Þjóðviljinn - 24.11.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.11.1966, Blaðsíða 1
fimmtudagur 24. nóvember 1966 -t- 31 árgangur — 269. tölublað ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í KÓPAVOGI Alþýtftubandalagið í Kópa vogi heldur almennan félags- fund í félagsheimilinu n> k- fimmtudagskvöld kl- 9. FUNDARBFNI: X- Landsfundur Alþýftu- bandalagsins. Fram- sögumaftur: Þormóftur Pálsson. 2. Astand -og horfur í stjórnmálum. Fram- sögumaður: Geir Gunn- arsson- 3. Kosning ráftift kjördæmis- Nýir féiagar velkomnir á fundinn- Óþœgileg gistíng SIGLUFIRÐI 23/11 - Sá furðu- leg'i atburður gerðist hér í nótt að maður nokkur sat fastur í loftræstingarröri frá vélasal síldarverksmiðjunnar SRN og náðist ekki þaðan fyrr en kl. 6,30 í morgun. Upp úr þaki verksmiðjunn- ar, en hún er tveggja hæða, stendur loftræstingarrör frá vélasal og er sá hluti rörsins 'sem upp úr stendur 30 cm í þvermál og eitthvað á annan metra á hæð. Einhvern tíma í nótt hafði maðurinn sem var drukkinn prílað upp á þak verksmiðjunnar og troð- ið sér niður um loftræstingar- rörið. Rörið liggur í gegnum loft vélasalarins en beygir síðan óg liggur samsíða loítinu inn- anverðu og er innri endi rörs- ins aðeins ca 4—5 tommur í þvermál. Þegar maðurinn hafði fallið í gegnum íóðrétta hluta rörsins var _því hvorki hægt að komast áfram eða til baka. Um klukkan 4,30 í morgun er landmenn af línubátnum Orra voru að koma til vinnu sinnar heyrðu þeir hávær hróp á hjálp. Gerðu þeir tþgreglunni þegar aðvart og sá hún fljótlega hvernig allt var í pottinn búið. Lofthæð í vélasalnum er þrjár til fjór- ar mannhæðir og varð að byggja stillasa til að járn- smiðir SR kæmust að til að skrúfa rörið surtdur þar sem það var nægilega rúmt til þess að maðurinn gæti skrið- ið út. U5-ðu járnsmiðirnir gð fara gætilega að öllu því und- ir loftræstingarrörinu lágu ammoníakleiðslur sero ekki máttu* verðg fyrir neinu hnjaski. x Þegar maðurinn loksins náðist var hann dasaður mjög, nakinn að ofan því fötin höfðu nuddazt utan af hon- urri í rörinu. Þá var hann mjög kaldur og skrámaður á öxlum en ástand hans ,þó ekki hættulegt. Má geta þess að eitt fyrsta verk björgun- armannanna var að láta hár- þurrku síga niður í rörið til mannsins til þes^ að blása á hann heitu lofti til að hlýja honum. Margur landinn hefur „dag- inn eftir“ vaknað upp við ill- ar aðstæður og slæma líðan. Trúlega er þetta þó landsmet. — K.F. Ályktun 30. þings Albýðusambandsins um k]aramál afgreidd I gœr Árlegar kjarabætur — aukinn kaup- máttur launa — styttur vinnutími □ í ályktun Alþýðusam- sambandsþings um kjara- mál, sem samþykkt var á síðdegisfundi þingsins í gær, er bent á þjóðfélags- legar ráðstafanir sem gera þurfi „til þess að náð verði því markmiði að árlegar raunhæfar kjarabætur geti átt sér stað með auknum kaup- mætti launa og styttum vinnutíma.” Ö Lögð er áherzla á að verkalýðshreyfingunni beri að beita öllu afli sínu og áhrifavaldi til að koma* ,fram „styttingu vinnutímans án skerð- ingar tekna og aukningu kaupmáttar vinnulauna, með það að markmiði að núverandi tekjur náist með dagvinnunni einni." Verkalýðs- og atvinnumála- nefnd þingsins klofnaði með þeim hætti, að þrír nefndarmanna af 13 skiluðu séráliti, sem aðeins var fjórar mfilsgreinar, almennt orðaðar. Voru það Sverrir Her- mannsson, Guðjón Sigurðsson ng Pétur Guðfinnsson. Aðrir nefnd- armenn, þeirra á meðal Jón Sig- urðsson formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur, stóðu að álykt- unartillögu meiri hluta nefndar- innar, og var hún samþykkt með 244 atkvæðum gegn 64, og var þá hin tillagan dregin til baka. Framsögumaður meirihluta nefndarinnar var Guðmundur J. Guðmundsson en framsögumaður minnihlutans Sverrir Her- mannsson. Auk þeirra flutti Her- dís Ölafsdóttir frá Akranesi skörulega og athyglisverða ræðu um ýmis vandamál í sambandi við kjaramálin, ekki sízt um hin nýju launagreiðslukerfi og viðhorf verkalýðefélaga til þeirra. f ályktun 30. þingsins um kjaramál segir m.a.: „Með tilliti til reynslu undari- farinna ára og núverandi ástands í efnahagsmálum telur þingið eftirtalin verkefni brýnust úr-1 1. Aft allur rekstrargrundvSlIur lausnar, til þess að náð verði þvi! útflutningsatvinnuveganna og markmiði, að árlegar raunhæfar kjarabætur geti átt sér stað með auknum kaupmætti launa og styttingu vinnutíma: iftnaðar verði endurskoðaftur og fullnægjandi ráðstafanir gerftar til þess aft þessar atvinnugreinar Framhald á 3. síðu. Vlsifalan greidd niSur um fimm sfig: KOSTAR 143 MILJÓNIR KR. Á ÁRI • Hinar nýju nifturgreiðslur ríkisstjómarinnar jáfngilda nú fimm vísitölustigumv Eru 3,3 stig fengin með niðurgreiftslum á vöra- verði, en 1,7 stig meft hækkun f jölskyldubóta. Kostnaftur vift þess- ar aftgerftir nemur 143 miljónum króna á ári- Ódýrasti lifturinn í þessari hagræðingu vísitölunnar era fjölskyldubæturnar og jafn- framt er sá liftur hæpnastur; aðeins hluti þjóftarinnar nýtur fjöl- skyldubóta en aftrir verfta aft bera bótalaust þá 1,7 stiga vísitölu- hækkun sem þar er jöfnuft, • Ástæðam til þessara niðurgreiðslna er sú að kaupgjald átti að hækka lsta désember, en með framlögunum úr ríkissjóði. sem al- menningur greiðir að sjálfsögðu eftir öðrum leiðum, er komið í veg fjrrir að k&iup hækki nokkuð- , Niðurgreiðslumar í októbermánuði lækkuðu matvælavísitöluna um 4 stíg í 247 stig. Vísitalan fyrir fatnað og álnavöru lækkaði um eitt stig í 183 stig. Vísitalan fyrir ýmsar vörur og þjónustu hækkaði hins vegar um eitt stig í 238 stig. Meðalvísitaian fyrir vörur Og þjónustu lækkaði um tvö stig í 22* stig. Frádrátbarliðurinn fjölskyldubætur hækkaði um 64 stig í 507 stig- Qg hin opinbera vísitala framfærslukostnaðar lækkaði af þessum sökum um þrjú stig í októbermánuði í 195 stig- • Meft þessum fjárframlögum úr ríkissjóði verftur vísitaia fram- færslukostnaftar hin sama og hún var lsta ágúst s.l- Verður því kaupgjaldsvísitalan einnig óbreytt næstu þrjá mánufti, 188 stig, og verftlagsuppbætur hinar sömu og þær era nú, 15,25% á grunnlaun. Mörg umferðaróhöpp íhálk- unni en engin aivarieg slys Mikil hálka var á götum borg- arinnar í gær og höfðu í gær- kvöld verift bókaðir einir 14 á- rekstrar hjá lögreglunni, en ekki var þá allt komið í bækur. Ekki urftu alvarleg slys af vöidum á- rekstra, þó meiddist einn máður a öxl f árekstri sem varft upp við Smálönd. Tvö börn urðu fyrir bifreiðum, í gærmorgun hljóp lítil drengur fyrir bifreið á mótum Bergsbaða- strætís og Laugavegs og síðdegis i gær varð 7 ára telpa fyrir bíl I Gnoðavogi, en hvorugt meiddist mikið. Tveir bílar óku út af veginum til Keflavíkur í hálkunni í gær, sá fyrri í gærmorgun á ósteypta kaflanum á móts við Öldugötu í Hafnarfirði, sá síðari fór útaf Reykjanesbrautinni rétt norðan við Krýsuvíkurveginn og valt þar eina veltu. Engin slys urðu á fólki við þessi óhöpp. Aldrei meiri fram- leiðsla hjá Klettí ■ Eins og sagt var frá hér -í blaðinu i gær, sagði Klettur h.f. upp öllu starfsfólki sínu í síldarverksmiðjunum hér 1 Reykjavík nú eftir helgiúa. Ennfremur verður ljóst af við- tali, sem birtist í Vísi í gær, við Jónas Jónsson fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, að einnig hefur öllum verið sagt upp á m.s. Síldinni, nema yfirmönnum. Alls segir Jónas í fyrrgreindu viðtali að sagt hafi verið upp 37 mönn- um, 6 vaktaformenn og 3 yfirmenn á Síldinni hafa ekki fengið uppsögn tnMHnimiiinmimHmiiiiHiniiHniiinn1 Þingnefndin náði samkomulagi um skipulagsbreytingu ASÍ Á kvöldfundi Alþýðusambandsþings í gær var lagt fram álit og tillögur laga- og skipulagsnefnd- ar. Var það sameiginlegt álit, en þrír nefndar- menn undirrita með fyrirvara. Álitið og tillögurnar eru að langméstu leyti efnislega hinar sömu og lagjðar voru fyrir þingið í byrjun og birtar hafa verið, en hokkru ýtarlegri. Undir nefndarálitið rita: Eðvarð Sigurðsson, Óskar Hallgrímsson, Jón Snorri Þorleifsson, Jóna Guðjónsdóttir, Pétur Sigurðsson, Björn Þórhalls- sop, Björgvin Sighvatsson. Og með fyrirvara: Jón Ingimarsson, Sveinn Gamalíelsson og Jón Bjamason. Málið var tekið til umræðu á þingfundinum í gærkvöld, og hafði Eðvarð Sigurðsson framsögu fyrir laga- og skipulagsnefnd. í tillögu um bráðabirgðabreytingu á lögum ASÍ segir, að þessu þingi skuli frestað og kvatt saman eigi síðar en 15. nóvember 1967 og hafi það þing vald til að gera breytingu á lögum og skipulagi ASÍ. Hafa sömu fulltrúar rétt til setu á því þingi og kjömir voru til þessa þings. Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- an á Kletti h.f. var til skamms tíma eitt af stærstu atvinnu- fyrirtækjum landsins. Rak þeg- ar mest var tvær síldarverk- smiðjur, 4 togara og síldarflutij- ingaskip. Togurunum fjórum, Hauk, Hvalfelli, Ask og Geir, var lagt í sumar og þeir settir á sölu- lista og hafa ekki verið hreyfðir síðan. Þar hefur um 100 manns misst atvlnnu sína. Nú benda all- ar líkur til að Síldinni verði einnig lagt Enn er fyrirtækið hið stærsta í sinni grein hér í Reykjavík, þrátt fyrir að togurunum hafi verið lagt. Framleiðslan hefur aldrei verið eins mikil og á þessu ári, þar i er hið óhemju mikla magn af loðnu, sem barst á land í vor. M.s. Síldin hefur flutt í sumar 35000 tonn af síld af Samdráttur milli CDU/CSU 02 FDP BONN 23/11 — Leiðtogar Kristi- legra og Frjálslyndra demókrata ræddust við í Bonn í dag og er sagt að langt til hafi verið jafn- aður sá ágreiningur milli þeirra um mikilvæg mál sem varð til þess að upp úr stjórnarsamstarf- inu 'slitnaði i síðasta mánuði. Þykja nú meiri likur á þvi að flokkarnir muni aftur mynda saman Btjwn. Austfjarðamiðum hingað til Reykjavíkur, en hún hefur verið unnin upp jafnóðum og nú síð- ustu tvo mánuði má segja að iít- ið sem ekkert hafi fengizt í skip- ið eystra, aðeins tveir slattar. Veðurfarið hefur verið þannig að bátarnir hafa séð sér hag í því að sigla til lands með aflann Qg þannig hefur hagað til. að verk- smiðjurnar hafa ævinlega haft undan að bræða. Einnig hefur síldin verið það nálægt landi, að bátarnir hafa siður séð sér hag i að landa um borð í flutninga- skip. heldur en ef veiðin hefði verið t.d. um 10o milur úti í hafi. Félagsfundur í ÆFR í kvöld veröur haldinn 20-30 í Tjarn- Félagsfundur í kvöld kl. argötu 20 Fundarefni: 1- Inntaka nýrra félaga. 2- Kosning tveggja manna í stjórn og eins * varastjórn. 3. Rætt um vctrarstarfift. 4- Ragnar Stefánsson skýrir frá nýafstöftnum þingum Æskulýðsfylkingarinnar og Ólafur Einarsson segir frá Iandsfundi Alþýftubanda- lagsins- Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.