Þjóðviljinn - 26.10.1966, Síða 2

Þjóðviljinn - 26.10.1966, Síða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVTLJIOTí — Midvíkudagur 26. oktúber 1-966. H andknattl eikur Verður nýja höllin ekki sú lyfti- stöng, sem búizt hafði verið við? Eins og getið var i 'fréttum blaðsins í gær, hófst meist- aramót Rvikur í handknattleik í íþróttahöllinni i Laugardal á sunnudagskvöldið var. Fóru þá fram þrir leikir í meistara- flokki karla: Ármann vann Þrótt 13:10, Fram vann ÍR 23:13 og KR vann Val 16:13. Formaður Handknattleiksráðs Reykjavíkur, Jón Magniisson, hafði búið sig undir að flytja ávarp við setningu Rvfkurmóts- ins. Þegar til kom vorni þó engir magnarar fyrir hendi f fþróttahöllinni og af þeim sök- um horfið frá dllum ræðuhöld- um, enda hefðu aðeins sárafáir x heyrt til ræðumanns. Ávarpið serrt 'aldrei var flutt, fer hér á eftir: Góðir handknattleiksmenn og handknattleiksunnendur._ í kvöld hefst hér í íþrótta- höllinni í Laugardal 21. meist- aramót Reykjavíkur f hand- knattleik. Eru þetta merk tíma- mót í sögu handknattleiks á Islandi, þvf að þetta er fyrsta handknattleiksmótið, sem fram fer hér í íþróttahöllinni. Þess má einnig geta, að á þessu nýhafna starfsári verður HKRR 25 ára og HSÍ 10 ára. Það mun hafa verið von hand- ......................i---------$> Gagnrýni á Líú Sjaosji forseta l PEK-ING .24/10 — Fest hafa verið upp spjöld ,í einúm há- skólánum í Peking þar sem lát- ,in er í Ijós gagnrýni á Líú Sjaosji forseta og hann m.a. kallaður „endurskoðunarsinni“. Gagnrýnin er þó sögð hófsam- legar orðuð en tíðkazt hefur i Kína að undanförnu. knattleiksunnenda að með til- komu Iþróttahallarinnar mundi verða hægt að flytja hand- knattleiksmót flestra flokka i þetta glæsilega hús. En í Rvík- urmótinu ttiunu aðeins leika hér meistaraflokkar karla og kvenna og 2. fl. karla og 3. fl. karla að hluta. Aðrir flokkar munu leika á Hálogalandi sem áður. Útlit er ekki fyrir það, sem stenduf, að hægt verði að leika hér í fleiri flokkum en munu leika hér í Reykjavíkurmótinu og jafnvel vafasamt að hægt verði að láta alla þessa flokka leika hér í íslandsmótinu. Ástæða þessa er sú, að lág- marksleiga fyrir hvert keppn- iskvöld, er svo há, að ekki er útlit fyrir annað en mótin verði rekin með tapi, ef ekki fæst úr þessu bætt. Það hefur sýnt sig að þá daga og kvöld, sem yngri flokkamir leika er fátt áhorfenda, og ef svo verður áfram, getur farið svo að ekki verði hægt að láta þá leika hér vegna þess m:kla kostnaðar, sem af því leiðir. Ef ekki verður hægt að láta yngri flokkana leika hér, er ég hræddur um að tilkoma Iþrótta- hallarinnar verði ekki sú lyfti- stöng fyrir íslenzkan handknatt- leik, sem búizt var við. Ef íslenzkir handknattlei-ks- menn hefðu ekki fjölmennt til vinnu í íþróttahöllinni sl. vet- ur hefði ekki verið hægt að hefja keppni hér svo snemma sem gert var. Aftur fyrir nokkr- um dögum voru handknattleiks- menn að störfam við að koma búningsklefum Iþróttahallar- innar í þókkalegt ástand. Mun HKRR stefna að því, að sem flestir flokkar geti fengið tæki- færi til keppni i íþróttahöllinni og vonast til að hlutaðeigandi aðilar muni aðstoða við það eftir föngum. Að falsa guðs steðja Á mánudaginn hækkuðu brauð í verði í verzlunum, en sama dag var mjólkin lækkuð með niðúrgreiðslum úr ríkissjóði. Sumum kann að ganga erfiðlega að átta sig á því hvers vegna ríkis- stjórnin snýr sér að mjólk- inrti þegar brauðið hækkar; hefði ekki verið eðlilegra að borga niður sjálfa verðhækk- unina á brauði? Ástæðan er sú að mjólk hefur meiri á- hrif á vísitöluna en brauð: það er ódýrara fyrir ríkis- sióð að greiða niður mjólk en brauð. Og önn stjórnar- valdanna er ekki við það bundin að halda verðbólg- unni í skefjum. heldur aðeins vísitölunni. Þegar viðréísnarstjórnin tók við völdum var það eitt helzta stefnumál hennar að binda endi á styrki, uppbætur og niðurgreiðslur, og voru flutt- ar um það efni margar raéð- ur og skrifaðar ótölulegar greinar — síðast var þessi hugsjón auglýst fyrr á þessu ári þegar það var talið spak- leg stjórnarráðstöfun að lækka niðurgreiðslur sem svaraði fjórum vísitölustig- um. En nú eru það bjarg- ráð ríkisstjórnarinnar að auka niðurgreiðslumar svo til vikulega. Þegar húsmóðir kaupir mjólkurhyrnu á kr. 6.70 greiðir ríkissjóður kr. 6.70 á móti; með hverju smjörkílói greiðir ríkissjóður kr. 121,86; með ostkílói 25 kr. Fúlgur þær sem í þetta fara nema hundruðum milj- óna króna; aðeins sú aukning á niðurgreiðslum sem komið hefur til framkvæmda á minna en einum mánuði jafngildir 174,1 miljón króna á ári. Og hvaðan er þetta fé tek- ið? Það er að sjálfsögðu tek- ið af neytendum, fyrst og fremst með söluskatti. Þann- ig eru menn í sífellu að borga sjálfum sér neyzlustyrki. Þetta er bjargráð karlsins sem vildi hvíla hestinn sinn; hann. leysti af honum bagga, batt þá á bakið á sjálfum sér, settist síðan á hrossið og sagði: Hesturinn ber ekki það sem ég ber. Að sjálfsögðu hafa slíkar tilfærslur engin raunveruleg áhrif á verðbólguþróunina; þær beinast aðeins að verð- bólgumælinum — vísitölunni. Þetta er samskonar iðja og ef raunvísirídamaður tryggði sér þá útkomu af mælingu sem honum væri að skapi með því að lerígja eða stytta metrann að eigin geðþótta. — Austri. Sýna í Laugaraalshöllinni Fimleikaflokkurinn frá Ollerup í Danmörku hefur sýningu fyrir almenning í kvöld, miðvikudaginn 26. október kl. 8,15 í íþrótta- höllinni í Laugardal. Annað kvöld á sama tíma hefur flokkur- inn sýningu fyrir skólanemendur á sama stað. — Á myndinni sjást tveir piltar úr leikfimiflokknum sýna æfingar á hestum. Aukin sé kennsla i glimu i skolum Ársþing Glímusambands ís- lands var haldið í Reykjavík sl. sunnudag, , og var sett af formanni sambandsins, Kjart- ani Bergmann Guftjónssyni. 1 upphafi fundarirts minntist formaður þriggja kunnra glímu- manna, þeirrá Helga Hjörvars, Eggerts Kristjánssonar og Er- lings Pálssonar. Þingforsetar voru kjörnir Guðjón Einarsson, varaforseti Iþróttasambands Islands, og Sigurðar Ingason, en ritarar Sigurður Sigurjónsson ogValdi- mar Óskarsson. Formaður gaf skýrslu um starfsemi sambandsins á s. 1. starfsári, en hún var mjögfjöl- bætt og mörg mál i athugun til eflingar glfmuíþróttinni f landinu. Ýmis mál voru tekin til um- ræðu og afgreidd á glímuþing- inu. Meðal annars var sam- þykkt mérki fyrir Glímusam-<S>- bandið. Rætt var um reglugerð fyrir Íslandsglímuna og Grettisbelt- ið, sem stjóm Glímusambands- ins hafði lagt fyrir glímuþing- ið., Var reglugerðinni að lok- inni umræðu vísað til stjómar Glímusambandsins til nánari athugunar og staðfestingar. Samþykkt var tillaga um að skora á héraðasamböndin, að þau beiti sér fyrir því aðkoma á sveitaglímu í sínu héraði eða milii héraða. Samþykkt var tillaga um að stjórn Glímusambandsins vinni að aukirmi glímukennsiu í skólum, og þá sérstaklega með tilliti til héraðsskólanna, Kosin var milliþinganefnd til að endurskoða glímulögin. Þess- ir menn skipa nefndina: Þor- steinn Einarsson, formaður, Hafsteinn Þorvaldsson, Ólafur H. Óskarsson, Sigtryggur Sig- urðsson, Sigurður Sigurjónsson. 1 glímudómstól voru þessir menn kjömir: Sigurður Inga- son, Ólafur H. Óskarsson, Sig- urður Sigurjónsson. Stjöm Glímusambandsins var öll endurkjörin, en hana skipa þessir menn: Kjartan Bergmann Guðjónsson, Rvík, formaður. Meðstjómendur: «Sigurður Er- lendsson, Vatnsleysu, Biskups- tungum, Sigtryggur Sigurðsson, Reykjavík, Ólafur H. Óskarss., Rvík, Sigurður Geirdal, Kópa- vogi. Til vara: Sigurður Inga- son, Rvík, Valdimar Óskarsson, Rvfk, Elías Amason, Rvfk. Hestaeigendur Þann 23. okt. sl. var ekið á rauð-jarpskjóttan hest á Reykjanesbraut. Mark: stig eða illa gerður biti framan hægra. Kigandi hestsins tali við lög- regluna í Hafnarfirði. Ráðstefna Herferðar gegn hungri Fræðslunámskeið og ráðstefna HGH hefst í Þjóð- lejkhúskjallaranum kl. 1.30 laugardaginn 29. okt. Sigurður Guðmundsson setur ráðstefnuna. Gísli Gunnarsson flytur erindi um sögu van- þróaðra ríkja .Pétur Einarsson flytur erindi um atvinnuvegi í vanþróuðum ríkjum. Kaffihlé og umræður um ofangreind erindi. Björgvin Guðmundsson flytur erindi um utan- ríkisverzlun v-ríkja. Ragnar Kjartansson flyt- ur erindi um alþjóðlega aðstoð. Sunnudaginn 30. okt. heldur róðstefnan áfram kl. 2. Andri ísaksson flytur erindi um félagsmál vanþróaðra ríkja. Sigurður Guðmundsson ræð- ir afstöðu íslendinga og starf HGH á íslandi. Kaffihlé og umræður um erindi. Eftir kaffihlé verða almennar umræður um starf HGH á íslandi. — Ráðstefnunni slitið klukkan 6,30. Þátttakendur eru beðnir að staðfesta þátttöku sina sem fyrst og verður skrifstofa HGH opin frá 10 til 12 og 5 til 7 þessa viku. Sími 14053. Áhugafólk er velkomið á ráðstefnuna meðan húsrúm leyfir. Vita- og hafnamálastjórmn Hafnnrbygging í Straumsvik Bygging hafnargarðs með bryggju; í Straumsvík, verður boðin út þann 28. okt 1966. Utboðstími er til 7. janúar 1967. Verkið er í aðalatriðum 220 metra hafnargarður til losunar á alumina, byggður úr hringlaga steinkerj- um með grjótgarði öðrum megin. í verkinu felst dýpkun: 30.000 rúmmetra, brimvarn- argrjót: 40.000 rúmmetrar, steinsteypa: 11.000 rúm- metrar og annað það, sem verkinu viðvíkur. Útboðsgögn varðandi verkið verða afhent frá 28, október 1966 gegn 3.000,00 króna skilatryggingu, hjá Vita- og hafnarmálastjóminni, Seljavegi 32, og „Christiani & Nielsen A/S, Consulting Engineers", Vester Farimagsgade 41,' Kaupmannahöfn. Tilkynning um útboð Útboðslýsing á einangrum í háspennulínui Búr- fellsvirkjunar verður afhent væntanlegum bjóð- endum að kostnaðarlausu á skrifstofu Landsvirkj- unar eftir 31. okt n.k. Tilboða verður óskað í 29 þúsund postulínshengi- einangra og það gert að skilyrði að hver bjóðandi sendi með tilboði sínu fullnægjandi upplýsingar um tæknilega og fjárhagslega hæfni sína til að standa til fullnustu við samninga. Tekið .verður við innsigluðum tilboðum í skrif- stofu Landsvirkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykja- vík fram til kl. 14,00 þann 13. des. 1966. / Reykjavfk, 25. 10. 1966 LANDSVIRKJUN. \ Kuldajakkar og úlpur í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð. * Verzlunin O. L. , Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.