Þjóðviljinn - 19.11.1966, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. nóvcmber 1906
ÞJÖÐVILJINN SIÐA
Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána:
Verður stofnuð nafngifta-
deild við Ríkisútvarpið?
Sigurðui- Nordal lauk hinni
snjöllu ræðu, er hann flutti þá
hann var .kjörinn heiðursdoktor
Háskólans, með þeim orðum, að
sambandið milli smalans og
menntamannsins mætti aldrei
rofna. Og hafi hann heiill mælt.
En þeirri áleitnu spurningu
skýtur eigi að síður upp í huga
okkar, hvort þctta samband,
sem löngum heíur verið talið
snarastur þáttur þjóðlegrar
menningar, sé ekki þegar orðið
snöggt um minna cn Sigurður
Nordal myndi telja æskilegt.
Því lengur sem ég hef hlustað
á vetrardagskrá útvarpsins, hef-
ur þessi spurning leitað meir á
hugann.
Sjálfsagt er að viðurkenna, að
þetta er um margt fyrirmyndar-
dagskrá, regluleg heldrimanna-
dagskrá.
Én smalinn hans Sigurðar
Nordals. Það fer grátlega lítið
fyrir honum, enn sem komið er.
Sparimálið
Enn á ný vaktist það upp
fyrir okkur, hve hlutur smalans
er smár orðinn, þegar við
hlýddum á hugleiðingar Jóns
Aðalsteins Jónssonar um orð-
ræður þær, er fóru á milli
þeirra Brynju Benediktsdóttur
og Ævars Kvarans í sumar leið,
um hið svonefnda sparimál.
Ég man, að þegar ég hlýddi
á- sámtal þeirra Brynju og Æv-
ars, fannst mér sem að rök-t
semdir Brynju stæðu mér hjarta
nær en röksemdir Ævars, enda
þótt ég viðurkenndi, að hann
hefði einnig mikið til síns máls.
Vissulega er það rétt hjá Jóni
Aðalsteini, að mál gamalla Hér-
aðsbúa er ekkert sparimál. En
þegar þetta mál hefur verið
flutt úr sínu umhvcrfi, snyrt
og fágað af sérfróðum mönnum.
og frá þeim sent upp á leiksvið
Þjóðleikhússins og upp í prédik-
unarstól Hallgrímskirkju til
þess að hljóma þaðan út yfir
landslýðinn, er það orðið spari-
mál. Þad mæiti líkja því við
ef rótstýfður yrði melgrasskúf-
urinn harði, runninn upp þar
sem Kaldakvísl kemur úr Von-
arskarði, settur í kínverskan
postulínsvasa og notaður til
skreytingar veizluborðs á Hótel
Sögu, þar sem skállað væri fyr-
ir norrænni samvinnu.
Það er ætlan mín, að málið,
ekki einungis framburður þcss,
heldur einnig orðaforði, sotn-
ingaskipan, stíll og hrynjandi,
hafi mótazt meir en málfræð-
inga grunar af lífsbaráttu og
harðræðum liðinna kynslóða.
Við nútímamenn njótum enn
þeirrnr m<>tunar og næsta kyn-
slóð ef til vill að einhverju
leyti.
Þá hefur smalinn lokið sínu
hlutverki og þá kemur til kasta
Tcits og Tobbu. Þá fellur það
í hlut menntamannanna, að
stýra þróun málsins inná æski-
legar brautir í tækniþróuðu vcl-
ferðarríki. Og því er það, að
hugmyndin um sparlmálið er ef
til vill' ekki eins fráleit og
okkur Brynju Benediktsdóttúr
kann að hafa fundizt í önd-
verðu.
Hitt er ef til vill undarlegra,
hve menn hugsa sér að byrja í
smáum stíl og að nokkru lcyti
á öfugum enda.
Okkur skilst að fyrs^ eigi að
kenna útvarpsmönnum, lcikur-
um og pmslurn að tala. Raunar
hefði að skaðlausu mátt bæta
'stjörnmálamönnum við, sóm ofe
öðrum, er stöðu sinnar vegna
eru sítalandi yfir landslýðnuum
í'iíma óg ótíma.
En hvað þá um hina, scm
ekki þurfa að tala í útvarp,
á leiksviði eða í prédikunarstól,
á að gefa þá upp á bátinn?
Börn, sem nú vaxa úr grasi,
ganga í skóla frá því þau geta
gengið nokkurnveginn upprétt
og þar til þeirra eigin afkom-
endur ciu farnir að ganga i
skóla. Stundum jafnvel enn
lengur, unz þau verðá afar og
ömmur.
Sé ekki hægt að kenna öllu
venjulegu fólki að tala, lesa og
skrifa sitt móðurmál, sem og
að safna sér nægilegum orða-
FERNANDO PESSOA:
Autopsicografía
Skáldi lætur að látast
og lætur það svo í vil
að þegar að honum amar
eins læzt hann finna til.
Og þeim sem ljóð hans lesa
þeim lízt það sannara en hitt
sem læzt hann, og þeir þykjast finna
að það muni angur sitt.
Hringekjuhjólin renna
hringveg, sem beint væri, skjót.
Eins fer hringekja hjartans
hverri röksemd í mót.
Málfríður Einarsdóttir þýddi)
••iniiimimimiinmiuniuuiiiiiHniii
forða, hlýtur að vera eitthvað
bogið við alla þessa móðurmáls-
kennslu. Væri því ekki nær-
tækasta Viðfangsefni þessa vett-
vangs að kenna kennurum að
kenna móðurmálið á einhvern
þann hátt, að meiri árangur
mætti af verða en fróðir menn
telja, að náðst hafi 'hingað til?
Ég held, að þeir Jón Aðal-
steinn og Ævar Kvaran geti
varla sætt sig við minna en að
sparimálið þeirra verði alþjóð-
areign, en ekki forréttindi ör-
fárra útvaldra.
Byggðajafnvægi
Víkjum þá enn að vetrardag-
skránni. ,
Borinn saman við dagskrár
fyrri vetra, er efniviður henn-
ar í cnn ríkari mæli en þeirra
fcnginn í stofnuninni sjálfri
eða úr næsta nágrenni hennar.
Útvarpið hefyr undaníarna
vetur sýnt nokkra viðleitni í
þá átt að afla efni til dagskrár-
gerðar utan af landsbyggðinm.
Má þar til ■ nefna spurninga-
keppni milli kaupstaða og síð-
ar sýslufélaga, er staðið hafa
tvo undanfarna' vetur, ásamt
margskonar fróðleik og skemmt-
an, er þeim fylgdi. Þá má nefna
ritgerðasamkeppni og margvís-
legan þjóðlegan fróðleik, er
fluttur hefur verið á kvöldvök- '
um og síðast en ekki sízt við-
töl við ýmsá kjarnakarla og
kvcnskörunga úti á landsþyggð-
inni. Allt þetta hefur orðið
mjög vinsælt meðal hlustenda.
Ekki hefur heyrzt neitt af
þessu tagi né öðru sambærilegu
enn sem komið er og ekki hefur
það vcrið boðað, svo mér sé
kunriugt.
Við samantekt vetrardag-
skrárinnar virðast þeir í útvarp-
inu hafa minnzt hins forna
spakmælis: Hollur er heima-
fenginn bággi. Slagorðið jafn-
vægi í byggð landsins gerist nú
ærið snjáð og trúlegt að dagar
þess séu senn taldir, enda senni-
legt, að þeir í útvarpinu hafi
aldi'ei tekið það svo bókstaflega,
að þeir teldu sig þurfa að hafa
hliðsjón af því, er þeir öfluðu
efnis í dagskrá sína.
Með nýjum
nöfnum
Ýmsum nýjum þáttuin hefur
verið hleypt af stokkum við
þessa vetrarbyrjun, svo sem
venja hefur verið, eða að gaml-
ir þættir hafa fengið ný nöfn.
Það hlýtur að vera mikil
vinna út af fyrir sig að finna
nöfn á hina margvíslegu þætti,
sem og hitt að finna embættis-
titla og starfsheiti á állt það
fólk, sem stofnunin ræður i
sína þjónustu.
Haldi svo fram sem horfir,
hlýtur að því að draga, að setja
á stofn sérstaka deild innan
stofnunarinnar, er hafi þessi
störf með höndum. Myndi sú
deild sennilcga heita nafngifta-
deild Rikisútvarpsins. Yfirmað-
ur hcnnar nafngiftastjóri
Sá sem næstur honum stæöi
að metorðum myndi sennilega
verða framkvæmdastjóri nafn-
giftadcildar Ríkisútvarpsins.
Skulu nú nefndir nokkrir
hinna nýju þátta.
Athafnamcnn heitir einn
þeirra.
Þetta er stórt orð. Við vit-
um það fyrirfram, að hversdags-
legir almúgamenn eiga ekki
innangengt í þennan þátt. Þarna
mun eiga að sýna okkur hið
frjálsa framtak einstaklingsins
holdi klætt. Einn þáttur þessar-
ar tegundar hefur þegar verið
fluttur, én ég heyrði hann ekki.
Þá er Víðsjá, þáttur um
monn og menntir. Hann fór
frekar ógæfulega af stað, en
hcfur verið góður síðan og gæti
sem bezt leyst af hólmi þáttinn
Efst á baugi, þetta vandræða-
barn útvarpsins.
Þá- er sá þáttur, er Þjóðlíf
nefnist.
Af inngangsorðum stjórn-
anda mátti ráða, að víða
myndi verða til gagna leitað.
Ef til viill stuðlar hann eitt-
hvað að jafnvægi í landsins
byggð, áður en hann er allur.
Sá hinn fyrsti fjallaði um
skemmtanalíf höfuðstaðarins og
nágrennis og var ekki neitt sér-
lega ánægjulegur áheyrnar.
Hefur ef til vill verið fluttur
hlustendum frekar til viðvörun-
ar en eftirbreytni.
Á röksfólum
Þá er þáttur sem nefnist Á
rökstólum. Þetta er stórt nafn
og virðulegt.
Þáttur þessi, sem Tómas
Karlsson stjórnar, virðist eiga
að leysa af tvo eldri 'þætti,
Spurt og spjallað og A blaða-
mannafundi.
í fyrra þættinum af þeim
tveim, er ég hefi heyrt,, ræddust
þeir við Eggert Þorsteinsson
ráðherra og Helgi Bergs, þing-
maður. Þeir voru svo líkir, að
erfitt var að átta sig á hvor
■ .
Siguröur Nordal flytur ræðu
sína á háskólahátíð- *
> w,
'mm
Þorsteinn Thorarensen
var hvor. Fór þar allt saman,
raddblær, orðaval, setningaskip-
an og jafnvel skoðanir.
Hið sama verður ekki sagt
•um þá Magnús Kjartansson o;t
Þorstein Thorarensen, . er
leiddu saman hesta sína í najsta
þætti um styrjöldina í Vietnam.
Þar sagði annar svart, þegar
hinn sagði hvítt og öfugt.
Hvað á hlutlaus hlustandi að
halda, -þegar tveir menn hafa
svo gerólíkar skoðanir á sama
fyrirbærinu og segja sömu
söguna á svo ólikan hátt?
Við þekkjum þessa styrjöld
aðeins af útvarpsfréttum og við
þekkjum almenningsálitið ,í
heiminum aðeins af þeim frétt,-
um, sem útvarpið lætur okkur í
té. Við verðum að játa, að við
grunum útvarpið iðulcga um
græsku, að það flytji stundum
Þegar Lýður B. Jónsson
hreppstjóri var skorinn
upp við botnlangabólgu
Það varð uppi fótur og fit
í Grunnavíkurhreppi þann
16. nóvember 1976 þegar það
spurðist að oddvitinn, Lýður B.
Jónsson, hefði veikzt hastar-
arléga og yrði fluttur á
sjúkrahús. Því heilsa Lýðs
skipti sannarlega miklu máli
fyrir byggðarlagið: hann var
bæði stjórnsamur, fram-
kvæmdasamur, fylginn sér i
landakröfum á hendur Bols-
víkingum, í senn hvers manns
hugljúfi og hvers mannsgátta-
þefur, síðasti móhíkani, ef
svo' mætti að orði kveða, ís-
lanzks brjóstvits og fram-
kvæmdaskynjunar, sú tegund
manna sem menn héldu útaf-
dauða með Ölafi heitnum
Thors.
Ætli það sé ekki krabbinn,
sögðu konurnar, þetta getur
komið yfir mann hvenær sem
er.' Og útvegsbændur hringdu
hver í annan og voru daprir
í bragði: Það þýðir víst ekki
annað en hafa sig héðail með
þetta drasl sitt ef hann Lýð-
ur drepst. Þá koma Bolsvík-
ingar og hiröa heilu kökuna.
Margir áhyggjufullir menn
. stóðu fyrir utan sjúkrahúsið
í plassinu þegar komið var
með hreppstjórann. Lýður B.
Jónsson beit á vör og brosti
þótt hann kenndi sárlega til
og reyndi að hressa menn.
Upp skal á kjöl klífa, piltar,
sagði hann um leið og hann
var borinn inn um dyrnar.
En sem betur fer bárust þau
tíðindi fljótlega frá
sjúkrahúsinu, að þetta væri
bara botnlanginn.
Jónatan Ásgrímsson framdi
uppskúrðinn, þaulvanur maður
í sinni grein, enda útrýmdi
hann á sínum tíma öllurn
botnlöngum á fsafirði er liann
var þar héraðslæknir. Honum
til aðstoðar var Herbjört
Sveinsdóttir, áður símastúlka
í plássinu, þekkt að lipurð og
ljúfmennsku og þar að auki
mjög lagin við saumaskap.
Raflagnir f sjúkrahúsinu ann-
aðist á sínum trma Hjörtur
Guðbrandsson rafvirkj ameist-
ari og komu þær nú í góðar
þarfir eins og endranær.
Hreppstjórafrúin, Líneik B.
Jónsdóttir, stóð úti á gangi
og fylgdist með uppskurðinum
inn um viftuop á vegg skurö-
stofunnar. Vildi hún hvergi
víkja þaðan þótt trekkur væri
á ganginum. Ung var ég Njáli
gefin, sagði hún við yfirhjúkr-
unarkonuna með angurværð í
röddinni.
AOeins tveim tímum eftir
uppskurðinn kvaðst Lýð-
ur B. Jónsson reiðubúinn að
hafa tal af blaðamanni frá
GT (Grunnavíkuytíðindum)
Lýður sat upp við dogg rétt
eins og ekkert hefði í skorizt
og var hinn hressasti í bragði
og var þegar farinn ,að lesa
reikninga hreppsins. Um leið
gaut hann augum' öðru hvörú
hlutdrægar frýttir, vestrinu í
, -vil. Þegar við förumy að ' hera
þetta þrennt sanian, Magnús,
útvarpið og Þorstein. komumst
, við að þeirri niðurstöðu, að
■kenninrrar Magnúsar standi
miklu nær daglegum fréttum
útvarpsins, 'cn kenningar Þör-
Ilvað eigum við svo að halda
um blessað útvárpið okkar? Er
það þá éftir allt saman orðið
leikspppur kommúnista og
handbendi Hosimin?
Þaö háði Þorsteini Thoraren-
sen allmjog í þessum umræð-
um, að hann gat með engu móti
dulíð þá sjúklegu óbeit, er
hann heíur á kommúnistum.
Fyrir þá sök úrðu orö hans
ekki tekin sv'« alvarlega sem
orðið hefði, ef, fullyrðingar án
rökstuðnings hefðu verið <>gn
fyrirferðarminni og ef lionum
hefði auðnazt að draga þó ekki
væri nema örþunna' grfmu af
hlutleysi sagnfræðingsins og
fréttamánnsins jTir þennan
veikleika sinn.
, Sá hinn sami vcikleiki kom
fram hjá þessum sama manni
nokkrum kvöldum fyrr. I þæ'tt-
inum Víðsjá, scm áður er að
vikið, ræddi hann við Stefán
Jóhann Stefánsson, um nýút-
komna minningabók Stefáns.
Þá virtist vera mesta áhuga-
mál Þorsteins þessa að ríða
undir gamla manninn og reyna
að fiska upp úr honum eitthvað
ljótt um kommúnista og við-
skipti Stefáns og þeirra endur
fyrir löngu.
Fyrir nokkr-u flutti Grétar
Felis ágætt feríndl í útvórþið
um hcilbrigt líf. Meðnl annars
vitnaði hann í Eisenhower fyrr-'
um forseta og hafði eftir hon-
um cftirfarandi orð: Ég vil
helzt gota hugsað hlýtt til allra:
manna, en geti ég ekki hugsaö
hlýtt' til einhvérra, reýni ég að
hugsá ekki um þá. Þessi orð
forsetans fyrrverandi ætti Þor-
steinn Thorarcnsen að legijja
sér á hjarta. Það væri ekki
sanngjarnt, að ætlast til þess, að.
hann færi að hugsa hlýtt til
kóriimúnista, : en hann ættiy
svona til styrktar sinni andlegu
héilbrigði, að reyna nð hu&sa
ekki um þá. ; t . ■
Ljótunnarstöðum 8. nóv. 1966:
Skúli Guðjónsson.
á litsjónvarpið, svarthvíta
sjónvarpið og alheimssjón-
varpið, en öll þessi fjöhniðl-
unártæki stóðu við fótagafl-
inn hjá honum. Anhaðhvort er ■
maðurinn nútímamaður eða
hann er 'það ekki — þetta
hafði alltaf verið vigorð hans '
í erfiðri, margbrotinni og
flókinni baráttii lífsins.
Það dugir ekki að liggja í
leti, sagði hann fyrst orða við
blaðamanninn og ijósmýndar-
ann. Nógur tími til að sofa
í gröfinni, nógur tími þá. Það
held ég.
Hvernig fannst yður að láta
skera yður upp við hciftar-
legri botnlangaþólgu? spurði
blaðama'ðurinn.
Uss þetta er svosem ekki
neitt, ekkert riema tilhlakkels-
ið, svaraði Lýður B. Jónsson
af bragði og hló við sínum
ljúfmannlega hlátri. Þcir líma
þetta saman með heterodíafíði
og svo 'er þaö búið. Sjáið bið
til sagði narin og svipti frá
sér skyrtunni og benti á mjóa
rák á maga sér: Heteródíafíð,
það er sko ekkert helvítis tré-
lím.
LjósmyndíU’inn tók mynd af
skurðinum með ilassi og por-
tretlinsu.
Læknirinn segir að hann
hafi aldrei séð jafn myndar-
legan botnlanga og í mannin-
um mínum, sagðií frú Líneik.
Hann vóg fjörutíu og sex
grömm.
Það kemur þú nýr hlutqr á
byggðasafnið, skaut 'jásmynd-
arinn inn í, en; liann var ann-
ars feiminn maður að eðlisfari.
Þegar blaðamaðurinn kom
út, sagði honn við fólkið að
Lýður B. Jónsson vceri OK,
eins og reyndar hefði mátt bú-
ast við.
Frystihúsin tóku aftur lil
starfa' um kvöldið. — Skaði