stað þess að loka, leigja eða selja Bæjarútgerðina einkaaðil- um, þá vinna að eflingu hennar og færa rekstur hennar í nýtízku horf, þar sem það eitt er í samræmi við hagsmuni hafnfirzkrar alþýðu og þar með bæjar- félagsins í heilcL Uggvœnleg þróun atvinnumála V Almennur borgarafund- ur, haldinn í Hafnarfirði 24. okt. 1966, telur þróim þá, sem nú á sér stað í at- vinnumálum bæjarins, vera mjög uggvænlega og að hún hljóti að leiða til atvinnuleysis, ef eigi verði brugðið skjótlega við af hálfu bæjaryfirvalda og ríkisvalds, með aðgerðum, sem m.a. feli í sér eftir- farandi ráðstafanir: 1. Útgerð togbáta og smærri togara verði stóraukin og þeim skip- tíhi leyft að veiða, til hráefnisöflunar fyrir frystihúsin og fisk- vinnslu, innan fiskveiði- lögsögu á vissum tíl- teknum svæðum og á vissum tímum. 2. Flutt verði síld tíl bæj- arins af veiðisvaeðum til niðursuðu, frysting- ar og söltunar. 3. Að athugaðar verði, af þar til kjöriimi nefnd, hverjar séu hinar raun- verulegu ástæður fyrir rc!;stursstöðvun Norður- stjörnunnar h.f., og því fyrirtæki veitt aðstoð til reksturs síns, leiði at- hugun í ljós að slíks sé þörf. 4. Að bætt verði úr láns- fjárskorti útgerðarinnar, fiskiðnaðarins og annars atvinnureksturs. Vinnuslys við Búrfellsvirkjun Það slys varð við Búrfells- virkjun rétt eftir kl. 11 í gær- morgun að danskur trésmiður varð fyrir grjótkasti og meidd- ist á höfði og öxl. Þetta gerðist í flutningagöngum úr aðalgöng- unum og var maðurinn þar við vinnu þegar grjótið hrundi. Hann liggur nú á sjúkrahúsinu á Selfossi. Telpan kom fram Eftir fyrri kvöldfréttir út- varpsins i gær var auglýst eftir 6 ára telpu. sem ekki hafði sézt síðan um hádegi. Kom telpan fram strax eftir að auglýst var og hafði verið í heimsókn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.