Þjóðviljinn - 11.11.1966, Qupperneq 5
Föstudagur U. nóvomber 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SfÐA g
Sænsku skáldkonuna Söru Lidman þarf víst varla að kynna fyrir lesendum
Þjóðviljans eftir öll þau blaðaskrif sem koma hennar hingað til lands kom af stað.
Rétt áður en hún fór aftur heim hafði Þjóðviljinn við hana eftirfarandi
viðtal þar sem hún segir fyrst og fremst frá því sem henni er minnisstæðast
frá dvöl sinni í Vietnam í fyrra
EIGUM RÉTT Á
AÐ DRAGA EIGIN
ÁLYKTANIR AF
ÞVÍ SEM GERIST
Ætli íslenzkir blaðamenn
forðist ekki yfirleitt orðið að
spyrja útlendinga sem hingað
koma um álit þeirra á landi
og þjóð, því fátt getur fárán-
legra að líta á prenti en hina
yfírborðskenndu kurteisi: ó, land-
ið er dásamlega fallegt ogþjóðin-
framúrskarandi vingjarnleg o.
s. frv. í sama stíl. Þó verður
vart ,.hjá .því komizt eftir hin,
miklu blaðaskrif og þær deil-
ur sem koma Söru Lidman og
erindi hingað til lands hafa
vakið að spyrja einmitt hana
rétt áður en hún hverfur á
burt aftur, hvernig land og
þjóð hafi komið henni fyrir
augu.
— Ja, við segjum stundum
í Svíþjóð að ekki sé hægt að
sjá skógirin fyrir trjám. Ég
gæti kannski sagt það sama
um ísland, ég hef enga yfir-
sýn, hef bara séð Reykjavík,
Keflavík og Akureyri. Akureyri
er á sömu breiddargráðu og
mínir eigin átthagar og þar
fannst mér eins og ég væri
komin heim, það var bæði loft-
ið sem var líkt og svo þetta
rólega_, alvarlega fólk.
— Áttirðu von á þeim árás-
um sem þú varðst íyrir af
hálfu Morgunblaðsins og þeirri
framkomu sem háskólayfir-
völdin sýndu síðar?
— Nei, og ég get ómögulega
litið á þessar smáárásir eða þá
sem að þeim stóðu scm ein-
hverja fulltrúa fyrir íslend-
inga því að sú hjartanlega hlýja
sem ég hef yfirleitt ma:tt var
miklu meiri. Hefði ég verið
sérfræðingur í einhverju hcfði
ég kannski orðið móðguð þeg-
ar Háskóli íslands lokaði dyr-
um sínum, en þar sem ég hef
engan titil að verja og ætlaði
ekki að tala til stúdentanna
fyrst og fremst sem háskóla-
borgara heldur sem lifandi
meðbræðra fannst mér í raun
og veru alveg eins gott að við
hittumst á stað sem öllum var
opinn. En ég varð hissa, því
að mér finnst ég ekki vera
9vo hættuleg. Auk þess stóð
það öllum opið að sanna að ég
hefði skýrt rangt írá stað-
reyndum — ef sú hefði verið
raunin, en ég sagði frá stað-
reyndum sem að visu hafa
mikils til verið birtar í blöð-
um Vesturlanda, en hafa á síð-
ari árum sjaldan verið dregn-
ar fram í dagsljósið í opinber-
um deilum um Vietnammálið.
Með fullri virðingu fyrir
pólitískum og vismdalegum
sérfræðingum sé ég enga á-
stæðu til að við trúum blint á
þá. Við höfum fullan rétt til
að taka ræðu eftir Johnson til
nákvæmrar athugunar sjálf,
rétt til að spyrja hvort Viet-
nam tilheyrý Bandaríkjunum
C'ða vietnömsku þjóðinni og
sem dauðlegir menn höfumvið
líka rétt til að draga okkar
eigin álýktanir af þvi sem gér-
ist á okkar tímum, alveg á
sama hátt og enginn þarf að
vera sérfræðmgur í næringar-
efnafræði til að álykta að hin-
ir hungruðu eigi rétt á að fá
mat.
ÚR OPINRERUM
SKJÖLUM
Það sem ég hef lagt fram í
ræðum mínum hér málinu til
stuðnings er m.a. tekið úr op-
inberum skjölum, heíur stað-
ið í Hvítu bók Bandaríkja-
stjórnar og í ræðum Johnsons
og Eisenhowers, — þetta eru
ekki hlutir sem Vietnamar
hafa fundið upp sem áróður.
Mér hefur fundizt nauðsynlegt
að rekja forsögu þeirra at-
burða sem nú eiga sér stað í
Vietnam vegna þess að þeir
cru svo margir á Vesturlönd-
um sem trúa gagnrýnislaust á
útgáfu Bandaríkjastjórnar á
þessari sögu: að það sé Norð-
ur-Vietnam sem ráðizt hefur
á Suður-Vietnam og Banda-
ríkjaher sé þar til að vorja
S-Vietnam.
— , Hvernig stóð á að þú
fórst til Vietnam?
— Eftir að hafa séð með
eigin augum hvernig Vestur-
landamenn ræna Afríku fór
mig að gruna að hin opinbera
útskýring á Vietnamstríðinu
sem við íáum úr vestri, væri
ekki réttlát. Ég byrjaði á að
athuga hvernig Vietnambúar
iifðu áður en Bandaríkjamenn
komu til landsins og í fyrra
fór ég síðan til Hanoi og var
þar einn mánuð.
— Hvað er þér minnisstæð-
ast frá dvölinni í Vietnam?
— Minnisstæðast? Það er
erfiU að segja, það eru svo
margar myndir sem leita á
hugann. Það sem vekur mesta
furðu er kannski að Vietnam-
amir eru engan veginn eins
daprir, fátækir né vonlausir
eins og maður gæti ímyndað
sér; þeir era rólegir og á-
kveðnir og hvergi verður mað-
ur var við taugaveiklun. Þeir
vita hvað þeir eiga að gera
og það gera þeir á sinn hæga,
látlausa hátt. Þeir vinna ótrú-
lega hratt, en það gerist líka
með þessari kyiTlátu atorku —
eins og hægar bárur sem bera
áfram skip.
Gamli og nýi tíminn mæt-
ast svo víða í þessu landi,
sumstaðar er allt unnið með
vélum og nýjustu tækni, ann-
arstaðar eru enn notaðar alda-
gamlar aðferðir. Mér kemur í
hug vökvun hrísgrjónaakranna,
sem ungar stúlkur annast.
Þarna standa þær í röðum og
hverjar tvær sveifla á milli
sín bandi eins og í snúsnú, en
í bandinu hangir skjóla sem
í hverri sveiflu fyUist af vatni
úr áveituskurðinum og kastar
því út á akurinn. Þetta er ein
fegursta sjón sem ég hef séð,
en náttúrlega er þetta úrelt
og seinleg aðferð og víða eru
nú komnar sjálfvirkar áveit-
ur. Svona er þetta allsstaðar,
sambland hins nýja og gamla.
Þeir eiga fáa bíla, nota reið-
hjól í staðinn og þeir flytja
allt á þessum hjólum, hafa
börar ofan á og ýta þeim svo
áfram. Járnbrautarnetið er
ekki stórt og hefur verið
sprengt upp hvað eftir annað,
en þeir reyna eftir föngum að
gera við það jafnóðum.
UNNIÐ OG KENNT
Á NÓTTUNNI
Það eru þúsundir verksmiðja
í Norður-Vietnam, bæði ný-
tízku og gamaldags verksmiðj-
ur, landið er auðugt að alls-
kyns málmum og þeir íram-
ileiða nú sjálfir flest það sem
þeir þurfa, hafa mikinn efna-
iðnað og vefnað, en líka tals-
verðan landbúnað, sem aðal-
lega hefur þróazt síðan 1955
þegar ekki var lengur hægt að
fá hrísgrjón og önnur matvæli
frá Suður-Vietnam, þar sem
upphaflega var aðal landbún-
aðarsvæði landsins. Norður-
Vietnamar urðu þá að auka
eigin framlciðslu og það hefur
þeim tckizt. Hungur er ekki
til í landinu, ég sá aldrei eitt
einasta vannært barn, og dreif-
ing r atvæla hefur verið vel
skipulögð. En það er erfitt að
stunda landbúnaðinn núna
vegna stríðsins, konurnar
ganga með byssur á bakinu á
ökranum og oft verður að
vinna á næturnar í þeim hér-
uðum þar sem sprengjuárás-
imar eru tíðastar, því að
sprengjunum er ekki kastað á
næturnar.
Á hverjum degi er kastað
yfir landamærin 150—200
sprengjuförmum og það er
mikið yfir svo lítið land, ekki
sízt af því að það er svo þétt-
býlt, alls 8 miljónir íbúa,
manni virðist allsstaðar vera
fólk. í borgunum þar sem hætt-
an er mikil er barnaskóla-
bekkjunum skipt sundur og
dreift um borgarhverfin til að
koma í veg fyrir, ef illa fer,
að heilir árgangar farist. Á
mestu hættusvæðunum er bara
kennt á nóttunni og markaðir
eru haldnir þá, á daginn fel-
ur fólkið sig, oft í jarðgöng-
um. Það er margt sem aðeins
er hægt að gera á nóttunni
vegna sprengjuárásanna, víða
hefur sólarhringurinn alveg
snúizt við. Mér detta í hug
vegirnir, um þá er aldrei ek-
ið nema að nóttu til og ljós-
laust nema í neyðartilfellum.
Á daginn eru vegirnir auðir,
en fyllast þegar dimmir.
Þegar mér var ekið eitthvað
var það alltaf um nætur og
það var einkennileg tilfinning
þegar maður kom svo allt í
einu að fljóti og ekki var hægt
að fara lengra með bílnum
því að búið var að sprengja
brúna í loft upp. Fólkið fer
yfir fljótin á litlum bátum al-
þöktum laufi og það er fjöldi
af þessum bátum. Alltaf er
verið að gera við brýrnar, en
þær eru venjulega sprengdar
fljótt aftur. Á nóttunni varfullt
af unglingum á ferli með litla
iampa, hjálma á höfði og byss-
ur á baki — þau voru að gera
við brýr og annað sem eyði-
lagt hafði verið í árásum ó-
vinanna og það var ekki á
þeim að sjá að þau væru
raunamaKld, nei, þau voru
glöð og sungu við vinnuna.
Þau eru glöð, en bandarísku
hermennimir hljóta að vera
leiðir því þeir hafa ekkert að
berjast fyrir. Vietnamarmr
berjast fyrir landi sínu, lífi
og öllu sem þeim er kært.
— Óneitanlega virðist þetta
vonlaus barátta,
— Ég sá brú sem hafði ver-
ið sprengd fimm sinnum, — og
fimm sinnum gert við hana
aftur. Segir það ekki sínasögu?
ÞJÓÐIN STOLT AF
SÖGU SINNI
Þessi þjóð á sér sögu sem
hún getur verið stolt af og er
stolt af, hún hefur ríka þjóð-
cmiskennd og þetta veitir
einnig persónulegt stolt sem er
hverjum manni mikils virði í
lifinu. Auk þess á hún minn-
inguna um Dien Pien Phu, að
hún skyldi geta yfirbugað
hinn mikla franska her, sem
átti að vera ósigrandi — það
þýðir að hún getur haldið
þetta út líka. Auk þess kem-
ur annað til: hin þjóðfélags-
lega, breyting sem orðið hefur
eftir byltinguna. Nú hafa all-
ir nóg að borða, fá að ganga
í skóla, búa við þjóðfélagslegt
öryggi sem ekki var til áður.
Áður var öll þjóðin þrælar
Frakka og leppa þeirra, stór-
landeigendanna, og þegar henni
hefur einu sinni tekizt að rísa
upp úr þeirri eymd og heimta
frelsi sitt getur hún ekki snú-
ið aftur til baka.
— Þykir Vietnömum vænt
um að frétta um stuðning ann-
arra þjóða, t.d. í mynd mót-
mælafunda eða gangna?
— Ákaflega, og þeir fylgj-
ast mjög vel með slíku. í Sví-
þjóð var eitt sinn mótmæla-
fundur sem lögreglan dreifði
og í þeim átökum meiddist
ung stúlka á hendi. Þegar fólk
í Hanoi heyrði að ég væri frá
Svíþjóð sögðu margir: Þar var
stúlkan sem særðist á hendi
okkar vegna, skilaðu kveðju
til hennar og segðu að við vit-
um að hún sé vinur okkar. í
mótmælaskyni við stefnu
Bandaríkjastjórnar í Vietnam
brenndi ungur maður sig til
dauða fyrir utan Pentagon.
Þegar þessar fréttir bárust til
Hanoi ólgaði öll borgin ef hægt
er að nota það orð um þetta
kyrrláta fólk, en það stóð fyr-
ir utan blaðsöluturna, las og
grét, og þúsundir bréfa voru
send frá Vietnam til systur
hans og ort hafa verið um
hann fjölmörg ljóð.
Vietnamar eru fullir mann-
úðar eða náungakærleika og
það er mjög auðvelt að kynn-
ast þeim, þeir hafa framkomu
sem 'fcr ótrúlega mjúk og eðli-
leg og þeir eru hugrakkir og
glaðir, mikið fyrir að syngja,
spila á hljóðfæri og dansa,
leika og yrkja. Þeir hafa mjög
ríka kímnigáfu og ég held að
hún hjálpi þeim mikið á þess-
um erfiðu tímum. Ég kom einu
sinni til aðseturs Hermanna í
heimavarnarliðinu og þar , :sá,,
ég að þeir voru að yrkja gam-
ankvæði, hengja upp teikning-
ar og leika smágrinþætti, ^
— Eru konur líka í hemum?
— Já, stúlkur eru líka í
heimavarnarliðinu, þær eru þó
ekki sendar á hættulegustu
staðina, en standa vörð um
brýr, verksmiðjur og í borg-
um.
Einu sinni sá ég útbúnað
bandarísks flugmanns sem
hafði farizt, þar á meðal var
vegabréf hans og hann var að-
eins 21 árs og bar sænskt
nafn, kannski hefur afi hans
flutzt vestur, — hann vax svo
líkur frændum mímun, rétt
eins og hann hefði verið skyld-
ur mér. Síðan hefur oft leitað
á mig hugsunin um þennan
pilt sem án nokkurrar ástæðu
eða sakar var sendur í svo ó-
hugnanlega ferð. Maður finn-
ur til þess hve himinhrópandi
ranglæti þetta stríð er, ekki
bara gagnvart Vietnömum en
líka gagnvart bandarísku þjóð-
innL
Ma-rgir Bandaríkjamenn
neita að láta senda sig til
Vietnam, en þeir hljóta þá 5
ára fangelsi. Bandaríska stjórn-
in fórnar ungu mönnunum í
landinu og það eru þeir en
ekki ráðamennirnir sem fá að
bera byrðarnar og tapa lífinu,
það eru þeir sem verða að
taka á móti hatrinu og fyrir-
litningunni í löndunum sem
Bandaríkin hemema og það
er í þeirra eyrum sem „Yan-
kee go home“ hljómar oftast.
Pentagon er óðum að breyta
ungum Bandaríkjamönnum í
afhrök jarðar.
FÓLKIÐ KALLAR
HANN HO FRÆNDA
Kannski hljómar það ein-
kennilega, en þegar maður ber
saman lítil efni Vietnama í
vopnum og útbúnaði og hin
miklu auðævi sem Bandaríkja-
menn hafa reitt fram til að
kúga þessa þjóð og heimur-
inn fær að sjá að það er samt
Framhald á 7. síðu
í
i
i
í