Þjóðviljinn - 20.11.1966, Page 2
jj 5f»A — S»JÓfíVTEJfNÍÍ — SumTOTctebsm: 5ó. nóvember 1966
Ræða Hannibals Valdimarssonar
Framhald aí 1. síðu.
son frá Hriflu og Guðleifur
Hjörleifsson."
Um viðbrögð Hins íslenzka
prentarafélags við erindinu fá-
um við vitneskju af eftirfarandi
bókun í gjörðabók þess 9. marz
1916. — >ar segir:
„Loks gat formaður þess, að
stjórnin hefði skipað þá Jón
Þórðarson og Guðjón Einarsson
til þess, ásamt nefndum úr öðr-
um verkalýðsfélögum hér í bæn-
um að koma á sambandi milli
félaganna, samkvæmt tilmælum
frá Dagsbrúnarfélaginu. Hefði
samvinnunefnd sú nú lokið
störfum sínum, og væri árang-
urinn sambandslagafrumvarp
það, sem nú væri lagt fyrir
þennan fund.
Jón Þórðarson las frumvarp
til laga fyrir Alþýðusamband ís-
lands og talaði nokkur orð því
til skýringar."
Gerði Prentarafélagið síðan á-
lyktun um að aðhyllast frum-
varpið.
Svipað þessu hefur málið
sjálfsagt borið að í hinum fé-
lögunum.
Fulltrúar Bókbindarafélagsins
í undirbúningsnefndinni voru
Þorleifur Gunnarsson og Gísli
Guðmundsson og fulltrúar
Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar frú Jónína Jónatansdótt-
ir og frú Karólína Ziemsen.
Nefndin fól síðan Jónasi Jóns-
syni frá Hriflu að semja drög
að sambandslögum, sem hann og
gerði, en að því búnu var Ólafi
Friðrikssyni og Þorleifi Gunn-
arssyni falið að yfirfara þau.
Stofnfélög Alþýðusambandsins
voru þau 5, sem nú hafa verið
nefnd og fulltrúa áttu í undir-
búningsnefnd, og að auki Verká-
mannaíélagið Hlíf i Hafnariirði
og Hásetafélag Hafnarfjarðar.
★
Upphafsorð fyrstu fundargerð-
ar Alþýðusambandsins eru þessi:
..„.Stofnfundur sambandsþings
Alþýðusambands Islands var sett-
ur og haldinn í Báruhúsinu
^unnudaginn 12. marz 1916 kl.
2.30 síðdegis. Fundinn setti Jón-
as Jónsson frá Hriflu. Fundar-
stjóri var kosinn Þorleifur bók-
bandssveinn Gunnarsson, en rit-
ari Jón prentari Baldvinsson."
Fundargerð þessi er með rit-
hönd Jóns Baldvinssonar, sem
var ritari á stofnþinginu.
Eg vek athygli á, að auk stofn-
fundar Alþýðusambandsins 12.
marz, eru á stofnþinginu haldnir
framhaldsfundir með nokkru
millibili (aðallega um helgar),
og er sá seinasti þeirra haldinn
27. maí um vorið. — Þá fyrst
lýkur stofnþinginu.
Á stofnfundinum 12. marz 1916
er gengið frá lögum Alþýðusam-
bands Islands.
Á næsta fundi viku seinna 19.
marz, er fyrsta sambandsstjóm
kosin.
Hana skipa: Ottó N. Þorláks-
son forseti, Ólafur Friðriksson
varaforseti, Jón Baldvinsson rit-
ari og Helgi Bjömsson gjaidkeri.
í varastjóm eru: Þorleifur
Gunnarsson, Jónas Jónssön frá
Hriflu og Davíð Kristjánsson.
Á þremur sfðari framhalds-
fundum stofnþingsins er fjallað
um stefnuskrá Alþýðusambands-
ins, sem að lokum á fundinum 27.
maí fær endanlega afgreiðslú,
sem stefnnskrá Alþýðuflokksins.
Fyrsta reglulega þing Alþýðu-
sambands fsiands er svo sett f
Báruhusinu í Reykjavík sunnu-
daginn 19. nóvember 1916 kl. 2
síðdegis. — Ég fullyrði, að þetta
höfðum við engan veginn í huga,
þegar við ákváðum samkomulag
þessa þings. Hér er um skemmti-
lega tilviljun að ræða. Afmælis-
þingið nú, 50 árum siðar, hefst
upp á dag og klukkustund á sama
tíma — 19. nóvember kl. 2. Þá
vom 20 fulltrúar á þingi. Nú 370.
Félagatala stofnfélaganna 360. Nú
er félagatalan 34400.
Þingið var sett af Ólafi Frið-
rikssyni í fjarveru Ottós N. Þor-
lákssonar sem mætti sfðar til
þings.
Á þessu þingi var Jón Bald-
vinsson kosinn forseti, og var
hann það upp frá því í 22 ár,
eða allt til dauðadags 1938. — En
ritari f stað Jóns var þá kosinn
Jónas Jónsson frá Hriflu. En því
starfi gegndi hann aðeins
skamma hríð. Nú hafði hann
íokið skipulagningu Alþýðusam-
bands og Alþýðuflokks og sneri
sér þegar að skipulagsmálum
samvinnuhreyfingarinnar og
Framsóknarflokksins.
Þannig varð Alþýðusambandið
til fyrir 50 ámm.
Það fer ekki milli mála, að
mennimir sem í bjartasta sviðs-
liósinu standa við vöggu Alþýðu-
sambandsins em Ottó N. Þorláks-
son, Jónas Jónsson frá Hriflu, ól-
afur Friðriksson og Jón Bald-
vinsson.
Þar koma líka mikið við sögu
menn eins og Guðleifur Hjör-
leifsson sjómaður — mikill hæfi-
leikamaður, sem dó ungur, prent-
ararnir Þorvarður Þorvarðarson
og Ágúst Jósefsson, bókbindar-
amir Þorleifur Gunnarsson sem
var fundarstjóri á stofnþingi og
öllum fundum undirbúnings-
nefndar og Gísli Guðmundsson r>g
svo frúmar Jónína Jónatansdóttir
og Karólina Siemsen. Á þessum
fyrstu ámm kemur svo Pétur G.
Guðmundsson ótrúlega víða við
sögu samtakanna.
Auk mfn hafa þessir menn ver-
ið forsetar Alþýðusambandsins:
Ottó N. Þorláksson frá vori til
hausts 1916.
Jón Baldvinsson 1916—1938.
Stefán Jóhann Stefánsson 1938
—1940.
Sigurjón Á. Ólafsson 1940—1942.
Guðgeir Jónsson 1942—1944.
Hermann Guðmundsson 1944—
1948.
Helgi Hannesson 1948—1954.
Um þessa menn er óþarft áð
fjölyrða, þeir em allir þjóðkunn-
ir af störfum sínum.
Ég reyni ekki að rekja sögu
Alþýðusambandsins á iiðnum 50
ámm. 1 stað þess leyfi ég mér
að tilfæra ummæli forseta ts-
lands, herra Ásgeirs Ásgeirsson-
ar, er hann viðhafði í afmælis-
kveðju ti\ Alþýðusambandsins nú
fyrir skemmstu. Hann sagði:
„öllum oss, sem murium 50 ár,
er það Ijóst hvílík stökkbreyting
hefur orðið á lífskjömm og hugs-
anahætti á þessu tímabili, máske
meiri en á 5 öldum þar áður.
Hitt er og öllum ljóst, hve
ríkanrt þátt Alþýðusamband ts-
lands á í þvf efni.
Bætt kjör, aukin réttindi og ný
viðhorf, skapa nýjar skyldur
fyrir þrjátíu og fimm þúsund
manna landssamtök.
Þar er hinn nýi vettvangur
verkalýðs, atvinnu og stjómmála
á næstu 50 árum."
Undir þessi or’' forseta vors
tek ég og geri þau að mínum, og
undir þau munu margir taka.
★
Á þessari hátíða og minn-
ingastund finnst mér að ég geti
ekki farið úr ræðustóli, án þess
að minnast örfáum orðum nokk-
urra helztu leiðtoga Alþýðusam-
bandsins, sem látnir eru.
Fyrsti varaforseti sambandsins
Óiafur Friðriksson hefði orðið
áttræður á þessu ári, ef hann
hefði lifað. Hann var, eins og
flest ykkar þekkið, hinn eldlegi
áróðursmaður.
„1 honum var bókstaflega
sþrengikraftur á þessum árum,
hann var ómissandi og ómetan-
legur, sagði Jónas frá Hriflu
við mig nýlega. Og þetta vitum
við ■— veit þjóðin — að er rétt
og satt. — Ilans verður ávallt
minnzt sem hins mikla eldlega
brautryðjenda og baráttumanns.
Jóns Baldvinssonar, sem lengst
allra manna hefur verið forseti
Alþýðusambands lslands, minn-
umst við jafnan sem hins Ijúfa
og elskaða leiðtoga. Hann ávann
sér allra traust og virðingu, sem
honum kynntust. Það var alltaf
hlýtt og bjart í kringum hann.
Og farsælli í störfum, en hann
hafa fáir verið. Hann varð verka-
lýðshreyfingtmni harmdauði og
raunar þjóðinni allri. lslandssag-
an geymir minningu hans meðal
sinna beztu sona.
Sigurjón Á. Ólafsson var langa
hríð aðalforustumaður íslenzkra
sjómanna. Hans hjartans mál
voru öryggismál sjómanna og
kjaramál þeirra. Vegna baráttu
Sigurjóns fyrir fullkomnum út-
búnaði skipa og öryggi á sjó, var
kröfuharka f slíkum máhim lengi
við hann kennd af íhaldssömum
andstæðingum og nefnd „Sigur-
jónska". ,
Sú nafngift er nú orðin hon-
um veglegur og óbrotgjam minn-
isvarði.
Héðins Valdimarssonar mun
Iengi minnzt, sem hins ham-
ramma gáfaða menntamanns og
auðmanns, sem öllu öðru frem-
ur helgaði verkalýðshreyfingu og
sósíalisma hæfileika sína og lffs-
orku. Varaforseti Alþýðusam-
bandsins var hann lengi, en
mestan hlut á hann samt í hug-
um okkar sem formaður stærsta
verkalýðsfélags landsins, Dags-
brúnar. Og hver leiðir hugann
að húsnæðismálum verkamanna,
án þess að minnast Héðins Valdi-
marssonar?
Ávarpsorðum sínum lauk
Hannibal með þvi að minnast
manna úr verkalýðshreyfingunni
sem látizt hafa sl. tvö ár, og
verða þau ummæli birt sfðar.
SKÓLAR — SKRIFSTOFUR — VERZLANIR — VINNUSTOFUR
SUPA-MATIC
á
?:
U«v £i: £,--'1 tíif.
HANDKLŒÐASKÁPAR MEÐ
RULLUHANDKLŒÐINU
eru náuðsyn á hverju snyrtiherbergi.
HVER NOTANDI HREINT HAND-
KLŒÐI í HVERT SINN.
Kaupið handklæðaskáp hjá okkur
strax í dag.
BORGARÞVOTTAHUSIÐ
Borgartúni 3. — Sími 10135. '
einn sérstakur!
ÖNDVEGI H.F.
Bræðraborgarstíg 9 — Sími 21375 og 52374.
Höfum opnað Trésmíðaverkstæði að Lyngási 8,
Garðahreppi
SMÍÐUM:
Glugga - Útihurðir - Altanhurðir o. m. fl.
i
BALLOGRAF-epoca hefir farið sigur-
för um allan heim og byggist sú vel-
gengni á óvenjulega vönduðu smíði og
efni ásamt hinu sígilda formi pennans.
Eitt hið síðasta sem gert hefir verið
tíl að gera Epoca að fullkomnasta
kúlupennanum er blek-oddur úr ryS-
fríu stáli, sem veldur byltingu á þessu
svíSi. MeS þessú efr blekkúlan óslítandi
og skriftin ætíS hrein.
epoea
Munið Huppddrætti Þjóðviljuns