Þjóðviljinn - 20.11.1966, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 20.11.1966, Qupperneq 7
Sunnudagur 20. nóve.-tiber 1966 — ÞJÓÐVILTNN — SÍÐA ^ /. GREIN wmmBmmammmiBmBsmmsmgBSBBim □ Hve margir vissu að það átti að myrða Lee Harvey Oswald? Vissi vinur Jacks Rubys, George Senator nokkuð? Þrír af þeim, sem hefðu getað vitnað um það atriði eru látnir. Einn þeirra var skotinn af lögreglunni. í þess- ari grein bendir Thomas Buchanan á ótal gloppur í yfirheyrslunum yfir Senator. □ Alls eru nú 14 af vitnunum í málinu gegn Jack Ruby látin. Öll áttu þau það sameiginlegt að geta veitt mikilvægar upplýsingar, sem bentu til þess að Oswald hefði ekki verið einn að verki. Warrennefndin lét sér þessar upplýs- ingar í léttu rúmi liggja. í næstu greinum heldur Buchanan áfram athugun sinni á at- hyglisverðum vitnaleiðslum. Myndin vax tckin í þann mund sem íorsetamordiö var framið. V egfarendur kasta sér í götuna. þegar skothríðin hcyrist- Fjórtdn Nú eru næstum þrjú ár liðin síðan John F. Kennedy Banda- ríkjaforseti var myrtur ásamt Lee Harvey Oswald og J. D. Tippet lögregluþjóni. í Dallas. Og að áliti núverandi Banda-, ríkjastjórnar eru þessi glæpa- verk ekki liður í neinskonar samsæri í þá átt að hafa áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkj- anna. Aðeins einn maður viður- kennir að hafa átt þátt í morð- unum — Jack Ruby, sem játar að hafa drepið. Oswald, enda á hann ekki um annað að velja, þvi að aldrei í allri sög- unni hafa verið jafn mörg vitni að einu morði. 10 miljón- ir sjónvarpsáhorfenda horfðu á Ruby þrýsta á gikkinn, á méðan lögreglumennirnir héldu fórnarlambinu föstu. verjendur Rubys nú krefjast í máli hans. Fjórtán vitnum hefur verið rutt úr vegi 14 vitnanna eru nú látin. Hið síðasta þeirra dó 6. ág. í ár. Eitt þeirra var skotiö í höfuðstöðvum lögreglunn- ar, rétt einsog Oswald. En í þetta sinn var það ekki aðvífandi maður eins og þegar Oswald var skotinn, heldur kom skotið úr byssu lögregluþjóns. Ilinn opin- beri úrskurður hljóðaði á voöaskot. Annað dó í fang- elsinu í Dallas undir vak- andi auga þess hins sama lögrcgluliðs er gætir Jack Ruby. Opinbér úrskurður liljóðaði á sjálfsmorð. Og Eftir Thomas G. Buchanan átti við að 'stríða fyrir nokkr- um árum, þegar reynt var að fá fangelsaðan glæpamann dæmdan. Verjendunum tókst *ið draga réttarhöldin á lang- inn meðan vitnunum var komið fyrir kattarnef hverju á fætur öðru. Vitnisburðir þeirra hefðu nægt til að koma sakborningnum í gálgann. Nú reyna verjendur Rubys að fá dauðadómnum breytt á þeim forsendum að við fyrri réttarhöldih hafi verið framin á honum gróf réttarbrot. Sqnnilega verður tekið meira tillit til þessa bragðs en fyrri mmm Það er búið að rita margt og mikið í blöð og' bækur um Keunedy-morðið og rannsókn þess — og margt er óritað enn ef að líkum lætur. Ruby var dæmdur til dauða, en síðan eru liðin þrjú ár og hann lifir. ennþá góðu lífi. þiinsvegar hafa vitnin safnazt til feðra sinna. Einmitt þau, sem hefðu getað valdið efa-. semdum um að lxve miklu leyti Oswald var sekur um morðin á Kennedy og Tippet, hefði verið hægt að leiða þau fyrir hih nýju réttarhöld, sem eitt vitnið í viðbóf var myrt í eigin íbúð í Dallas. Lög- m ;lan þar í bo g, sem rannsakaði málið, komst að þeirri niðurstöðu, að það hefði verið framið af „ó- þekktri persónu.“ Örlög þeirra, scm hefðu get- að vitnað á móti Jack Ruby minna óneitanlega á þá erfið- leika, serq bandarísk réttvísi fullyrðinga um að Ruby sé ekki heill á geðsmunum, þegar tekin verður afstaða til end- urupptöku réttarhaldanna. Meðal þeirra, sem ekki verða færir um að vitna í nýj- um réttarhöldum gegn Ruby, eru þau þrjú vitni sem fyrst heimsóttu íbúð hans í fylgd með vini hans og lögfræðingi eftir morðið á Oswald. Þau sáu íbúðina í því ástandi sem Ruby skildi við hana og áttu einkasamtal við George Sena- tor, vin Rubys. Þessi vitni eru öll dauð. Tvö þeirra eru blaðamenn, og þeir dóu fyrst. Sá fyrri hét Bill Hunter, en hann hafði fengið það verk- efni að skrifa um Kennedy- morðið fyrir Press Telegram í Long Beach. Hunter hafði átt heima í Dallas og gat þar af leiðandi notað sér sambönd sín þar. Hann og blaðamaður frá einu af dagblöðunum í Dallas höfðu átt einkaviðtal við vin Rubys í íbúð þess siðarnefnda stundarkorni eftfa- að Ruby var handtekinn. Lögreglan skýtur blaðamann Fimm mánuðum síðar, sama dag og Warrennefndin ætlaði að yfirheyra Senator, sat Hunter í bláðamannaherbergi aðalstöðva lögreglunnar í Long Beach og las í bók. Glæpa- rannsóknardeildir hinna ýmsu dagblaða bæjarins hafa þar skrifstofur. Herbergið er í stórri byggingu sem ber hið kaldhæðnislega nafn: „Örygg- isstöðvar íbúanna". Tveir lögregluþjónar gengú inn og annar þeirra dró upp byssu sína og skaut Hunter i hjartastað. Eitt skot dugði. Við yfirheyrslurnar hélt lög- regluþjónninn því fram, að hann hefði misst byssuna í gólfið og við það hafi skotið hlaupið úr henni með þeim afleiðingum að kúlan hitti Hunter í Rjartað. Á nákvæmlega sama hátt og þcgar Kennedy var myrt- ur var öröugt að finna sam- liengi milli skotsársins og stefnunnar, sem kúlan lilaut að hafa komið úr. Lög- regluþjónninn i'ar bcðinn um skýringn á því, hvernig skotsárið gæti vísað niður á við, þegar kúlan hefði kom- ið neðan frá gólfinu. T. G. Buchanan Líkt og rannsóknarmenn- irnir i fyrra tilfellinu, breytti lögregluþjónninn framburði sinum, þegar honum var bennt á veilurn- ar í honum. Það sem í rauninni hafði átt sér stað, sagði hann, var að hann og félagi hans hefðu vcrið að „leika“ sér með byssurnar, til að vita hvor þeirra væri sneggri að ðraga þær úr hulstrunum, („quicker on the draw“, eins og það heit- ir í kúrekamyndunum. Inn- skot þýðanda). Ilann hafði gleymt að byssan var hlað- in og þrýst á gikkinn í hugsunarleysi. Skotið hafði samt sem áður ekki lcnt i félaga hans (sem hann hlaut þó að hafa miðað á), en í þess stað lent í hjarta Hunters. Félaginn gat hvorki styrkt þennan framburð, né afsannað hann. Hann sagðíst hafa snúið baki við atburðin- um. Skýringin var fullnægjandi að dómi réttarins og hanyi úr- skurðaði að Hunter hafði lát- izt af voðaskoti. Annað blaðamanns- morð aldrei upplýst 'Og enn liðu fimm mánuðir. 21. september 1964 var hinn blaðamaðurinn myrtur. Hann hét Jfan Koethe og starfaði við lítið blað í Dallas, Times Her- ald. Hann var myrtur í íbúð sinni í Dallas. Hann vár að koma úr drykkjugildi, þegar ráðizt var á hann af óþekkt- um Karatesérfræðingi (Kar- ate s= japönsk sjálfsvarnar- og drápsaðferð. Innsk. þýðanda). Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar var hann drepinn með höggi á hálsinn. Opinber- lega er ekkert vitað um á- stæðuna fyrir morðinu, og jafnvel þótt grunsamlegur maður væri handtekinn, var hann aldrei leiddur fyrir rétt. Og það var einnig lögfræð- ingur viðstaddur í íbúð Rubys, þegar blaðamennirnir áttu við- talið við Senator. Hann hét Tom Howard og lézt úrhjarta- slagi í maímánuði 1965. Hinn 3. júní, eða rétt skömmu siðar, skýrði lítið vikublað í Dallas héraði svo frá þeim atburði: „Howard hafði hagað sér und- arlega gagnvart kunningjum sinum tveim dögum áður en hann lézt. „Vinur“ hans ók honum til sjúkrahússins. Lík- skoðun var aldrei fram- kvæmd.“ , Nú eru ekki eftir á lífi nema tveir af þeim fimm, sem vitað er að staddir hafi verið í íbúð Rubys strax eftir að hann framdi morðið. Annar þeirra hefur látið svo um mælt í við- tali, að hann hafi aldrei komið þar inn, ekki fylgzt með hin- um og ekkert heyrt af þvi, sem vinur Rubys hafi sagt. Þar af leiðandi er aðeins einn mað.ur lífs, sem tók þátt í samræðunum við Senator: Jim Martin — og Warren-nefndin kallaði aldrei eftir vitnisburði hans. Bularfullt símtal Hér er um mjög athyglis- verða undantekningu að ræða, því nafn Martins kom mjög við sögu í yfirheyrsl- unum. Hann var sá fyrsti, sem Senator hringdi til, til þess að ráðfæra sig um réttarreksturinn. Og það sem gerir þetta símtal sér- staklega áthyglisvert er sú staðreynd, AÐ ÞAÐ ÁTTI SÉR STAÐ ÁÐUR EN VIT- AD VAR AD RUBY HEFÐI MYRT OSWALD. Við vitnaleiðslur fyrir rann- sóknarnefndinni gaf Senator svolátandi skýringu á símtal- inu: Tann hafði farið til Eat- well veitingahússins skömmu áður en Ruby skaut Oswald, en þangað sagðist hann vera vanur að fara á sunnudage- morgnum. Hann sat yfir kaffí- Framhald á 9. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.