Þjóðviljinn - 20.11.1966, Síða 6

Þjóðviljinn - 20.11.1966, Síða 6
) 0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. nóvember 1966 Hvað er hið pólitíska leikhús? í minningu Erwins Piscators Eftir ERWIN PISCATOR Leikhúsið var honum stofnun fyrír gagnrýni H, Lvað reyni ég að fá fram í starfi mínu? Ég vil ekki ein- faldan áróður fyrir heimsskoð- un minni með aðstoð plaggat- formúla, ég vil bera fram sannanir um, að einmitt þessi heimsskoðun og allar ályktanir sem af henni verða dregnar séu þær einu réttu á okkar dögum. Það er hægt að halda fram hverju sem vera skal, en ekki verður hvaða fullyrðtng sem er sönn eða sannfærandi jafnvel þótt hún sé endurtekin margoft. Raunhæf sönnun get- ur aðeins stuðzt við það að menn nái visindalegum tökum á viðfangsefninu. Þessu næ ég aðeins með því að nota tungu- tak sviðsins til að vinna bug á þröngum umbúnaði ein- stakra atvika, á því hve lífs- hlaup einstakra persóna er til- viljun háð. Ég varð að skapa tengsli milli atburðanna á sviðinu og áhrifa hinna miklu afla sögunnar. Það er því ekki að furða að. innihald hvers leikverks skipti mig mestu. Það lagði mér í hendur þau lögmál veruleikans, sem gera það að verkum, að persónuleg 'örlög fá í fyrsta sinn sérstaka, æðri merkingu. Til þessa þurfti ég aðferðir, sem sýna gagnkvæm tengsli milli ein- staklings (eða stéttar) og mik- illa mannlegra eða yfirmann- legra gerenda. Ein slíkra að- ferða er kvikmyndin. En kvik- myndin var mér aðeins hjálp- artæki, sem gat á morgun þok- að fyrir öðru betra. 1 sýningunni „Þrátt fyrir allt“ gegnir kvikmyndin hlutverki heimildar. Úr kvikmyndasafni keisararíkisins, sem vinir mín- ir veittu mér aðgang að, völd- um við fyrst og fremst ófals- aðar upptökur, sem sýndu heimsstyrjöldina, heimsend- ingu hersins, skrúðgöngur konungsætta Evrópu osfrv. Þessar filmur sýndu með full- komnu miskunnarleysi hörm- unar styrjaldarinnar: orustur þar sem eldvörpur voru notað- ar, hrauka sundurtættra líka, brennandi borgir. Styrjaldar- kvikmyndir voru enn ekki „komnar í tízku“. Þessi atriði hofðu miklu sterkari áhrif á alþýðufólk en hundrað ræður. Ég dreifði þessum atriðum um alla sýninguna, þar sem þau nægðu ekki til varpaði ég ljós- myndum á tjald. . . . Sviðið var byggt upp sem ein heild á hverfihringi Á pöllum og göngum og í hvelfingum voru einstök atriði leikin. Með þeSsu móti var 'hægt að fá fram óslitna hreyf- ingu leiksins, sterkan flaum, sem hréif allt með sér . . . Það var sem hin sjálfstæða leikmynd á hverfihring skap- aði sjálfstæðan heim, óg af- næmi lögmál hins borgaralega leiksviðs. Hún gat verið undir berum himni ef vildi. Ferhyrnt srvið, sem átti að sýna herbergi var mér aðeins óþarfur þránd- ur í götu. Sýningin var öll byggð upp Framhald á 9- síðu. □ Fyrir nokkru lézt einhver ágætasti frömuður róttæks leikhúss, Erwin Piscator, víðkunnur mað- ur, ekki aðeins í heimalandi sínu heldur og um heim allan. Hann var byltingarmaður í leikhúsinu ekki aðeins fyrir sakir ýmissa tæknilegra nýjunga heldur fyrst og fremst vegna þess að hann vildi nota leikhþsið til að koma á framfæri þeirri heimsskoðun sem hann taldi rétta og brýna og knýja menn til að taka afstöðu til hennar. Og hann hefur haft víðtæk áhrif: meðal lærisveina hans vou þeir Bertolt Brecht og Arthur Miller. Með Erwin Piscator hefur ekki aðeins heimur leik- hússins misst einhvern sinn á- gætasta frömuð — allur heim- ur sér á eftir einhverjum virk- ásta túlkanda sínum. Því ein- læg ást Piscators á list leik- hússins varð aldrei til þess að hann breytti leikhúsinu í markmið í sjálfu sér, hann á- leit það aldrei stað fyrir fag- urræna eyðslusemi, áleit það aldrei smáborgaralega upp- fræðslustofnun. í næstum því hálfa öld notaði hann leikhús- ið sem ræðustól og dómstól, sannfærður um að með aðstoð listarinnar mætti móta líf mannanna og, ef þörf krefði, gjörbreyta því. Piscator var af lúterskri prestaætt. Hann hóf leikhús- feril sinn skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöld í Hoftheater í Miinchen. Stríðið ýtti mjög harkalega við honum oghrakti á brott þær hugmyndir sem hann hafði áður gert sér um listir. Þegar hann sneri heim af vígvöllum hafði hann sett sér markmið sem hann síðar lýsti á þessa leið: „Takmark okkar var að styðja að því með meðölum leikhússins að þetta sögulega stórslys, heims- styrjöldin, endurtæki sig ekki. En við sama þjóðfélag varð tilganginum ekki náð — þjóð- félaginu þurfti að breyta. Þess- vegna hlaut leikhús okkar, sem hafði þá köllun að stuðla að þessari breytingu, að verða byltingaleikhús í eðli sínu/1 Ilann stofnaði í Berlín „Ör- eigaleikhúsið", sem starfaði og flutti boðskap sinn í úthverf- um og í húsum verklýðsfélaga. Árin 1924—27 var hann for- stjóri „Volksbuhne" í Berlín, og varð á skömmum tíma þekktastur leikhúsmanna um leið og hann var sá þeirra sem meir var hataður en nokkur annar. Það var ekki 'aðeins, að áhlaupasveitir fasista stofn- uðu til slagsmála í leikhúsi hans, hann hlaut einnig að berjast án afláts við samblást- ur og álygar. Eftir að „Volks- búhne“ svipti hann möguleik- um til að starfa á þess vegum fann hann óeigingjarnan og mikinn stuðning hjá Tiele Dúhre, sem gerði honum kleift að stjórna enn nokkrum sýningum sem ullu aldahvörf- um. Á þeim tima unnu beztu leikarar Þýzkalands með hon- um. Bertolt Brecht var vinur hans og samstarfsmaður. Að sjálfsögðu var honum ekki vært í Þýzkalandi e^tir að Hitler komst til valda 1933. Hann neyddist til að flýja land og í Sovétríkjum Stalíns fékk hann ekki þau verkefni sem hann vildi. í Bandaríkjunum fann hann vini sem hjálpuðu honum til að opna leikskóla. Meðal nemenda hans voru gagnmerkir leikarar og leik- skáld á borð við Tennessee Williams, Arthur Miller og Marlon Brando. Það var með hálfum huga að hann sneri aftur til Vestur-Þýzkalands ár- ið 1951, og svo virtist í fyrstu sem hann væri dæmdur til þess hlutskiptis að flakka á milli leikhúsa sem gestalefk- stjóri. En að lokum fór svo, að leikhúsið „Volksbúhne" í Vestur-Berlin skildi nauðsyn þess að bæta fyrir gamlar syndir og bauð honum for- stjórastöðu árið 1961. Piscator hálffertugur: storm- sveitarmenn efndu tll slags- niála En þeir, sem álitu að nú myndi Piscator setjast að við Schaperstrasse til að eiga náð- uga daga, það sem eftir væri ævinnar, urðu heldur en ekki fyrir vonbrigðum. Með svið- setningu sinni á „Staðgengill- inn“ eftir Hochhut (sem fjall- ar um vesældóm páfastóls gagnvart gyðingaofsóknum Hitlers) sýndi Piscator enn á ný og ef til vill greinilegar en nokkru sinni fyrr tryggð sína við leikhúsið sem stofnun fé- lagslegrar gagnrýni og félags- astaekki aðeins heimur leik- legs siðgæðis. Undir umsjón Piscators fór einnig fram frumflutningur á verkum Pet- ers Weiss „Rannsóknin“ (mála- ferlin yfir Auschwitzglæpa- Framhald á 9. síðu. ÞINGHALD Á LEIKSVIÐI nýr stíll. ný tækni, ný viðhorf — frá lcikskóla Piscators á þriðja áratugi aldarinnar EFTIR BERT BRECHT Piscator tók sér fyrir hend- ur að gera róttækustu tilraun- ina til að skapa uppeldisleik- hús. Ég tók þátt í öllum til- raunum hans, og hverri ein- ustu var beint að því að leik- húsið tæki þá stefnu að ala upp áhorfandann. Um það var að ræða, að leikhúsið næði tökum á mikl- um samtímaverkefnum eins og t.d. stríðinu um olíuna, bylt- ingu, réttarfari, kynþátta- vandamálinu. Það kom á dag- inn að óhjákvæmilegt var að breyta byggingu sviðsins. Hér er í stuttu máli ógjörnipgur að telja upp allar þær nýjung- ar og uppgötvanir sem Pisca- tor gerði og notfærði sér, sem og næstum því allar tækninýj- ungar, í því skyni að flytja mikilvæg samtímaverkefni inn í leikhúsið. Þið þekkið að lík- indum nokkur þeirra: til dæm- ir notkun kvikmyndarinnar í leikhúsi, sem braut niður ó- hreyfanlegt útsýni og bætti við enn einum aðila að leik- verkinu, áþekkum kórnum í grískum leikskáldskap — eða hverfihringinn, sem gerði svið- ið hreyfanlegt og gerði mögu- legt að sýna áhorfandanum alla rás epískra viðburða: til dæmis göngu góða dátans Sjveiks í stríðið . . . Tilraunir Piscators komu í fyrstu á algjörri ringulreið I leikhúsinu. Yrði sviðið hjá Piscator verkstæði varð áhorf- endasalurinn fundarsalur. Piscator varð leikhúsið þing og áhorfendur löggjafarsam- kunda. Af stökum listrænum áþreifanleik voru þingi þessu fengin til athugunar mikil fé- lagsleg tíðindi, sem kröfðust einhvers svars. í stað ræðu þingfulltrúa um tiltekna lesti samfélagsins kom listræn eftir- líking sömu félagslegra fyrir- bæra. Leikhúsið setti sér það djarfa markmið að gera áhorf- endum, hinum nýja löggjafa, mögulegt að taka pólitískar á- kvarðanir með tilstilli ná- kvæmra eftirlíkinga, hagfræði- legra upplýsinga, slagorða. Leikhús Piscators hafnaði ekki lófataki áhorfenda, en umræð- an skipti það enn meira máli. Hann vildi ékki aðeins vekja upp geðshræringar áhorfand- ans, heldur og neyða hann til að taka praktískar ákvarðanir, hafa virk afskipti af tilver- unni. Tilraunir Piscators sprengdu í loft upp’ svo til öll hefðbund- in viðhorf. Þær kölluðu fram breytingar á sköpunaraðferð- um leikskáldskapar, á leikstíl, á starfi leikmyndamálara. Til- gangur þeirra var sá að fá leikhúsinu fullkomlega nýtt félagslegt hlutverk. Víðar eru „sjórænmgjar" en á sviði útvarps Hugvitsamir músíkþjófar Til skamms tíma mátti lesa í hljómleikaskrám Lincoln- menningarmiðstöðvarinnar, svo og annarra hljómleikasala. að áheyrendum væri bannað að taka ljósmyndir í salnum Nú er þessi klausa orðin lengri: „í þessum sal er bann að að taka ljósmyndir og nou tæki til hljóðritunar.“ Auðvitað getur hver sem • tekið upp á segulband til • mynda konsert frá Metropcli' an-óperunni, sem fluttur er útvarpi. En enginn laumu framleiðandi hljómplatna, se> fæst við það starf af alvöru, gat gert sig ánægðan meö slíka aðferð. Það er aðeins i hljómleikásalnum sjálfum að tónar verða hljóðritaðir hrein- ir og án truflana. Og þei: konsertar, sem hljóðritað.i hafa verið á laun t.d. í Metro- politan, hafa verið yfiríær&r á plötur án útgefenda, sen skráð var á „Hljóðritað hljómleikasal Metropolita óperunnar" — svo ekkert fæ> milli mála. Það er til geys mikið úrval af ólöglegum plö’ um með margvíslegri tónlist flutningi snillinga, og er hún tekin beint upp í sölum Lundúna, Vínar, Madríd og næstum því allra þeirra borga í Evrópu þar sem tónlistarhá- tíðir eru haldnar. 1 Slíkar hljóðritanir eru ætl- aðar takmörkuðum hópi við- skiptavina og ganga út eftir leynilegum verzlunarleiðum í 100—300 eintaka upplagi. I :tað firmanafns stendur á heim „Einkaútgáfa“- Einstaka listamenn geta ha.i ólíkar skoðanir á slíkum tengislum við aðdáendur sína, eða látið slíka neðanjarðar- framleiðslu á hljóðritunum tónleika þeirra sér í léttu rúmi liggja, en tónleikahald- arar, stjórnendur tónlistarsala og þó sér í lagi Samband bandarískra tónlistarmanna líta þetta afbrigði frjáls fram- taks heldur en ekki homauga. En það dugir skammt að banna hljóðritun í hljómleika- skrám nú, þegar hægur vandi er að smygla hljóðrítunar- tækjum óséðum inn í sali og búa svo um hnúta að engan gruni neitt. ★ Hér kemur að þvi, að a- hugamaður um tónlist stígur inn í ótrúlegan og heldur skuggalegan heim einkaspæj- ara, njósnara, tækninjósnara og þar fram eftir götum. Menn geta stóraukið vitneskju sína um þessa hluti með því eð heimsækja skrifstofur fyrir- tækisins „Continental Tele- phone Supply". Þetta fyrirtæki sérhæfir sig í útbúnaði, sem á að tryggja „öryggi iðnaðar- leyndarmála" og „rafeindaeft- irlit“. Meístaraverk þessa firma er hljóðritunarkerfið ,,Continenta) 4000-L“, sem er, eins og önn-ur því skyld, hægt að fela í sakleysislegri skja-la- tösku. örsmár en furðunæmur hljóðnemi og stillir eru faldir í handfangi töskunnar. Tækið getur sjálft aukið hljóðstyrk- inn, farið af stað tveim sek- úndum eftir að hljóð heyrlst og stöðvazt þegar þögn skell- ur á. Eigandinn þarf því ekki ein-u sinni að vera nálægt tæk- inu, hvað þá snerta það -með- an á upptöku stentjur. Svo virðisf sem ólögleg framleiðsla á hljóðupptökum muni æ fara i vöxt, þvi að hljóðritunartæki gerast æ smærri og fullkomriari. Og það verður æ erfiðara að berj- ast við þennan bisness: þótt fólki verði því aðeins hleypt á tónleika að það skilji eftir töskur og yfirhafnir og klæð- ist hvítum sloppum, þá verð- ur einhver til þess að koma með hljóðnema í salinn í tannfyllingu. Og þó-1 vöruskrá þessa sama firma, „Ccntinental“ er hægt að^finna ráð til vamar. Fyr- irtækið býður upp á mælinn „F-202“, en með hans aðstoð „er hægt að komast að tíðni og felustað hvaða sendis sem er — jafnvel þótt hann sé falinn í fatnaði mans í stór- um sal.“

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.