Þjóðviljinn - 26.10.1966, Side 3

Þjóðviljinn - 26.10.1966, Side 3
Miðvikudagur 26. október 1966 ÞJÖÐVHJINN — SlÐA 3 145 fík fundin / Afberfan. 113 af börnum ABERFAN 25/10 — Síðdegis í dag höfðu í námubænum Aberfan í Wales þar sem skriðan féll á föstudaginn fundizt 145 lík, 113 þeirra af börnum, en ætlað er að enn séu ófundin um 40 lík. — Snm þeirra munu sennilega aldrei finnast, sagði einn af björgunarmönnunum í dag. — MYNDIN: Enn er haldið áfram að grafa eftir líkum í gjallhaugnum þar sem barnaskólinn stóð. Manilaráðstefnunni lokið Nýtt orðalag á kröfu um skllyrðislausa uppgjöf MANILA 25/10 — í dag lauk í Manila á Filipseyjum ráð- stefnu stjórnarleiðtoga þeirra ríkja sem hafa herlið í Suð- ur-Vietnam. í lokatilkynningu ráðstefnunnar vottar ekki fyrir friðarvilja, heldur er þar enn krafizt, að vísu með nýju orðalagi, skilyrðislausrar uppgjafar Þjóðfrelsisfylking- arinnar í Suður-Vietnam. Ríkisstjórnirnar sjö sem að ráðstefnunni stóðu, Saigonstjórn- in og stjórnir Bandaríkjanna, Filipseyja, Thailands, Suður- Kóreu, Ástraliu og Nýja Sjálands, segja í rauninni í lokatilkynn- ingunni að þær séu fúsar að kalla burt allan her sinn frá Suður-Vietnam innan sex món- aða frá því að Norður-Vietnam kalli heim sitt herlið og þjóð- frelsisherinn leggi niður vopn. Jafnframt er ítrekað að ríkin sjö séu staðráðin að halda áfram stríðinu svo lengi sem nauðsyn krefji. Öll tilkynningin mótast af þeirri blekkingu að í Suður-Viet- nam eigi Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra aðeins í höggi við innrásarlið frá Norður-Viet- Deilur sovézkra og Kínverja harBna enn Óspektir „varðliða“ við sovézka sendiráðið í Peking — Rætt um líkur á hernaðarátökum Moskvu 'Og PEKING 25/10 — Síðustu daga hafa deilur Kínverja og sovézkra enn harðnað, sovézk blöð hafa birt hatrammar árásargreinar á leiðtoga Kínverja og í Peking efndu „rauðu varðliðarnir“ í gær til nýrra óspekta við sovézka sendiráðið. Skólabörn í Svíþ/óð heimta að fá kennara sína aftur „Komsomolskaja Pravda“ birti í dag grein frá fréttamanni sín- um í Peking þar sem sagt var að kínverskir ráðamenn og her- foringjar tali opinskátt og í fullri alvöru um hættuna á hernaðarátökum milli Kína og Sovétríkjanna. Grein þessi var í heild lesin upp í Moskvu-út- varpið. Fréttamaðurinn segir að þjóð- hátíðardaginn 1. október hafi í Peking verið haldnar þrjár ræð- ur þar sem beint eða óbeint hafi verið vikið að líkum á hern- aðarátökum milli landanna. Lin Piao landvarnaráðherra hafi sagt að Kínverjar muni ganga af endurskoðunárstefnunni dauðri, en leiðtogar Sovétríkj- anna séu helztu forsprakkar hennar. Hershöfðingi hafi tekið undir þessi orð og hrópað yfir mannfjöldann: Um leið og Mao formaður segir svo, munum við halda af stað til að brjóta end- anlega á bak aftur bandarísku heimsvaldasinnana og glæpa- nauta þeirra, og ekki hafi verið farið dult með að þar hafi verið átt við Sovétríkin. „Pravda“ birti í gær grein þar sem leiðtogar Kínverja eru kallaðir „öfgamenn sem mótist af smáborgaralegum viðhoríum í stað hugsjónar sósíalismans, haldi fram fáránlegum heraga- kommúnisma í stað hins frjálsa kommúnistíska þjóðfélags fram- tíðarinnar, vilji bæla niður menninguna í stað þess að glæða hana ,og stofni til ábyrgðarlausra æsinga í stað þess að vinna að verkefnum verklýðshreyfingar- innar“. „Alþýðudagblaðið" í Peking sakaði í gær Sovétríkin um að spilla enn sambúðinni við Kina með því að vísa kínverskum stúdentum sem eru við nóm i Sovétríkjunum úr landi. Daginn áður hafði sovézki sendifulltrú- inn í Peking neitað að taka við mótmælum kínverska utanríkis- ráðuneytisins vegna þessarar á- kvörðunar, sem tekin var eftir að sovézkum og öðrum erlendum stúdentum í Kína hafði verið vísað þaðan úr landi. Þúsundir „rauðra varðliða“ söfnuðust í dag annan daginn í röð saman við sendiráð Sovét- rikjanna í Peking til að láta í ljós mótmæli sín við brottvís- un kínversku stúdentanna frá Sovétríkjunum. STOKKHÓLMI 25/10 — Nem- endur í sænskum skólum eru nú orðnir þreyttir á deilum kenn- ara sinna við ríkisvaldið og þús- undir þeirra fóru í dag fylktu liði um göturnar í ýmsum bæj- um í Svíþjóð og báru spjöld þar sem á stóð: Við viljum fá kenn- ara okkar aftur, — Kennarar, við þörfnumst ykkar og Leysið deiluna strax. Verkbann var sett á 25.000 kennara í samtökunum SACO í síðustu viku, eftir að samtökin höfðu boðað til skyndiverkfalla. Reynt hefur verið að halda uppi kennslu þrátt fyrir verkbannið, en það hefur gengið mjög erfið- lega og í mörgum skólum njóta nemendur engrar kennslu. Erf- itt hefur að sjálfsögðu verið að halda uppi aga við slíkar að- stæður; nemendur sem áttu að stunda sjálfsnám í tímum hafa stytt sér stundir á annan hátt, við öldrykkju, spilamennsku, dans og dufl. 1.100 nemendur við einn hafa ákveðið að virða skóla- skylduna að vettugi meðan á verkbanninu og verkföllunum stendur'og búizt er við að nem- endur fleiri skóla muni fara að dæmi þeirra. nam. Þjóðfrelsisfylkingin er ekki nefnd á nafn, þaðan af síður réttur hennar til samningsaðild- ar, og hvergi vottar heldur fyrir því að Bandaríkin og banda- menn þeirra hafi gefið gaum að öðrum tillögum Ú Þants, fram- kvæmdastjóra SÞ, um einu leið- ina til friðar í Vietnam, þ.e. að Bandaríkin hætti loftárásum sínum á Norður-Vietnam og dragi úr hernaðaraðgerðum sín- um. Orðrétt segir svo í tilkynning- unni um „tilboð“ ráðstefnunnar um brottflutning herliðs innan sex mánaða: „Suðurvietnamska þjóðin mun biðja bandamenn sína að flytja burt herlið sitt og leggja niður herstöðvar sínar samtímis því sem herlið og und- irróðurssveitfr Norður-Vietnams verða fluttar heim, hætt verður að senda lið til Suður-Vietnams baðan og þannig verður dregið úr hernaðinum. Þá mun herlið bandamanna verða flutt burt eins fljótt og auðið er og ekki síðar en sex mánuðum eftir að þessi skilyrði hafa verið upp- fyllt“. Varðfíðarnir gagnrýna Mao PEKING 25/10 — Bandaríska blaðakonan Anna Louise Strong sem búsett er í Peking segir frá því í fréttapistli sínum „Letter from Peking“ að þess sé a-m.k. eitt dæmi að gagnrýni „rauðu varðliðanna‘‘ hafi bitnað á Mao formanni sjálfum. Hún nefnir þetta sem dæmi um það að eng- inn sé óhultur fyrir gagnrýni þeirra sem miði að því að allir taki upp strangara lífemi. Tass segir að á spjöldum „varðliðanna'* í Þeking hafi þess verið krafizt að Líú Sjaosji for- seti og Teng Hsjaoping flokks- ritari verði settir af. stærsta skólann í Stokkhólmi I valið sér. 85 ára afmælis Picassos minnzt PARÍS 25/10 — 85 ára afmælis snillingsins Pablos Picassos var minnzt um allan heim í dag, en að sjálfsögðu einkiim í heima- landi hans, Frakklandi, enda þótt afmælisbarnið muni sjálft ekki hafa gert sér neinn daga- mun- KommúnistaflQkkur Frakklands minntist afmælisins sérstaklega. „l’Humanité“ birti boðskap frá formanni flokksins, Waldeck Ro- chet, sem hyllti Picasso og sagði að hann hefði gengið í flokkinn árið 1944 og aldrei vikið út af þeinji braut' sem hann hefði þá Lúna á braut í gærkvöld MANCHESTER 25/10 — Vís- indamenn við athugunarstöðina í Jodrell Bank skýrðu frá því í kvöld að síðasta tunglfar Sov- étríkjanna, Lúna 12. sem skotið var frá jörðu á laugardaginn hefði farið á braut umhverfis tunglið. Enda þótt ekki hafi verið látið neitt uppi um það opinberlega, þykja allar líkur á því að Lúna 12.. hafi með sér ljósmynda- og sjónvarpstæki og sé ætlunin að hún sendi til jarðar myndir af yfirborði tunglsins. Lúna 12. er þriðja sovézka geimfarið . sem fer á braut um tunglið. Vön skrifstofustúlka Óskum eftir að ráða skrifstofustúlku með góða vél- ritunarkiinnáttu. Til mála kaemi starf hálfan dag- inn, eða vinnutími eftir samkomulagi. — Góð laun. Tilboð merkt „SKRIFSTOFUSTÚLKA“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 29. þ.m. 600. MALBIKUN Nú eru síðustu forvöð að malbika í haust. Undirbúningsvinnu að malbikun næsta ár er heppi- legt að vinna í vetur. Upplýsingar í síma 36454 allan daginn. » MALBIKUN H.F„ Suðurlandsbraut 6. Samsteypustjórn Erbards i þann veginn að splundrast? AUGLYSIR RO BONN 25/10 — Það er ekki ein báran stök fyrir Erhard, for- sætisráðherra Vestur-Þýzkalands. Ofan á óáran í efnahagslífinu sem honum er ekki hvað sízt kennt um. ósigra í fylkiskosn- ingum, óánægju og sundrungu í hans eigin flokki, hefur það nú bætzt að allar horfur eru á að upp úr stjórnarsamvinnu Kristi- legra og Frjálsra demókrata slitni vegna ósamkomula^s um f j árlagaf rumvarpið. Það ósamkomulag á rætur sínar að rekja til þess að fiúr hagur ríkisins er ' algerum ó- lestri, en um það kenna and- stæðingar Erhards honum fyrst og fremst. Útlit er fyrir gífur- legan halla á ríkisreikningunum (um 4 miljarða marka) og eru ekki nema tvær leiðir færar til að jafna hann, draga úr útgjöld- um eða hækka skatta. Kristi- legir hafa viljað taka síðari kost- inn, en Frjálsir demókratar eru því algerlega andvígir og heimta niðurskurð á útgjöldunum. Fulltrúar stjórnarflokkanna ræddust við i sex tíma í dag. og nýr fundur var ákveðinn í kvöld. þegar engin niðurstaða fékkst. Ekkert samkomulag tókst heldur á honum. ur. suoancirio iyrir nerreiwnum í ujaKaria Súbandrio dæmdur til dauða — má leita á náðir Súkarnos GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ Wheatsheaf ávextir niðursoðnir DJAKARTA 25/10 — Herréttur- inn í Djakarta kvað í dag upp dauðadóm yfir dr- Súbandrio, fyrrverandi utanríkisráðherra og helzta samstarfsmanni Súkamos forseta um langt árabil- Súband- rio fær 30 dagai frest til að sækja um náðun til Súkarnos. Rétturinn taldi sannaða þó meginákæru að Súbandrio hefði vitað fyrirfram um hina mis- heppnuðu uppreisnartilraun í fyrrahaust, en látið hjá líða aö gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir hana. Súbandrio hafði viðurkennt að hann hefði heyrt sögusagnir um slíkt samsæri, en hefði ekki talið þær sennilegar og ekki ástæðu til að láta Súk- | arno forseta vita. Þótt Súband i rio reyndi að verja sig eftir | beztu getu, sagði hann ekki neitt í réttarhöldunum sem hægt væri að nota gegn Súkarno. Apríkósur 1/1 ds. kr. 45,50 Apríkósur % ds. — 27,55 Perur 1/1 ds. — 48,15 Perur % ds. — 29,20 Cocktail 1/1 ds. — 52,95 Two fruit % ds. — 29,00 Gerið aðalinnkaupin í KRON J.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.