Þjóðviljinn - 19.11.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.11.1966, Blaðsíða 8
\ ____ . I V ■ ■■ :• ■ z' 3 SÍÐA — ÞJÓÐVTUINN — LaugandagMr SO. nóaaembe* CT66 LEONARD GRIBBLE 8 Já, við verðúm að gera vissar varúðarráðsrtafanir- Það er hugs- anlegt að Doyce hafi látizt af afiéiðingum einhvers konar 6tungu. Við viljum ekki að það endurtaki síg! Whittaker starði agndofá á fulltrúann- — Harpingjan góða! Þér eigið þá við, að Doyce hafi verið.... — Það er rétt að bíða eftir lfkskoðuninni áður en við full- yrðum eitt eða neitt, sagði full- trúinn rólega. Wittaker kinkaði lcolli. — Ég skal útskýra þetta fyrir þeim, áður en þeir fara- Jæja, þama kemur yfirlögregluþjónninn. Slade leit við og um leið og hann sá andlit starfsbróðurins vissi hann, að hann hafði eitt- hvað að segja honum- Slade fór með hann afsíðis. — Hvað er það, Clinton? — Það var lítið á fingurgóm- unum að graeða- Irvin er búinn að fara yfir allt, en það er ekki eitt einasta skýrt far í öllu her- berginu. Þaoi eru öll útklínd- Mér datt í hug að við gætum kannski fengið myndir af þvi hvernig Doyce féll útaf — áður en þeir fara. Slade kinkaði kolli. — Já, það er góð hugmynd- Ég ætla að tala við þjálfarana. Bill Milne og George Raille féllust á að fara út á völlinn með nokkrum leikmönnum og rifja upp letkinn eins og hann Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð ilyfta) SlMI 24-ð-ie P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMl 33-968 D ö M U R Hárgretðsla við allra bæfi TJARNARSTOFAN rjarnargötu 10. Vonarstrætls- megÍD — Simi 14-6-62 gekk fyrir sig rétt áður en Doyce féll niður- Leikmennirnir, þjálfaramir tveir og Glinton fónu þangað út og Slade sneri sér að Kindilett. — Ég vildi gjarnan hafa tal af Morrow uppi, sagði lögreglu- fulltrúinn, — Og hver sögðuð þér að hefði mælt með Doyce við félagsstjórniíia? '— Setchley, hægri útherjinn okkar- Það er þessi rauðhærði þama, — við hliðina á Mercer. Slade leit í áttina þamgað og kom auga á grannvaxinn, meðal- háan mann, fölan í andliti og með dökkrautt hér. — Stendur hann í nokkru sambandi við fyrirtæki Mom- ows og Doyce? spurði leynilög- reglumaðurinn. — Nei — Setchley er að vissu leyti kynlegasti kvisturinn í lið- inu- — Hvemig þá? — Sem knattspymuleikári á ég við. Hann er efnafræðingur að atvinnu- Slade leit undrandi á Kindil- ett, sem horfði á hann með var- úð í svipnum- — Það er mjög athyglisvert, sagði Slade. — Hvers vegna?' spurði fram- kvæmdastjóri Trjóu. Það vottaði fjtrir fjandskap í framkomu Kindiletts. Slade tók eftir þessu og gat ekki áttað sig á ástæðunni. — Tja, ég átti aðeins við það, að hann getur kannski hjálpað mér í sambandi við fáein smá- atriði, segði hann kæruleysist- lega- — Rökviss hugsun, þér skiljið! Kindilett kinkaði kolli stutt- lega og sneri sér við- Slade stóð stundarkorn og horfði á eftir honum. Lögregluþjónninn var samnfærður um að dauði Doyces hefði verið vandlega undirbúinn og hanil stafaði af einhvers konar eitrun. Að svo miklu leyti sem þessar bráðabirgðarann- sóknir hans gáfu honum tilefni til að hafa einhverja skoðun, kom hún heim við lýsingu Mea- dows læknis. Og Meadows lækn- ir var þrautreyndur í sínu. fagi, það vissi Slade. Hann hafði skrifað nægilega margar skýrsl- ur í lögreglumálum til að vita hvenær um morð var að ræða. Læknirinn gaf í skyn að Doyce hefði verið myrtur með lítt þekktu en mjög banvænu lútarefni sem komizt hefði inn í líkamann gegnum hörundið. Og nú hafði Kindilett í þókka- bót gefíð honum þaar upplýsing- ar óbeðinn að einn úr Trjóulið- iiwt væri efnafræðingur — mað- ur sem gæti eflaust hæglega komizt yfir eiturefni af þessu tagi. . Og þessi eitursérfrædingur hafði átt þátt í því að hinn látni var tekinn inn í kiiatt- spymufélagið. * Gaf þettai ekki nokkra vís- bendingu? Einhver snart handlegg hans léttilega og Slade hrökk upp af hugsunum sínum- Þreklegur maður með aðlaðandi andlit horfði á hann með áhyggjusvip. — Hvað er það? spurði Slade- — Ég heiti Morrow, fulltrúi- Ég vildi gjaman tala dálítið við yður. Slade leit hvasst á hann. Þarna stóð maðurinn sem hann vildi yfirheyra nánar og óskaði sjálfur eftir viðtali. En það kom ekki heim við áætlan- ir hans og sýna neinn sérstak- an áhuga á upplýsingum frá félaga hins látna- — Nújæja, ef það er eitthvað áríðandi .... — Það er mjög áríðandi, sagði Morrow- Raddhreimurinn gaf til kynna að honum væri alvara. Hvað svt> sem honum lá á hjarta. þá var það áriðandi — fyrir Phil Morrow- — Ágætt, við skulum koma upp. Morrow gekk á eftir lögreglu- fulltrúanum upp x á skrifstofu Whittaikers. Slade lokaði á eft- ir þeim. Þeir voru einir þama inni. — Fáið yður sæti, sagði hann og Morrow dró stöl að skrifborð- inu. Loftljósið varpaði daufri birtu á dökk hár knattspymu- leikarans- Það varð stutt þögn t>g ekkert heyrðist nema tilbreyt- ingariaust tif í stórri Borgundar- hólmsklukku, sem reyndi að yf- irgnæfa klukkuna sem stóð á ar- inhillunni bakvið skrifborðið. Dauf hljóð utanaf götunni bár- ust innum gluggann — drunur í bílhreyfli, köll í blaðadreng, snöggur hlátur- — Þér ætluðuð víst að segja mér eitthvað? byrjaði Slade- Það va_r eins og orð hans vektu Morrow, sem settist upp í stóln- um og ljósið féll beint í á- hyggjufullt andlit hans. — Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvar ég á að byrja...... Slade reyndi ævinlega að hafa róandi áhrif á vitni sín, svo að hann hagræddi sér í stólnum og sagði vingjamlega: — Oft er á- gætt .að byrja á byrjuninni til dæmis — stundum bezt. Viljið þér reykja? Morrow hristi höfuðið. — Nei, þökk /fyrír ........... Sem snöggvast vottaði fyrir brosi á embeittu andliti hans, en þegar hann tók aftur til máls, var bmsið horfið. — Ég ætla þá að taka það fram í fyrstu, að við Doyce lékum saman . knatt- spyrnu í skóla og okkur samdi alltaf tiltölulega vel- Þegai- við komum úr skóla höfðum við svipaðar framtíðaráætlanir. Það hefur ýmislegt gerzt síðan, en það fór þó svo að við stofnuð- um fyrirtæki saman. — 1 London? spurði Slade eins og þetta væri honum ný frétt- — Já,' í City- Við fórum að reka eigið fyrirtæki sem trygg- ingarumboðsmenn. Eins og þér getið gert yður í huigarlund, vorum við ékki sérlega fjáðir. Við sáum fram á mikið erfiði bg lítinn hagnað. En það gerði ekkért til. Við vorum báðir ein- hleypir og óbundnir- En snemma í félagsskap okkar tókum við á- kvörðun til a:ð tryggja fyrirtæk- ið..... — 1 hverju var hún fólgin? sagði Slade hvetjandi, þegar honum virtist ungi maðurinn hika- — Við keyptum gagnkvæma tryggingu ...... ég segi yður satt, að það var aðeins gert fyr^ irtækisins vegna, ef eitthvað skyldi koma fyrir gnnan hvorn okkar. Þá gæti hinn rekið fyrir- tækið áfram- — Hve há var upphæðin? . Knattspymuleikarinn varð hálfhvumsa við þessa spumingu, — Tíu þúsund pund, sagði hann. — Jahá — dálagleg fúlga! Slade sá að maðurinn kreppti hnefana en stillti sig. — Er nokkuð í skírteininu sem kemur í veg fyrir útborgun, ef annar aðilinn deyr voveiflega? Morrow stirðnaði og fölnaði. — Nei, það var engin klásúla í sambandi við mbrð, sagði hann hásum rómi. — Með öðrum orðum: þér haf- ið þá hagnazt um tíu þúsund pund á dauða félaga yðar nú í dag- Morrow reis á fætur og hall- aði sér fram á skrifborðið, — Og það álítið þér frambæri- lega ástæðu, fulltrúi? sagði hann biturlega. — Ástæðu til hvers? sagði leynilögreglumaðurinn. Morrow var þungt um andar- drátt. Hann rétti út höndina eins og hann vildi losa sig við eitthvað ^m þjakaði hann. — Æ, hættið nú þessúm mála- lengingum! sagði hann. — Ég veit mætavel, að þér eruð ekki hingað kominn vegna þess að John Doyce hafi dottið og háls- brotnað. Þér eruð hingað kom- inn vegna þess að Doyce var myrtur og — og þessi tíu þús- und pund beina athyglinni að mér- Ég sá svo sem hvert stefndi, svo að ég varð að tala við yður. (gníineníal SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, meS okkar íull- komnu sjálívirku neglingarvél, veita íyllsta öryggi í snjó bg hálku. Nú er allra veðra von, — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTfiL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til H. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GUMMIVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. S KOTTA — Símareikningurinn hefur snarhækkað síðan hún fór a/ð hafa plötuspilanann hjá sér. Loðfóðraðir leður- og rúskinnsjakkar fyrir dömur og herra Verð frá kr. 4.450,00. Leðurverkstœðið Bröttugötu 3 B. — Sími 24-6-78.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.