Þjóðviljinn - 20.11.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.11.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVXLJiNN — Sunnudagur 20. nóvember 1966 Otgeíandi: Sameinlngarflokkur aiþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritetjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.! Þorvaldur Jóhannesson. Sfml 17-600 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Sjómannafundurían Ojómannafundurinn á Reyðarfirði í vikunni sem ^ leið vakti athygli manna um land 'allt á mál- efnum síldveiðisjómanna. Einróma og hvöss mót- mæli þeirra gegn kjaraskerðingunni sem þeim er ætlað að bera af lækkun síldarverðsins á þessu hausti hafa heyrzt skýrt frá fundinum og þar lögðu þeir drög að félagssamtökum sem sjómenn margir hverjir vænta sér styrks af. Gagnrýni sjómannanna á starfi og starfsgrundvelli verðlagsráðs sjávarút- vegsins og yfirnefndar þess mun örðugt að láta sem vind um eyru þjóta. Og þess er ekki að dyljast að síldveiðisjómenn telja að sjómannasamtökin hafi ekk’ verið nógu vökul og harðfeng í hagsmunamál- um sjómanna. Einnig þar hlýtur að verða breyting- á, og þá fyrst og fremst í þá átt, að í stærsta sjó- mannafél. landsins geti starfandi sjómenn í reynd ráðið málum og ekki sé stritazt við að viðhalda þar úreltum reglum um félagaaðild, sem gera mönnum kleift að vera félagsmenn ævilangt þó þeir séu löngu horfnir að öðrum störfum en sjómennsku. CJjómannasamtökunum sem ákveðið var að stofna ^ á fundinum á Reyðarfirði er ekki ætlað að keppa við sjómannafélögin sem fyrir eru, né taka við því aðalverkefni þeirra að gera samninga um kaup og kjör. Að vísu hefur hinum nýju samtökum ekki enn verið sniðinn skipulagsstakkur, það verður verk- efni hinnar fjölmennu undirbúningsnefndar sem fundurinn á Reyðarfirði kaus, en í henni eiga saeti sfldveiðisjómenn víðsvegar að af landinu, fulltrúar háseta, matreiðslumanna, vélstjóra, stýrimanna og skipstjóra á síldveiðiflotanum, því ætlazt er til að hin nýju félagssamtök nái til allra þeirra sem starfa um borð í síldveiðiskipum. Ef ráða má af umræðum og ályktunum Reyðarfjarðarfundarins er líklegt að verðlagsmálin verði þegar í stað eitt aðalbaráttumál hinna nýju samtaka, enda þar mik- ið í húfi fyrir alla þá sem síldveiðar stunda. En ljóst er að verkefni hinna nýju samtaka geta orðið mun víðtækari, á sjómannafundinum kom fram hörð gagnrýni á rekstur Síldarverksmiðja ríkisins og að slíkur rekstur skyldi látinn hafa úrslitaáhrif á verðlagningu síldarinnar. Minna má á að Reyðar- fjarðarfundurinn lét einnig til sín taka mál eins og núverandi fyrirkomulag á sölu síldarafurða, og töldu sjómenn óþarfa umboðsmenn taka þar drjúg- an skerf. Þá lét fundurinn einnig til sín taka að- búnað síldarsjómanna í síldarbæjunum, og skoraði á sveitarfélög að koma upp hliðstæðum stofnunum og sjómannaheimilinu í Neskaupstað, sem þeir töldu til fyrirmyndar. Síldveiðisjómennirnir hafa sýnt oftar en einu sinni að þeir láta sér ekki nægja að skófla auðæfum hafsins á land, heldur vilj^ líka segja sitt orð um nýtingu aflans og annað sem síldarútveginn varð- ar. Og þeir láta ekki til lengdar embættismenn og gróðamenn í landi hafa úrslitaorð um síldarverðið né önnur kjaraatriði sjómanna. Sjómannafundur inn á Reyðarfirði er merkur áfangi, og ákvörðunin um hin nýju sjómannasamtök ber vott um sjálf- stæði og einbeitni síldveiðisjómanna, áræði þeirra og hugkvæmni að leita nýrra leiða. — i Æ, þetta fullorðna fólk... Að undanfömu hefur verið talað svo mikið um æsk- una. að þeir fullorðnu hafa alveg gleymzt. Samt þarf maður ekki annað en að opna dagblað til að" sannfærast um, að það eru einmitt þeir full- orðnu sem bera ábyrgð á hin- um brýnustu vandamálum. Til dæmis: fullorðnir fremja sextíu prósent allra glæpa og lögbrota. Fullorðnar konur eiga fjór- um sinnum fleiri böm en ó- fullveðja mömmur. Hjónaskilnaðir eru líka tvisvar sinnum algengari hjá fullórðnum. Og kaupgeta fullórðinna er að mikltrm mun meiri en kaupgeta þeirra. sem enn hafa ekki náð lögaldri. ■ Miklu fleiri umférðarslys hljóta að skrifast á reikning fuUorðinna heldur én bama- 4 Ofangreindar upplýsingar höfum við fengið hjá prófessor Henrich Apple- baum, sem sýndi okkur einn- ig þá ljúfmennsku að eiga við okkur viðtal. Prófessorinn lét þess getið, að samkvæmt nákvæmustu rannsóknum — sýndu fullorðnir æ sterkari tilhneigingu til andfélags— legrar hegðunar- — Hinn venjulegi fuUorðni maður, sagði prófessor Apple- baum, hefur myndað sér þá skoðun, að börn hans skilji hann ekki. Því meiri áhuga sem hann sýnir þeim, þeim mun fjariægari reynast þau honum í reynd. Af þessum sökum finnst hinum fullorðna manni að hann sé einmana, misskilinn og varnarlaus. í varnarskyni leitar hann nán- ari tengsla við annað fullorð- ið fólk. sem á við svipuð vandamál að stríða. Þetta fólk er fljótt að mynda klík- ur, það fer saman í leikhús, stofna til partia — og þetta leiðir síðan til endan- legs klofnings í fjölskyld- unni. — Af hverju gera foreldr- ar uppreisn gegn bömum sínum, hvað haldið þér um það prófessor?_ -4- fram um að gera allt sem börn þeirra taka sér fyrir hendur: neyta áfengrá drykkja, reykja, stýra sport- bílum. Það liggur í augum uppi að ef ekki kæmi til for- dæmi barnanna mundi full- orðnum ekki detta í hug að fást við slíka hluti. Ég er sannfærður um að í hvert sinn sem fullorðinn fremur lögbrot má í næsta nágrenni hans finna einhvem ófull- veðja afbrotamann. — Segið mér, prófessor, hvar má að yðar áliti finna- rætur meinsins? — Það má tvímælalaust Eftir ART BUCHWALD — Ég geri ráð fyrir því að svars beri að leita í hinu eilífa vandamáli ellinnar. Til eru þeir foreldrar sem láta sig dreyma um sjálfstæði, en þeir þora ekki að óhlýðnast. Þeir fullorðnu eru hræddir við að snúast opinskátt gegn bömum sínum og því snúast þeir gegn þjóðfélaginú í heHd. ★ . A” lítið þér að hægt sé aö varpa allri ábyrgð á hegð- un foreldranna á börnin? — Tvímælalaust, staðfesti)- prófessorjnn. Hinir fullorðpu reyna að likja eftir börnun- um. Foreldramir leggja sig finna frumorsök alls böls á heimilunum sjálfum. Sjáið þér til: börnifi skortir áþreif- anlega umburðarlyndi í garð foreldranna. Börnin gagnrýna þá fyrir að þeir hlusta á plötur Franks Sinatra, lesa tímaritið Playboy. Pilta og stúlkur skortir mjög þá þol- inmæði sem óhjákvæmileg er í samskiptum við föður eða móður. Æskan vill ekki skilja af hverju foreldrar þeirra geta verið hrifin af kvik- myndum með Michele Morg- an og Jean Gabin, hvað þau sjá við Jean Marais. Ef að börnin veittu foreldrunum meiri athygli og reyndu að Art Buchwald skilja þau, þá er ég fullviss um að afbrotum færi fækk- andi og svo óleysanlegum vandamálum. — Eigið þér við að börn- in ættu að vera meira heima með foreldrum sínum? — Vissulega, hinir full- orðnu þurfa kyrrð og frið- sæld. Þeir vilja vita hvar börnin þeirra eru niður kom- in. Þeir vilja ekki verða ut- angátta. Aðeins börnin geta gefið foreldrunum frið og ör- yggiskennd. — Segið mér, þrófessor, hafið þér í rannsóknarstarfi yðar hitt fyrir fjölskyldur þar sem hinir fullorðnu lifa eðlilegu, heilbrigðu lífi, þar sem þeir geta notið friðsæld- ar fyrir sakir blíðu og um- hyggju barna sinna? — Ekki eimþá. En við höf- um heldur ekki fengizt við þetta vandamál, nema eitt ár. Allt hefur sinn tíma ..." Athugasemd viðgleðidag Eins og vænta mátti voru dagblöðin í gær helguð is- lenzku handritunum, eða rétt- ara sagt viðbrögðum manna við dómi hæstaréttar Dana, varð- andi afhendingu þeirra heim. Þetta var dagur stórra fyrir- sagna og mikilla vitnana eins og vera ber. Blaðamenn þeystu um höfuðborgina á pennum sínum eða hlykkjuðust eftir simþráðum um landsbyggðina og spurðu páfa og preláta, pétra og pála — verðuga sem óverðuga — þeirrar í sjólfu sér bamalegu spumingar: hvort þeir væru ekki glaðir. Stjómmálamenn og háskóia- borgarar hlutu auðvitað heið- urssess i skrifum þessum og mjmdskreyttu blöðin í bak og fyrir, til að mynda voru þrjár þriggja dálka myndir af rektor háskólans á einni og sömu síð- unni í Mbl. — síðan tók við al- þingi götunnar, enda talið að Danir „leggi mikið upp úr við- brögðum íslendinga", þ.e. „fagnaðarlátum'* þeirra, samkv. skeyti fréttamanns Mbl. í Ksupmannahöfn. Ekkert var til sparað aðí> „fagnaðarlætin" kæmu sem bezt í ljós — nema eitt. Það var rætt við háskólarektor, prófess- ora, menntamálaráðherra, for- sætisráðherra, sendiherra, fræðimenn, kennara, ritstjóra, verkaménn, bændur og skvístir (og Þjóðverja). Væntan.lega sér engwm neitt athugavert við þessa upptaln- ingu — og það er heldur ekki. Hver einasti þessara manna var sjálfkjörinn, sem þegn þjóðar sinnar og sameigandi þessara fornu og nýju dýrgripa (að undanskildum Þjóðverjanum). Það sem er athugavert við þessa upptatningu „er ekki það sem er — heldur það sem ekki erK — eins og austurlenzkur speking- ur sagði um lífið. Nú Mýtur a.m.k. iílgjömum mönnum að vera orðið ljóst við hvað er átt: nefnilega að enginn listamaður, rithöfúndur eða skáld var í skrúðtgöngunni. Það gleymdist sem sé í ailri veizl- unni að handritin eru ékki fyrst og fremst dýrgripir tii að glápa á eða rannsaka, heldur bók- menntir — jafnvel lifandi bók- menntir. Hvað hefði verið eðlilegra en að spyrja Snorra Sturluson eins og hina: hvort hann væri ekki glaður? Nú vili kannski einhver meina að Snorri Sturluson sé dauður og því ekki hægt að spyrja hann. En er það ný al- veg víst að hann sé dauður? Deyr hann nokkum tíma — á meðan til eru í þessu sögulandi menn sem leggja sig í það að skálda á tungu hans? Hvað hefði verið eðlilegra en að spyrja t.d. Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson eða Jón fró Pálmholti hvernig þeim héfði verið innanbrjósts þennan dag? Það er ekki nema um það bil áratugur frá því einn þessara manna — og þar með íslenzka þjóðin — hlaut viðurkenndustu bókmenntaverðlaun heims fyrir framlag sitt til heimsbókmennt- anna — m.a.s. í samhengi við fomíslenzkar bókmenntir. Vill nokkur halda því ffani að t.d. háskólarektor hafi gert meira fyrir íslenzkar bókmennt- ir — fomar og nýjar — en Halldór Laxness, Guðmundur Daníelsson eða Steinar Sigur- jónsson? Eða svo sleppt sé nöfnum: hvers vegna var ekki haft tal af öðrum hvorum for- manni annars hvors íslenzku^ rithöfundafélaganna, rithöf- undasambandinu — eða jafnvel úthlutunamefnd listamanna- launa? Því miður: hætt er við að hér sé ekki um hreina og beina gleymeku að ræða. Vesalings blaðamennimir fylgdu hér sem í öðru tíðarandanum. Ef hins vegar um gleymsku er að ræða — hvar er þá sú þjóð á vegi stödd menningarlega sem gleymir sjálfum bókmenntunum á slíkum bókmenntadegi (lát- um hina dagana vera)? Svo vel þekkjum við Dani að þetta hefði aldrei gerzt ef þeir hefðu ráðið — eða dæmið hefði verið Öfugt: við hefðum verið að nfhenda þeim bókmennta- dýrgripi. Bókmenntimar hafa ekki að- eins verið lítilsvirtar og höf- undamir, heldur sjálf þjóðin — jafnvel sú danska. 18. nóvember 1966. Virðingarfyllst Ingimar Erlendur Sigurðsson. Fer Passionaria heim til Spánar? MOSKVU 18/11 — Francostjórn- in hefur veitt þeim andstæðing- um hennar í borgarastríðinu sak- aruppgjöf sem ekkert hafa brotið af sér síðan. Miðstjórn sovézkra kommúnista fagnaði þessu í dag í boðskap til hins útlæga spænska kommúnistaflokks, kvað þetta mikinn sigur fyrir lýðræðis- og framfaraöfl Spánar og kvaðst vona að þetta gerði öllum spænskum lýðræðissinnum sem nú eru landflótta gleift að fara heim. haustverð Kr. 300,00 daggjald og 2,50 á ekinn km. LEIK Stauðarárstíg 31 sími 22-0-22 i á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.