Þjóðviljinn - 20.11.1966, Page 1

Þjóðviljinn - 20.11.1966, Page 1
KENNEDY-MORDfD ORÁDIN GÁTA Nk. þriðjudag, 22. nóvem ber, eru lidin rétt þrjú ár síðan Kennedy Bandaríkja- forseti var myrtur í borginni Sunnudagur 20. nóvember 1966 árgangur — 266. tölublað. Dallas í Texas- Enn er morð gátan óráðin, eins og glöggt kemur fram í nýjum greina- flokki eftir bandariska blaða manninn Buchanan. Verða þessar greinar, þrjár talsins, birtar hér í Þjóðviljanum, sú fyrsta í dag. Hannibal Valdimarsson, forseti AlþýSusambands Islands, viS setningu 30. þingsins: Starf og fómir þúsunda karla og kvenna hafagefiB viðnámsþrek og sóknarstyrk ■ Þing Alþýðusambands íslands var sett í gær með há- tíðafundi í Háskólabíói er hófst kl. 2 að viðstöddum full- trúum og gestum. ■ í ávarpi sínu minnti Hannibal Váldimarsson forseti sambandsins á liðna tíma, minnti á hina sáru fátækt alþýðufólks á íslandi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar um það leyti sem Alþýðu^ samband íslands var stofnað og hinar miklu breyt- ingar í kjörum og þjóðlífi, sem verkalýðshreyfing- in að stofnun sambandsins, og minnti á, að annað in að stofnún sambandsins, og minnti á aðannað þing þess haustið 1916 hófst sama dag 19. nóvem- ber, og á sama tíma, fyrir réttum fimmtíu árum. ■ í lok ávarps síns fór forseti hlýjum viðurkenningarorð- um um látna forvígismenn Alþýðusambands íslands, Ottó N. Þorláksson, Ólaf Friðriksson, Jón Baldvinsson, Sigurjón Á. Ólafsson, Héðin Valdimarsson og látna félaga ASÍ frá síðustu tveimur árum. „Jafnframt og eigi síður færum vér þakkir þúsundum karla og kvenna sem í starfinu stóðu og oft færðu stærstu fómirnar og gáfu samtökunum viðnáms- þrek og sóknarstyrk.“ sagði Hannibal m.a. > skýrar með lengra máli, en þess gerist ekki þörf. Nú höföu skapazt félagsleg og pólitísk skilyrði fyrir ört vaxándi verkalýðshreyfingu á íslandi.' Það sem hlaut að mistakast 1907, þegar reynt var að blása lífi í Verkamannasamband ís- lands, hlaut nú að takast. Fyll- ing tímans var komin, enda stigu nú,fram á sjónarsvið sög- unnar félágslega þroskaðir hug- sjónamenn með eldlegan áhuga og mikla skipulagshæfileika — vandamálin, sem áður virtust óleysanleg, leystust nú eins og af sjálfu sér. „Það byrjaði sem blærinn". Á Dagsbrúnarfundi 28. októ- ber 1915 bar Ottó N. Þorláks- son fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn óskar, að sam- band komist á milli Dagsbrún- arfélagsins, Hásetafélagsins, r Verkakvennafélagsins, Prentara- félagsins og Bókbindarafélags- ins og kýs 2 rruenn til að koma því í framkvæmd í samráði við væntanlegar nefndir úr ofan- greindum félögum". Engum datt víst í hug að þarna væri neitt stórt .að gerast. Tillagan var samþykkt, nefnd- um félögum skrifað og þau beð- in hvert um sig að kjósa 2 menn í sameiginlega nefnd til undirbúnings sambandsstofnun. Dagsbrún kýs í nefndina þá Ottó N. Þorláksson og Ólaf Friðriksson. Um það, hvernig málið ber að Sjómannafélagi Reykjavíkur, segir svo í sögu félagsins: „Á fundi 3. nóvember var les- ið bréf frá Verkamannafélaginu Dagsbrún með áskorun til Há- setafélagsins um að kjósa tvo menn, til þess að undirbúa stofnun verkamannasambands. — Var það samþykkt einum rómi og kosnir þeir Jónas Jóns- Framhald á 2. síðu. Hér fer á eftir meginefni á- varpsræðu Hannibals Valdi- rr.arssonar við þingsetninguna, en aðrar fréttir af hátíðafund- inum verða að bíða vegna þess hve sunnudagsblöðin eru snemma búin í prentun: Hæstvirtu ráðherrar. Heiðr- uðu_ gestir innlendir og erlend- ir. Ágætu þingfulltrúar. Leiðum hugann leiftursnöggt um tæp 80 ár aftur í tímann. Þá eru stigin fyrstu fálmandi sporin til stofnunar fyrstu stétt- arfélaga á íslandi. Prentarar riðu á vaðið með stofnun Prent- arafélagsins gamla í ársbyrjun 1887. — Síðan er mikið vatn til sævar runnið. íslenzkt þjóðfélag tejcið örum breytingum — er í raúninni allt annað þjóðfélag í dag. — Og síðan þá hefur verkalýðshreyfingin vaxið úr grasi, mótazt og þróazt við blítt og strítt, unz hún er orðin við- tækasta og áhrifamesta félags- málahreyfing þjóðarinnar við hlið samvinnuhreyfingarinnar. Þessi þróunarsaga verður ekki rakin hér. Aðeitts staldrað við og litazt um í þjóðfélaginu fyrir hálfri öld, þegar verkalýðsfélög- in smá og dreifð tengjast heild- arsamtökum, stofna Alþýðu- samband fslands. ★ Það er árið 1916. Heimsstyrj- öldin fyrri er i algleymingi. Dýrtíðin flæðir yfir landið, kaupgjaldi er miskunnarlaust haldið niðri. Atvinnuleysi herj- ' ar hálft árið eða meir. Fátækt- in, já, örbirgðin, lukti verka- mannaheimilin heljargreipum. Árið 1918 var kaupmáttur Dags- brúnarkaups aðeins 51% af kaupmætti tímakaupsins 1914. Samkvæmt öruggri heimild voru meðaltekjur verkamanna árið 1914 fimm hundruð krónur á ári. Algert hámark 750 krón- ur. Oft var heilli fjölskyldu hrúgað saman í eitt herbergi. Fjórar til sjö manneskjur áttu þar heima. Þar var unnið, sofið, soðið og geymdur matur, hafzt við dag og nótt. Sjö manns urðu 84 aurum á dag, 12 mann, eða 4 aurar að lifa á aurum á máltiðin. Þessi sára fátækt dró auðvit- að mátt og megin úr verka- mönnum. i Og því hefur verið réttilega lýst af samtíma heim- ild, hvernig hagur þeirra allur beindist að því að berjast um hvern brauðmola. Menningar- hagur þeirra var því jafn bág- borinn og efnahagurinn. Fátækt almennings í kaupstöðum og sjávarplássum um land allt var, þótt menn gerðu sér það tæpast ljóst þá, eitt alvarlegasta vanda- mál þjóðfélagsins. Eymd og úrkynjun blasti við, ef ekki yrði úr bætt. Skútuöldin var að kveðja. Togaraútgerðin, fyrsta stóriðja hér á landi var að ryðja sér til rúms. Annars vegar færðist auð- ur á einstakra manna hertdur, en örbirgð fjöldans fór vaxandi. Launþegum í Reykjavík og kaupstöðum og kauptúnum út um land stórfjölgaði á þessúm árum. — Verkalýðsstéttin var í mótun á íslandi. Myndina má dýpka og draga Frá setningu þings ASÍ í Háskólabí ói í gær. — (Ljósm- JÞjóðv. A. K*). Sérkennsla afbrigðilegra barna stér- lega vanræktur þáttur skólamálanna □ Á borgarstjómarfundinum sl. fimmtudags- kvöld bar Sigurjón Björnsson, borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsips, fram tillögu um sérkennslu af- brigðilegra bama o. fl. EININGARHVATNING TIL STÉTTA- SAMTAKA VERKALÝÐSINS Á fundi sem nýlega var haldinn í 'Sósíalistafélagi Reykjavíkur var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Mikla nauðsyn ber nú til að iannþegar í Iandinu taki höndum saman í baráttu sinni. Það hcrbragð stjómar- valdanna að deila og drottna hefur og Iengi verið notað með miklum árangri- Starfs hópum og stéttum er att sam- an og afl samtakanna þannig lamað. Umsömdum Iaunum hefur á þcnnan hátt tekizt að halda þannig niðri, að þau nægja ekki til brýnustu nauð- synja nema með óhóflegum vinnutíma. Um leið hætta samningar fclaganna að verða sú vörn, sem þeir þurfa að vcra. Hér þarf að verða breyt- ing á- AHir launþegar verða að taka höndum saman í á- tökum þeim sem framundan, em til að tryggja sér aukinn hlut í þjóðartckjunum og stytta hinn óhóflega vinnu- tíma, en leggja niður inn- byrðis meting, sem oft er raunar af Iitlu tiiefni. — Launþegasamtökin, einkum ASÍ og BSRB, þurfa að ræð- ast alvarlega við ti| að treysta samstö'ðu launþcga. Stofna þarf hagstofnun launþega, ó- háða ríkisvaldinu, til stuðn- ings í kjarabaráttúnni, og skipulcggja á annan hátt samstarfið. Andstaða rikis- valds og gróðasamtaka gegn sanngjörnum kröfum þarf að mæta mcð samstilltum átök- um, svo að þessir aðilar kom-. ist ekki upp með hefndarráð- stafanir, svo sem gengislækk- anir, jafnvel þótt þeir fari með ríkisstjórn. Fundurinn skorar á alla sósialista, ó- breytta félagsmenn og for- ystumenn í launþegasamtök- unum, að styðja hvarvetna. þessa elningarstefnu"- Tillaga Sigurjóns var svohljóð- andi: „Borgarstjórnin ákveður að veita fé á næstu fjárhagsáætlun til þess að gera kenftslugögn fyr- ir vanvitaskóla, skólaþroskabekki og aðra hliðstæða sérkennslu af- brigðilcgra barna, og felur fræðsluráði að velja hæfa meon til að útbúa slík kennsiugögn. Enn fremur felur borgarstjóm- in fræðisuráði að vinna að því, að hafin verði kennsla fyrir kennara af'brigðilegra barna við fram- haldsdclld Kcnnaraskóla fslands, sem fyrirhugað cr að taki til starfa næsta haust. Borgarstjómin felur og fræðslu- ráði að gera reglugerð um lág- rnarkssérmenntun sömu kennara." 1 framsöguræðu sinni gat flutningsmaður þess, að á þessum vetri nytu 1.116 þörn sérkenwsliu í 74 bekkjardeildum og annast 12 kenríarar kennsluna. Hann sýndi fram á, hversu illa er sinnt um þessa kennslu á alla lund. Engar námsbækur em til, sem henta þessum börnum. Sára- lítið hefur verið gert af öðmm nauðsynlegúm kennslugögnum hér á landi og þau tæki, sem hægt er að kaupa erlendis frá, em ekki keypt til skólanna. Ennfremur rakti flutningsmaður allrækilega, hversu vanrækt hef- ur verið að sjá kennurum þess- aca bama fyrir viðunandi sér- menntun- Þannig virtoust öll rök hníga að því, að þessi þáttur Framhald á 12. síðu. Alþýðubandalag- ið í Kópavogi Alþýðubandalagið i Kópa- vogi heldur almennan félags- fund í félagsheimiiinu n. k- fimmtud agskvöld kl. 9- Fundarefni: 1- Landafundur Aiþýðu- bandalagsins. Fram- sögumaður: Þormóður Pálsson. 2- Ástand og horfur í stjómmálum. Fram- sögumaður Geir Gunn- arsson- 3. Kosning í kjördæmis- ráðið. Nýir félagar velkomnir á fundinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.